Dagur - 17.04.1999, Qupperneq 7

Dagur - 17.04.1999, Qupperneq 7
LAUGARDAGVR 17. APRÍL 1999 -VU Dagur- MINNINGARGREINAR Kristin Sigurbjorg Jóhannsdóttir Kristín Sigurbjörg Jóhannsdótt- ir var fædd að gamla Hóli á Hauganesi við Ejjafjörð 14. maí 1916. Hún lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 21. mars s.l. Foreldrar hennar voru Jónína Sigurðardóttir hús- móðir d. 10.2. 1918 ogjóhann Sigurður Jónsson sjómaður d. 30.10. 1955. Kristín var yngst 6 alsystra, þær voru: Sigríður Jóna, d. 22.4. 1982, Gunnfríð- ur, d. 22.11. 1980, Sigurpálína, d. 11.5. 1988, Pollý, d. 6.1. 1967 og María, sem lést ung úr berklum ásamt eiginmanni sín- um og einkasyni. Hálfsystir Kristínar, samfeðra, er Þórunn sem enn er á lífi. Kristín giftist Sveinbirni Jó- hannssyni (f. 12.4. 1914 á Hill- um á Árskógsströnd) 25. apríl 1935 á Völlum í Svarfaðardal. Þau fluttu í Steinnes á Hauga- nesi og hófu búskap sinn ásamt Jóhanni föður Sveinbjörns og Þorgerði konu hans. Börn Kristínar og Sveinbjörns eru: 1) Þorgerður f. 20.7. 1937, ræstitæknir, búsett á Dalvík, gift Hjörleifi Jóhannssyni, þau eiga 7 börn og 13 barnabörn, 2) Hanna Björg f. 24.8.1940, ræstitæknir búsett í Keflavík, gift Halldóri Þórðarsyni, þau eiga þrjú börn, 1 barnabarn og 3 fósturbarnabörn, 3) Birgir f. 6.4.1945, kennari á Akureyri, kvæntur Rósbjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn, 4) Gunnþór f. 8.2. 1948, skipstjóri í Namibíu, kvæntur Asgerði Harðardóttur, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn, 5) Jónína f. 4.7. 1959, kennari á Akureyri, gift Óskari Péturssyni, þau eiga þrjú börn. Kristín missti móður sína þegar hún var á þriðja ári og var þá heimilið leist upp og syst- urnar fóru hver í sína áttina. Kristín var fyrst í fóstri um nokkurra mánaða skeið hjá Jó- hanni Franldín Jónassyni og Maríu Guðrúnu Davíðsdóttur, þá á Árskógsandi, en seinna bjuggu þau í Hrísey. Fljótlega var hún tekin í fóstur af Björgu Arngrímsdóttur og Jóhanni Sig- urðssyni á Selá. Sjálf áttu þau fjögur börn: Arnþór, Anton, Angantý, jafnaldra Kristínar og Nönnu sem öll eru látin. Á Selá átti Kristín sín bernsku- og unglingsár og Ieið þar vel. Hún vann þar almenn heimilisstörf, auk þess að sinna heyskap á Selá og víðar m.a. fram í Þorvaldsdal. Eftir að hún stofnaði sjálf til fjölskyldu, sinnti hún barnauppeldi og heimilisstörfum og gekk auk þess í ýmsa vinnu við sjávarsíð- una, s.s. línuvinnu, fiskimat, að vaska fisk, síldarsöltun o.fl. Kristín starfaði með Kvenfélag- inu Hvöt til margra ára og var m.a. gjaldkeri félagsins í 16 ár. Kristín bjó í Steinnesi þar til hún flutti á Dalbæ 23. janúar 1993 vegnaheilsubrests. Kristín var jarðsungin ftá Stærri-Ár- skógskirkju 24. mars sl. Það var yndislegur vetrarmorg- unn þann 21. mars s.l., sól, stillur og frost. Á slíkum dögum gleymist hinn langi og strangi vetur sem ríkt hefur frá því snemma í haust og ekkert fararsnið er á. Fegurð- in var óendanleg, fjöllin og lág- lendið runnu saman í eina hvíta breiðu og himinn og haf urðu óljós. Þögnin svo þykk, fáir á ferli. Þennan morgun kvaddi amma Kristín og ég var glöð þrátt fyrir allt, glöð yfir því að amma skyldi nú hafa fengið frelsi frá hinum ytri heimi. Hún sem hafði ekki verið sjálfri sér Iík svo lengi, veik og Iítið sjálfbjarga, ósátt við það ástand sem var viðvarandi. Mér varð hugsaði til æskuáranna þeg- ar við frændsystkinin dvöldum sumarpart á Hauganesi hjá ömmu og afa og myndskeiðin runnu framhjá hvert af öðru. I minningunni finnst mér að sum- ardvalirnar hafi varað allt sumar- ið, alltaf sól og blíða, ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir oisen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. tíma verið leiðinlegt veður. Það var ekki svo ósjaldan sem amma var búin að standa með mér á kvöldin við eldhúsvaskann og skrúbba á mér hendurnar. Það var sama hvað hún burstaði