Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGU R 13. APRÍL 1999 - 19 LIFIÐ I LANDINU Svo þeir fái náttúruna aftur - Komdu sæll, Bemharð. Þú varst núna um síðustu helgi að byrja með nektarsýningar á veitingastaðnum þínum, Setr- inu í Sunnuhlíð. „Já, en ég veit nú ekki hvort ég á neitt að fara mikið að tjá mig um þetta þó það sé auðvitað alltaf gott að fá ókeypis auglýs- ingu. Það er einsog búið sé að kasta atómsprengju á bæinn og fólk skiptist alveg í tvo hópa gegn þessu og með. Þetta er einsog þegar ritsíminn kom til landsins, þá riðu bændur til Reykjavíkur til þess að mót- mæla. Nei, það eru sumir að tala um að nektardansi fylgi ým- islegt annað óheillavænlegt einsog til dæmis dóp og vændi. En ég skal segja þér að ég hef alveg andstyggð á slíku og myndi aldrei láta þannig líðast. Hér verður ekki boðið uppá neitt nema strippdans og ég verð einsog andamamma sem passar ungana sína. Eg vil ekki að neitt misjafn spyijist út um minn stað, enda er ég alveg heiðurs- maður.“ - En af hverju heldur þú að það séu þessar skiptu skoðanir hér á Akureyri um svona nekt- arsýningar? „Erum við ekki bara svona mikið sveitafólk í okkur hér fyrir norðan. Eg skil ekki af hverju er verið að gera veður út af þessu, því svona starfsemi hefur verið í gangi fyrir sunnan á skemmti- stöðum í einhver 10 til 15 ár. Við verðum bara að fylgja þeirri menningu sem er í landinu. Síð- an skrifa blöðin um þetta, það er einsog þau hafi ekki frá neinu öðru að segja. Það þarf kannski einkasýningu fyrir blaðamenn svo þeir fái náttúrna aftur.“ - Nú, þegar við tölum sam- an á sunnudegi, eru afstaðnar þrjár sýningar, hvernig voru viðtökurnar og hvert er fram- haldið? „Eg stefni að því að vera með þetta á hverju kvöldi. Móttökur eru góðar, ég er búinn að vera í „Ég vil náttúrlega margt frekar en erlendar dansmeyjar. Helst vildi ég fá þær norðlenskar, “ segir Bernharð Steingrímsson, veitingamaður í Setr- inu í Sunnuhlíð á Akureyri. lúkunni eftir að hafa tekið á móti heillaóskum. Fólki finnst góð nýbreytni að fá eitthvað annað en trúbadora með gítar. Þennan stað sækja líka fleiri en holdsveikir; til dæmis voru kon- ur sem hingað koma að tala um að þær vildu endilega fá karld- ansara fyrir sig. En annars máttu láta það koma fram að ég vil náttúrlega margt frekar en erlendar dansmeyjar. Helst vildi ég fá þær norðlenskar, ef ein- hverjar slíkar dísir gefa sig fram.“ „Með kjötsúpu annan hvern þriðju- dag og saltkjöt hinn þriðjudaginn á móti,“ segir Guðrún S. Sigurðardóttir á Reyðarfirði. Umhverfis landi f á áttatíu símskr Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið í landinu Tannlæknar skoða hvalbein Sakna flatneskjunnar Komdu sæl Guðrún. Eg minnst þess ekki að hafa talað áður við Reyðfirðing í þessum þætti, er eitthvað að gerast eystra? „Eg er nú voðalega lítil frétta- kona í mér. Lífið hjá mér er allt í þessum fasta farvegi, ég er kenn- ari hér við grunnskólann þar sem ég kenni aðallega íslensku í efstu bekkjunum og síðan rekum við hjónin Gistiheimilið Tærgesen, sem er hér niðri á eyrinni." - Tærgesen, hvað getur þú sagt mér frekar um þetta sér- stæða nafti? „Þetta hús reisti Tærgesen, ___________ sem var annað hvort