Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 rú^tr LÍFIÐ t LANDINU ÞAB ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú að gera? „Lesa Meistarann Margarita," segir Aðalheiður Borg- þórsdóttir. Skíði o g bók um skrattaim „Eg ætla að reyna að komast á skíði upp á Fjarðarheiði með fjölskyldunni og slappa síð- an eitthvað af,“ segir Aðalheiður Borgþórs- dóttir, söngkona og ferðamálafulltrúi á Seyð- isfirði. „Eg býst reyndar við að skíðafærið sé ekki jafn gott núna og það var um páskana, enda hefur hlánað hér mikið síðustu daga. Þá er Iíka hægt að bregða sér í gönguferðir hér í bænum eða leika sér í íþróttahúsinu. Nú og síðan ætla ég að lesa bókina Meistarann Margarita eftir Mikael Búlgakoff. Fræg bók sem fjallar um skrattann sjálfan.11 „Á skiði í Hlíðarfjall,“ segir Jón Björnsson. Á ráðstefnu 1 Hveragerði „Eg ætla í Hveragerði um helgina þar sem ég verð á 10 ára afmælisráðstefnu hjá Tölvumið- stöð sparisjóðanna, þar sem víð munum fara yfir ýmis mál er varða upplýsingatækni. Svona ráðstefnur eru alltaf fróðlegar og skemmtilegar og gaman verður að hitta kollegana," segir Jón Björnsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Norðlendinga á Akureyri. „Aftur norður fer ég síðan síðdegis á sunnu- daginn og þá ætla ég að eyða einhverjum tíma með fjölskyldunni. Það væri til dæmis gaman að bregða sér á skíði í Hlíðarijalli, ekki síst ef veðrið um helgina yrði jafn gott og það var um páskana.“ „Baráttan hefst afal- vöru, “ segir Jóhanna Sigurðardóttir. íslandsfundur og trimin „Kosningabarátta Samfylkingarinnar hefst af alvöru á laugardag en þá verðum við með fund í Háskólabíöi, sem ég kalla Islandsfund. Bæði verður þetta pólítík og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Eftir fundinn munum við frambjóðendur af öllu landinu koma saman og stilla saman strengi okkar,“ sejgir Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður. „Á sunnudag er ég fulltrúi Samfylkingarinnar í þætti Sjón- varpsins, þar sem rætt er við frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi. Eftir þáttinn ætla ég að vona að ég geti komist í trimm, sem er bráð- nauðsynlegt, og á eftir verið með fjjölskyld- • (( unni. ✓ Hver man ekki eftir unga, reffiiega manninum, sem stýrði Reykjavíkurborg fyrir um aldarfjórðungi. Vonarpeningur íslenskra stjórnmála, allt þar til vinstri flokk- arnir sigruðu óvænt í borginni 1978. Fljótlega eftir það settist borgarstjórinn fyrrverandi á þing og var þar í áraraðir, eða þar tii hann fór í Seðlabankann. Þar telur hann peninga, spilar á píanó og segir til um hvernig íslendingar hafi það í hagfætinum. Birgir ísleifur er okkar maður. ■ LÍF OG LIST Drekar og smáfuglar „Eg er sér- staklega hrifinn af krimmum og líka heillaður af íslenskum bók- menntum og reyni að fylgjast vel með þeim, ekki síst yngri höfundum," segir Þorsteinn G. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri íþrótta fyrir alla. „Nú er ég að ljúka við bókina Dreka og smáfugla, sem er síðasta bókin í þriggja binda skáldverki Olafs Jóhanns Sigurðssonar en hinar bækurnar eru Gagnvirki og Seiður og hélog. Þar fjallar Olafur um Pál Jónssson blaðamann og frá mót- un og stjórnmálum í Reykjavík á árunum fyrir og í kringum strfð og eru sögurnar að sumu Ieyti sambærilegar Atómstöðinni. AHt er á iði og sag- an spennandi." Gítarmógúll og mandólln- snHlingur „Undir geislanum er ég með plötu sem félagarnir Jerry Garcia, gítarmógúll, og mandólínsnillingurinn David Grissan gerðu saman. Garcia var aðalsprautan í sveitinni Greatful Deat, sem var húshljómsveit í Los Angeles á sýrutfmabilinu í kringum 1968. En síðan fóru þessir félagar að gera saman plöt- ur sem voru af ýmsum toga og sú sem ég er nú að hlusta á er skemmtilega djössuð. En annars gerðu þeir félagar margskonar plötur saman, til dæmis með barnalögum og þjóðarlagaballöð- um.