Dagur - 24.04.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 24.04.1999, Blaðsíða 11
Tk^wr LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 - 27 MATARGATIÐ Maturinn hennar mömmu heitir sýning sem sýnir þróun matar- gerðar á íslenskum heimilum eins og hún birtist í matreiðslubók- um og bókmenntunum, allt frá skyrdrykkju í Eg- ils sögu og að munúð- arfullu ostruáti hjá Sig- urði Pálssyni... Þegar starfsmenn Bústaðasafns voru að bræða með sér hvað safnið ætti að gera í tilefni Viku bókarinnar sem nú stendur yfir urðu þeir fljótlega einhuga um að draga fram matreiðslubæk- urnar. Það lá einhvern veginn beint við, enda segir Hildur Baldursdóttir, bókasafnsfræð- ingur, að í engri útgáfu hafi þró- unin orðið jafn hröð og í mat- reiðslubókum. „Við erum með hérna uppi á veggjum fullt af dæmum úr bókmenntum og það er allt frá skyrdrykkju í Egils- sögu fram að ostruáti hjá Sig- urði Pálssyni," segir Hildur og bendir á að frá upphafi og fram yfir miðja öldina hafi íslensk matargerð lítið breyst. Sprengja um ‘70 Upp úr 1970 verður sprengja í útgáfu matreiðslubóka, segir Hildur. „Og úrvalið er alveg ótrú- legt.“ Mataruppskriftir eru límd- ar á bókasafnsgólfið en ætlunin var að hafa einungis hefðbundn- ar mataruppskriftir, og þess vegna hlaut sýningin heitið Mat- urinn hennar mömmu, en mat- urinn tók af þeim völdin segir Hildur. Enda ekki sama af hvaða kynslóð þessi „mamma“ er, mömmur í dag matbúa allt öðru vísi í ömmurnar. „Maturinn hennar mömmu hefur verið óbreyttur í gegnum aldimar, þangað til allt í einu núna upp úr 1970. Síðan er bara eins og það hafi verið skrúfað frá krana...“ Uppskrift frá 1889 I Kvennafræðaranum eftir EI- ínu Briem sem kom út árið 1889 eru ýmsar uppskriftir sem eru fullnothæfar og eflaust not- aðar enn á ýmsum heimilum þar sem uppskriftabókin hennar mömmu (ömmu/langömmu) er meginheimildin. Þar er meðal annars eftirfarandi uppskrift að lifrarpylsu: Lifrarpylsa 2 lifrar 4 nýru tæpur 1 hnefi salt 1 pottur mjólk eða vatn 3 pd. mjöl % - 1 pd mör 1 kv. kúmen Nýrun og lifrarnar eru þvegnar vel og himnan tekin utan af. (Ef sullir eru í lifrinni skal annað- „Maturinn hennar mömmu hefur verið óbreyttur ígegnum aldimar, þangað til alltí einu núna upp úr 1970. Síðan er bara eins og það hafi verið skrúfað frá krana. hvort skera þá vandlega úr, eða láta hana alla í sullaílátið). Lifr- in er nú skorin í bita og söxuð ásamt nýrunum þrisvar sinnum í söxunarvél og tægjurnar, sem koma á hnífinn, teknar úr; sé söxunarvél ekki til, er lifrin ekki skorin sundur, en stöppuð vel með tréhnalli og tægjurnar kreistar. Saltinu, mjólkinni, mjölinu, mörnum og kúmeninu skal hræra saman við lifrina; þá er hún látin í Ianga og vinstrar og farið síðan með hana eins og blóðmör. Blóðbúðingur I Nýrri matreiðslubók fyrir ríka og fátæka eftir Jónínu Sig- urðardóttur frá árinu 1915 eru uppskriftir af ýmsu góðgæti, s.s. heiladeigi og blóðbúðingi. Blóðbuðingur 1500 gr blóð (t.d. kálfsblóð) 500 gr vatn _______200 gr bygggtjón____ 100 gr sykur 1 tsk. kanill 1 tsk. allrahanda 'A tsk. negull 75 gr rúsínur 2 tsk. salt Bygggrjón, sem mega vera völsuð, eru þvegin og lögð £ bleyti deginum áður en á að sjóða þau. Blóðið er síað og öllu kryddinu og rúsínunum og grjónunum er hrært saman í potti og kveikt undir. Meðan blóðið er að hitna er stöðugt hrært í því. Þegar suðan er að koma upp og blóðið er hlaupið saman er potturinn tekinn ofan. Blóðið er látið í vel smurt búð- ingsmót og lok sett yfir. Mótið er svo látið í sjóðandi heitt vatn og soðið í tvo tíma. Þegar búð- ingurinn er soðinn er honum hvolft á fat og borinn fram með bræddu smjöri og eplamauki eða kartöflustöppu. Við matreiðum Matreiðslubókin Við matreið- um eftir Onnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur kom út árið 1976. Sú bók var mjög vin- sæl til gjafa um það leyti er hún byijaði búskap fyrir um 20 árum, segir Hildur, og þar er enn að finna aldargamlar upp- skriftir. Soðin svið Leggið sundursagaða hausa í kalt vatn í nokkrar klst. Takið heilann úr. Burstið og skafið sót og hár af hausunum og skolið úr köldu eða ylvolgu vatni. Skafið enni og skolið tungu og góm. Raðið þétt saman í pott og með sléttu hliðina niður. Hellið vatni yfir, fleytið froðuna þegar sýður, saltið (hálf til ein msk af salti í hvern lítra af vatni). Ef mikið af sviðum er soðið í einu má dreifa saltinu á milli Iaga. Sjóðið dilka- svið í 1 til eina og hálfa klst. Sjóðið rófur sem borða á með sviðum í sviðasoði. Framhald í opnu Gömul hollráð Er kaffið svikið? Það er aldrei að vita hver er að selja hvað í hvaða umbúðum, þótt heldur sé það ósennilegt að við rekumst á svikið kaffi hér undir lok 20. aldar í ís- lenskum búðum. Þegar kaffi- Iíki var notað hér á skömmtun- artímum gat hins vegar verið gott að kunna eftirfarandi hús- ráð: „I köldu vatni syndír ósvikið kaffi ofaná en svikið kaffi sekkur til botns.“ Mjólk brennur við „Ýmis ráð eru til þess að hindra viðbruna mjólkur. Eitt þeirra er að hræra stöðugt með trésleif meðan mjólkin er að hitna. Annað ráð er að smyrja botninn sem flóa á mjólkina í, með feiti. Enn gefst það ráð að hvolfa diski yfir pottinn áður en mjólk eða mjólkurgrautur fer að sjóða??“ Gamalt brauð eins og nýtt Húsmæður höfðu hér í eina tíð ýmis ráð til að gera gamalt brauð eins og nýtt þótt engin væru rotvarnarefnin sem nú viðhald mýkt og ilmi í brauð- um vikum saman, eða svo til. „Brauð sem farið er að harðna og þorna má gera sem nýtt ef vafið er utan um það rökum dúk, látið liggja í nokkrar klukkustundir og síðan brugo- ið £ heitan ofn. Enn má bregö.. brauði ofan á lok á potti mvö sjóðand brauðið vatni, við það mýk.st

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.