norskur eða danskur, við utanverðan Eskiljörð fyrir 129 árum þegar hann kom hingað til þess að græða á síldarútgerð og söltun. Síðan fór sá rekst- ur allur út um þúfur og þá var það Tærgesen sem hengdi sig í hús- inu og er því sagður vera hér enn á sveimi. Kaupfélag Héraðsbúa keypti húsið árið 1912, en fáum árum áður hafði það verið flutt á tunnum sjóleiðina hingað til Reyðaríjarðar. Var húsið í eigu félagsins allt til 1995. Við keyptum síðan húsið ári síðar og sú ferðajónusta sem við rekum hér hefur aukist jafnt og þétt síðan. Við erum bæði með gistingu og matsölu, til dæmis heimilismat fyrir menn sem eru að vinna hér í þorpinu." - Heimilismatur, er það þá soðin ýsa á mánudögum og slíkt? „Já, einmitt. Síðan erum við alltaf með kjötsúpu annan hvern þriðjudag og saltkjöt hinn þriðjudaginn á móti. Síðan get ég sagt frá því að núna er verið að setja upp leikrit- ið Hart í bak hér í félags- heimilinu Félagslundi, þar sem við bjóðum á undan uppá fína máltíð fyrir sýningu og síðan kaffi og kruðirí í hléi í félagsheiminu." - Hvernig kannt þú annars við þig á Reyðarfírði, samanborið við Þorlákshöfn, þar sem þú bjóst lengi? „Þetta eru ólíkir staðir. Þorlákshöfn er yngsta byggðarlag landsins en Reyðarfjörður er staður á gömlum merg. Fyrir sunnan er miklu meiri ys og þys á fólki en rórra er yfir öllu hér og fólk fer minna af bæ. En ég er heldur ekki að segja að þessi rólegheit hér séu neinn ókostur. Síður en svo. Stærsta atriðið er þó að ég sakna flatneskjunnar syðra og vissulega er mér alltaf nokkuð létt í suðurferðum þegar komið er vestur fyrir Selja- Iandsmúlann undir EyjaljöIIum og í Landeyjarnar, þar sem opnast hið mikla víðlendi." - Blessaður Þorsteinn. Jæja, hvað er að frétta úr Steinaríkinu, þessu stóra og myndarlega steinasafni sem þú hef- ur sett upp við Kalmannsefli á Akra- nesi? „Það er allt frekar gott, nema hvað ég er alveg raddlaus eftir hópinn sem var hér áðan. Hér var á ferð hópur tann- lækna úr Reykjavík og sýndu þeir safn- inu mikinn áhuga, ekki sfst hvalbeini og tönnum sem hér eru til sýnis og ég tók á sínum tíma úr hræi sem rak á Ijörur vestur á Snæfellsnesi. Margir tannlækn- ar hafa einmitt sýnt þessu áhuga, meðal annars kom Elín Pálmadóttir hingað með franska konu, sérfræðing á þessu sviði.“ - Þú varst áður með verslunina á Vegamótum á Snæfellsnesi, skilst mér? „Jú, ég rak hana í sjö ár en flutti hing- að á Akranes um áramótin 1997 og 1998. Þá tók við að innrétta þetta hús- næði sem steinasafnið er í - sem við opn- uðum um það leyti sem Hvalfjarðargöng- in voru opnuð. Fyrst þar á eftir var hér mikil umferð og margir þeir sem ætluðu að stoppa hér í kannski tíu mínuútur áðu í allt að klukkutíma." - Hve stórt er þetta safii í tegundum talið og hefur þú sjálfur safnað stein- unum? „Nei, það gerði að svona að 80% hluta mágur minn, Jón Dagsson, en þegar ég var á Vegamótum fór hann oft til fjalls og Ijöru að safna steinum og þá setti ég til sýnis samhliða sölu á handveksmunum - en fljótlega fór svo að steinasafnið vakti meiri áhuga en handverkið. Sá hluti af „Allt í allt eru þetta um 130 steinategundir, en á íslandi finnast allt í allt um 200 tegundir, “ segir Þorsteinn Þorleifsson í Steinaríkinu á Akranesi. safni mínu sem kemur ekki frá Jóni mági mínum er frá öðrum söfnurum eða Nátt- úrufræðistofnun Islands. Allt í allt eru þetta um 130 tegundir, en á Islandi finn- ast allt í allt um 200 tegundir. Safnið hennar Petru á Stöðvarfirði er reyndar stærra í magni talið, en tegundir færri.