Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 16. APRlL 1999 Áhrif texta á myndefni Kristín Arngrímsdóttir opnar á morgun ki.14 sýningu í ; Gaileríi Sævars Karls en á henni munu vera verk sem eiga upptök í námsdvöl hennar í EnglandL Þar.rann- sakaði hún m.a. „rými" í myndlist og samspil texta og myndar í gegnum tíðina. „Ég beini sjónum rriínum að áhrifum texta á myndefni. Bætir hann einhverju við túlkunarmöguieika þess eða skerðir hann þá?“ Sýningin stendur til 6. maí. Ávaxtakarfan á Akureyri Nú um helgina verða sýningar á tslenska fjblskylduleikritinu i Ávaxtakörfunni í samkomu- húsinu á Akureyri, Laugardág- inn 17. apríl eru sýningar kl. i 2 og 15.30 og eru örfá sæti lausá þær báðar. Sunnudag-,; inn 18. april eru sýningar ki. 12 og 15.30 og er uppselt á þær báðar. Bætt hefur verið við aukasýningu kl. 18 sama dag. Miða- pantanir í síma 462-1400. Vegna fjölda áskorana verða nokkrar aukasýningar I íslensku Óper- unni frá og með 24. april fram í miðjan maí en sýningin varð að hætta fyrir fullu húsi og komust færri að en vildu. Miðapantanir í síma 551- 1475. Helgi og hljóð- færaleikar- arnir í reisu Islandsvinirnir Helgi og hljóðfæraleikararnir ætla áð sýna vinskap sinn við land og þjóð í verki. Þessi einlæga vinátta kristallast í pílagrimsferð til höfuðborgarinnar með viðkomu í Kántríbæ á heimleiðinni. Fyrsti áfangastaðurinn er Bíóbarinn. Þar flutti hljómsveitin nokkur afar sjaldgæf dægurlög af nýútkomnum diski sveitarinnar í gærkvöld og verður sú dagskrá endurflutt á sama stað I kvöld klukkan 21.00. í millitíðinni verður komið við hjá ríkisfjölmiðlunum. Á morgun mun hóp- urinn svo upp rísa og halda norður með Ijóö sín og lírur og flytja Skagstrendingum erindi sitt í Kántríbæ kiukkan 21.30. ■ HVAD ER Á 8EY0I? Walsum á Hominu Hollenski listamaðurinn Danny van Walsum sem dvelst nú í Straumi opnar á morgun kl.16 sýningu á olíumálverk- um og verkum unnum með blandaðri tækni í Galleríi Horninu að Hafnar- stræti 15. Munu útsendarar safna og listaverkasafna bæði austan hafs og vestan vera væntanlegir við opnunina en Danny er talsvert eftirsóttur þrátt fyrir ungan aldur. Hollenski rithöfund- urinn Frans Vogel flytur ávarp við opn- unina. Sýningin stendur til 5. maí. Prímadonnur ástarsöngvanna Tólf söngvarar taka lög eftir þekktustu söngkonur heims, s.s. Tinu Turner, Barböru Streisand, Celine Dion, Madonnu og Whitney Houston, á Broadway annaðkvöld en hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir hjá Prímadonnunum. Ef marka má skríbent Morgunblaðsins er þess virði að hlusta á prógrammið en hann segir að Ólafur Laufdal megi „sannarlega vera stoltur af þessari sýningu sem hver næturklúbbaeigandi í stórborgum Evrópu getur öfundað hann af.“ Leggöng tunglsins Síðdegistónleikar Hins Hússins og Rásar 2 bjóða að þessu sinni hljóm- sveitunum Leggöng tunglsins og Svört verða sólskin að spila á tónleikunum sem verða í dag kl. 17.00. Hljómsveit- in Leggöng tunglsins er skipuð stelpu og strákum á aldrinum 17-20 ára, hún tók nýjega þátt í músiktilraunum Tónabæjar. Hljómsveitin Svört verða sólskin er fimm manna metal band. Staðsetningin er sú sama, á Geysi- Kakóbar og aðgangur ókeypis og öllum opinn. Sjálfstætt fólk I Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudaginn næsta verðu dagskrá um uppfærslu Þjóðleikhússins á Sjálf- stæðu fólki Halldórs Kiljan Laxness. Sýndir verða kaflar úr verkin og um- ræður með aðstandendum þess, m.a. annars Ieikstjóranum Kjartani Ragn- arssyni, verða á eftir. Húsið opnar kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. Umsjón dagskrárinnar er í höndum Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Veggspjaldasýning Veggspjaldasýning er í anddyrum Sjúkrahúss Reykjavíkur dagana 14.