Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 LÍFIÐ í LANDINU ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú að gera? Guðfinna S. Bjarnadóttir ætlar að eyða helginni i faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldan á skíði „Hdginni ætla ég að eyða í faðmi fjölskyld- unnar,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykjavík. „Við gerum talsvert af því að fara á skíði og þá iiggur leið- in helst í Bláfjöllin. Eg myndi ekki segja að ég væri góð skíðamanneskja en mér finnst þó alltaf gaman að bregða mér á skíði. Síðan ger- um við líka talsvert af því að fara í gönguferð- ir, við búum niðri í miðbæ og gerum nokkuð af því að fara í gönguferðir þá til dæmis með ströndinni og út á Seltjarnarnes. Stundum förum við líka í hina áttina og göngum inn með sundum." Gunnar Sverrisson ætlar að halda upp á brúðkaupsafmæli foreldra sinna um helgina. í brúðkaupsafmæli „Eg ætla suður um helgina," segir Gunnar Sverrisson, ljósmyndari Fróða á Akureyri. „Sitthvað stendur til að gera um helgina í Reykjavík, meðal annars ætla ég með systkin- um mínum og mökum þeirra með foreldrum okkar á GriIIið á Hótel Sögu í tilefni af 45 ára brúðkaupsafmæli þeirra, Guðrúnar Jóhannes- dóttur og Sverris Hermannssonar - sem er alls ekki í framboði. Það er magnaður árang- ur að vera giftur í 45 ár og geri önnur hjón betur. Leiðin liggur síðan aftur norður á sunnudaginn með einn auka farþega, son minn Guðmund Orn, sem verður hér fyrir norðan hjá mér og unnustu minni alla næstu vikuna. Hver veit þá nema við feðgar förum saman á skíði því nægur er snjórinn í Hlíðar- fjalli.“ Þorgerður Ragnarsdóttir selur kökur í Kringlunni á laugardaginn. Kökusala 1 Kringluuni „Á laugardag mun ég taka þátt í kökusölu í Kringlunni til styrktar Stúlknakór Breiðholts- kirkju, sem dóttir mín syngur með. Kórinn stefnir á Finnlandsferð í sumar og í þeim til- gangi er nú safnað fé og hverjum og einum er sett fyrir að koma með sex tegundir af kökum, sem við mægðurnar bökum á föstudagskvöld- ið,“ segir Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Afengis- og vímuvarnaráðs. „Eftir þetta veitir mér sjálfsagt ekkert af því að slappa af, stundum geri ég slíkt með því að hreyfa mig eitthvað en síðan getur líka viss afslöppun verið í því fólgin að grípa í einhver af þeim verkum á heimilinu sem beðið hafa alla vikuna." Jóhannes í Bónus er vinur litla mannsins, rétt einsog Albert Guðmundsson var, nema hvað þeir eru á sitthvoru sviðinu. Sjálfur er Jóhannes í Bónus þó fráleitt í hópi lítilla manna því á Bónusbúðum hefur hann síðasta áratug grætt bæði á tá og fingri og er meðal best stæðu manna landsins. í nýlegu viðtali segist Jó- hannes aldrei vera í betra formi en nú - og á þessum myndum sem eru teknar á um áratugs millibili má líka sjá að hann eldist býsna vel. ■ LÍF OG LIST Snilld skáldanna „Eg var að koma frá Bandaríkj- unum þar sem ég keypti bókina The Perfect Storm, eftir Sebastian Junger, sem íjallar um skipstapa und- an strönd Nova Scotia og Ný- fundnalands árið 1991, þar sem sex menn fórust. Þetta er mögnuð saga og mjög fróðleg, en mér fínnst gaman að lesa sögur sem hafa raunsæislega tengingu - einsog þessi vissu- Iega hefur," segir Þórólfur Amason, forstjóri Tals hf. „Af þessum toga eru til dæmis bækur Ernast Hemmingway, sem ég Iá í um skeið og sama má segja um bækur Halldórs Lax- ness, þær eru fullar af tilvísunum í það samfélag sem hann lifði og hrærðist í, og eru líka skýrt dæmi um hvernig snilld skáldanna getur fært hversdagslegan raunveruleika í