Dagur - 24.04.1999, Qupperneq 20
1
36- LAUGARDAGVS 24. APRÍL 1999
RADAUGLYSINGAR
i
i
í
i
\
\
l
í
;
L
i
I
>
I
ATVINNA
...þar sem jökulinn ber við loft.......
Skólastjórastaða!
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við
Grunnskólann á Hellissandi í Snæfellsbæ.
Grunnskólinn á Hellissandi er einn af þremur
grunnskólum í Snæfellsbæ, hinir eru Grunnskólinn í
Ólafsvík og Lýsuhólsskóli. í skólanum eru 120
nemendur í 1 -10. bekk og starfsmenn skólans eru
26. Skólinn er einsetinn og starfræktur í vistlegu
húsnæði. Skólastjóra mun standa húsnæði til boða.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaug, skólastjóri, í síma
436-6618 eða 4366996 og Kristinn, formaður
skólanefndar, í síma 436-6900.
Umsóknarfrestur er til 15. maí og skulu umsóknir vera
merktar:
Grunnskólinn á Hellissandi,
b.t. Kristins Jónassonar,
Snæfellsási 2,
360 Snæfellsbæ.
Snæfellsbær er ungt sveitarfélag og óneitanlega er Snæfellsjökull
helsta einkenni byggðarinnar. íbúafjöldi í Snæfellsbæ er 1721.
Sveitarfélagið geymir óteljandi náttúruperlur til sjávar sem sveita. í
vor verður hafist handa við að byggja nýtt stórglæsilegt íþróttahús
sem verður tilbúið 1. ágúst 2000. Fyrir þá sem hafa áhuga að koma
til okkar í Snæfellsbæ frá höfuðborgarsvæðinu, tekur það aðeins um
rúma tvo tíma í akstri. í Snæfellsbæ býr kröftugt fólk, sem tilbúið er
taka á móti nýrri öld.
Leikskólakennarar
og þroskaþjálfar
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar að ráða
leikskólakennara og þroskaþjálfa til starfa nú þegar
eðafrá og með 1. sept. n.k.
Skólinn er staðsettur í þéttbýliskjarna við Hrafnagils-
skóla miðsvæðis í Eyjafjarðarsveit í 12 km. fjarlægð frá
Akureyri. Milli skólanna er skipulagt samstarf og sam-
gangur. Um er að ræða áhugavert starf í jákvæðu um-
hverfi.
Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðar-
sveitar, Syðra Laugalandi, 601 Akureyri, fyrir 10. maí
nk.
Nánari upplýsingar veitir Anna Gunnbjörnsdóttir, leik-
skólastjóri, í síma 463-1231 og 463-1160.
Stærðfræði- og náttúru-
fræðikennari óskast!
Spennandi kennslugreinar: Stærðfræði, líffræði, efna-
fræði, vistfræði o.fl. Ágæt aðstaða. Ódýrt íbúðarhús-
næði í boði.
Framhaldsskólinn í Skógum er einkaskóli, rekinn af
sjálfseignarstofnun í eigu hérðasnefnda Rangárvalla-
og Vestur-Skaftafellssýslu. Við skólann verða þrjár
námsleiðir: 2ja ára námsbraut í umhverfisfræðum og 1 -
2ja ára almennt nám. Áætlaður nemendafjöldi 1999-
2000 er 40-60 nemendur. Fjöldi fastráðinna kennara
verður 6 auk stundakennara.
Ráðningartími er frá 1. ágúst 1999. Skriflegar um-
sóknir berist skólanum fyrir 11. maí nk.
Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 487-
8850 og 487-8861.
Skólameistari.
Leikskólastjóri
Leikskólakennarar!
Á Þórshöfn vantar okkur leikskólastjóra til starfa við leik-
skólann Barnaból. Einnig leikskólakennara til starfa inn á
deild.
í leikskólanum eru 28 börn á aldrinum eins og hálfs til
sex ára, í fjögurra, sex, átta og níu tíma vist. Til stendur
að stækka leikskólann. Unnið er að auknu samstarfi við
grunnskólann sem hefur það að markmiði að tengja sam-
an þessi tvö skólastig. Góð kjör í boði.
