Dagur - 09.04.1999, Page 4

Dagur - 09.04.1999, Page 4
20-FÖSTUDAGVR 9. APRÍL 1999 LÍFIÐ t LANDINU Drífum kosningarnar af, svo við þurfum ekki að standa í þessu vesini, þar sem alltafer hætta á að einhver fari fram á fram- sýni, hugsjónir, þó ekki sé nema eina og eina hugmynd, en ekki bara bissniss as júsúal. Flýtur meðan ekki sekkur og allt á að rúlla sinn vana- gang. Bissness asjúsúal fjölmiðlarnir - en ekki kjósendur, alveg örugglega ekki kjósendur, og ótal margir hafa frábeðið sér þetta fyrir hverjar kosn- ingar að undanförnu, en samt færist þetta sífellt í aukana, svo allra síðustu dagar kosningabaráttunnar fara varla í annað en bera saman allar þær skoðana- kannanir sem birtast á degi hverjum, öll- um til ama og leiðinda nema Olafi Þ. Harðarsyni, sem alltaf finnst þetta jafn merkilegt, alltaf ímyndar sér að þetta segi okkur eitthvað um ástandið í landinu. Og gerir það kannski. En þá er ástandið Iíka helstil dauft, enda snúast hinar þrotlausu umræður um skoðanakannanir ekki um stjórnmál, heldur um fylgi flokka - sem er svolítið annað. Huggulcg svefnværð En þegar loks tókst að slíta umræðuna í þessum margnefnda sjónvarpsþætti frá því aðkallandi málefni hver gæti myndað stjórn með hverjum samkvæmt þessari skoðanakönnun, þá hefði mátt vænta þess að hægt væri að heíja umræður um hvernig ætti að stýra landinu næstu fjög- ur árin - en þá fyrst færðist nú hugguleg svefnværð yfir mannskapinn, og með ör- fáum heiðarlegum undantekningum var furðu fátt sem hægt var einu sinni að festa hendur á, og sumir virtust bara komnir þarna til málamynda, til að sýna lit, sýna að þeir væru ennþá til, og það ætti að kjósa þá í kosningunum eftir mánuð. Þeir þyrftu sjálfir ekki að leggja neitt sérstakt til málanna. Svolítið meira karp, hver hafði gert hvað hvenær, hvað stóð eða stóð ekki í stefnuskrá; stöku sinnum blossaði upp svona smárifrildi, sem snerist þó ævinlega að endingu um næsta lítilfjörleg smáatriði, og brátt féll allt í dúnalogn að nýju. Drífum kosning- arnar af, svo við þurfum ekki að standa í þessu vesini, þar sem alltaf er hætta á að einhver fari fram á framsýni, hugsjónir, þó ekld sé nema eina og eina hugmynd, en ekki bara bissniss as júsúal. Flýtur meðan ekki sekkur og allt á að rúlla sinn vanagang. FaUegt orð? Kannski er það best. Kannski færi illa, ef þetta ágæta fólk færi að uppfyllast hug- sjónaeldmóði og vildi fara að setja mark sitt á þjóðfélagið; það má vel vera. En samt var dálítið einkennilegt, dálítið dap- urlegt, að þegar flestir helstu stjórn- málaforingjar Iandsins komu saman í einn sjónvarpssal til að ræða um stefnu- mál sín í komandi kosningum, þá skyldi niðurstaðan ekki bara vera engin - heldur skyldi nánast ekki vera um neitt að tala. Að minnsta kosti tókst þeim ekki að sannfæra þennan kjósanda um að þeir hefðu neitt sérstakt til málanna að leggja. Því hvað var að heyra? Ekki eitt eftirminnilegt orð, ekki vitur- legt orð, ekki innblásið orð; það væri náttúrlega til alltof mikils mælst að biðja um fallegt orð. Kannski er það tóm ímyndun að við höfum eitthvað að gera með stjórnmál. Kannski er það tóm ímyndun að við höfum eitthvað að gera með mál af hvaða tagi sem er. Svona voru nú áhrifin af upphafi kosn- ingabaráttunnar, umræðum stjórn- málaforingjanna í sjónvarpssal. Eg svaf ágætlega um nóttina. Pistill Illuga var jluttur t' morgunútvarpi Rúsar 2 í gær. Einhvern tíma - kannski var það annars bara í fyrradag, já, Iíklega var það bara í fyrradag, þó það virðist öllu lengra síðan, svo langt síðan, það hefði getað verið íyrir mörgum misserum eða árum eða jafnvel