Dagur - 16.04.1999, Side 11

Dagur - 16.04.1999, Side 11
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 - 27 Tkgur LÍFIÐ t LANDINU VEÐUR L j R FOLKSINS ■■•■■^^ Sumum finnst BREF UR fátt sorgiegra en að hafa glas eða gler utan um DAL kerti. Alls konar myndskreytum glösum með jólasveininum, páskakanínum, blómum og öðru dúlleríi er troðið utan um kerti af öllum stærðum og gerðum, og svo á loginn að lýsa upp myndirnar á glösunum og gefa þeim líf. Mér finnst kerti vera falleg, ef þau fá að loga í friði svo áran þeirra Ijómi og skíni. Út um allt í öllum regnbogans litum. Að byggja múr Vitiði, ég held að fólk sé dálítið eins og kerti. Kerti er líf og fólk er líf. Það er enn sorglegra þegar fólk byggir múr utan um sig helduren það þegar kerti eru sett í glös. Maður hættir að sjá og skynja útgeislunina. Það er erfitt að losna við svona múr þegar hann hefur verið byggður á annað borð, og líklega hafa allir einhvers konar girðingar eða skráp utan um sig. Allir þurfa jú að eiga sitt prívat svæði þar sem hægt er að hafa sjálfan sig í friði. En að byggja um sig múr, er annað, því sá sem innan við múrinn er getur ekki með góðu móti skynjað það sem er fyrir utan og verður kannski með tímanum ómót- tækilegur fyrir tilfinningum, skoðunum og lífsmáta hinna, lífsmáta sem alltaf er að breytast og þróast. Sá sem er innan við múrinn fylgir ekki með, missir af framvindunni og einangrast þar inni. Og enginn sér eða skynjar útgeislunina hans, til- finningarnar hans, eða reynir að skilja einstrengingslegan lífsmáta hans, lífsmáta sem jafn- vel einkennist af tillitsleysi við lífið. Lífið fyrir utan múrinn. Ára vorsins Það er lykt af vori í vindinum. Lykt af vori og tilhlökkun, vorið sprengir af sér öll bönd og öll höft, allan snjóþunga, vorið er algjörlega óviðráðanlegt og svo dásamlega lifandi. Vorið geislar og ilmar og græðir, - og lyktin af því berst með vindinum. Vorið er ekki hægt að setja í glas, eða hlaða múr utan um, ára þess ljómar og skín í fallegustu litum heimsins. Vorvindarnir eru svo einstakir og ómótstæðilegir. Því leyfirðu þeim ekki að leika um þig og horfir til himins, í stað þess að horfa á lítinn blett \dð fætur þína sem þú ert fastur á? Reyndu! Spyrntu við báðum fót- um í múrinn, sparkaðu í hann og kýldu hann niður, láttu vindana um að feykja brotunum á haf út. Og sjáðu lífið fyrir utan! Komdu með og vertu með í lífinu. Það er of stutt til þess að múra það inni. Kerti eru líka of falleg til þess að setja þau í glas. Alveg sama hvort eru jól eða páskar. Lífið á að vera líf. Það ert þú sem skap- ar þína leið og þó leiðin þín skari leiðir annarra, skaltu passa að þú ryðjist ekki inn á leiðir þeirra því þú hefur ekki rétt á því. Þú átt bara eina leið, þína eigin, ef þú villist inn á aðrar brautir vanrækirðu þína og aðrir vita ekki hvað þeir eiga að gera við þig. A meðan tefurðu fyrir öllum! Vertu bara samhliða, einn með öllum. Enginn hafnar þér ef þú hafnar ekki öðrum. Ljómaðu, Iifðu í vorvindinum og leyfðu Iitunum þínum að njóta sín, fyrir alla muni: Ekki setja áruna þína ofan í glas! Hj ól og hestar BJÖRN FINNSSON SKRIFAR Þegar vorar fer að koma meiri hreyfing á landsins búendur. Menn fara að Iiðka Iimi sína og gripa sinna svo Iiprari verði við sumarferð. Hestaeigendur liðka og þjálfa hross sín, en aðrir taka til járn- og álhesta sinna eða gera annað liðkandi. Gerist nú fjölfarið um stíga við hýbýlaþyrpingar Iandsmanna °g liggja þá oft saman leiðir nefndra járn-, ál- og kjötfáka. Kjötfákar eru sjálfstæðar og hugsandi verur, þegar á vegi þeirra verða járn- og álfákar, barnavagnar eða önnur svipuð farartæki, er það fákum þessum oft óskiljanlegt hvað vera munu og einhverjir þeirra hræðast við. Hærðsla getur haft slæmar af- leiðingar og þvi skal af varfærni farið svo eigi hljótist slys af. Reiðmenn járn- og álfáka geta brugðist vel við og vikið á kant út eða