Allar frekari upplýsingar gefur sveitarstjóri, (sak J. Ólafs-
son ísíma 468-1275 eða 468-1220 (hs. 468-1221).
Á Þórshöfn búa tæplega 500 manns. Undirstaða atvinnulífsins er
öflugur sjávarútvegur - veiðar og vinnsla - sem hefur verið í vexti
undanfarin ár og skapað forsendur fyrir aukinni þjónustu sveitarfé-
lagsins. Atvinnuástand er gott og því tiltölulega auðvelt um vinnu
fyrir maka. Á staðnum er öll almenn þjónusta og í vetur var tekin í
notkun glæsíleg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir
alla aldurshópa. Samgöngur eru nokkuð góðar, m.a. er flug fimm
daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Umbrot - hönnun
Vegna aukinna verkefna óskar Dagsprent hf. eftir
starfskrafti í umbrot og hönnun. Unnið er með Quark
Xpress, Freehand og Photoshop. Reynsla og kunnátta
nauðsynleg. Góð vinnuaðstaða.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinsamleg sendið umsóknir í afgreiðslu Dags merkt
„umbrot'99“ fyrir 5. maí n.k.
Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra og/eða
prentsmiðjustjóra í síma 800-7080.
Heilbrigðistofnunin Sigiufirði
H j ú kru na rf ræðingar
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður og til
sumarafleysinga.
Hafið þið áhuga á fjölbreyttu starfi, sem fléttar saman
á hæfilegan hátt hin ýmsu svið hjúkrunar s.s. bráða-
hjúkrun, öldrunarhjúkrun, krabbameinshjúkrun, hjúkr-
un hjartasjúklinga o.fl.
Ef svo er hafið þá samband og/eða komið í heimsókn
og kynnið ykkur aðstæður.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilbrigðis-
stofnunarinnar Siglufirði, sími 467-2100, heimasími
467-1417.
fea
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI
H j ú kru na rfræðingar
Hjúkrunardeildina í Seli vantar hjúkrunarfræðinga
í fastar stöður og til afleysinga.
Starfstími og starfshlutfall eftir samkomulagi.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
hjúkrunarforstjóra.
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi
stéttarfélags og fjármálaráðherra.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri hjúkrunar, sími
463-0273.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
F U N D I R
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
THE NATIONAL LIFE-SAVING ASSOCIATION OF ICELAND
VERNDARI/PATRON
FORSETI ISLANDS/THE PRESIDENT OF ICELAND
28. landsþing
Slysavarnafélags íslands
Boðað er til 28. landsþings (aukalandsþing)
Slysavarnafélags íslands, laugardaginn 29. maí
n.k. kl. 13.00 í Borgartúni 6, Reykjavík.
Dagskrá samkvæmt 10. grein laga félagsins.
Stjórnin.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis-
kosninga sem fram fara laugardaginn 8. maí 1999,
er hafin.
Kosið er frá kl. 09.00 til 21.00 á skrifstofu embættisins
að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, frá mánudegi til
föstudags og milli kl. 14.00 og 17.00 á laugardögum
og sunnudögum.
Á kjördag er opið frá kl. 10.00 til 21.00.
Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið
milli kl. 09.00 og 15.00 frá mánudegi til föstudags.
Kosið er hjá hreppstjórum í Grýtubakkahreppi, Gríms-
ey og hjá settum hreppstjóra í Hrísey, Pétri Bolla Jó-
hannessyni, eftir samkomulagi við þá.
Sýslumaðurinn á Akureyri, 24. apríl 1999.
Björn Jósef Arnviðarson.
alfundur
Verslunarmannafélags Suðurnesja
verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Keflavík,
þriðjudaginn 27. apríl kl. 20.00.
DAGSKRÁ:
Kosinn fundarstjóri.
Kosinn ritari.
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
Reikningar félagsins.
Lýst stjórnarkjöri.
Önnur mál.
Stjórn Verslunarmannalélags Suðurnesja
wwwvisir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR