Dagur - 22.04.1999, Blaðsíða 6
6 - FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999
ÞJÓÐMÁL
mmmmmmminiii i < mhii i i iiiiii
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstodarntstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG boo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjorl@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.boo KR. Á MÁNUÐi
Lausasöiuverö: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)S63-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Hnútur harðnar
í fyrsta lagi
Þeir sem töldu að sátt væri að nást í deilunni um gagnagrunn-
inn eftir að lögin voru komin í gegnum Alþingi höfðu hrapal-
lega rangt fyrir sér. Sérkennilegt áróðursstríð er nú hafið milli
Islenskrar erfðagreiningar annars vegar og hóps lækna hins
vegar, stríð sem náði sér verulega á flug í vikunni með blaða-
mannafundi Kára Stefánssonar þar sem hann sakaði lítinn hóp
manna um að ófrægja sig og fyrirtæki sitt í útlöndum. Þessu
hafa læknarnir vísað á bug eins og við var að búast og hnútur-
inn um gagnagrunninn herðist enn.
í ððru lagi
Það er til marks um hvað þessi umræða er komin út á sérkenni-
lega braut að fjölmiðlar, sem að öllu jöfnu hefðu talið þessi
ummæli til stórfrétta, gáfu gífuryrðum Kára og svörum lækn-
anna mjög afmarkaðan gaum og umgengust málið með miklum
fyrirvara. Enda er heiftin í málinu orðin slík að fyrir óinnvígða
virkar hún sem hrein bilun. Það er einfaldlega sorglegt að sjá
marga helstu vísindamenn landsins hrópa hver á annan: Þið
eruð fámenn ldíka en við erum margir. Og metast síðan um
hvor fylkingin hafí nú meirihluta lækna að baki sér.
í þriðja lagi
Sú staðreynd að vísindamenn andsnúnir gagnagrunni telji sig
þurfa að eigin frumkvæði að ganga á fund verðbréfasala og út-
skýra sérstaklega fyrir þeim hvers konar fyrirtæki Islensk erfða-
greining er, eins og upplýst var um í Degi í gær, er talandi dæmi
um þær skotgrafír sem menn eru komnir í. Það eru engar lík-
ur á að menn komi upp úr þessum skotgröfum á næstunni og
eðlilegt að menn búi sig undir að lifa við langvarandi ósætti og
klofning um þetta mál. Hins vegar er ljóst að deiluaðilum væri
fyrir bestu að gæta stillingar og leika eftir almennum reglum
skynsemi og kurteisi. Þeir sem standa í skítkasti skitna út sjálf-
ir og með þessu áframhaldi má búast við stóru gengisfalli
trausts í íslenskri erfðagreiningu og á íslenskum læknum.
Birgir Guðmundsson
Kosmngamálm
Það styttist í kosningar en
Garri er ekki enn búinn að
átta sig á því um hvað er eigin-
lega kosið í vor. Aður en kosn-
ingabaráttan hófst var Garri
alveg sannfærður um að um-
hverfismál og deilan um kvóta-
kerfið yrðu mál málanna og
kom sér upp afstöðu sem hon-
um þótti líklegt að meirihlut-
inn myndi fylgja. En svo
bregðast krosstré sem önnur
og þessi mál virðast ekki á dag-
skrá frekar en Evrópumálin.
Garri var ekki búin að gera
upp við sig hversu skítt öryrkj-
ar og aldraðir hafa það í raun
eða hvort við-
skiptahallinn væri
tifandi tíma-
sprengja og er því
hálf utanveltu
pólitískum umræð-
um.
Garri er auðvitað
ekki par hress yfir
þessu enda vanur
að vera fremstur
meðal jafningja í
pólitískri umræðu
en hann getur ekki
annað en dáðst að
því hvernig stjómmálaflokkun-
um tekst að ýta málum útaf
borðinu sem þeim hentar ef til
vill ekki að ræða mjög ýtarlega.