fast, drullan og sólbrúnkan rann út í eitt, við vorum örugglega skítug upp fyrir haus alla daga enda nóg að sýsla. Og kvöldin voru há- punkturinn á góðum degi, ég skottaðist á kvöldin, frammi hjá ömmu og afa, hlustaði með þeim á kvöldsöguna, fékk mér bita og lagðist að lokum örþreytt undir drifhvíta dúnsængina og hlustaði á tifið í gömlu klukkunni á veggn- um. Á Hauganesi var alltaf nóg að gera, þar ríkti slíkt frjálsræði í heilbrigðu umhverfi að ég hef ekki leitt hugann að því fyrr en nú hve merkileg lífsreynsla það er að hafa fengið að kynnast slíku sam- félagi. Samfélagi sem nú á undir högg að sækja á Islandi. Frjálsræðið var síður en svo í neikvæðum skilningi, það var vel haldið utan um alla hluti, þ.m.t. okkur börnin. Amma var einstak- Iega geðgóð manneskja sem fylgdi okkur eftir af natni og áhuga. Hún þreyttist aldrei á því að sjóða fyrir okkur bobbingana sem við feijuðum neðan úr Ijöru og stung- um síðan úr með saumnálunum hennar, einstaka skel rataði líka heim í hús og sitthvað fleira úr ijörunni. Við vorum líka búin að tína eina og eina fífu úr mýrinni, versla grimmt út um kjallara- gluggann og sníglast í skúrnum hjá afa. Klappirnar utan við Steinnes heilluðu okkur ekki síð- ur en foreldra okkar fyrrum, þar var heill ævintýraheimur, bú af ýmsum stærðum og gerðum og allt það sem barnshugurinn girnt- ist, meira að segja bifreið til eigin nota. Púddurnar voru kapítuli út af fyrir sig og gömlu fjárhúsin - allt ber að sama brunni, þetta var paradís fyrir okkur krakkana og yfirlætið var einstakt. í kjallaranum hjá ömmu og afa bjó Einar gamli, bróðir afa, ég man vel eftir Einari hann var hæglátur og leyfði okkur stund- um að glugga í bækur og blöð sem hann átti inni hjá sér. Hann var ekki sá eini sem eyddi ævi- kvöldinu hjá ömmu og afa því um tíma bjuggu þar einnig Þor- gerður og Jóhann tengdaforeldr- ar ömmu og Jóhann faðir ömmu og Malín seinni kona hans en það var löngu fyrir mína tíð. Gæska og virðing fyrir öðrum einkenndu ömmu og því ekki að undra að hún tæki aðra upp á sína arma, e.t.v. minnug þess hve gott uppfóstur hún fékk á Selá, eftir móðurmissinn. Afi hefur orðað það þannig að „sparisjóðs- bókin hennar lak“ og vísaði þá til þess hve hún fann til með þeim sem minna máttu sín. Amma var Iíka einstaklega nægjusöm og þau bæði, fyrir sína hönd en hafði til að bera víðsýni og metn- að fyrir barnanna hönd og vildi að allir lærðu eitthvað sem að gagni kæmi. Amma og afi eign- uðust aldrei bíl. Mér fannst það alltaf mjög sérkennilegt og ein- kennilegt að þau gætu verið bíl- laus. En rútan gekk til Akureyr- ar og svo man ég eftir að þau fengu stundum far með okkur. Steinnes er lítið hús við Eyja- fjörð því aðeins nokkrir metrar eru í sjóinn og fjörðurinn blasir við. Eflaust hefur oft verið hryss- ingslegt að líta sjóinn svo nálægt litlu húsi en hlýjan og væntum- þykjan sem bjó þar inni hafa ver- ið sterkari, því aldrei minnist ég þess að hafa fundið fyrir ótta, þrátt fyrir þessa nálægð enda sjórinn eðlilegur hluti lífsins og virðing borin fyrir honum eins og öðru í þessu lífi. Nú hefur Qölskyldan eignast húsið og þar ætlum við að halda áfram að koma saman og við- halda því góða og skemmtilega sem Steinnes og Hauganes hafa gefið okkur. Amma hafði til að bera einstaklega góða og fallega lund sem naut sín vel í samneyti við okkur krakkana, þá lund reynum við að varðveita og færa börnum okkar með Steinnesi. Mér finnst við hæfi að kveðja ömmu með versi úr Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar. Blessuð sé minning hennar. Gegnum Jesú helgast hjarta i himininn upp eg lita má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ eg að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta Sálu minni hverfur þá. Hermína Gunnþórsdóttir. Miðvikudagurinn 31. mars s.I. var bjartur og fagur, útfarardagur Kristínar Sigurbjargar