-21. apríl. Þar er að finna 42 rannsóknar- verkefni kynnt sem unnin hafa verið af starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur á hinum ýmsu deildum í Fossvogi og á Landakoti. Verkefnin fjalla m.a. um björgun og greiningu slasaðra úr hóp- ferðabílum við erfiðar aðstæður, al- gengi átröskunar meðal unglinga og fullorðinna, geðlyfjanotkun á hjúkrun- arheimilum í Reykjavík, svefnrann- sóknir á íslenskum börnum, sjóveiki meðal sjómanna og D-vítamínþörf sjö- tugra kvenna svo eitthvað sé nefnt. Öllum er heimilt að skoða veggspjalda- sýninguna. Myndlist í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 18. apríl verður opnuð sýning í anddyri Hallgrimskirkju á sex málverkum eftir Björgu Þorsteinsdótt- ur, myndlistarkonu. Myndirnar eru flestar unnar á þessu ári og eru gerðar með akryllitum á striga. Einnig eru fjórar vatnslitamyndir Bjargar til sýnis í Safnaðarsal kirkjunnar. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur út maí. Kynstrin öll Laugardaginn 17. apríl stendur ReykjavíkurAkademían fyrir málþingi og myndlistarsýningu sem ber yfir- skriftina Kynstrin öll: sköpun kynja- tnunar. Þar verður m.a. fjallað um hugtökin kyn, kyngervi og kynjamun og hvernig þau birtast í dægurminn- ingu, Iistum og fræðilegri umfjöllun. Málþingið fer fram í ReykjavíkurAka- demíunni, Hringbraut 121, 4. hæð og hefst kl. 16.00 sýningin opnar kl. 18.00. Húnvetningafélagið Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, Iaugardaginn 13.00. Allir velkomnir. íslenskt landslag Laugardaginn 17. apríl verður opnuð kl. 16.00 sýning í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar á verkum norska myndlistarmannsins Egil Roed. Egil Roed hefur starfað sem kennari við Listaháskólann í Bergen í mörg ár. Hann hefur haldið einkasýn- ingar í Noregi og annarsstaðar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12.00 til 18.00 og stendur til 10. maí n.k. LANPIÐ Einar Askell á Hvolsvelli Möguleikhúsið er komið til Hvolsvallar með leikritið Góðan dag Einar Áskell sem öll börn elska. Sýningin er í fé- lagsheimilinu Hvoli laugardaginn 17. apríl kl. 14.00 og er miðaverð kr. 800. KK á austurleið KK (Kristján Kristjánsson) er á tón- leikaferð um landið undir heitinu Vbr- boðinn ijií/i og verður á Kirkjubæjar- klaustri í kvöld nánar tiltekið á Hótel- inu kl. 21.00. Á morgun laugardag verður hann kominn til Hafnar í Hornafirði og heldur í Pakkhúsið kl. 21.00 og Hornfirðingar (jölmenna á staðinn og leggja við hlustir því KK klikkar ekki. Og svo á sunnudag cr Djúpivogur áfangastaður og hefjast tónleikarnir í Löngubúð kl. 16.00 og í Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á mánu- dagskvöldið ld. 20.30. Opinn dagur í Hólaskóla Á morgun verður opinn dagur í Hóla- skóla að Hólum í Hjaltadal. Þar verður kynnt það nám og starf sem fram fer við skólann. