Dagur - 09.04.1999, Qupperneq 9

Dagur - 09.04.1999, Qupperneq 9
h' Ö S T V D A G U R 9. APRÍL 19 9 9 - 25 LÍFIÐ t LANDINU Leikkona án metnaðar 1939. Hanagrunaði þó ekki hversufljótt sú ósk myndi rætast. Hún hét réttu nafni Katharine Gibbs en þegar hún giftist í fyrsta sinn tók hún upp nafn eiginmanns síns og hét upp frá því Kay Francis. Eiginmaðurinn var iðjuleysingi og drykkjumaður sem barði hana og hún yfirgaf hann eftir tveggja ára hjóna- band. Stuttu eftir skilnaðinn kynntist hún enn einum iðju- Ieysingjanum og þegar hún hélt sig vera barnshafandi giftust þau. Tveimur dögum eftir hjónavígsluna uppgötvaði hún að barn var ekki á leiðinni. Eig- inmaðurinn sótti þá um skilnað. Kay var þegar á þessum árum afkastamikil drykkjukona sem hafði þann sið að fá sér gin morgunverð og stundaði villt samkvæmislíf langt fram á næt- ur. Þessir lífshættir höfðu engin áhrif á útlit hennar. Hún var stórglæsileg kona sem vakti at- hygli hvert sem hún fór. Hún starfaði sem ritari en sneri sér að leiklist, einfaldlega vegna þess að það starf var betur borg- að. Hún lék í fyrstu kvikmynd sinni árið 1929. Um svipað leyti giftist hún í þriðja sinn en það hjónaband var skammvinnt, líkt og þau fyrri. Drottning kvennamynda Arið 1933 var Francis orðin drottning kvennamyndanna. Sjálf leit hún á kvikmyndaferil- inn sem tækifæri til að græða peninga. Hún hafði lítinn Iist- rænan metnað og ætlaði sér að spara og fjárfesta þar til hún gæti dregið sig í hlé frá kvik- myndaleik. Hún þótti fremur nísk en hafði ákafa ánægju af að ferðast og lagði harðar að sér við að reyna að kría út frí en að tryggja sér boðleg kvikmynda- hlutverk. Kay Francis Iék í sextíu og átta myndum á sautján árum. Árið 1936 var hún hæst launaða leik- kona hjá Warner Brothers. Sama ár var hún fyrsta Ieikkonan til að hreppa titilinn best ldædda kona Bandaríkj- anna. En henni hund- leiddist að fara í búðir og í hárgreiðslu. „Hún eydd minni tíma, peningum, orku og hugsun í klæða- burð sinni en nokkur önn- ur stórstjarna," sagði einn af búningahönnuðum Hollywood. Sjálf sagði hún: „Eg geri ekkert sér- stakt til að halda mér í formi. Eg fer ekki í megr- un. Eg á engin fegrunarráð. Eg þvæ andlit mitt með sápu og vatni.“ Vinir hennar lýstu henni sem hlýrri, jarðbundinni persónu sem hafði góða kímni- gáfu. Hún gaf sig hins vegar að fáum og samstarfsmönnum •þennar ífannst mörgum að hún Eg var bara á eftir peningunum, “ sagði Kay Francis, sem um tíma var ein skærasta stjarnan í Hollywood. væri bæði köld og fjarlæg. Hún var ósamvinnuþýð við blaða- menn og vildi lifa einkalífi sínu í friði. Henni eiginmanni sínum árið 1931. Hún drakk mikið á hjóna- bandsárum þeirra og hæddi eig- inmann sinn sífellt fyrir að vera gyðingur. Eftir fjögurra ára hjónband fékk hann nóg af svívirðingum hennar og yfirgaf hana. ek ki eimi stosta m'“' Huston íAlways m My Heart--- tókst svo vel að vernda einkalíf sitt að blaðamenn voru aldrei alveg vissir um hversu oft hún hefði verið gift. Hún ’giftist' fjórðíi' og síðasta „Eg vil verða feit“ Þegar vinsældir hennar fóru þverrandi gerði hún ekkert til að auka þásr. „Eg get ekki beðið eftir því að yfirgefa Hollywood,:' sagði hún. „Það er svo margt sem ég vil gera. Eg vil lesa Hemingway í stað þess að lesa handrit. Eg vil verða feit. Eg vil ekki gera neitt. Eg vil sitja bakgarðinum mínum ruggustól og þurfa ekki einu sinni að hugsa.“ Kvikmyndahlutverkin urðu Ioks svo ómerkileg að hún kvartaði við yfir- menn sína sem hlustuðu á hana. Hún veiktist og kvikmyndafélagið sagði upp samningi sínum \dð hana. Þá kom henni til tímabundinnar bjargar vinkona hennar Carole „Égget ekki beðið eftir því aðfolla í gleymsku, “ sagði leik- konan Kæy Francis við blaðamann árið Lombard sem krafðist þess að Francis fengi hlutverk á móti sér í myndinni In Name Only. Það var síðasta góða hlutverkið hennar í kvikmynd. Eftir það snerist líf Francis um svefnpill- ur, drykkjutúra og át. En sást þó nokkrum sinnum á sviði. Hún hafði ekkert samband við fyrrum Hollywood vini, veitti ekki \dðtöl og neitaði að láta mynda sig. Hún var þó ekki alveg ein því hún bjó í tíu ár með leikstjóran- um og handritahöfundinum Dennis Allen. Hún veiktist og Ijarlægja varð lunga og nýra og hún gat ekki Iengur unnið. Þeg- ar hún tók enn að herða drykkj- una lauk sambandi hennar við Allen. Hún var orðin skugginn af sjálfri sér og eyddi dögunum í að sauma eða prjóna eða spila póker við þá fáu vini sem eftir voru. Arið 1966 greindist hún með brjóstakrabbamein sem dró hana til dauða á tveimur árum. Hún skildi eftir sig miklar fjár- fúlgur sem hún arfleiddi blindrasamtök að. Enginn hafði vitað af áhuga hennar á þeim samtökum en í erfiðaskránni gaf hún þá skýringu að hún gæti ekki hugsað sér verri örlög en að missa sjónina. I erfðaskránni kom einnig fram að hún vildi enga útför, einungis líkbrennslu og eftir það bað hún um að ösk- unni yrði dreift einhvers staðar svo „engin merki tilveru minnar verði eftir á þessari jörð.“ Nokkrum árum fyrir dauða sinn ræddi hún um feril sinn við Bette Davis, sagði kvikmyndafé- lag sitt hafa komið illa fram við sig og kastað sér á dyr þegar það taldi hana ekki lengur vera að neinu gagni. Da\ds spurði hana af hverju hún hefði ekki barist harðar fyrir því að fá góð hlut- verk. „Vegna þess að mér var skítsama," sagði Francis, „ég var bara á eftir peningunum.“ Kay var fyrsta Hollywood leikkonan sem valin var best klædda kona Banda- ríkjanna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.