stöðvað alveg meðan kjöt- fákar flytja reiðmenn sína fram- hjá. Einnig er gott fyrir kjötfák- ana og kurteisi við reiðmenn að bjóða góðan dag eða mæla nokkuð af munni fram enda þekkja fákarnir tal manna og hræðast því síður. Vitaskuld væru aðskildi stígar um margt heppilegri en stígar með blandaðri umferð. Slíkir kosta þó mikið fé og taka pláss svo oft er erfiðara framkvæmdar enda rými víða lítið. Hins vegar má benda á að vel má venja kjöthesta við umferð ál- og stál- hesta og gjarnan fara að dæmi klúbba í Bandaríkjum Norður- Ameríku sem hafa sameiginlega stíga og brautir og venjast hvorir öðrum. Þeir hafa ákveðna æf- ingatíma saman og skiptast gjarnan á fákum einhverja stund. Verðug væru slík verkefni ís- lensku sportfólki og myndi vafa- laust auka gleði manna af fjöl- breyttari útiveru og auknu um- burðarlyndi íslenskra einstakl- ingshyggjumanna. Hesturinn er af holdi og blóði, hjólhesturinn máhns síns gerð. Við útiveru rjátlar rjóði, reiðmaður á ferð. Vegagerðm á Vesturlandi athafnasöm HJÁLMAR GUNNARSSON í GRUNDARFIRÐI HRINGDI „Vegagerðin hefur undanfarin ár verið að leggja veg út í átt að Búlandshöfða frá Grundarfirði. Þar á leiðinni lenda þeir eftir tíu ára mælingarstarf akkúrat í að eyðileggja síðasta himbrima- hreiðrið í byggð, sem ég veit um. Vegurinn var líka svo nákvæm- lega lagður að þeir lentu alveg eftir mænisásnum á hlöðunni á Búlandshöfða. Þar bjuggu göm- ul hjón sem neyddust tií að hætta búskap. Himbriminn er með fágætustu fuglum á íslandi og er í hættu. Þeir reiknuðu það akkúrat að það félli aur og grjót yfir hreiðrið hans við Lárvatn. Um Búlandshöfða hefur verið vegur í 35-40 ár og var gerður af augum fram. Sá vegur hefur reynst frámunalega góður og þar hafa aldrei orðið óhöpp. I þessum gauragangi í Bú- landshöfða sást þeim yfir eina merkilegustu fornleifaperlu Is- lands og þótt víða væri leitað. Þar var við gamla veginn svo- kallaður Líksteinn. Ég held að þeir séu búnir að kaffæra hann. Hann hefur verið þar frá því í frumkristni. Menn hafa alltaf látið lítinn stein á helluna þegar þeir hafa iabbað þar framhjá. Ég sé ekki annað en báðar þessar perlur hafi verið eyðilagðar, hvort sem menn hafa gert það af ráðnum hug eða menn eru bara að vaða í myrkrinu. Þessir vegagerðarmenn eru orðnir svo tæknilegir að þeir eru alveg á hælunum á ameríska flughernum þegar hann skýtur inn um þennan glugga eða hinn hjá Saddam. Þeir hitta svo ná- kvæmlega ofan í hreiðrið að það má segja að þeir hafi kúkað ofan í hreiður himbrimans. Þetta er ekki mönnunum að kenna sem vinna þarna, þeir vinna eftir teikningum." Veðrið í dag... Allhvöss eða hvöss norðanátt með snjókomu eða éljagangi. Norðvestan hvassviðri austanlands, en þurrt og víða bjart veður sunnan- og vestanlands. Minnkandi norðanátt um landið vestanvert síðdegis. Frost á hilinu 0 til 6 stig, hlýjast við suðausturströndina, en kaldast norðvestantil í nótt. Blönduós Akureyri Egilsstaðir Bolungarvík C1 mn L!5 | 5£ -io ! o- Z) mm 1 «1 ■ 1 ■ ■ ■ B - -5 ! -5- -0 i -10' m ,— , Flm Fös Lau Mán Þri Miö Rm Fðs Lau Mán Þri Miö I f{ ÍK { £ í í í i í i | rfií'íi r/ rrrss Reykjavík Kirkjubæjarklaustur CQ) mn i ..(*C) mm r \. ■ : -5 0- ■ • -0 -5- \ /í í r í r ffsf/'/ \ í í r fss Stykkishólmur Stórhöfði í fí í í í fffff/f L.- fítXitff . Y — Veðurspárit 15.04.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. Dæmi: « táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum í gærkvöld var hvassviðri, skafrenningur og vont ferðaveður víða á landinu, síst þó á Suður- og Suðvesturlandi. Ófært var um Bröttuhrekku og Steingrímsfjarðarheiði, en ráðgert að moka þar í dag. Á Noröurlandi var ófært um Víkurskarð. Á Norðausturlandi austan Húsavikur til Vopnafjarðar var vart ferðafært vegna veðurs. Þungfært var orðið um Möðrudalsöræfi og mátti húast við að þar lokaðist með kvöldinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.