Dagur - 09.04.1999, Side 13

Dagur - 09.04.1999, Side 13
FÖSTUDAGVR 9. APRÍL 1999 - 13 ÍPRÓTTIR Giggs gaf United nýtt líf Jaap Stam hjá Manchester United sækir að Zinedine Zidane hjá Juventus. Samuel Kuffou, varnarmaður Bayern, í baráttu við markahrókinn Shevchenko hjá Dynamo. Fyrri leikimir í imd- anúrslitiun Meistara- deildar Evrópu fóru fram í fyrrakvöld og enduðu þeir báðir með jafntefii. Manchester United náði 1-1 jafntefli gegn Juventus á heimavelli og Bayem Munchen náði 3-3 jafntefli gegn Dyna- mo Kiev í Kænugarði. Eftir úrslit leikja í fyrri umferð undanúrslita Meistaradeildar Evrópu er Ijóst að allt er opið upp á gátt um það hvaða lið komast áfram í sjálfan úrslita- leikinn. Mikil spenna var í báð- um leikjunum og í þeim báðum voru jöfnunarmörkin skoruð á lokamínútunum. United jafnaði á síðustu stundu Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, mátti taka út þá þjáningu að bíða í heilar níutíu mínútur eftir jöfn- unarmarki Ryan Giggs í 1-1 heimaleiknum gegn Juventus í fyrradag. Juventus komst yfir í leiknum með marki Conti á 25. mínútu Ieiksins og voru þeir reyndar óheppnir að bæta ekki við fleiri mörkum. Menn segja að þetta hafi verið þriggja pakka leikur af tyggigúmmíi hjá Fergu- son og að hann hafi virkilega tek- ið á taugarnar. En þrátt fyrir allt ber hann sig mjög vel eftir leik- inn og telur að hans menn eigi enn töluverða möguleika í seinni leiknum á Italíu þann 21. apríl nk. Hann viðurkennir að hans ÍPR Ó T TA VIÐTALIÐ Pétur Ingvars- son þjálfari Eainars. Körfukmttleíkslið Ham arsfrá Hveragerði kom mjög á óvart í úrslita- keppniiini og sigraði þar mjög óvænt eftirað hafa lentíjjórða sæti í 1. deild. menn hafi staðið í skugganum af ítölsku leikmönnunum mestan Ieikinn og þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig mark á heimavelli, þá sjái hann töluverða möguleika á að komast í úrslitaleikinn. „Eg tel að markið sem Ryan Giggs gerði á síðustu stundu eigi eftir að hjálpa okkur mikið í úti- leiknum. Menn vita hvað þarf til að sigra og ég finn það á mér að þetta mark mun gefa okkur auk- inn kraft í seinni leiknum. Það er orðið nokkuð venjulegt hjá okkur að vera í þeirri stöðu að ekkert annað en sigur dugi til að kom- ast áfram og ég vona svo sannar- lega að það verði reyndin núna,“ sagði Ferguson. Hann hældi Ieikmönnum Juventus í hástert og sagði að þeir hefðu átt framúrskarandi leik í fyrri hálfleik með skyndi- sóknum sínum. „Ég verð að við- urkenna að þeir voru fljótir að - Þetta hefur verið ótrúlega skjótur frami hjá þessu unga liði? „Það má með sanni segja. Körfuknattleiksdeild Hamars var stofnuð fyrir um sjö árum og verður því að teljast mjög ung. Liðið var nú að ljúka sínu öðru keppnistímabili í 1. deild, svo segja má að þessi frábæri árangur hafi skilað sér mjög hratt, enda mikill hugur í þeim sem standa að deildinni." - Hverju viltu þakka þennan árangur? „Það er ansi margt sem spilar þar inní. Við erum með góðan leikmannahóp og góða stjórn sem stýrir deildinni. Við eigum góða áhangendur sem standa þétt við jakið á oldvur og það er mikil stemmning í kringum leikina. Bæjarfélagið er líka góður bak- hjarl og þar hefur fólk sýnt þessu mikinn áhuga. Aðstaðan er líka góð og við erum með áhorfenda- aðstöðu fyrir um sex til sjö hund- ruð áhorfendur. Þegar allt þetta er lagt saman þá tel ég að Hamar hafi verið með besta heildarpakk- ann í 1. deildinni, sem skilaði okkur upp í úrvalsdeildina." refsa okkur lyrir minnstu mistök og við þurftum sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Við náðum þó að rétta úr kútnum í seinni hálfleik og náðum þá betri tök- um á varnarleiknum og það breytti miklu.“ Þungur róðux í Tórínó Þrátt fyrir allt verður það örugg- lega þungur róður fyrir United að ná sigri í Tórínó, en Ferguson byggir bjartsýni sína á því að hans menn muni mæta þangað reynslunni ríkari. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn á Old Trafford allt of mikið upp kantana og misstum þess vegna öll tök á miðjunni. Þeir voru að spila sinn besta Ieik á tímabilinu í fyrri hálfleiknum og verðskulduðu forystuna. Eg veit að þeir spila aldrei upp á jafntefli og það mun gefa okkur aukin tækifæri á Ital- íu. Þeir eru þannig gerðir að þeir - Hafa Hvergerðingar verið duglegir að sækja leikina í deildinni? „Við vorum að meðaltali með 250 áhorfendur á leik í vetur og það held ég að sé nokkuð gott í 1. deild. Þetta sveiflaðist samt nokkuð milli leikja og fór niður í 150 manns þegar minnst var og alveg upp í 450 þegar mest var og jafnvel meira í úrslitakeppn- inni.