“ Ameríka á líðandi stund „Við feðgamir, sem erum báðir taekwondo-menn, skemmtum okkur vel við að horfa á mynd- ina Rush hour, þar sem sá frægi austurlenski bardagamógúll, Jaclde Chan, fer á kostum. Áður hefur hann leikið í austurlenskum myndum og varla er það bein til skrokki Chan, sem hann hefur ekki brotið við kvikmyndaleik sinn. Rush hour er fyrsta myndin sem hann gerir í Bandaríkjunum og því um margt ólík hinum fyrri.“ ■ fra degi til dags Leiðir verða langþurfa menn. - Islenskt máltæki Þetta gerðist 9. apríl • 1942 réðst þýski herinn inn í Dan- mörku og Noreg. • 1963 samþykkti Bandaríkjaþing að gera Winston Churchill að heiðursborgara Bandarfkjanna. • 1968 var Martin Luther King jarðsettur íAtlantaborg í Bandaríkjunum. •1981 hófst stutt gos í Heklu. •1991 var lýst yfir sjálfstæði Georgíu, sem þá var eitt lýðvelda Sovétríkjanna. • 1992 var Manuel Noriega dæmdur sek- ur fyrir kókaínsmygl og peningaþvætti, og var það í fyrsta sinn sem bandarísk- ur dómstóll dæmir í máli fyrrverandi þjóðhöfðingja annars ríkis. Þau fæddust 9. apríl • 1802 fæddist finnski þjóðsagnafræð- ingurinn Elias Lönnrot. • 1857 fæddist Ólöf Sigurðardóttir skáld frá Hlöðum. • 1865 fæddist prússneski hershöfðing- inn Erich Ludendorff. • 1893 fæddist bandaríska kvikmynda- stjarnan Mary Pickford. • 1898 fæddist bandaríski söngvarinn Paul Robeson. • 1918 fæddist danski arkitektinn Jorn Utzon, sem m.a. teiknaði óperhúsið í Sidney í Ástralíu. • 1928 fæddist bandaríski stærðfræðing- urinn og gamanvísnasöngvarinn Tom Lehrer. • 1933 fæddist franski leikarinn Jean- Paul Belmondo. Vísa dagsins Þessi vísa er eftir Ólínu Andrésdóttur: Ætli jní sért eins og ég, ef ylinn finnur, þá er grátið, þakkað, hlegið, þá verður dapra hjartað fegið. Franska Ijóðskáldið Charles Baudelaire fæddist 9. apríl 1821. Hann var þekktur fyrir Ijóðabókina Les Fleurs du mal sem kom út árið 1857. Nokkur Ijóð úr henni voru felld út í síðari útgáfum þar sem Baudelaire hafði verið sóttur til saka fyrir ósiðsemi vegna þeirra. Nokkur ljóða hans hafa verið þýdd á íslensku. Charles Baudelaire bjó í Belgíu árið 1867, þegar hann Iam- aðist skyndilega og var fluttur með hraði til Parísar þar sem hann and- aðist 31. ágúst það ár. LæknisfræðHega orðalagið! Maður nokkur kom til læknis og sagði farir sínar ekki sléttar, hann væri orðinn svo slappur að hann gæti nánast aldrei tekið til hendinni heima hjá sér og varla einu sinni sinnt þeim heimilisstörfum, sem áður voru í hans verkahring. Konan hans væri orðin afar þreytt á þessu og nú verði að fá læknisfræðilegan úrskurð í málinu. Eftir ítarlega skoðun sagði maðurinn: „Jæja, læknir. Láttu mig nú hafa það óþvegið á skiljanlegri íslensku." „Ja,“ segir læknirinn, „ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta bara leti og aum- ingjaskapur í þér, og ekkert annað.“ „Allt í Iagi,“ sagði þá maðurinn, „en láttu mig nú heyra læknisfræðilega orða- lagið svo ég geti sagt konunni minni það.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.