“ - Síðan ertu líka með safn um Hval- fjarðargöngin? „Já, hér erum við með ýmsa muni sem tengjast gerð ganganna sem og líkan af þeim. Hingað í safnið hafa verið að koma krakkar á aldrinum 8 til 9 ára og þau eru með allt á hreinu um jarðgöngin og að því leyti vekur þetta safn áhuga fleira ungs fólks en bara þeirra sem eru í efstu bekkjum grunnskólans eða í jarð- fræði í háskólanum." Söngur og pólitlk - Sæl Ásta Begga. Ég hringi nú bara til að for- vitnast, er eitthvað að gerast á Suðurlandi þessa dagana? „Það held ég að sé nú eitthvað lítið, ef eitthvað er er það helst úr pólítík og söng. Ég var niðri á Hvolsvelli í gær þar sem Karlakór Rangæinga og Kvennakór Hafnarfjarðar voru með sameiginlega tónleika, en báðum kórun- um stjórnar Halldór Osk- arsson og undirleikari er Hörður Bragason. Það er sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með honum, svo skemmtilega lifir hann sig inn í hlutverk sitt.“ - Hvernig ná þessir tveir kórar sam- an, nú hljóta þeir að vera mjög ólíkir? „Já þeir eru það en ná samt vel saman. Karlakórinn söng skemmtileg lög og sér- staklega komu vel út einsöngvararnir Jón Smári Lárusson, vegagerðarmaður á Hvolsvelli, sem söng einsöng í laginu Bára blá og einnig gerði Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður á Hellu, það gott í lag- inu Hraustir menn. Þá söng kórinn líka lagið Nótt eftir Arna Thorsteinsson, sem er flutt í kvikmyndinni um Karlakórinn Heklu. Ég sé Ragnhildi Gísladóttur alltaf fyrir mér þegar ég heyri það lag og var einmitt að hugsa um það þegar þeir sungu þetta lag að þeir hefðu átt að fá einhverja úr Kvennakór Hafnar- Ijarðar lánaða í þessu eina lagi. En annars kom kvennakórinn mjög vel út líka á þessum tónleikum, þar sem þær sungu meðal annars negrasálma og lög úr söngleikjum." - Þú segir að fólk sé að tala um pólítík, hvernig liggur landið þar. Nú veit ég að þú ert framsóknarmegin í til- verunni... „Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég veit nú ekki alveg hvað fólk er að spá, en hvað varðar Fram- sókn þá finnst mér Guðni Agústsson vera mjög vaxandi stjórnmálamaður. Síðan skynja ég líka mikinn spenning fyrir Kjartani Ólafssyni, sem er f 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks, en mér finnst á hinn bóginn allt eins líklegt að Eyjamenn, sem eru öruggir með sinn Arna Johnsen, reyni að koma öðrum Eyjamanni á þing og þeir muni því fylkja liði um Lúðvfk. - Nei, annars er ég ekki þannig framsóknarmað- ur að ekkert annað komist að hjá mér. Mestu máli finnst mér skipta að til setu á Alþingi veljist menn sem hafa í sér dug og dáð til að berjast fyrir hagsmunum síns kjördæmis og þá skiptir ekhi alltaf öllu úr hvaða flokki þeir koma.“ „Að til setu á Alþingi veljist menn sem hafa í sér dug og dáð, “ segir Ásta Begga Ólafsdóttir, matselja á Leirubakka í Landsveit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.