Dagur - 24.04.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 24.04.1999, Blaðsíða 12
 28 - LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Maturinn hennar mömmu frh. / Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem sem kom út árið 1889 eru ýmsar uppskriftir sem eru fullnothæfar og eflaust notaðar enn á ýmsum heimilum þar sem uppskriftabókin hennar mömmu (ömmu/langömmuj er megin- heimildin. Þar er meðal annars uppskrift að lifrarpylsu, sjá bls. 27. Villibráðin „Upp úr 1980 fór matarmenn- ingin að breytast mjög hratt og með auknum ferðalögum og bættri prenttækni varð grund- völlur fyrir útgáfu alls kyns mat- reiðslubóka frá framandi matar- slóðum. I nýjum íslenskum mat- reiðslubókum er oft notað „gam- alt“ hráefni eins og svartfugl og lambakjöt, en kryddun og eldun hefði þótt furðuleg fyrir hálfri öld eða svo,“ segir Hildur og bendir m.a. á bókina Villibráð og veisluföng úr náttúru Is- lands - Að hætti keppnisliðs íslenskra matreiðslumeistara (1991) en þar birtist m.a. þessi uppskrift Sverris Þórs Halldórs- sonar: Steiktar svartfugls- bringur í rifs- berjasósu Fyrir íjóra bringur af 4 svartfuglum 2 msk. maísolía salt og pipar Sósa: 4 cl portvín 1,5 dl svartfuglssósa 2 dl ijómi 3 tsk. rifsbeijahlaup 2 msk. rifsber, frosin salt og pipar Úrbeinið bringur og Ijarlægið himnur. Hitið olíuna á pönnu, steikið bringurnar við góðan hita í 4 mfnútur hvorum megin og kryddið með salti og pipar. Takið þær af pönnunni og haldið þeim heitum. Hellið portvíninu á pönnuna og leysið upp steikar- skófina. Bætið síðan svartfugls- sósunni við ásamt ijómanum og sjóðið þetta saman í 2 mínútur. Setjið síðan rifsbeijahlaup og rifsber út í, og látið það sjóða með í 1 mínútu. Bragðið á sós- unni og kryddið með salti og pipar eins og þurfa þykir. Hellið sósunni á diskana og setjið bringurnar ofan á, annaðhvort heilar eða skornar á ská í falleg- ar sneiðar. Pastað... Á síðustu 1 -2 áratugum hafa pasta- og grænmetisréttir farið að sjást æ oftar á veitingahúsum og heima hjá mömmu og pabba. Árið 1992 kom út matreiðslu- bókin Hundrað góðar pastasósur sem er víða til á íslenskum heimilum en þar er m.a. þessi uppskrift að Spaghetti með tómatsósu: 500 gr tagliatelle eða spaghettí 2 msk. ólífuolía 1 meðalstór laukur 2 hvítlauksrif 2 dósir ítalskir tómatar, 400 g hvor 1 sykurmoli salt, svartur pipar úr kvörn 60 gr nýrifinn parmaostur Hitið olíuna og mýkið í henni saxaðan lauk og hvítlauk. Bætið við tómötum ásamt safa og sykri og salti og pipar að vild. Látið þetta sjóða loklaust við góðan hita í um 20 mín og hrærið í öðru hverju. Á ítalska vísu á síð- an að gera mauk úr sósunni í handkvörn með miðlungsgrófri skífu. Einnig má setja hana í hnífakvörn (mixer). Sjóðið pastað samkvæmt Ieiðbeiningu á pakkanum. Látið renna af past- anu. Setjið saman við það helm- inginn af ostinum og blandið vel. Hellið síðan sósunni út á. Blandið þessu vandlega saman, bætið við afganginum af ostin- um og berið réttinn strax fram. Grillið Þá eru það hinir sívinsælu grill- réttir en nú er sú tíð einmitt að renna upp þegar finna má grillilminn leggjast yfir heilu íbúðahverfin í vikulok. Árið 1995 kom út bókinn Grillréttir sem Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson ritstýrðu en þar á m.a. finna eftirfarandi uppskrift: Lamhafilé með bðkuðum hvítlauk 800 g lambafilé pipar salt 1 -2 heilir hvítlaukar Sósa: 200 gr sýrður rjómi 1 dl graslaukur (1 knippi) 3-4 marin hvítlauksrif Kryddið kjötið með pipar. Glóðið á opnu grilli. Kryddið að lokum með salti. Skerið ofan af heilum hvítlauk og setjið hann á álpapp- ír. Kryddið. með salti. Pakkið honum inn og glóðið í tíu mín- útur eða þar til hann verður mjúkur. Kreistið hvítlaukinn yfir kjötið. Sósa: Hrærið saman sýrðan rjóma, saxaðan graslauk og hvít- Iauk. Berið ffam með salati og bökuðum kartöflum. Uppskrift- in er fyrir fjóra. HYDRO Sláturfélag Suðurlands hefur hafið innflutning á tilbúnum áburði frá Norsk Hydro, staersta áburðarframleiðanda heims. Áburðurinn er afhentur í stórsekkjum frá Grundartanga og Þorlákshöfn. Flutningsstyrkur er 500 kr. á tonn í Vestur-Skaftafellssýslu, Dalasýslu, Snæfelis- og Hnappadalssýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Staðgreiðsluafsláttur er 3% í apríl og 2% í maí. Tryggðu góða sprettu með góðum óburði, túnin græða á því. Nánari upplýsingar og móttaka pantana hjá SS, Fosshálsi I, Reykjavík í síma 575 6000, netfangi birna@ss.is og fax 575 6090. Tegund N PzOs KzO Ca S Mg B Verð kr./tonn án vsk. Verð kr./tonn með vsk. Hydro 5 15 15 15 3,3 20.697 25.768 Hydro 7 21 8 12 1,8 2,7 1,2 0,02 19.592 24.392 Hydro 8 17 10 16 2,3 2,2 1,2 0,02 19.124 23.809 Hydro 9 27 6 6 1,2 19.650 24.464 Takmarkað magn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.