Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 4
20- ÞRIÐJUDAGVR 13. APRÍL 1999 BRÉF TIL KOLLU Elsku Kolla. Washington er í páska- klæðum þessa dagana. Kirsuberjatrén í fullum blóma. Blöðin eins og titr- andi fiðrildi. Tylla sér á grein, blaka vængjum. Að- eins örstutta stund. Svo er komið sumar. Þegar ég var barn, sá ég sólina dansa á páskadags- morgun. Við amma vorum á leið í kirkju. Eg í sólgulri peysu. Mamma hafði lokið við hana kvöldið áður. Amma í peysufötum með slaufu á brjóstinu. Franskt sjal um herðarn- ar. Amma var svo hlý og mjúk. Hún hélt um hönd mína. Mér leið svo vel. Fannst gott að vera til. Lifið hafði ákveðna hrynjandi í þá daga. Allt í föstum skorðum. Að lokinni messu fór- um við heim. Settumst að veizluborði. Mamma var með gula svuntu - páskasvunt- una. Allt var svo hátíðlegt. Hrynjandi daganna breyttist með tíman- um. Amma kvaddi þennan heim. Ég hætti að vakna á páskadagsmorgun. Það liðu mörg ár. Þá var ég flutt vestur. Sólin dansaði á tindi Gleiðahjalla. Ég fór með börnin fram á Dal. Þar var mikil birta. Brekkurnar hvítar og ávalar. Við renndum okkur allan daginn. Veltum okkur í hreinum snjónum. Komum seint heim. Drukkum heitt súkkulaði. Allt svo hátíðlegt. I föstum skorðum. Andlit á skjánum Nú voru aftur páskar, Kolla. Ég fór hvorki í kirkju né á skíði. Ég var bara heima. Las blöðin af áfergju. Sat framan við sjónvarpið. Með hugann í íjarlægu landi, Júgóslavíu, sem þó er svo nærri. Ég hef ferðazt um þetta land. Fagurt og frjósemdarlegt. Svip- mikið fólk, gestrisið og örlátt. Hvers átti það að jgalda í nafni kristinnar trúar? Ég reyndi að festa mér í minni andlitin á skjánum. Ég reyndi að upplifa hina sáru neyð, gera mér í hugarlund hina algeru nið- urlægingu, ímynda mér hungrið, þreytuna, örvæntinguna. Reyndi að setja mig í spor kvenna og karla, sem nú áttu hvergi höfði að halla. Ég horfði á konurnar ganga berfættar í snjónum. Ég horfði á þær vaða drulluna upp að hnjám. Sá þær beijast um brauðbita. Eins og Ijónynjur í frumskóginum. Páskar eru hátíð upprisunnar, hreinleik- ans. Kristin trú boðar miskunnsemi, kær- leika. A páskadagsmorgun prédikar páfinn af svölum Péturskirkju. Hann biður fyrir þeim, sem eru hungraðir og sárir. Lýðurinn hyllir hann. Guð ég þakka þér Þögnin rofitn Handan við fjöllin og handan við fjörðinn er Iítill drengur að vakna þennan sama morgun. Hann á Iíka ömmu, sem leiðir hann til kirkju. Sólin dansar. Allt svo gott. Að lokinni messu leiðast þau heim. Þorpið þeirra hangir utan í fjallshlíð rétt norðan við Iandamæri Albaníu. Ekki ský á himni. Kýrnar kveinka sér í morgunsólinni. Ibúarnir eru flestir bændur. Þeir rækta hveiti og grænmeti. Eiga kýr og hænsni. Alltaf nægur matur á borðum mjólk og egg, grænmeti og ávextir. Mamma er búin að Ieggja á borð. Kaffiilm- urinn dregur að. Prúðbúnar þorpskonur standa í dyragættinni. Börnin eru svöng. „Við sjáum þetta fólk í sjónvarpinu. Við sjáum örvæntinguna í svip þess. Það réttir fram hendurnar. Biður um miskunn. Hvar er hinn miskunnsami Sam- verji?