Dagur - 24.04.1999, Page 6

Dagur - 24.04.1999, Page 6
 mm 22 - LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Thyptr Við hugsum bara sem svo: Þetta er bara hann Davíð, hann verður alltafsvo Og við munum kjósa Halldór Blöndal jafn glaðbeitt eftir sem áður og þykja pirraður þegar er andað á hann. jafn vænt um hann þegar hann fer með vísur; við munum allra síst láta hann standa fyrir máli sínu. Það eru nú að koma kosningar og við vitum öll að það þarfekkert að vera að marka allt sem menn segja þá. Sjálfstæðisbarátta Norðurlands eystra? Hafíði heyrt um sjálfstæð- isbaráttu Norðurlands eystra, hlustendur góðir? Rekur ykkur minni til að Þingeyingar og Eyfirðing- ar hafí lýst yfir sjálfstæði frá afgangi Islands, eða þó ekki væri nema vilja til sjálfstæðis? Hefur einhver heyrt um skæruliðasveitir á Vaðlaheiðinni sem hafa svarið að láta lífið frekar en játast undir yfirráð kúgaranna miklu í Reykjavík? Hefur einhver heyrt um bar- áttufundi norðan heiða fyrir sjálfstæði, fánum veifað, slagorð æpt, vér mótmæl- um allir Norðlendingar? Nei - líklega ekki. Kannski er það partur af hinni alltumlykjandi skoðanakúgun okkar hér i Reykjavík að við höfum ekkert heyrt um þessa sjálfstæðisbaráttu þeirra fyrir norð- an. En nú er loks orðin breyting á. Jón Sigurðsson þeirra Norðlendinga er kom- inn fram á sjónarsviðið. Hann heitir Hall- dór Blöndal og hann ætlar ekki að láta staðar numið fyrr en Norðurland eystra verður orðið sjálfstætt rfki og búið að einkavæða símann þar. I allra minnsta lagi ætlar hann að búa svo um hnútana að útsendarar hinna reykvísku kúgun- arafla hér sunnanlands fái ekki framar að sulla í Mývatni og leggja atvinnulíf þar um slóðir í rúst. Halldór Jón Sigurðsson Blöndal Eg er að vísa til fréttar og viðtals við Hall- dór Jón Sigurðsson Blöndal í blaðinu Degi í gær. Þar sagði Halldór að tímabært væri að taka rannsóknir á áhrifum Kísil- iðjunnar við Mjivatn frá þeirri rannsókn- arstöð sem hingað til hefur annast þær og aðsetur hefur víst í Reykjavík, og færa rannsóknirnar til Háskólans á Akureyri. Enda hafi vísindamenn nefndrar rann- sóknarstöðvar „á köflum“ gefið sér fyrir- fram neikvæðar forsendur um áhrif fyrir- tækisins á lífríki Mývatns. Síðan sagði Halldór orðrétt, og hér er rétt að hlust- endur Ieggi vandlega við eyrun: „Það er hluti okkar sjálfstæðisbaráttu hér fyrir norðan, að við fáum möguleika og tækifæri til að stunda sjálfstæða um- hverfisvernd og sjálfstæða rannsókna- og þróunarstarfsemi. Við getum ekki treyst Sunnlendingum fyrir þessum rannsókn- um. Við höfum ekkert leyfi til þess," sagði Halldór. Þessar þrjár litlu setningar eru einhver brjálæðislegasta snilld sem ég man eftir úr islenskri kosningabaráttu um Iangt skeið. I einni svipan hefur Halldór Blön- dal hafíð sjálfstæðisbaráttu „okkar hér fyrir norðan", og svo mikinn fer hann að umsvifalaust er ljóst orðinn djúpstæður klofningur milli landshluta - það er ekki hægt að „treysta Sunnlendingum" fyrir rannsóknum á Mývatni, „við“ höfum ekk- ert Ieyfi til þess, sennilega vegna þess að örlög og framtíð hins sjálfstæða Norður- lands hvíla á breiðum herðum Blöndals. „Stundum finnst mér..." Að vísu viðurkenndi Halldór í framhaldi viðtalsins að hann þekkti ekki