Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 - 11 Sýnd iaugard. kl. 21 Sýnd laugard.-sunnud. kl. 19 Sýnd laugard. kl. 23, sunnud. kl. 21 og mánud. kl. 21 & 23 YOUR FRIENDS NEIGHBORS Sýnd sunnud. kl. 23 og mánud. kl. 19 ■sr bugs life nni°°mri D I G I T A L RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 THX Sýnd laugard. og sunnud. kl. 13 Sýnd laugard.- sunnud. kl. 17 Sýnd laugard. og sunnud. kl. 15 Sýnd mánud. kl. 17. ERLENDAR FRETTIR Þetta er stjarnan Upsilon Andromeda, en umhverfis hana snúast a.m.k. þrjár reikistjörnur á stærð við Júpíter. Annað sól- kerfi fundið Bandarískir visiiida iiieiui telja nú fullvíst að aragrúa reiki- stjama sé að finna í Vetrarbrautinni. Bandarískir stjarnvísindamenn hafa komist að því að þrjár reiki- stjörnur hið minnsta sveimi um- hverfist stjörnu sem kallast Upsilon Andromeda og er að finna í stjörnumerkinu Andrómedu. Ekki er vitað um annað sól- kerfi með fleiri en einni reiki- stjörnu utan okkar eigin sólkerf- is, sem er með níu reikistjörn- um. A síðustu misserum hafa vísindamenn fundið nokkrar stjörnur, sem talið er að hafi a.m.k. eina reikistjörnu, en jafn- an hefur þó leikið nokkur vafi á því hvort í raun er um reiki- stjörnur að ræða. Vísindamennirnir telja þenn- an fund vísbendingu um að fjöl- mörg sólkerfi með reikistjörnum sé í raun að finna í Vetrarbaraut- inni. Stærð reikistjarnanna bendir líka til þess að myndun slfkra reikistjarna sé miklu auð- veldari en áður var talið. „Þetta hristir upp í kenning- Óskastjaman Sýningar Laugardaginn 17. aprfl Id. 16.00 Miðvikudaginn 21. aprfl ki. 20.30 LEIKFELAG HÚSAVÍKUR í . unni um myndun reikistjarna," sagði Robert Noyes, einn vís- indamannanna, „nú þegar við sjáum þrjár umhverfis sömu stjörnuna, þá er erfitt að fmynda sér neitt annað en að um reiki- reikistjörnur sé að ræða,“ sagði Noyes. Reikistjörnurnar þrjár teljast mjög stórar, miðað við það sem við þekkjum úr okkar sólkerfi, og kom stærðin vísindamönnunum nokkuð á óvart. Sú minnsta þeirra, sem jafnframt er næst sólinni, er Iitlu minni en Júpíter, stærsta reikistjarnan í okkar sól- kerfi. Onnur er a.m.k. tvisvar sinnum stærri en Júpíter og sú þriðja a.m.k. fjórum sinnum stærri, en hún er jafnframt fjærst sólinni. Það voru fjórir hópar vísinda- manna sem sendu sameiginlega frá sér niðurstöður af rannsókn- um sínum nú í vikunni, en þeir höfðu rannsakað sérstaklega 107 stjörnur af alls 200 milljörð- um stjarna sem er að finna í Vetrarbrautinni okkar. - GB HEIMURINN Allir hraktir á brott? JÚGÓSLAVÍA - Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur ekki útilokað að serbneskar sveitir geti hrakið alla albanska íbúa í Kosovo-hér- aði úr landi. Flóttamanna- straumurinn hefur aukist að nýju síðustu daga og er lítið lát á. Flóttamenn hafa þúsundum saman farið yfir landamærin til Makedóníu, Albaníu og Svart- fjallalands. Flestir eru flótta- mennirnir konur, börn eða gam- almenni, og hafa þau þá sögu að segja að Serbar hreki þau á brott með hrottalegum aðferðum. Fjöldi kvenna hefur skýrt frá því að eiginmenn þeirra hafi verið pyntaðir og síðan myrtir. Boutefllka lýstur sigurvegari ALSIR - Bouteflika, fyrrverandi utanríkisráðherra Alsírs, hefur verið lýstur sigurvegari í forseta- kosningunum þar í Iandi. Hann var einn í framboði, en sex manns drógu framboð sitt til baka á síðustu stundu vegna ásakana um óeðlilega íhlutun í kosningarnar. Fullyrt er að kosningarnar séu ómarktækar með öllu og ekki líklegar til að stuðla að sátt í Iandinu, eins og vonast hafði verið til. Kosninga- þátttakan var dræm og segir einn þeirra sem hætti við fram- boð að hún hafi verið 20% en ekki 60% eins og innanríkis- ráðuneytið heldur fram. Móðir okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR, Sunnuhvoli, andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli löstudaginn 9. apríl. Útför hennar verður gerð frá Grenivíkur- kirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 14. Erla Friðbjörnsdóttir, Jón Friðbjörnsson, Brynhildur Friðbjörnsdóttir, Hólmfríður Friðbjörnsdóttir, Ólína Helga Friðbjörnsdóttir. Hjartkæru foreldrar okkar og fengdaforeldrar, HELGA SIGMARSDÓTTIR °g KJARTAN MAGNÚSSON, Mógili, Svalbarðsströnd, sem létust á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, verða jarðsungin frá Svalbarðskirkju, Svalbarðsströnd , þriðjudaginn 20. apríl kl. 14.00. Halldóra Marý Kjartansdóttir, Páll Hartmannsson, Kristján Kjartansson, Ellen Hákanson, Unnur Gigja Kjartansdóttir, Roar Kvam.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.