“ Bmennihgar ) Guðrún Helga Sigurdardóttir Waldorf í Ráð- húsínu Krakkarnir í Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum kynna skólann sinn, Waldorf-uppeldisstefnuna og starf sitt og kennaranna £ skólanum í Ráðhúsinu þessa dagana og þar kennir ýmissa grasa. Fyrir það fyrsta er afar fróðlegt að ganga um sýning- una, skoða vinnu nemendanna, glaðar myndir og skemmtilegan fróðleik. Það fer ekkert á milli mála að Waldorf-skólinn er með uppeldisstefnu þvert á hefðbundna grunnskólastefnu og það sem meira er, þarna læra börnin að hugsa og vinna sjálfstætt og á gagnrýninn hátt. I annan stað má sækja fyrir- lestra um Waldorf-uppeldis- stefnuna í Ráðhúsinu. Annað kvöld, miðvikudaginn 14. apríl, Id. 17-18 fjallar Þór Ingi Daní- elsson, handverkskennari um giidi skapandi handverks í skól- um. A fimmtudagskvöldið kynna Inger Steinsson og Ann- eli Planman fyrir fullorðnum hvernig unnið er með söguna og brúðuleikhús í Waldorfleik- skólum milli 17 og 18. A föstu- daginn verður svo farið yfir það hvernig stærðfræðinni er sinnt í Waldorf-skólum. LIFID Pabbi er enn að sinna morgunverkum. Framundan er dalurinn. Friðsæll páskadags- morgunn. Hrynjandi daganna er óumbreyt- anleg. Svona hefur það alltaf verið. Skyndilega er þögnin rofin. Það hleypur skot úr byssu. Einhvers staðar mjög nærri. Konurnar hlaupa út. Blóðugt hundshræ ligg- ur í hlaðvarpanum. Hópur manna við al- væpni stendur á miðju torginu. Oskrar. Kon- urnar skilja ekki serbnesku. Þær eru al- banskar. Einn mannanna er með langan kuta, sem hann otar að þeim. Þær eru örvita af hræðslu. Börnin hanga f pilsum þeirra. Litli drengurinn grípur um höndina á ömmu. Innan stundar er búið að smala öllum þorps- búum inn á torgið. Körlum er skipað að krjúpa með hendur aftan við höfuð. Eldur er borinn að húsunum. Þorpið er alelda. Allt farið. Það vinnst ekki tími til að draga skó á fætur sér, hvað þá kveðja eiginmennina. Afram með ykkur. Það er otað að þeim byss- um og hnífum. Þær eiga engra kosta völ. Sárast er að skiljast við menn sína. Sjá ang- istina í augnsvip þeirra. Skömmu seinna heyrast skothvellir frá þorpinu. Hljóðið end- urómar um allan dalinn. Konurnar gráta, skólausar, allslausar. Hvert erum við að fara, amma? Allslaus á flótta Svona voru páskarnir í ár, Kolla. Hátíð upp- risunnar, hátíð nýs lífs.Tvær billjónir manna játa kristna trú, sækja kirkju, hlusta á orð guðs. Guð boðar miskunnsemi, kærleika. En hvar sér þess stað, Kolla? Hús brann hér handan við götuna fyrr í vetur? A svipstundu stóð það í björtu báli. Nágrannarnir þyrpust að. Horfðu hugfangnir á eldinn. Eins og síðbúna áramótabrennu. Enginn hreyfði legg né lið til að taka utan um fólkið, sem hljóp á nærklæðunum einum út úr eldhafinu. Það voru Albanir, Kolla. Kannski tilviljun! Þúsundir Albana flýja á degi hverjum brennandi hús sín. Flýja út í óvissuna. Alls- lausir, yfir íjöll og firnindi, hungraðir og kaldir. Við sjáum þetta fólk í sjónvarpinu. Við sjáum örvæntinguna