störf vís- indamannanna í Reykjavík á Mývatni og áhrifum Kísiliðjunnar til hlítar, en hann hafði þó áttað sig á hvað býr að baki öllu þeirra starfi - sem hingað til hefur farið fram undir því yfirskini að vísindamönn- unum væri fyrst og fremst umhugað um að vernda hið einstæða lífríki Mývatns. Nei, segir Halldór Blöndal: „Þeir geta ekki leynt óánægju sinni með starfsemi Kísiliðjunnar og stundum finnst mér að þeir geti ekki hugsað sér að einn einasti maður búi í Mývatnssveit." Mann setur náttúrlega hljóðan við svona tæra og skarpa snilld, hlustendur góðir. Halldór Blöndal hefur ekki einung- is hafið sjálfstæðisbaráttu fyrir hönd Norðlendinga og brýnt fyrir sínum mönn- um að ekki sé hægt að „treysta Sunnlend- ingum" fyrir rannsóknum á lífríki Mý- vatns, heldur hefur hann líka gert sér grein fyrir því að sunnlensku vísinda- mennirnir geta ekki hugsað sér að einn einasti maður búi í Mývatnssveit - að vísu þekkir hann ekki starfsemi þeirra til hlít- ar, en þetta „finnst honum stundum". Ef Island væri alvöru land, þar sem væri rekin alvöru pólitík, þá væri þetta stór alvarlegt mál. Ráðherra í ríkisstjórn íslands stekkur af stað í Ijölmiðlum með yfirlýsingar um að hluti landsins eigi í sjálfstæðisbaráttu gegn öðrum hluta landsins, og sá hluti sem hann telur sig vera fulltrúa fyrir hafi ekki leyfi til þess að treysta vísindamönnum frá hinum hlut- anum. Og hann fullyrðir - þótt hann klæði það reyndar í orðalagið að „finnast stundum" - að vísindamenn Sunnlend- inga hafí gert samsæri um að útrýma byggð í Mývatnssveit, væntanlega af tómri mannvonsku. Þetta er bara hann Halldór Blöndal... Ég endurtek: ef Island væri alvöru land með alvöru pólitík þá væru svona yfirlýs- ingar ráðherra í ríkisstjórn alvöru mál. En þetta mun reyndar enginn taka mjög al- varlega. Meira að segja fulltrúi vísinda- mannanna, sem bornir voru svo þungum sökum, virtist ekki kippa sér ýkja mikið upp við þetta þegar rætt var við hann í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi - það var nánast eins og hann gerði það af tómri skyldurækni að tala um „rógburð" ráð- herrans. Enda er þetta ekkert alvörumál, það verður að viðurkennast. Ef einhver væri spurður um þessar stórkostlegu og óvæntu yfirlýsingar ráðherrans í ríkis- stjórninni, þá mundi hann líklega fyrst hugsa með sér: Ja, þetta var nú bara hann Halldór Blöndal. Og það eru nú bara að koma kosningar. Og það er líka hvorttveggja rétt. Þetta var bara hann Haildór Blöndal. Og það eru líka bara að koma kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn á í harðri baráttu á Norðurlandi eystra og þessi einkennilegu ummæli verður að skoða í ljósi þess. Þetta var ekkert í alvör- unni og váð eigum ekkert að taka þetta í alvörunni. Þetta er bara íslensk pólitík og þetta er bara hann Halldór Blöndal. Yfir- lýsingar um sjálfstæðisbaráttu, rofið traust milli landshluta, óheilindi visinda- manna og samsæri þeirra gegn heilli byggð norðanlands af því þeir eru Sunn- Iendingar - það eigum við ekki að taka há- tíðlega, og tökum heldur ekki hátíðlega. Og við munum kjósa Halldór Blöndal jafn glaðbeitt eftir sem áður og þykja jafn vænt um hann þegar hann fer með vísur; við munum allra síst láta hann standa fyr- ir