Dagur - 22.04.1999, Blaðsíða 5
T
FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 - S
Mál er að hemaði
gegn landinu linni
Guömimdur Páll Ólafs-
son náttúrufræðmgur
hefur hlotið nmhverfis-
verðlaun frjálsra fé-
lagasamtaka fyrir
fræðslu um náttúru ís-
lands og haráttu sína
fyrir vemdun náttiír-
uiiiiar, sérstaklega mót-
mælin við Fögruhveri
síðasta sumar.
„Eg er náttúrulega afskaplega
ánægður með þetta. Mér finnst
þetta mikill sómi. Það er mikið
verk að vinna f umhverfismálum
og stjórnmálamenn þurfa að vakna
til vitundar um mikilvægi þessara
mála. Þeir eru mjög sofandi enn
þann dag í dag en ég vona að það
séu betri tímar framundan. Eg
held að umræðan á síðustu miss-
erum hafi breytt þessu. Eg held að
stjómmálamenn hafi verið þving-
aðir til þess að vakna og séu alls
ekki tilhúnir að láta segjast enn
þann dag í dag. Þeir munu þó
skynja að þetta er eina leiðin til
farsællar sambúðar við landið,"
sagði Guðmundur Páll í gær.
I gær afhenti Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands, um-
hverfisviðurkenningu félagasam-
takanna Landverndar, Náttúru-
verndarsamtaka íslands, Sólar í
Úlafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti Guðmundi Páli Úlafssyni náttúrufræðingi umhverfisverðlaun
frjálsra félagasamtaka sem voru afhent í fyrsta sinn í gær. Guðmundur Páll vakti athygli fyrir mótmæli sín við
Fögruhveri í fyrrasumar.
Hvalfirði, Félags um vemdun há-
lendis Austurlands, Fuglavernd-
unarfélags Islands og Náttúru-
verndarfélags Austurlands,
NAUST, auk þess sem Rás 2 og
Dagur studdu verkefnið. Þetta er í
fyrsta skipti sem verðlaunin eru
veitt en þau verða veitt árlega ein-
staklingi sem hefur haft afgerandi
áhrif á þróun umhverfis- og nátt-
úruverndar með framúrskarandi
árangri í störfum sínum og staðið í
fylkingarbijósti og/eða verið frum-
kvöðull á sínu sviði.
I rökstuðningi dómnefndarinnar
segir að Guðmundur Páll hafi sýnt
hugrekki og eldmóð þegar hann
dró íslenskan fána í hálfa stöng við
Fögruhveri f fyrrasumar og stillti
upp ásamt öðrum 273 litlum
handfánum úr pappír viku síðar til
að reyna að koma í veg fyrir að
Fögruhverir fæm undir vatn.
„Svo þverstæðukennt sem það
kann að virðast þá smiast um-
hverfismál ekki um umhverfi held-
ur um hugarfar. Þau snúast um
gildismat, lifsviðhorf og lífsstíl.
Þau eru því ekki einkamál stjóm-
málamanna og sérfræðinga," sagði
séra Gunnar Kristjánsson, for-
maður dómnefndarinnar, meðal
annars í gær og taldi eitt megin-
verkefni umhverfisverndarsinna
að snúa vörn í sókn og nýta breytt
viðhorf almennings til hálendis og
óbyggða landsins. „Hið eiginlega
úrskurðarvald er í höndum þjóðar-
innar, hvað vilja íslendingar með
hálendið, það er brennandi spurn-
ing dagsins. Markmiðið er friðun
óbyggðanna, mál er að hernaði
gegn landinu linni.“ - GHS
Halldór Blöndal: Skattlagning sé
stýring á minnkandi mengun, en
samt ekki mengunarskattar.
Blöndal gefur
út iunhverfis-
skýrslu
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra hefur Iátið gefa út „Um-
hverfisskýrslu" ráðunejúisins og
helstu stofnana þess og er
skýrslan kynnt sem forystuskref
í umhverfismálum.
I skýrslunni eru tíundaðar að-
gerðir sem líklegastar þykja til
að skila árangri í umhverfismál-
um; að bæta þjóðvegakerfi
landsins með þvf að auka bund-
ið slitlag og stytta vegalengdir,
að bæta skipulag samgangna á
höfuðborgarsvæðinu, að bæta
almenningssamgöngur í bæði
þéttbýli og dreifbýli, að huga að
hertum reglum í innflutningi
bifreiða og að huga að skattlagn-
ingu bifreiða. Aðspurður um
þetta síðasta atriði sagðist Hall-
dór ekki vera talsmaður meng-
unarskatta, en nauðsynlegt sé
að huga að skattlagningunni
sem Ieið til að draga úr koltvísýr-
ingsmengun og nefndi vöru-
flutninga stærri véla í því sam-
bandi. Einnig að nota skattkerf-
ið til að ýta undir að nýir og
neyslugrennri bílar leysi af
hólmi eldri bíla. — FÞG
Heiftarleg átök
næsta vetur
Formenn jámiðnaðar-
manna og rafiðnaðar-
maima búast við harð-
ari átökum á vinnu-
markaði í næstu samn-
ingum en verið heíiir
iiiii langt árabil.