í svip þess. Það réttir fram hendurnar. Biður um miskunn. Hvar er hinn miskunnsami Samverji? Þín Bryndís P.S: Mikið gladdi það mig að sjá í fréttum dagsins, að íslaiid hefur þegar boðizt til þess að leggja fram sinn skerf til hjálparstarfsins. Einar Bragi verðlaunaðiir Aðalritari Sænsku aka demíunnar til- kynnti Einari Braga rithöf- undi nýlega að Akademían hefði veitt honum þýð- ingarverðlaun ns 1999. Verðlaunin eru veitt til að heiðra menn „leyst hafa af hendi afbragðs þýðingar á eða úr sænsku," en auk heiðursins fylgir verðlaunafé að upphæð 40.000 sænskra króna. Verð- laun þessi þykja mikill heiður enda nýtur sænska akademían mikillar virðingar í bókmennta- heiminum. Einar Bragi hefur um langt árabil þýtt skáldsögur, Ieikrit og ljóð úr sænsku, m.a 21 leikrit eftir August Strind- berg. Sjónvarpsáhorfendur svívirtir Vinur minn á besta aldri, tiltölu- lega geðgóður og umburðarlynd- ur maður, krafðist þess yfir rán- dýrum mat og drykk sem hann borgaði ofan í mig, að ég setti þessa fyrirsögn á þennan viku- lega pistil minn. Líf vinar míns var komið úr skorðum. Hann vár í uppnámi. Dagskrárstjóri sjón- varps hafði gert honum þann óleik, og þúsundum annarra sjónvarpsáhorfenda, (hélt vinur minn fram) að fella niður Star Trek þáttinn sem er fastur liður á sunnudagskvöldi. Astæðan var víða- vangshlaup ÍR eða einhver álíka heimskuleg samkoma (sennilega var það kappakstur) sem þurfti af einhverjum ástæðum að sjónvarpa beint. Þeim at- burði hefði með góðu móti mátt koma fyrir í Helgarsporti sem er á kvölddagskrá sjónvarps einmitt á sunnudagskvöldum. Vinur minn horfir nú fram á erfiða viku þar sem hann var ekki alinn á vikulegu góðgæti sínu, 253. Star Trek þættinum. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að hann ætti ekki svo ýkja marga þjáning- arbræður - og systur, en rétt í þessu gekk fram hjá mér föl og fá samstarfskona mín sem sagði sunnudaginn hafa verið eyðilagð- an vegna þess að hún hefði ekki fengið Star Trek skammtinn sinn. Mér er nær að halda að fullyrðingar vinar míns um vinsældir þáttanna eigi við rök að styðjast og þúsundir sjónvarpsáhorf- enda búi nú við andlega örbirgð fram á næsta sunnudag. Er víðavangshlaup IR MENNIIMGAR VAKTIN „Aðdáendur Star Trek og Geim- stöðvarinnar hafa áður mátt þola það (og oftar en einu sinni) að þátturinn víki fyrir sprikli (svo um kannski þá á dagskrá? Og það er ekki einu sinni svo að þessi lúalega breyting á áðurauglýstri dagskrá, sé eitthvert einsdæmi. Nei aðdáendur Star Trek og Geimstöðvarinnar hafa áður mátt þola það (og oftar en einu sinni) að þátturinn víki fyrir sprikli (svo kölluðum íþróttum) sem hafa þó marg- falt meira rými í dagskrá Sjónvarpsins, heldur en 45 mínútna Star Trek þáttur einu sinni í viku. Svo ég endi á orðum vinar míns þá er forkastanlegt að sýna fullorðna karl- menn í jafn vitleysislegum leik og hraða- akstri meðan hægt er að setja vitsmuna- Iegan þátt eins og Star Trek á dagskrá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.