Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 1
 Tvær söngkonur syngja au-pair stúlkuna í óperett- unni Leðurblök- unni, sem gerist í Grafarvogi, á Reykjavikurflug- fang mannsins - sem reynist vera fangelsið á Skólavörðu- stíg enda mun maðurinn í raun vera fangelsisstjóri. „Þær halda að þetta sé heima hjá honum og finnst þetta svakalega kinkí íbúð,“ segja þær hlæjandi. „Þær séu mættar í einhvern und- ergrönd ldúbb. Þær eru sett- ar í fangaklefa og halda að það sé bara biðstofa." Hrafnhildur (t.h.) fékk snemma áhuga á söng og er nú komin með 8. stig í sönglistinni. Hún prufaði að vísu poppið, var bakradda- söngkona hjá hljómsveitinni 1000 andlit eitt sumar, en komst fljótt að því að óperan hentaði henni betur. Þóra er önnum kafinn at- vinnumaður í söngnum, býr í Malmö, er að syngja í Leeds á Bretlandi, Reykjavík íslandi og því næst tekur við aðalhlutverk í Malmö. mynd: þök. velli og ísteininum ogfrumsýnd verður í Óperunni í kvöld... Rósalinda (Diddú) og Gabríel (Bergþór Pálsson) Eisenstein búa í 270 fer- metra einbýlishúsi í Grafar- voginum. Þau eiga engin börn en ákváðu samt að fá sér au-pair. Húsmóðirin er mjög ánægð með þrif- og ryksugukunnáttu Adele, au- pair stelpunnar, og Gabríel eiginmanninum þykir hreint ekki verra að stelpan er gull- falleg að auki. Grafarvogs- hjónin og au-pair stelpan þeirra eru í aðalhlutverkum óperettunnar Leðurblakan sem Óperan frumsýnir í kvöld. Tónlist Leðurblökunnar er vissulega eftir Jóhann Strauss sem fyrr en umgjörðin er færð til Islands samtímans. Þannig gerist fyrsti þátturinn í einbýlishúsi Eisensteinhjón- anna, annar þáttur í lokuðu partíi fyrir þotuliðið í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og þriðji þáttur í fangelsinu við Skóla- vörðustíg. Við hittum au-pair stúlkuna í óperettunni, þ.e. Þóru Einarsdóttur og Hrafnhildi Björnsdóttur en þær skipta hlutverkinu á milli sín. „KinM“ íbúð Leðurblakan er frá s.hl. 19. aldar og söng- konumar ungu segja hana í raun vera Óperettuna (með stórum staf og ákveðn- um greini) í óperuheiminum. „Bæði er þetta frábær tónlist,“ segir Þóra, „en svo er þetta líka mjög skemmtilegt leikrit." Nokkuð sem þær segja alls ekki alltaf raunina með óperur, oftast sé „plottinu" talsvert ábótavant. Óperettan var upphaf- lega skrifuð við texta franska gamanleiks- ins Le Réveillon, en henni er nú alfarið snúið upp á íslenskan veruleik. Au-pair stúlkan í íslensku gerðinni fer dálítið í taugarnar á húsmóðurinni enda „hefur hún gaman af því að pirra hana,“ segir Hrafnhildur. Stelpan ætlar sér nefnilega meira í lífinu, hún ætlar að verða leik- kona. Óperettan gerist á einum sólarhring. í fyrsta þætti er fylgst með því hvernig heimilisfólkið í Grafarvoginum er að Ijúga sig út um kvöldið - til að komast í partíið til Rússans Orlofskí. „Adele er svolítið lyg- in og þykist eiga veika frænku til að geta mætt í partíið þar sem allir eru mættir á fölskum forsendum." Adele og systir hennar Ida hitta mann sem segist vera kvikmyndaframleiðandi í partíinu. Þær vonast til að geta notfært sér manninn enda býðst hann til að hjálpa þeim á framabrautinni. Stúlkurnar fá heimilis- Leikstjórinn brautryðjandi Ástralinn David Freeman leikstýrir uppfærslunni en hann er þekktur leikhús- óperumaður og hefur m.a. leikstýrt þremur uppfærsl- um í hinum fræga Royal Al- bert Hall í London síðastlið- ið ár. íslenskum óperuunn- endum er eflaust minnis- stætt þegar hann setti hér upp Cosi fan tutte þar sem söngvarar sungu á baðföt- um. Þóra hefur áður sungið hjá Freeman og segir hann í raun hafa bylt óperuupp- færslum í Bretlandi. Marg- víslegar nýjungar hafi komið fram hjá fyrirtæki hans Opera Factory enda grann- skoði hann hvert verk áður en hann ákveður hvaða leið skuli farin í uppsetningu. „Hann leitar að upprunaleg- um áhrifum verksins á sínum tíma í sínu samfélagi," útskýrir Þóra. „Valsinn var t.d. mjög hneykslanlegur þegar Leðurblakan var sýnd í Vínarborg á sínum tírna." Þóra og Hrafnhildur lýsa því hvernig karlmað- urinn setti löppina á milli fóta konunnar í valsinum og þótti ekki siðprútt í Vín á 19. öldinni. „Þetta er bara Dirty dancing þess tíma,“ segir Hrafnhildur. - Þið eruð sem sagt ekki að valsa þama? „Nei,“ svara þær með áherslu. - Hvað gerið þið þá? „Það er frekar að spyija: hvað gerum við ekkf?“ LÓA ■> FIIML^X . 100 HZ *Trrr.itir-T fciár . camWe.r. Nicam (ðu minni • f “K RCA ^ ¥M mmmMs, 2?-BlacK invar sWag aðgerðir á skjá HAvrnartálstena^ ■ finlux 70ZSO pinhj* I ásKja Heyri leiða SgSSf.'S-S mi 533 2800 UMB0ÐSMENN Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestflrðír: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. | Kf. Þingeylnga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Arvlrkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavik. Rafborg, Grindavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.