Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 5
X^MT LAUGARDAGUR 17.APRÍL 1999 - S Kemur Blöndal á óvart FRÉTTIR Niðurstöður togara- rallsms vekja ugg Útlitið er heldur uggvænlegt á íslandsmiðum eftir að niðurstöður togara- og netarallsins lágu fyrir. Fiskurinn er mjög dreifður og ætislítill og veiðist illa í troll og mælist þar af leið- andi ekki. Á sama tíma veiðist geysilega mikið á línu. Aflabrögð í togararallinu allt um- hverfis landið voru mun lakari en undanfarin ár. Töluvert fékkst af smáfiski fyrir vestan og norð- an land, þ.e. eins og tveggja ára fiski, sem hægt er að túlka sem innlegg á meiri afla þegar til lengri tíma er litið. Sú mikla fisk- gengd sem verið hefur undanfar- in ár, sérstaklega við Vestfirði, kom ekki fram í togararallinu, og það sem alvarlegra er, hennar varð heldur ekki vart í netarall- inu sem er nýlokið. Ljóst er því að fiskurinn er mjög dreifður og ætislítill og veiðist illa í troll og mælist þar af ísfirsk eign í Gunnvöru Fjórir Isfirðingar, sem allir voru fyrir hluthafar í útgerðarfyrir- tækinu Gunnvöru á ísafirði, hafa keypt þriðjungs hlut í fyrir- tækinu af Islandshanka, sem Þórður Júlíusson seldi bankan- um fyrr í vikunni. Þetta eru Vignir Jónsson, framkvæmda- stjóri Olíusamlags útvegs- manna; Guðni Jóhannesson, formaður bæjarráðs ísaljarðar; Jón B. Oddsson, sjómaður á Júl- íusi Geirmundssyni og systur- sonur Vignis Jónssonar, og loks Kristján Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Gunnvarar. Heimildir Dags, sem blaðið taldi í gær ekki ástæðu til að rengja, um að útgerðarfélagið Þormóður rammi-Sæberg ætti aðild að kaupunum í þriðjungi hlutafjár í Gunnvöru reyndust ekki vera réttar. Biðjumst við velvirðingar á því. - GG Bam á slysa- deild eftir árekstur Harður árekstur varð á mótum Mýrarvegar og Þingvallastrætis um hádegið í gær. Bam var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri en meiðsli barnsins voru talin minniháttar. Bílarnir eru báðir óökufærir og mikið skemmdir. Slysið bar að með þeim hætti að annar bíllinn ók suður Mýr- arveg og ætlaði að beygja vestur Þingvallastrætið. Bíll kom úr gagnstæðri átt á umferðarljós- um og skullu þeir saman, báðir á grænu Ijósi. Fleiri árekstrar urðu á Akureyri í gær en ástand- ið hefur þó verið skaplegt síð- ustu daga að sögn lögreglu. Mánudagurinn síðasti var hins vegar einn alversti umferðardag- ur vetrarins þegar hátt í 30 um- ferðaróhöpp urðu. - BÞ leiðandi ekki. Á sama tíma veiðist eðlilega geysilega mikið á lfnu allt í kringum landið en það vekur nokkra undrun að ekki skuli hafa veiðist meira í neta- rallinu, þar sem verið er að Skoðanakönnim Gallup fyrir heil- brigðisráðuueytið leiðir í ljós að fólk á aldrinum 65-80 ára er afar ánægt með líí ið og tilveruna. Heilbrigðisráðuneytið, vegna beiðni framkvæmdastjórnar um ár aldraðra, fékk Gallup til að framkvæma viðhorfskönnun um flest er snertir hagi fólks á aldr- inum 65 til 80 ára. Heildarfjöld- inn í úrtakinu var 1200 manns og var fjöldi svarenda 853. Þeir sem neituðu að svara voru 162 og ekki náist í 140. Einn var bú- settur erlendis, 6 voru Iátnir og 38 veikir, segir í skýrslu Gallup. Þegar á heildina er litið kemur í ljós að fólk á þessum aldri er afar ánægt með lífið og tilveruna og leggja netin á hrygningartíma. Þessar upplýsingar hljóta að vera nokkurt áhyggjuefni því þær ganga á skjön við það uppbygg- ingarstarf sem unnið hefur verið markvisst að og því mun margur lang flestir segjast hafa nóg af öllu. Helstu niðurstöður skýrslunn- ar eru þær að 83% svarenda eru ánægðir með Iífið en 7% óá- nægðir. Ríflega 63% telja að 100 þúsund krónur á mánuði eða minna sé hæfilegt og aðeins ijórðungur sagðist hafa stundum eða oft fjárhagsáhyggjur. Þá segj- ast 93% sem þurftu að leggjast á sjúkrahús sl. 12 mánuði hafa fengið mjög eða frekar góða þjónustu. Tæplega 37% segja að heilbrigðisþjónustan hafi batnað sl. 5 ár en 23% að hún hafi versnað. Það sem hefur versnað segir fólk vera aðgengi að lækn- um og lengri biðtími. Ríflega 91% svarenda býr í eigin hús- næði. Tæplega 5% hafa einhvern tímann á sl. 5 árum þurft að fresta því að fara til læknis af fjárhagsástæðum og 4% þurft að fresta því að kaupa sér lyf af sömu ástæðum. Alls voru spurn- ingarnar 73 í könnuninni. heimta skýringar af fiskifræðing- um Hafrannsóknastofnunar, þar sem þeir geta ekki nú skákað í því skjólinu að ekki hafi verið farið eftir ráðleggingum þeirra, reyndar í fyrsta sinn. Margir vildu að kvótaúthlutunin hefði verið meiri meðan þorskstofninn var í uppsveiflu. Hvort þessi nið- urstaða leiðir til þess að Haf- rannsóknastofnun íeggi til minni heildarþorskkvóta á næsta fisk- veiðiári er erfitt að segja til um, því taka þarf tillit til fleiri þátta en togararalls og netaralls, s.s. aldursgreiningu og kynþroska- hlutfall. Niðurskurður gengur alla vega þvert á þá uppsveiflu sem sögð er ríkja í þjóðfélaginu í dag. Hafrannsóknastofnun hyggst ekki birta niðurstöður togararalls fyrir en um næstu mánaðamót og netaralls enn síð- ar og sjómenn telja það óeðlilega langan tíma frá lokum rallanna, en undanfarin ár hafa niðurstöð- urnar verið birtar um miðjan aprílmánuð. - GG Finna þá fátækustu Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- is- og tryggingaráðherra sagði á fréttamannafundi, þar sem nið- urstöðurnar voru kynntar, að auðvelt ætti að vera að koma tii móts við þá sem ekki hafa haft efni á lyfjum eða læknisþjónustu því hópurinn væri ekki stór en það þyrfti að finna þetta fólk. „Það er afar ánægjulegt að mínum dómi hversu margir aldr- aðir telja heilbrigðisþjónustu góða og að hún hafi batnað sl. 6 ár. Einnig kemur á óvart hve margir aldraðir búa í eigin hús- næði, eða yfir 80% aðspurðra," sagði Ingibjörg. Hún sagði markmiðið með svona könnun vera að koma á móts við þá sem þurfa raunveru- Iega á aðstoð hins opinbera að halda. Það væri m.a. verkefnið nú á ári aldraðra. - S.DÓR Halldór Blön- dal, Ieiðtogi sjálfstæðis- manna á Norð- urlandi eystra, hélt sig á jörð- inni í gær þegar niðurstöður könnunar Há- skólans á Akur- eyri um fylgi stjórnmála- flokkanna á Norðurlandi eystra lágu fyrir. „Skoðanakannanir hafa sýnt mjög misvísandi útkomu á síð- ustu vikum en það kemur mér ekki á óvart að Steingrímur skuli mælast svona sterkur hér í þessu kjördæmi. Á hinn bóginn kemur mér á óvart hve sterkur Sjálfstæðisflokkurinn mælist. Við höfum fundið afskaplega góða strauma en ég vil samt sem áður taka þessu með fyrirvara." Vonbrigði Valgerðar Valgerður Sverrisdóttir, oddviti fram- sóknarmanna, segir niðurstöð- ur könnunar- innar vissulega vonbrigði. Eg held því fram að við framsóknar- menn höfum náð ótrúlegum árangri í þessari ríkisstjórn. Við höfum náttúr- lega verið með erfið ráðuneyti og fengið mikla gagnrýni, hvern- ig sem á þvi stendur, en við höf- um náð flestum okkar málum fram og þess vegna fyndist mér ekki sanngjarnt ef þetta yrðu úr- slit kosninganna. Við munum leggja nótt við dag fram að kosn- ingum og vinna ötullega, en auðvitað verða kjósendur hæsti- réttur á kjördag," segir Valgerð- ur. Spummg um marktækni „Þetta eru ótrú- lega mildl frávik frá Gallup- könnuninni sem gerð var á sama tíma og það vekur upp spurningar um marktæknina. En þær vísbend- ingar sem birt- ast um fylgi Samfylkingar valda mér von- brigðum og þær hljóta að efla okkur sem viljum sjá róttækar breytingar á hinu pólitíska landslagi," segir Svanfríður Jón- asdóttir, leiðtogi Samfylkingar. Steingrímur öflugur Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, en 2. maður á lista VG, Ámi Stein- ar Jóhannsson, segir hreyfing- una hafa fundið mikinn meðbyr. „Við höfum starfað vel í tvo mánuði og kynnt okkar stefnu- mið. Fólkið á Norðurlandi eystra virðist átta sig á að Steingrímur er einn öflugasti alþingismaður okkar og vill nota hans starfs- krafta. Einnig held ég að menn geri sér grein fyrir að hann vinn- ur með góðu fólki,“ segir Árni Steinar. - BÞ He/stu niðurstöður skýrslunnar eru þær að 83% svarenda eru ánægðir með lífíð en 7% óánægðir. Ánægjulegt ævikvöld 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.