Dagur - 09.04.1999, Side 7
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 - 23
ItfÖL
f|©r
Bílar & list
Sara Vilbergsdóttir opnar á morgun málverkasýningu í sýningarsaln-
um að Vegamótastíg 4 í Reykjavík, sem sameinar hin eðlisólíku fyrir-
bæri bíla og list. Þar sýnir Sara akrýlmálverk, sem hún hefur verið að
vinna frá þvt á síðasta ári. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-18,
laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16 til 29. apríl.
Kosningaskrifstofa
Samfylkingar
Samfylkingin á Norðurlandi
eystra opnar kosningaskrifstofu
sína á Akureyri á sunnudaginn
klukkan 15.00 að Skipagötu
18, annarri hæð. Við opnunina
verða frambjóðendur kynntir
og ávörp flutt, auk þess sem
skemmtiatriði verða á dag-
skránni. Kosningaskrifstofan
verðuropin klukkan 15-18 alla
daga, jafnt virka daga sem um
helgar. Þar verður jafnan heitt á könn-
unni og allir hjartanlega velkomnir. Jón
Daníelsson hefur verið ráðinn kosningastjóri í kjördæminu.
Hart í bak
á Reydar-
firði
Leikfélag Reyðarfjarð-
ar frumsýnir á morg-
un leikritið Hart í bak
eftir Jökul Jakobsson
í Félagsheimilinu Fé-
lagslundi, Leikmynd
er eftir Óttar Guð-
mundsson en leikstjóri er Jón Júlíusson. Með tvö helstu hlutverkin í
leiknum fara Helgi Seljan og Þorbjörg Beck. Á myndinni, sem tekin
er á æfingu verksins, eru Helgi Seljan, Elísa Davíðsdóttir og Þóra
Atladóttir. Formaður leikfélagsins er Jóhann Sæberg Helgason.
LANDIÐ
Tónleikar á Austurlandi
Óperustúdto Austurlands Hyggst leggja í
söngferðalag um Austurland. Fyrstu
tónleikarnir verða á Höfn í Hornafirði
í kvöld í Hafnarkirkju kl. 20.00. Á
morgun í Djúpavogskirkju kl. 14.00 og
í Stöðvarfjarðarkirkju kl. 18.00. Á
sunnudaginn í Valhöll á Eskifirði kl.
14.00 og að lokum í Egilsstaðakirkju
kl. 18.00.
Leikfélag Reyðaríjarðar
Frumsýnt verður á morgun laugardag,
leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobs-
son í Félagsheimilinu Félagslundi. Það
eru félagar í leikfélagi Reyðarfjarðar
sem sjá um leikinn en leikstjóri er Jón
Júlíusson.
Fljótagangan á laugardaginn
Lengsta skíðaganga á lslandi Fljóta-
gangan, fer fram í grennd við félags-
heimilið Ketilsás í Fljótum á laugar-
daginn og hefst kl. 11.00. Þetta er
önnur Fljótagangan sem farin er, en
stefnt er að því að gera þetta að árleg-
um viðburði. Keppt verður í 50 km, 25
km og 10 km og einnig boðið uppá 5
km skemmtigöngu. Fólk er hvatt til að
taka sér heilsubótargöngu í Fljótunum
á laugardaginn og er vonast eftir góðri
þátttöku. Allar nánari upplýsingar og
skráningu er hægt að fá í símum 467-
1030 Trausti og 453-5757 Þórhallur.
Fortíð og nútíð
Sýningin sfning á sama sjónarhorninu í
fortíð og nútíð stendur yfir í Byggða-
safni Árnesinga. Þetta eru valin mál-
verk (bæjarmyndir) eftir Matthías Sig-
fússon, Iistmálara sem málaði á mis-
munandi tímum í gegnum tíðina. Sýn-
ingin er opin til 16. maí á laugardög-
um og sunnudögum í Húsinu á Eyrar-
bakka frá kl. 14-17.
Opnun í Ljósmyndakompunni
Kompan opnar aftur eftir vetrardval-
ann á sunnudaginn kl. 15.00 með sýn-
ingu á Ijósmyndum eftir Kristján Pétur
Sigurðsson, norðanpilt með meiru og
eru myndirnar einmitt af þeim guttum
og aðdáendum þeirra. Sýningin verður
opin næstu vikur frá kl. 14-17 þriðju-
daga til laugardaga.