“ - Hvernig skýrir þú það að lið- ið tjjórða sætinu vinnur úrslita- keppnina? „Lokastaðan í deildinni segir kannski ekki alla söguna. Liðin sem voru í úrslitunum voru nokkuð jöfn að getu og ekkert víst að styrkleikinn hafi verið mestur hjá okkur. En við stönd- um uppi sem sigurvegarar og það segir okkur að við vorum á réttu róli á réttum tíma. Við byrjuðum mjög vel í vetur, en svo kom að- eins bakslag í þetta hjá okkur. Sjálfur reif ég Iiðþófa í hné í öðr- um leik og gat því ekkert verið með aftur fyrr en eftir áramót. Það kom sér ekki vel þar sem Iið- ið býr ekki yfir mikilli reynslu, en þegar á reyndi þá stóðu strákarn- vilja sigra og mæta örugglega til leiks með því hugarfari og það opnar leikinn," sagði Ferguson. Kevin Keegan, Iandsliðsþjálf- ari Englands, tók í sama streng og hefur trú á að United muni komast í úrslitaleikinn, sem fram fer í Barcelóna í maf. „Ferguson hefur trú á sínum mönnum og ég held að þetta muni takast hjá þeim,“ sagði Keegan. Carlo Ancelotti, þjálfari Juventus, sagði eftir leikinn á Trafford að hann gerði sér vel grein fyrir því að allt gæti gerst í heimaleiknum í Tórínó. „Við höfðum alla möguleika á að af- greiða þá í fyrri hálfleik, en því miður tókst okkur ekki að skora fleiri mörk,“ sagði Ancelotti. Jöfnimarmark Jankers á síð- ustumínútu Leikur Dynamo Kiev og Bayern Munchen í Kænugarði var einn- ir sig mjög vel og síðan hefur ver- ið stígandi í þessu hjá okkur sem náði toppnum í úrslitakeppn- inni.“ - Verðurðu áfram hjá liðinu? „Ég á frekar von á því að ég naldi áfram með liðið. Eg gerði í upphafi tveggja ára samning við deildina, með ákvæðum um end- urskoðun hans eftir tímabilið. Við erum nýbúnir að fara yfir málin og mér sýnist nokkuð ör- uggt að ég verði áfram. Menn eru sammála um markmiðin og leikmannamálin, þannig að ég sé ekkert því til fyrirstöðu.11 - Hvaða kröfur gerir þú til framha Idsins ? „Til að standast baráttuna í úr- valsdeildinni þá þarf auðvitað að styrkja liðið eitthvað og tveir til þrír leikmenn með reynslu úr efstu deild væri mjög gott mál. iVIér sýnist að helsti kjarni liðsins muni verða áfram hjá félaginu og það er aðalatriðið. Þetta verður hörkubarátta í úrvalsdeildinni og þar höfum við ekki á neinu öðru að byggja en okkur sjálfum. Við höfum ekki hefðina og það tekur alltaf tíma fyrir ný félög að sanna sig í efstu deild." ig mjög spennandi og þar réðust úrslitin ekki fyrr en á 90. mínútu þegar Janker jafnaði í 3-3 fyrir Bayern. Dynamo byrjaði leikinn með látum og hafði náð tveggja marka forystu 3-1 með tveimur mörkum frá Shevchenko og einu frá Kossovsky, þegar um tólf mínútur voru til Ieiksloka, en mark Byern gerði Tarnat á 45. mínútu. En leikmenn Bayern neituðu að gefast upp og minnk- uðu muninn á 78. mínútu með marki Effenbergs og náðu síðan að jafna með áðurnefndu marki Jankers á 90. mínútu. Það má því einnig búast við mikilli spen- nu í seinni leik liðanna í Munchen, en þar hafa Bæjarar ekki tapað deildarleik í allan vet- ur. - Hver er kjaminn í liðinu? „Þar sem liðið er þetta ungt þá byggir það auðvitað á mannskap sem kemur úr ýmsum áttum. Helsti kjarninn er þó héðan af HSK-svæðinu og í leikmanna- hópnum eru t.d. tveir Hvergerð- tngar. Við erum einnig með Ukraínumann, sem hefur verið hér síðustu þrjú árin og vonandi tekst okkur að haída honum áfram. Það byggist þó á því að hann fái ríkisborgararétt og telj- ist íslenskur leikmaður. Síðan eru í hópnum strákar frá Hvols- velli og Selfossi og einn frá Sauðárkróki, sem eins og ég stundar nám í íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni." - Hvaða takmark muntu setja þér í úrvalsdeildinni? „Ef okkur tekst að styrkja liðið eins og ég teí æskilegt og ef und- irbúningurinn gengur vel í sum- ar þá er ég viss um að liðið getur fest sig í sessi í úrvalsdeildinni. Aðalatriðið er að halda sér uppi og byggja síðan upp í framhaldi af því.“ Hamar með besta heildarpakkaim

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.