Jóhanns- dóttur. Kirkjan í Stærra-Árskógi var þéttsetin ættingjum, vinum og öðru samferðafólki. Athöfnin fögur og unun að hlýða á söng Álftagerðisbræðra. Þó leiði horfinna ástvina okkar séu hulin miklu snjófargi skein sólin og hlýjaði okkur um hjartarætur. Við upprifjun á nokkrum minningarbrotum hlýtur Svein- björn að koma þar við sögu svo samstíga voru þau á Iífsgöngunni að vart er hægt að hugsa sér betri nágranna. I Steinnesi ríkti ekki neitt jafn- réttisstríð, foistín stóð ætíð dyggan vörð við hlið manns síns og hlúði eftir mætti einnig að öll- um öðrum. Dætur okkar áttu margt sameiginlegt í uppvextin- um og voru margar ferðir farnar í Steinnes til leikja pg einnig að spila vist við fuflorðna fólkið. Þegar yngsta dóttir okkar fæddist í marsmánuði fyrir rúmum þrjá- tíu árum var Kristín mér til mik- illar hjálpar, þá var snjólaus jörð og hljóp hún milli húsanna og sinnti heimilisstörfunum á báð- um stöðum. Gestrisni var mikil í Steinnes- heimilinu og þegar litið var þar inn var nær óhugsandi að ganga þaðan út án þess að þiggja góð- gjörðir. Á sumardaginn fyrsta man ég ætíð eftir Kristínu í björt- um kjól með blómamynstri og rjúkandi kaffið í eldhúsinu. Hjálpleg og ósérhlífin var þessi kona, og þegar leitað var eftir að- stoð hennar á vinnustað, hvort sem var í Iínuvinnu eða fiskpökk- un, hefði staðið mjög illa á væri hún ekki mætt eftir nokkrar mín- útur. Oft var glatt á hjalla í beitning- arskúrnum eða á planinu í sól- skininu á vorin við uppstokkun- ina á línunni sem allir, börn og fullorðnir, kepptust við eftir bestu getu því mikils var um vert að vel gengi á sjónum og þar lét hún Kristín ekki sitt eftir liggja frekar en á öðrum sviðum. En svo kom að því að heilsan brast og eru allmörg síðustu árin búin að vera erfið, en þrátt fyrir dvínandi þrek var hugsunin skýr og fylgdist hún alltaf vel með og kærkomin var henni hvíldin. Af heilum hug þakka ég þeim báðum hjónum samfylgdina. Guðs blessun fylgi henni í nýj- um heimkynnum og bið ég einnig fyrir batnandi heilsu Sveinbjörns og betri Iíðan. Rósa Stefánsdóttir Oddný Jónsdóttir Elsku amma mín. Núna sit ég með penna í hönd, og ætla að skrifa nokkrar línur, en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Samband okkar hefur alltaf verið mjög náið, kannski vegna þess að þegar ég var mjög lítil var ég hjá ykkur afa á Bakka, og man ég nú mest lítið af því nema sem aðrir segja mér frá. Svo fluttuð þið afi út í þorp á Akureyri. Alltaf varst þú tilbúin með sokka og vettlinga handa mér og oft handa systrum mín- um hérna á Skaganum líka. Og auðvitað gafst þú mér eitthvað til að „mauka“ líka. Svo fluttuð þið afi á Ránargöt- una við hliðina á ömmu minni og afa í móðurlegg. Þá var stutt á milli fyrir mig að fara í heim- sókn. Eftir að afi lést bjóst þú ein á Ránargötunni þar til að þú fluttir á æskustöðvarnar, Olafs- Ijörð. Þar bjóst þú á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku. Þar bjó líka bróðir þinn og aðrir vinir þínir. Þar varstu ánægð og hélst áfram myndarskap þínum að sauma út og prjóna. Sjón þína vildu marg- ir í Ijölskyldu minni hafa. Alltaf varst þú hæglát og já- kvæð og gerðir alltaf gott úr öllu. Vildir aldrei láta hafa fyrir þér. Þú fylgdist alltaf vel með mér og minni fjölskyldu, hvað við vær- um að gera og hvernig váð hefð- um það. Seinustu árin áttum við góðar stundir eins og ævinlega en seinast þegar við Steinn vor- um hjá þér gerði ég mér grein fyrir því að þú yrðir ekki alltaf við hlið mér. Eg vona að ég hafi lært eitt- hvað af þér og reyni að nýta mér jákvæðni þína. Elsku amma mín. Eg og fjöl- skylda mín þökkum þér allar samverustundirnar okkar saman. Ég vil þakka starfsfólki Horn- brekku fyrir góða umönnun og góð kynni, enn fremur votta ég öllum í fjölskyldunni dýpstu samúð. Þín sonardóttir, Marta og jjölskylda.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.