Bæði Félag járniðnaðarmanna og
Rafiðnaðarsambandið eru farin
að undirbúa sig undir kjarasamn-
inga næsta vetur en þeir eru laus-
ir í febrúar. Járniðnaðarmenn
hafa þegar haldið fund með
stjórn og stefnumótunarhópi fé-
lagsins en Rafiðnaðarsamband Is-
Iands er með þing sitt í dag og á
morgun.
„Eg fæ ekki betur séð en að það
verði heiftarleg átök á vinnu-
markaðnum næsta vetur þegar
samningar eru lausir, sennilega
meiri átök en menn hafa séð um
langt árabil,“ sagði Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambandsins.
Sækjum okkar rétt
Hann segir að skipta megi félög-
um í Rafiðnaðarsambandinu í tvo
hópa. Annar þreirra er á almenn-
um vinnumarkaði, þar sem kaup
og kjör ráðast mikið af einstak-
Iingunum sjálfum og aðstæðum á
vinnumarkaði. Hinn hópurinn er
Örn Friðriksson.
fastlaunahópurinn, sem vinnur
hjá opinberum eða hálfopinber-
um fyrirtækjum. Varðandi kaup
og kjör þess hóps verður af okkar
hálfu heiftarlegur slagur næsta
vetur.
„Opinberir embættismenn hafa
síðastliðið kjörtímabil samið við
sjálfa sig um verulegar kjarabæt-
ur. Þeir eru komnir með helmingi
hærri greiðslur í lífeyrissjóði en
aðrir Iandsmenn. Opinberir emb-
ættismenn ráðast að þeim laun-
þegum með offorsi, sem eru svo
ósvífnir að vilja vera í stéttarfélög-
um utan BSRB. Þeir gera allt sem
þeir geta til að koma í veg fyrir að
þeir fái sömu kjarabætur og hinir
sem eru svo þægir og góðir að
vera í félögum innan BSRB. Þeir
fá ekki sama fæðingarorlof, Iægri
greiðslur í Iífeyrissjóði og að öllu
leyti lakari kjör þótt þeir vinni við
hliðina á þeim sem eru innan
BSRB félaganna. Nú er svo kom-
ið að ýmsum okkar félaga standa
til boða launahækkanir ef þeir
ganga úr Rafiðnaðarsambandinu
og ganga í BSRB-félag. Starfs-
menn fjármálaráðuneytisins
ganga mjög harkalega fram í að fá
þá til að skipta um félag,“ segir
Guðmundur Gunnarsson.
Hoppað út af limumi
Öm Friðriksson, formaður Félags
járniðnaðarmanna, segir að það
sé mjög ólíklegt að menn verði til-
búnir til að gera Iangtíma kjara-
samninga eins og gert var sfðast.
„Stjórnvöld og sveitarfélög hafa
heldur betur hoppað út af þeirri
línu sem Iögð var með gerð síð-
ustu kjarasamninga ASI og VSI.
Við erum sannfærðir um að aðrir
hópar munu horfa til þeirra kjara-
samninga sem gerðir voru í kjölfar
okkar samninga og krefjast sömu
launahækkana og hvar standa
menn þá,“ spyr Örn Friðriksson.
Hann segir að það sé ekkert
leyndarmál að hinar miklu launa-
hækkanir sem stéttir heilbrigðis-
geirans, kennarar og Ieikskóla-
kennarar, hafa fengið á liðnu
samningstímabili verði að sjálf-
sögðu hafðar til hliðsjónar við
kröfugerðina. - S.DÓR
Vísir og Útvarpsfélagiö í samstarf
Undirritaður hefur
verið samstarfs-
samningur á milli
Vísis.is og Íslenska
útvarpsfélagsins sem
kveður meðal annars
á um einkarétt Vís-
is.is á miðlun frétta-
og íþróttaefnis IU á
Netinu og að Fjölnet
Islandia sameinist
Vísi.is. Markmið
samningsins er að
skoða nýja mögu-
leika á nýtingu
Netsins sem frétta-
miðils og upplýsingaveitu í tengslum við útvarp og sjónvarp. Notend-
ur Vísis.is fá hér eftir beinan aðgang að fréttum úr 19>20 og af Bylgj-
unni.
Samstarfið felur einnig í sér að hægt verður að hlusta á útvarps-
stöðvarnar Bylgjuna og Mono í beinni útsendingu á Vísi.is. Einnig er
f samningnum kveðið á um náið samstarf Vísis.is og dagskrárvefs Is-
lenska útvarpsfélagsins, Ys.is, í markaðsmálum. Um leið og samstarf-
ið tekur gildi hættir íslenska útvarpsfélagið rekstri fréttavefsins Fjöl-
nets.is sem hér eftir verður hluti Vísis.is.
Ný þota til Flugleiða
Ný Boeing 757-200 þota bættist í gær við flugflota Flugleiða og var
tekið á móti vélinni með viðhöfn á Keflavíkurflugvelli. Hún blaut
nafnið Valdís og kemur frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle. Véla-
kaupin eru liður í mikilli endurnýjun og síðar stækkun vélaflota fé-
lagsins.
Sigurður Helgason sagði við athöfnina í gær að nýja vélin væri tákn
um sóknarvilja starfsmanna og stjórnar félagsins. Auk Valdísar er von
á fjórum Boeing vélum sem koma í stað eldri véla. Nýja vélin tekur
189 farþega og uppfyllir ströngustu skilyrði um öryggi og umhverfis-
þætti. - BÞ
Frá undirritun samningsins.