sek- úndubrotum - þá settist ég niður fyrir framan sjónvarp og ætlaði að horfa á stjórnmálaum- ræður, einskonar form- legt upphaf kosningabaráttunnar, því það eru kosningar í vor, fjögur ár síðan síðast, þó það virðist líka lengra, og stjórnmála- umræðurnar komnar í kunnuglegt form fyrir kosningar; leiðtogar stjórnmálaflokk- anna kallaðir að hringborði í sjónvarpssal og beðnir um að segja eitthvað, síðan svara einhverju og loks í mjög stuttu máli, því tíminn er að hlaupa frá okkur. En maður skyldi sem sagt ætla að þess- ar stjórnmálaumræður hefðu getað orðið ... ja, kannski fróðlegar fyrst og fremst; einhvern veginn gerði ég mér engar vonir um að þær yrðu spennandi eða skemmti- Iegar, látum okkur nægja fróðlegar, því það er ný öld að byrja, svona bráðum, og maður skyldi ætla að þeir sem bjóðast til að stjórna okkur framan af þeirri nýju öld hafi eitthvað að segja, eitthvað uppá að bjóða, ekki kannski frumlegt eða merki- Iegt - það væri til of mikils mælst - en þó alla vega skilmerkilegt og úthugsað; stefnuna sem þeir vilja að við tökum á hinni nýju öld sem í hönd fer, hugsjón- irnar sem þeir ætla að virkja í brjósti okk- ar, hugmyndirnar sem þeir ætla að kveikja, hugarfarið sem þeir hafa komið auga á og skýra fyrir okkur ... eitthvað svoleiðis. Þetta hugðist ég sjá í sjónvarpinu í fyrradag? Hver myndar stjóm? En þetta kom ég svo hvergi auga á. Eg held að jafn dauflegur sjónvarpsþáttur hafi varla verið á dagskrá í háa herrans tíð, þess vegna virðist svo óralangt síðan, og þó ég segi hann dauflegan, þá er það vel að merkja ekki í þeirri merkingu að hann hefði verið neitt að ráði skárri þó allir hefðu hnakkrifist frá íyrstu stund; svoleiðis þættir geta vissulega stundum haldið manni vakandi rétt á meðan, en ég veit ekki hvað ég er búinn að gleyma mörgum slíkum hnakkrifrildisþáttum um ævina, svo ekki skilja þeir að heldur ýkja mikið eftir. En þættinum í fyrradag mætti kannski halda til haga í minningunni, einmitt íyrir það hversu dauflegur hann var, hversu fátt var sagt, þó að endingu hrúguðust þarna vissulega upp búnkar af orðum; hversu stefnan var rýr, hugsjón- irnar engar, hugmyndirnar fátæklegar, hugarfarið einfalt. Þátturinn byrjaði á Iöngu og steingeldu karpi um það hverjir myndu geta myndað ríkisstjórn með hverjum miðað við einhverja nýja skoð- anakönnun sem Sjónvarpið hristi fram úr erminni, en engum datt í hug að spyrja þeirrar spurningar af hveiju þetta dauf- lynda, hugmyndasnauða fólk ætti yfirleitt að mynda ríkisstjórn, hvort það ætti það skilið, alveg að sofna þarna í sjónvarpssal og við hér um bil sofnuð fyrir framan sjónvarpið - hvort þetta fólk ætti það skil- ið, og hvort við ættum það skilið. Ástandið í landinu? Mér heyrðist þó að það muni verða borin von að nokkuð verði að þessu sinni hægt að sporna við þeirri þróun sem augljós hefur verið fyrir undanfarnar kosningar, að kosningarnar eigi að fara fram í formi linnulausra skoðanakannana - Sjónvarpið tilkynnti stolt í bragði að það hefði gert samkomulag við Gallup um fjöldann all- an af skoðanakönnununi fram að kosn- ingum, og ætli Stöð 2 geri ekki annað eins, og DV geri sínar skoðanakannanir, svo þetta verður eins og venjulega nú á seinni tímum; öll kosningabaráttan á síð- ustu stigum snýst um hver hefur hversu mörg prósentustig framyfir hvern ein- hvern tiltekinn dag, ogjafnvel tiltekinn klukkutíma, þegar svo og svo skammt er til kosninganna. Þetta skoðanakannana- fargan hefur enginn beðið um - kannski æðsta stjórn flokkanna sjálfra, kannski UMBÚÐA- LAUST lllugi Jökulsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.