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með reiðsýningu og reiðkeppni við reiðhöll skólans þar sem nemendur leika listir sínar. Klukkan 15.00 verður helgistund í Hóladómkirkju þar sem fagnað verður þeim áfanga að nú er gagngerum endurbótum á skólahúsinu að Ijúka, en þær hafa staðið yfir meira og minna í 4 ár. I skólahúsinu ætla nemendur á ferðamálabraut, fiskeldis- braut og hrossabraut, ásamt nemum á reiðkennarabraut skólans að kynna námsbrautirnar við skólann. Dag- skránni lýkur klukkan 17.00. Kaffiveit- ingar í boði skólans. vi>ou iUf I wUútvo UTOlft úatÁ Menningardagur á Laugum Á sunnudag stendur Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal fyrir tvegga tíma skemmtun til styrktar llóttamönnum frá Kosovo. Þar munu koma fram Söngfélagið Sálubót, Karlakórinn Hreimur, Þríund frá Húsavík, Efling og nemendur Framhaldsskólans að Laugum (Láttu ekki deigan sfga, Guð- mundur". Þá verður flutt lagið sem var framlag FL í Söngkeppni framhalds- skólanna, tónlistarfólkið frá Eistlandi slær á létta strengi, félagar úr leikfé- laginu Búkollu sletta úr klaufunum, nemendur úr Tónlistarskóla Aðaldæla og Reykdæla bregða á leik, Kór Fram- haldsskólans á Laugum syngur, Arnór Benónýsson leikari les Ijóð. Sérstakur gestur samkomunnar verður Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Dagskráin hefst klukkan 15.00 en húsið verður opnað 14.30. Frftt er fyrir börn 12 ára og yngri og gæsla verður á staðnum lyrir yngstu börnin. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Allur ágóði rennur til Rauða kross Islands í þágu flóttamanna frá Kosovo. Farsi og fleira hjá Búkollu Hið samþingeyska leikfélag Búkolla frumsýnir í kvöld kl. 21.00 í Ljósvetn- ingabúð stuttan breskan farsa, „Hús- bóndinn er ekki með sjálfum sér“. Það er Sigurður Hallmarsson sem leikstýr- ir. Auk farsans verður fleira menning- arlegt góðgæti á boðstólum þetta kvöld í Ljósvetningabúð. Nemendur 8. bekkjar Hafralækjaskóia sýna nútíma- útgáfu af Mjallhvíti, Elín Kjartansdótt- ir annast upplestur og um söng sjá Margrét á Fitjum, Bergljót á Hjarðar- bóli og Einar á Jarlsstöðum. Kvenfélag Þóroddsstaðasóknar selur kaffi á staðnum. Dagskráin verður endurtekin á sunnu- dagskvöld kl. 21.00. Land og synir á Húsavík Hljómsveitin Land og synir verða í Hlöðufelli á Húsavík í kvöld og hristir fjör í þingeyinga. Annaðkvöld verða þeir svo f Sjallanum á Akureyri og sína áfram sínar bestu og hressustu hliðar. Kór ML á Sauðárkróki Kór Menntaskólans á Laugarvatni heldur tónleika fyrir Sauðkræklinga í kvöld kl. 20.30 í sal Bóknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Á laugardag halda þau síðan til Akureyr- ar og þenja raddböndin í Gamla sal Menntaskólans á Akureyri frá kl. 17.00. Á efnisskránni er fjölbreytt úr- val laga eftir erlenda og innlenda höf- unda. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholts- dómkirkju. Handverksfólk Laugardaginn 17. apríl milli kl. 13.00 og 17.00 mun handverksfólk á Akur- eyri verða með markað í húsi aldraðra á Akureyri í Lundargötu. Þar verða seld handverk af ýmsu tagi, listmunir og kökur. Vestfírskur hittingur fyrir norðan Vestfirðingafélagið á Akureyri og ná- grenni fagnar vori í kvöld klukkan 20.00 á Fosshótel KEA, þar sem hald- inn verður vorfagnaður. Ræðuskörung- ur kvöldsins verður Gpðjón Anjuu írtrití'. Li Kristjánsson, þekktur sem Addi Kitta Gauj aflaskipstjóri og formaður Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands. Þá munu fimmtán vinstrifrjáls- lyndir og