skemmtilegan búning." Heyr mitt ljúfasta lag „Eg sveiflast á milli þess að hafa gaman af dægurlögum og sígildri tónlist. I löngum flugferðum á milli Ianda er gaman að hafa góða tónlist til að hlusta á og í ferð mnni til Bandaríkjanna hlustaði ég á diskinn Heyr mitt ljúfasta Iag, sem hefur að geyma mörg af bestum Iögum Ragnars Bjarna- sonar. Þá er ég nýlega farinn að læra að meta lög Bjarkar Guðmundsdóttur, það er eftir tón- leikana sem við hjá Tali héldum með henni í kringum áramótin síðustu. - Þá nefni ég líka Bítlana, ég er fæddur 1957 og náði því í endann á þessu skemmtilega tímabili sem við þá er kennt.“ Lífið er dásamlegt „Myndbönd horfi ég afskaplega lítið á. Læt reyndar stundum taka upp fyrir mig enska bolt- ann og fréttirnar, en að öðru leyti læt ég sjónvarp eða mynd- bönd ekki binda mig. Einstaka sinnum fer ég þó í bíó, nú síðast í Regnbogann til þess að sjá myndina Lífið er dásamlegt, sem hefur hlotið mjög góða dóma. Þetta er eftirminnileg mynd.“ -SBS. ■ frá degi til dags Allir eiga glappaskot á ævi sinni. - Islenskt máltæki Þettagerðist 16. apríl • 1954 voru AA-samtökin á Islandi stofn- uð. • 1982 staðfesti Elísabet Bretadrottning hina nýju stjórnarskrá Kanada, þar sem skorið var á síðustu nýlendutengslin við Bretland. •1991 skýrði George Bush, forseti Bandaríkjanna, frá því að bandarískir hermenn yrðu sendir inn í norðurhluta íraks til aðstoðar Kúrdum. Þaufæddust 16. apríl • 1886 fæddist þýski kommúnistaleiðtog- inn Ernst Thálmann. • 1887 fæddist Guðjón Samúelsson húsameistari. • 1889 fæddist hinn eini og sanni Charles Chaplin. • 1921 fæddist breski leikarinn Peter Ustinov. • 1940 fæddist Margrét II., Danadrottn- ing. • 1958 fæddist Elísabet Jökulsdóttir rit- höfundur. Merkisdagur I dag er svonefnd Magnúsmessa, helguð Magnúsi Erlendssyi jarli í Orkneyjum, sem sagt er frá í Orkneyingasögu og var lýstur helgur maður um 1135. Hann virð- ist hafa verið dýrkaður á íslandi allt frá því um 1200 og var um skeið aukadýr- íingur í nokkrum kirkjum. Ueimild: Saga daganna Vísa dagsins Sumir eru stoltir af því að hafa engin stórafrek unnið. Háðfuglinn Káinn orti svo: Afþví get ég enn mig stært, að engu breytt er hér; ekkert hef ég af öðrutn lært, og enginn neitt af mér. Afmælisbam dagsins Björgvin Helgi Halldórsson, tónlist- armaður, fæddist í Hafnarfirði 16. apríl 1951. Hann stundaði nám í Flensborgarskólanum og hóf ungur afskipti af tónlistarstörfum. Snemma á áttunda áratugnum var hann draumaprins allra íslenskra ungmeyja og þegar hann kom fram í sjónvarpsþætti eftir að hafa orðið lyrir því óláni að brjóta í sér fram- tennurnar kom hann af stað faraldri og allir krakkar létu brjóta í sér framtennurnar. Björgvin hefur sungið og spilað inná fjölda hljóm- platna. Brandari dagsins „Svarið við stærstu spurningu heimsins ...,“ sagði Djúpvitur, næst-fullkomnasta tölvan í sögu mannkynsins. „Spurningunni miklu um lífið, um al- heiminn, um allt ...,“ sagði Djúpvitur og helstu vísindamenn heims biðu í oívæni eftir framhaldinu. „Er ...,“ sagði Djúpvitur með hægð, og allir ráðamenn helstu ríkja og stofnana heims sátu í hring með hnút í maganum. „... nákvæmlega sjötíu og einn komma fjórir núll sex,“ sagði Djúpvitur rólega og kímdi. Veffang dagsins Empire State byggingin í New York var reist 1930-31, og var þá hæsta bygging í heimi. Allt um byggingarsögu hennar og fjölmargar ljósmyndir frá byggingarvinn- unni er að finna á www.nypl.org/rese- arch/chss/spe/art/photo/hinex/emp- ire/empire.html

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.