Dagur - 09.04.1999, Síða 5

Dagur - 09.04.1999, Síða 5
 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR Líf^ TÓNLIST SKEMMTANIR fjor Hjartasögur af hálendinu Allpersónuleg hálendisdagskrá verður í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á mánudagskvöld- ið... Kolbrún Halldórsdóttir, náttúruunnandi og frambjóðandi Vinstri- græna í Reykjavík, skipuleggur náttúru- verndardagskrána Þar sem hjartað slær! sem hefur undirtitilinn hjartasögur af hálend- inu er verður í Lista- klúbbi Leikhúskjallar- ans kl. 20.30 á mánu- dagskvöldið. Þetta mun vera Iokahnykkurinn í vetrarstarfi þeirra lista- manna sem hafa verið að mótmæla fyrirhug- uðum virkjunarfram- kvæmdum á hálendi Is- Iands. „Þetta er sami kjarni og hefur staðið fyrir ættjarðarljóðalestri fyrir framan alþingis- húsið alla fimmtudaga meðan þingið hefur set- ið til að minna þing- menn á að við erum að fylgjast með því hvernig þeir afgreiða málefni sem tengjast hálend- inu,“ sagði Kolbrún í stuttu spjalli við blaðið. Trúlofaðist Vatnajökli Uppistaðan í dagskránni eru sögur fjögurra listamanna af sambandi þeirra við hálendið, Elfsabetar Jökulsdóttur skálds, Hörpu Arnar- dóttur leikkonu, Haralds Jónssonar mynd- listarmanns og Andra Snæs Magnasonar skálds. Fregnir herma að þar muni Harpa m.a. segja frá ástríðufullu ástarsambandi sínu við Vatnajökul en hún mun hafa trú- lofast Vatnajökli með pompi og pragt hér um árið. Þótti henni ekki verra að skömmu síðar lét jökullinn ánægju sfna með trúlofunina í Ijós með því að gjósa. Þá mun Andri Snær ætla að standa fyrir slides-myndasýningu frá því þegar amma hans og afi fóru í brúð- kaupsferð upp á hálendið. Meiru vildi Kol- brún ekki ljóstra upp um efni dagskrárinnar, einungis að þarna yrðu afar persónulegar frásagnir af ástar- og tilfinningasambandi fólks við hálendi Islands. Um 250 ömefni umlir vatn Auk áðurnefndra listamanna birtist á mánu- dagskvöldið hópur myndlistarkvenna sem kallar sig, þegar berjast þarf fyrir verndun náttúrunnar, Fjallkonur. Þær hafa safnað saman um 250 örnefnum sem vitað er um á því svæði norðan Vatnajökuls sem fyrirhugað hefur verið að leggja undir virkjanir. Alda Sigurðardóttir, ein af Fjallkonunum, segir að ef áform stjórnvalda um stór- virkjanir norðan Vatnajökuls ná fram að ganga munu staðirnir að baki ör- nefnunum 250 „breytast og skerðast eða hverfa undir vatn. Þá eru ekki nefndir þeir staðir sem munu breytast vegna jarðefnaflutn- inga, línulagna, stöðvarhúsa, vega og annarra mannvirkja. Þó að menn vilji gera lítið úr þessum áformum núna þá er a.m.k. Fljótsdals- virkjun ennþá yfir- vofandi og það er ógrynni af örnefnum sem tengjast þeirri virkjun." A mánudagskvöld- ið ætla Fjallkonurn- ar að dreifa örnefn- um til fólks svo hver og einn geti tekið að sér viðkomandi stað. „Það er oft talað um miðhálendið sem eyði- mörk en þegar maður sér nöfnin þá finnur maður hvað það er mikil menning tengd þeim. Þetta er ekki eyðimörk,“ sagði Alda að Iokum. Miðaverð er 800 kr. LÓA Slæðufoss, Tofrafoss, Trönusel, Kerling, Loðinshöfði, Goðavað, Ófærusel og Hjartarhylur eru meðal þeirra staða sem fara undir vatn eða breytast ef fyrirætlanir „Finns Ingólfssonar og kó um stórvirkjanir á miðhá- lendi íslands ná fram að ganga, “ segir Kolbrún Halldórsdóttir. „Norðanpiltar44 Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýningu á ljósmyndum í Ljósmynda- kompunni Listagili á Ak- ureyri sunnu- daginn 11. apríl klukkan 15.00. Kompan er nú að rísa úr vetrardvala og er sýning Kristjáns sú fyrsta á þeim vett- vangi þetta árið. Kristján Pétur mun að ýmsu öðru kunnur en ljósmyndun en