íhaldssamfylkingarsinnaðir skemmtikraftar efna til framsóknar með stjórnlausum húmanískum uppá- komura á sviði. „Selja litla“ verður tek- in, „Það vaxa ber fyrir vestan" og „Hvað er svo bjart sem vorið lyrir vest- an“ - allt Vestljörðum til dýrðar. Skemmtinefndin hefur lagt sig bæði hátt og lágt við að ná sambandi við alla þá sem unna vestfirskum sérkennum og/eða hafa efst á óskalistanum að komast í náin kynni við þau. Fengin var hljómsveit á meðalhæð, 1&70 og eru því vinir og óvinir Vestfjarða allir hjartanlega velkomnir og þurfa aðeins að skrá sig hið bráðasta. Nánari upp- lvsingar í síma 461 -2609. Dansað í Sunnuhlíð Þeir sem lagt hafa Ieið sfna í göngugöt- una á Akureyri á föstudögum kl. 16.30 til þess að geta séð Önnu spunadrottn- ingu Richards dansa, þurfa nú að gæta að því að Anna ætlar að dansa í Sunnuhlíð þennan föstudaginn. Með Önnu verða spilararnir og tónlistar- mennirnir Karl Pedersen á súlu, nei slagverk og Wolfgang Frosti á sax. Samkór Vopnafjarðar Samkór Vopnafjarðar er á ferð um Norðurland og verður með tónleika í Glerárkirkju á Akureyri á morgun klukkan 15.00 og í Dalvíkurkirkju sama dag klukkan 20.30. Á sunnudag klukkan 15.00 heldur kórinn tónleika að Breiðumýri í Reykjadal. Stjórnandi kórsins er Zbigniew Zuchowicz og undirleikari er Teresa Zuchowich, sem einnig mun fyltja einleik á píanó. Þorgerðartónleikar Laugardaginn 17. apríl kl. 17.00 verða haldnir Þorgerðartónleikar á Sal Tón- listarskólans á Akureyri til styrktar minningsjóði um Þorgerði S. Eiríks- dóttur. Á tónleikunum koma fram kennarar við Tónlistarskólann auk nemenda á efri stigum og flytja fjöl- breytta dagskrá. Aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti framlögum í sjóð- inn. Gítartónleikar á Akureyri Hannes Þ. Guðrúnarson heldur gftar- tónleikar í kappellu Akureyrarkirju sunnudaginn 18. apríl kl. 17.00. Flutt verður tónlist frá endurreysnar- og barrokktímanum. Kór Frímúrara Tónleikar Kórs Frímúrara verða haldn- ir í Akureyrarkirkju laugardaginn 17. apríl kl. 17.00. Auk félaga úr Kór frí- múrara í Reykjavík munu félagar úr Kór frímúrara á Akureyri bætast í hóp- inn. Einsöngvarar eru Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jónsson. Karlakór Eyjafjarðar Söngskemmtun verður með Karlakór Eyjaljarðar í Laugaborg í Eyjfjarðar- sveit laugardaginn 17. apríl kl. 21.00. Á efnisskránni eru sönglög í öllum regnbogans litum. Undirleikarar eru; Daníel Þorsteinsson, Eirfkur Bóasson, Hannes Þ. Guðrúnarson og Rafn Sveinsson. Stjórnandi er Atli Guð- laugsson. Stjomandi listans er Þróinn Brjdnsson SIOASTA VIKUR VIKA Á LISTA FLYTJANDI Eminem Etipe Here I go again You are not olone The onimol song Why don't you get a job Sometimes Shepps goes to heaven Einn með þér Step out My strongerst suit Lotus That don't impress much No scrubs Bounce rock skate roll Tarzan and jane 24 hours from you Mother Nothing really matters The jock jam Are you ready for the fallout Savage garden Offspring Britney spears Cake Skítamórall Rem ShaniaTvrain TLC Bobydc Toy box Next of kin Era varíus artists Fastboll Listinn er spilaður á föstudögum milli kl. 20 og 22 Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu http://nett.is/frosrasin E-maih frostras@nett.is • Stjórnandi listans er Þráinn Brjánsson ítttíviW: mkA íí / 'ÍOÍ Tl. íyíri ís

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.