máli sínu. Það eru nú að koma kosn- ingar og við vitum öll að það þarf ekkert að vera að marka allt sem menn segja þá. Þetta er bara hann Davíð... íslenskir kjósendur eru að líkindum eitt- hvert umburðarlyndasta fólk sem um get- ur. Nú er umburðarlyndi vissulega dyggð, en við ættum nú kannski samt að hug- leiða hvort hún geti ekki farið út í öfgar. Þegar hringir snöktandi kona í Þjóðarsál- ina þar sem Sverrir Hermannsson situr fyrir svörum og spyr hvernig í ósköpunum standi á því að hann geti farið glaðbeittur í framboð eftir allt sem á undan er gengið og hvort hann hafi aldrei Ieitt hugann að fátæklingunum f þessu landi meðan hann renndi fyrir laxinn í gamla daga, þó hon- um verði tíðrætt um þá núna, þá segir jafnvel svo skörulegur umsjónarmaður þáttarins sem Leifur Hauksson að þarna vanti alveg skýrt orðaða spurningu, og kveður konuna. Og hann fylgir síðan ekki spurningunni eftir sjálfur. Allt af tómu umburðarlyndi við Sverri Hermannsson; þetta er nú bara hann Sverrir, altso. Og þegar forsætisráðherra J)jóðarinnar skrifar bréf til biskupsins yfir Islandi út af smásögu sem einn undirmanna biskups- ins skrifaði, og hvað sem Iíður orðhengils- hætti um orðalag bréfsins, þá vitum við öll að bréfið er í rauninni Iítt dulbúin hót- un til biskupsins um að hafa hemil á sín- um mönnum ef þeir ætla að dirfast að gera eitthvað til að angra forsætisráðherr- ann - þá er ekki nóg með að biskupinn svari furðu kurteislega (hvernig skyldi Jón Vídalín annars hafa svarað svona bréfí?), heldur látum við öll eins og það sé ekkert alvarlegt mál að forsætisráðherra þjóðar- innar sé sýknt og heilagt að dreifa illsku- legum bréfum hingað og þangað til að aga þá sem hann telur sig eiga eitthvað sökótt við. Við hugsum bara sem svo: Þetta er bara hann Davíð, hann verður alltaf svo pirraður þegar er andað á hann. Spilling? Siðferði? Nei - ffeiri bfla! Og við látum þetta ekkert á okkur fá í kjörklefanum, nei, þetta er ekkert alvöru mál, svona er bara hann Davíð og við erum á Islandi og erum ekkert að taka hlutina of hátíðlega, og gera miklar kröf- ur til þess að það sé einhver alvara, eitt- hvert siðferði á bak við það sem stjórn- málamennirnir okkar segja. Allar bommertur, öll spillingarmál, öll siðferð- ismál, allur bjánaskapur - allt gleymist og við ætlum bara að kjósa þá sem við treyst- um helst til að flytja inn fleiri bíla. Um daginn var ég í sjónvarpsþætti þar sem kom fram það óvænta sjónarmið hjá einum þátttakenda að Islendingar sýndu stjórnmálamönnum sínum ekki ævinlega nægilegan skilning og samúð, og virtu það ekki nógsamlega við þá að þeir skyldu nenna að vera að setja sig inn í og tala um hundleiðinleg mál eins og barnabæt- ur, fæðingarorlof og annað svoleiðis sem hákarlar kosningabaráttunnar telja fyrir neðan sína virðingu. Eg varð svo kjaftbit yfir þessu einkennilega sjónarhorni að ég gat eiginlegu engu svarað, en staðreyndin er sú að íslenskum stjórnmálamönnum er síður en svo vorkunn. Þeir eru satt að segja einhverjir lánsömustu stjórnmála- menn í víðri veröld, því kjósendur þeirra gera engar kröfur. Pistill llluga varfluttur á Rás 2 á miðvihudagsmorguninu 21. apríl. UMBUDA- LAUST

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.