Dagur - 17.04.1999, Side 1

Dagur - 17.04.1999, Side 1
Laugardagur 17. apríl -14. tölublað 1999 Ef þú ert staddur á erlendri grund, einkanlega í Evrópu, getur verið ad þú sért spurð- ur að því, hvort þú sért ekki afkomandi víkinga. Vera má að þér vefjist nokk- uð tunga iiin tönn að svara, enda ekki vist að þú hafir ígrundað það mikið um dag- ana, hvort svo sé. En hvaða þjóðflokkur var þetta eiginlega, sem lang- fiestar Evrópuþjóðir hrædd- ust svo mjög er til þeirra sást. Jafnvel svo mjög, að euu í dag lifir minningin iim þessa voðamenn ríkt í fólki og þau grimmdarverk er þeir frömdu. Hverjir voru víking- ar? „ Vestur fórk of ver66 Létt spjaU um helstu „afrek“ íslendinga á miðöldum AGNAR HALLGRÍMSSON cand mag. skrifar Víkingar voru norrænir menn, þ.e. af hinu norræna málsvæði, þar sem var töluð „dönsk tunga“, sem svo var kölluð. Það er nokkurn veginn það sem nú eru kölluð Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu. Þessir norrænu menn voru uppi á tímabilinu frá því á 8. öld fram yfir þá 11. miðja, eða um 50 árum eftir Kristnitöku hér á landi. Þetta tímabil er kallað Víkingaöld. Víkingar voru í meira Iagi her- skáir menn, og eru helst þekktir fyrir að fara víða um lönd Evrópu á herskipum (langskipum) sín- um, og höggva strandhögg, nauð- ga, drepa, pynta, brenna og ræna blásaklaust fólk, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, þar sem þeir fóru um. Hvar sem þeir komu brenndu þeir og rændu bæði fé og fjörvi, þ.e. lausafé (pening- um), kvikfénaði og mannfólki, því sem þeir ekki drápu, og gerðu að þrælum sínum. Saga víking- anna er blóði drifin allt frá upp- hafi til loka Víkingaaldar. Þetta eru í aðalatriðum þær upplýsingar, sem finna má í upp- flettibókum um víkingana, og eru víst flestum Islendingum kunnar, og því óþarft að tíunda þær mjög rækilega hér. Víkingar voru miklir siglinga- menn, sem að líkum lætur, og fóru vítt um höf og námu ný lönd, t.d. Island, Færeyjar, Grænland og e.t.v. Norður-Amer- íku. I Landnámu er þess getið, að þeir Naddoður og Hrafna-FIóki, er fyrstir manna komu til Islands, hafi verið miklir víkingar. Sama er að segja um þá fóstbræður Ingólf og Hjörleif, er fyrstir sett- ust hér að. Þeir höfðu að sögn, einkum Hjörleifur, farið í vestur- víkingu (víking er kvenkynsorð leitt af orðinu víkingur) áður en þeir fóru að byggja Island. Þaðan höfðu þeir haft með sér þræla, er síðar urðu banamenn Hjörleifs, eins og allir þekkja. Að öðru leyti er í Landnámu fremur Iítið talað um að land- námsmenn hafi verið vfkingar og stundað víkingu eftir að þeir fluttust hingað til lands. Svo er helst að sjá sem að gildir bændur úr Noregi hafi hrökklast til Is- lands vegna ofríkis Haralds kon- ungs hins hárfagra, sem vildi leggja allan Noreg undir eina krúnu og allsherjar skattgjald. Hefði það vissulega verið þeim sæmara sem sönnum víkingum að fara að Haraldi konungi og mönnum hans og drepa þá alla, heldur en flýja undan þeim á herskipum sínum út til Islands. Að sönnu er þess getið í Land- námu að landsnámsmenn hafi á stundum haft með sér út hingað ófrjálst fólk, aðallega írskt, en slíkt var ekki óalgengnt á þeim tíma og þurfti reyndar ekki vík- inga til. Mansal og þrælahald var algengt víða um heim langt fram eftir öldum, eins og öllum mun kunnugt. Reyndar er ýmislegt á huldu um ferðir norskra manna til Is- lands á Landnámsöld á víkinga- skipum, einkum flutning þeirra á búfé. Gera má ráð fyrir að ekki hafi verið ýkja mikið rými fyrir húsdýr á þessum tiltölulega litlu skipum. Sérstaklega á þetta við um fóður (hey) og vatn, sem þessir gripir hafa þurft ógrynni af á svo löngum sjóferðum. Tæpast hafa hinir fyrstu landnámsmenn lifað af mjólk úr kálfum, eða rið- ið milli landshluta á folöldum, hafi eingöngu ungviði verið flutt til landsins frá Noregi. I Landnámu er að vísu greint frá því að skip hafi komið út norðanlands hlaðið kvikfé, en varla hefur það sagt mikið í jafn- stóru og strjálbyggðu Iandi. Þá vaknar óneitanlega sú spurning á hverju lifði þetta fólk? Eitthvað munu þeir hafa lifað á fiski, aðal- lega úr ám og vötnum, og eitt- hvað á fugli og íslenskt ræktuðu korni, en kjötmeti hlýtur að hafa verið mjög af skornum skammti. Enda þótt ekki sé mikið af frá- sögnum af víkingum í Landnámu kveður nokkuð við annan tón í Konungasögum og Islendinga- sögum. Þar úir allt og grúir af mandrápum og sjóferðum í anda víkinga, einkum þó í konunga- sögum, t.d. Heimskringlu. Þótt ekki sé það lenska nú á dögum að gera mikið úr sannleiks- eða heimildagildi íslendingasagna, sýnir þetta þó að þeir sem rituðu sögurnar um það bil tveimur öld- um eftir lok Víkingaaldar hafa þekkt nokkuð til víkinga og af- reka þeirra, eða í það minnsta talið sig þekkja það. Sem dæmi um víkingasögu meðal Islendingasagna má nefna Egils sögu Skallagrímssonar, sem er að margra áliti fyrsta Islend- ingasagan sem skráð var á skinn, hvort sem það var nú Snorri Sturluson eða einhver annar. Höfundur sögunnar lætur Egil minnast í ljóði að móðir hans hafi mælt svo fyrir að hann skyl- di „fara á brott með víkingum ... og höggva mann og annan“. Framhald á hl. 2 og 3 Skipsmynd úr farmannadálki í Jónsbókarhandriti. Þarna er kuggur á fullri siglingu, líklega á heimleið úr veiðitúr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.