Stjórnarflokkarnir hafa báð-
ir Iýst yfir að þeir séu tilbúnir
að ræða ýmsar breytingar á
kvótakerfinu. Sjálfstæðisflokk-
urinn ætlar að hlusta með
opnum huga segir forsætisráð-
herra og slík afstafa býður ekki
uppá heitar umræður.
Ekki hefur heldur borið á
átökum um virkjanir norðan
Vatnajökuls eða deilum um
hvort sökkva eigi Eyjabökkum
og fleiri náttúruperlum. Um
það gátu menn þó rifist há-
V
stöfum í vetur. Garri hefur velt
því dáh'tið fyrir sér hvernig í
ósköpunum standi á því að
þessi umræða datt upp fyrir.
Ein skýringin er sú að stóru
flokkarnir þrír eiga í mesta
basli með að móta sér stefnu í
þessum málum. Samfylkingin
hefur til dæmis aðra stefnu í
stóriðjumálum á Austurlandi
en í öðrum kjördæmum og
stjórnarflokkarnir vilja vera
umhverfisvænir en líka virkja
og reisa „álvershlussur" í
hverjum firði svo notast sé við
orðalag Hjörleifs Guttorms-
sonar.
Álvers-
hlussan
kemur
ekki
Garri er hins vegar
á því að þetta sé
ekki aðalástæðan.
Megin skýring á
því að fólk nennir
ekki að æsa sig yfír
álvershlussuni eða
því hvort Fljóts-
dalsvirkjun eigi að fara í lög-
formlegt umhverfismat er auð-
vitað sú að það eru allir löngu
hættir að trúa því að Norsk
hydro ætli sér að reisa álver á
Reyðarfirði. Það eru bara
Framsóknarmenn sem hanga
á því eins og hundar á roði að
álverið sé enn í myndinni en
aðrir nenna ekki að eyða tím-
anum í þras um eitthvað sem
ekki verður. - garri
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrífar
Sumarið komið hjá sumum
Sumarið er komið. Ef marka má
dagatalið. Sumarið er komið
sumstaðar, eða í það minnsta
vorið, svona veðurfarslega séð,
en ekki annarsstaðar. Enn fer
fólk á Norðurlandi um snjógöng
inn og út úr húsum sínum og
langt í að skepnum verði hleypt
út í guðsgrænan hagann. Þar er
töluvert langt í sumarkomu þó
opinberlega gangi sumarið í garð
í dag.
Sumardagurinn fyrsti er eigin-
lega einhverskonar máiamiðlun,
eitthvað sem einhverjir virðast
hafa talið ásættanlega lendingu
miðað við meðaltalsútreikninga.
A þessum tíma sé sumarið kom-
ið um allt land, að minnsta kosti
svona mestan part að meðaltali,
þó vissulega sé það stundum
íengra komið í einum stað en
öðrum.
Meðaltalsgæði
Sumardagurinn fyrsti er, þegar
grannt er skoðað, samskonar fyr-
irbæri og pólitísk umræða um
efnahagsástandið og kjörin í
Iandinu. Hann er eiginlega bæði
hvorki né. Sumarið er komið hér
en ekki
þar. Efna-
hags-
ástandið er
hreinasta
afbragð á
einum stað
en vægast
sagt ömur-
legt á öðr-
um. Efna-
hags-
ástandíð er
því að
meðaltali
harla gott.
Kjör margra aldraðra og fatlaðra
eru víða gríðargóð, ekki síst með-
al fyrrverandi bankastjóra og
ráðherra. Ymsir aðrir gamlingjar
og öryrkjar hafa það vægast sagt
verulega skítt. Þannig að kjör
aldraðra eru, þegar á heildina er
Iitið og að teknu tilliti til vergra
meðaltalsútreikninga á ástand-
inu almennt, svona nokkuð góð.
Að vísu
kannski
örlítið lak-
ari en í ná-
granriá-
ríkjunum,
en mun
betri til
dæmis í
Belize eða
Bosníu.
Að með-
altali er
sumarið
sem sé
komið um
Iand allt og gegnumsneitt hafa
fatlaðir og aldraðir það bara
nokkuð gott, þakka þér fyrir.