Píanótónleikar Daníels
Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir
tónleikum Daníels Þorsteinssonar, pt-
anóleikara sem haldnir verða í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn
11. apríl kl. 20.30. Daníel er mjög
virkur í tónlistarlífinu og hefur haldið
fjölmarga tónleikar bæði hér heima og
erlendis.
Vinarbæj arblás tur
Laugardaginn 10. apríl koma góðir
gestir frá vinabæ Akureyrar, Hafnar-
firði, í heimsókn. Eru þar á ferðinni
tvær lúðrasveitir, Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar og Lúðrasveit Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar, undir stjórn Stefáns
Omars Jakobssonar. Gestgjafar þeirra
eru Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn
Atla Guðlaugssonar og Jóns Halldórs
Finnssonar og Eldri blásarasveit Tón-
listarskólans á Akurcyri undir stjórn-
Sveins Sigurbjörnssonar. Sveitirnar
halda tónleika í Glerárkirkju á laugar-
dag kl. 15.00. Á efnisskránni er fjöl-
breytt efnisval íyrir lúðrasveitir, m.a.
einleiksverk, marsar og ættjarðarlög.
Aðgangur er ókeypis.
Heimir á Dalvík og Akureyri
Tónleikar Karlakórsins Heimis verða
haldnir t Dalvtkurkirkju laugardaginn
10. apríl kl. 16.00 og aftur sama dag t
Glerárkirkju á Akureyri kl. 20.30.
Söngstjóri er Stefán R. Gíslason. Ein-
söngvarar með kómum eru: Einar Hall-
dórsson, Óskar Pétursson, Pétur Péturs-
son og Sigfús Pétursson.
Ljúfa Anna
Hún Anna lætur sig ekki vanta í
göngugötuna á Akureyri í dag frekar en
aðra föstudaga, nema auðvitað föstu-
daginn langa. Gengt Bókvali í dag kl.
16.30 verður dansað af líf og sál,
komdu bara til að sjá.
Atvinna-umhverfi-byggð
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
heldur ráðstefnu um atvinnuumhverf-
is- og byggðamál á veitingahúsinu við
Pollinn á Akureyri laugardaginn 10.
apríl. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 með
setningarræðu Valgerðar Jónsdóttur
sem skipar 4. sæti U-listans í Norður-
landskjördæmi eystra. Framsögumenn
verða Stefán Olafsson, prófessor,
Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður
Þróunarsviðs Byggðastofnunar, Þor-
steinn Gunnarsson, háskólarektor,
Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumað-
ur Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar-
bæjar, Árni Bragason, forstöðumaður
Náttúruverndar ríkisins og Steingrím-
ur J. Sigfússon, alþingismaður. Allir
eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Námskeið HI á Akureyri
Endurmenntunarstofnun HI heldur
námskeið á Akureyri 9. og 10. apríl kl.
10.00-12.00 og 14.00-17.00. Þrek- og
mjólkursýrumælingar. Framhaldsnám-
skeið í lífeðlifræði áreynslu. Kennari er
dr. Þórarinn Sveinsson, lektor.
Starðfræðikeppni
níundubekkinga
Nú er komið að árlegri stærðfræði-
keppni JC Akureyrar og Islandsbanka
fýrir níundubekkinga á Eyjafjarðar-
svæðinu. Keppnin fer fram í Gryfju
VMA laugardaginn 10. apríl kl. 13.00.
Að keppninni lokinni býðst keppend-
um að njóta veitinga sem verða í boði
Greifans og Olgerðar Egils. Vegleg
peningaverðlaun eru í boði fyrir sigur-
vegarana frá kr. 3.000 í kr. 15.000 sem
eru íyrstu verðlaun auk vasareiknivéla.
Að auki verður í íýrsta sinn dregið í
happdrætti á meðal keppenda og eru
verðlaunin kr. 5.000. Þá er bara að
setja heilann í gang og byrja að reikna.