það rímar alveg við stefnu Ljós- myndakompunnar, sem er með- al annars að sýna ljósmyndir eft- ir listamenn, sem eru ekki endi- lega Ijósmyndarar. Ljósmyndun hefur löngum verið áhugamál ICristjáns, en hann er latur ljósmyndari. Dug- legir myndarar taka að minnsta Knstján Pétur Sigurðsson. kosti 100 myndir á viku en Kristján segist ná þeim árangri á nokkrum árum. Því er sýningin, sem ber yfir- skriftina „Norðanpilt- ar“ og sýnir portrait af piltum þeirrar ástsælu hljómsveitar og nokkrum öðrum aðdá- endum, að sögn Kristjáns Péturs ekki afrakstur þrotlausrar og markvissrar vinnu, heldur dund, föndur og ánægjulegt fikt. Við opnunina á sunnudag verða flutt nokkur lög og ljóð úr smiðju Norðanpilta. Sýningin verður síðan opin næstu vikur þriðjudaga til laugardaga klukk- an 14-17. Píanótónleíkar Daníel Þorsteinsson píanóleikari leikur á tónleikum Tónlistarfé- lags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á sunnudags- kvöld klukkan 20.30. Á tónleik- unum flytur Daníel tvö verk eft- ir Johann Sebastian Bach, Franska svítu nr. 6 í E-dúr og tvær prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperierte Klavier II. Einnig leikur hann tvær sónötur eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Daníel er meðlimur í CAPUT hópnum og hefur stundað tón- listarnám á Islandi og í Amster- dam. Hann hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi og haldið tón- íeika bæði heima og erlendis, gert upptökur fyrir útvarp og út- gáfur. Daníel er kennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Háskólann á Akureyri. IIM HELGINA PúshMn-dagar íMÍR í tilefni af þvf að 200 ár verða liðin frá fæðingu rússneska skáldsins Alexanders S. Pús- hkins þann 26. maí verður kynning á verkum þessa höf- uðskálds Rússa hjá MIR í þessum og næsta mánuði. Púshkin-dagarnir hefjast formlega á morgun kl. 15 þegar opnuð verður sýning á myndum, bókum og fleiru sem tengist ævi skáldsins og störfum. Einnig flytur Árni Bergmann fyrirlestur um Púshkin og kl. 17 verður sýnd gamla kvikmyndin “Aleko“ en þar birtist ópera sem Rachmaninov byggði á kvæð- inu Sígaunar eftir Púshkin. (Myndin er með enskum texta.) Áttu stuttmynd? Hafir þú gengið með hug- mynd að stuttmynd í kollin- um mánuðum, ef ekki árum, saman væri ráð að bretta upp ermar og fara að skipuleggja handrit og tökur um helgina. Kvikmyndafélag Islands er nefnilega að auglýsa eftir stuttmyndum í keppni sem haldin er í tengslum við Stuttmyndadagana í Reykja- vík, sem standa munu yfir 25.-27. maí. Allir mega taka þátt í keppninni en æskileg lengd mynda er 3-20 mínútur og er skilafrestur til 17. maí næstkomandi. Valdar verða 5 bestu stuttmyndirnar og fá þrjár þær bestu vegleg verð- íaun frá Reykjavíkurborg. Tek- ið verður á móti myndum alla virka daga milli kl. 10 til 17 hjá Kvikmyndasjóði Islands, sem er staðsettur á Hallveigar- stöðum að Túngötu 14 f Reykjavík. (Ekki má laumast inn, henda myndinni inn á borðið og rjúka út í feimni sinni því fylla þarf út sérstakt eyðublað með hverri mynd). Endurfundir eldri skáta I vetur hefur verið tekin upp sú nýbreytni að hafa léttan hádegisverð íyrir eldri skáta í Skátahúsinu við Snorrabraut. Tilgangurinn með fundunum er að riQa upp gamlar minn- ingar, spjalla saman, njóta endurfunda og binda ný vin- áttubönd. Til eldri skáta telj- ast allir sem eru ekki lengur í beinu skátastarfi. Aldur er afstæður í skátastarfi. Allir eldri skátar eru hvattir til þess að mæta og njóta Ijúfra stunda með skátasystkinum. Næsti fundur verður mánu- daginn 12. apríl frá kl. 11.30- 13.30. J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.