Sól í sinni
Annars er sumarið ekki síður
andlegt ástand en veðurfarslegt
og árstíðabundið. Sumir eru sí-
fellt með sumar í sinni og ávallt í
sólskinsskapi í stormum og élj-
um og glotta þó gefí á bátinn við
Grænland og víðar. Aðrir ganga
af göflum ef ótímabærir eftir-
málar regndropanna lemja á
þeim skallann í kjölfar blíðviðris-
spár. Og enn aðrir eru ómögu-
legir í öílum veðrum og því verri
sem sól skín bjartar í heiði.
Þessa vegna er sumardagurinn
fyrsti löngu genginn í garð hjá
mörgum sem sjá ekki enn út um
gluggana hjá sér fyrir snjósköfl-
um, en veturinn ríkir áfram í
ranni annarra þar sem sól hefur
skinið á auða jörð um skeið.
Hugarfarið stjórnar árstíðun-
um, miklu fremur en stjórnafar-
ið og dagatalið. Höfum það hug-
fast og smælum framan í heim-
inn.
snmin
svarad
Hvaðer þér minnisstæð-
astfrá liðnum vetri?
Þorsteinn M. Jónsson
forstjóri Vífilfells.
„Efst í huga er
mér salan á Víf-
ilfelli til Coca
Cola Nordic
Beverages í
Danmörku, sem
er er í eigu Coca
Cola Company í
Bandaríkjunum og Carlsberg A/S
í Danmörku. Þá minnist ég
einnig góðs rekstrarárangurs Sól-
ar-Víkings, sem við komum að.
Almennt getum við sagt að mikl-
ar hræringar hafi sett svip sinn á
íslenskt viðskiptalíf á Iiðnum vetri
og ég hyggt að við höfum enn
ekki séð fyrir endann á þeim.“
Helga Steinunn Guðntunds-
dóttir
formaðurKA.
„Þatð sem stend-
ur mér næst er
auðvitað starfið
hjá KA. Þetta er
fyrsti vetur minn
sem formaður
og hann hefur
einkennst af
Ijölbreytni í starfi, þar sem reynd-
ar hefur gengið á með skini og
skúrum. En Iíklega ber þó hæst
góður árangur yngri flokka, til
dæmis í júdói, blaki og hand-
bolta. Ég nefni gengi Samheija,
en ég tengist því fyrirtæki. Þar er
mikil vinna að skila sér vel. Jafn-
framt nefni ég þá sorglegu stað-
reynd að ekki sé hægt að leysa
vandamál í heiminum nema með
stríði. Sorglegt er að sumarið
byrji þannig."
Magnús Axelsson
lögregluvarðstjóri iAkureyri.
„Mér kemur nú
strax upp í hug-
ann þessi hræði-
legi atburður
sem gerðist í
fyrrakvöld vest-
ur í Colorado í
Bandaríkjunum,
sakir þess að þetta var á afmælis-
daginn minn. Hvað varðar starf
mitt þá er síðasta vika líka nokk-
uð eftirminnileg, þar sem óvenju-
lega mörg umferðaróhöpp hafa
orðið hér á Akureyri en þau hafa
verið sjaldan orið jafn mörg á jafn
skömmum tíma. “
ÁstaMöHer
formaðurFélags íslenskra hjúkrunar-
Jneðinga.
„Nærtækast fyrir
mig er að nefna
þá ákvörðun
mína að skipta
um starfvettvang
og hætta störf-
um fyrir hjúkr-
unarfræðinga
eftir 10 ára starf þar - og stefna
inn í stjórnmálin. Ef við nefnum
atburði líðandi stundar þá nefni
ég þrúgandi nálægð sem stríðið í
Kosovo hefur á mann og eymd
þess fólks sem þar er. Af innlend-
um vettvangi minnist ég fárra
frétta, almennt getum þó sagt að
aukin hagsæld sé í þjóðfélaginu.
Fáar einstakar fféttir standa þó
uppúr - ef til vill sem betur fer -
því yfirleitt eru stórtíðindi vátíð-
indi.“