Rauðu Ijaðrir Lionsmanna
Lionsklúbbarnir í Eyjafirði hefja rauð-
fjaðra-átakið á Norðurlandi með hollri
hreyfingu á Iaugardaginn kemur. Boðið
verður frítt í sund á Dalvík og á Akur-
eyri, á skíði í Hliðarfjalli og á Bjargi
verður kynning á Boccia frá kl. 9-
11.30. Allir velkomnir. Lionsfélagar
munu á næstu dögum ganga í hús og
afhenda upplýsingabækling (sem jafn-
framt er happdrættismiði) ásamt
Rauðu Qöðrinni inn á hvert heimili án
þess að taka við peningum og til að
minna á söfnunarátakið.
Ferðafélag Akureyrar
Skíðaferð í Baugasel í Barkárdal á
laugardag. Brottför frá skrifstofu (fé-
lagsins klukkan 9.00, auðveld ferð sem
með öllu tekur um 5-6 klukkustundir.
Laugardaginn 17. apríl verður farið í
miðlungs erfiða skíðaferð á Vind-
heimajökul. Helgina 24.-25. apríl:
Kröflusvæðið við Mývatn. Farið verður
í miðlungs erfiða skíðaferð í Gæsadal,
ekið að Kröfluvirkjun, gengið f Gæsa-
dal og gist þar í skála.
Fyrirlestur í Deiglunni
Pétur H. Ármannsson forstöðumaður
arkitektadeildar Listasafns Reykjavíkur
flytur fyrirlestur í Deiglunni laugardag-
inn 10. apríl kl. 16.00. Fyrirlesturinn
er um byggingarsögu 6. áratugarins og
er í samhengi við sýninguna Draumur-
inn um ný form sem nú stendur yfir í
Listasafninu á Akureyri. Aðgangur er
ókeypis.
Málþing um Hornstrandir
Isafjarðarbær hefur boðað til málþings
um Hornstrandir í nútfð og framtíð
föstudaginn 16. og laugardaginn 17.
apríl nk. Málþingið er haldið í sam-
vinnu við Náttúrustofu Vestfjarða,
Ferðamálasamtök Vcstfjarða og At-
vinnujtróunarfélag Vestfjarða hf.
Markmið mál|úngsins er að ræða
skipulag svæðisins og þá sérstaklega
með tilliti til vaxandi ferðamcnnsku.
Að mál|nnginu loknu verða erindi og
umræður tckin saman og ])au gefin út.
Upplýsingar og skráning verður hjá
Náttúrustofu Vestfjarða í síma 456-
7005, fax 456-7351 og netfang
nv@ishoIf.is.
Askriftarsíminn er
8oo 7080
lÍHlWlBHII■Blffnmi
Hvað er é seyði?
Tónleikar, sýningar,
fyrirlestrar o.s.frv...
Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbrófi eða hringdu.
ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100
Útvörður upplýsinga
Tilboð
HölÉL
Kirkjubraut 11
Sími 431 4240
Akranesi
Gtettttg fyiríir 8 l wmr nofttur,
3 béttn máltffc á a&etrtss
FHtt I sund
VINSTRIHREYFINGIN
grænt framboð
ATVINNA - UMHVERFI - BYGGÐ
Ráðstefna á vegum
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri
laugardaginn 10. apríl kl. 13-18
Dagskrá:
1. Setning. Valgerður Jónsdóttir garðyrkjutæknifræðlngur á
Akureyri.
2. Orsakir og afleiðingar búferlaflutninga. Stefán Ólafsson
lektor við félagsvísindadeild Háskóla íslands.
3. Breyttir atvinnuhættir og byggðaþróun. Bjarki Jóhannes-
son forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar á
Sauðárkróki.
4. Menntun og byggðaþróun. Þorsteinn Gunnarsson rektor
Háskólans áAkureyri.
Kaffihlé
5. Staða og möguleikar Akureyrar. Berglind Hallgrímsdóttir
forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar.
6. Byggð og umhverfi. Árni Bragason forstöðumaður
Náttúruverndar ríkisins.
7. Byggðaþróun og stjórnmál. Steingrimur J. Sigfússon
alþingismaður.
8. Umræður og fyrirspurnir.
9. Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjórar verða Þuríður Backman hjúkrunarfræð-
ingur á Egilsstöðum og Jón Bjarnason skólastjóri Bænda-
skólans á Hólum.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis