Dagur - 27.04.1999, Síða 3
ÞRIÐJUD AGU R 27. APRÍL 1999 - 3
rD^tr.
FRÉTTIR
Skítkast frá
formanni VR
Marjí'rét og Ingibjörg
á öndverðum meiði
Össur Skarphéðins-
son viU að skoðað
verði að sækja um að-
ild að Evrópusam-
handinu en Margrét
Frímannsdóttir segir
það ekki á dagskrá
næstu 4 árin.
„Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra er að sjálfsögðu
frjálst að hafa hvaða skoðanir
sem er á öllum málum, en stefna
Samfylkingarinnar varðandi Evr-
ópusambandið er afar skýr. Það
er ekki áformað að sækja um að-
ild að sambandinu á næsta kjör-
tímabili enda hefur engin breyt-
ing orðið á varðandi auðlinda-
stefnu Evrópusambandsins. Það
er verið að endurskoða sjávarút-
vegsstefnu þess en henni á ekki
að ljúka fyrr en eftir tvö eða þrjú
ár. Fyrr en henni er lokið og ef
engin breyting verður á sjávarút-
vegsstefnunni eigum við ekkert
erindi þarna inn,“ segir Margrét
Frímannsdóttir, talsmaður Sam-
Margrét Frímannsdóttir: Ekki áformað
að sækja um aðild að sambandinu á
næsta kjörtímabili.
fylkingarinnar, um þá skoðun
Ingibjargar Sólrúnar í viðtali við
blað ungs fólks í Samfylkingunni
að Islendingar eigi að sækja um
aðild að Evrópusambandinu.
Margrét segir að það þurfi rót-
tæk breyting að eiga sér stað
gagnvart yfirráðum yfir auðlind-
um til þess að við Islendingar
eigum erindi í sambandið. Hún
segir hins vegar að halda þurfi
Ingibjörg Só/rún Gísladóttir: Eigum að
sækja um aðild.
uppi opinni og lýðræðislegri um-
ræðu og fræðslu um stöðu okkar
meðal þjóðanna.
„Síðan taka menn ákvarðanir á
hverjum tíma í takt við hagsmuni
þjóðarinnar. Við í Samfylking-
unni teljum að hagsmunum
þjóðarinnar sé ekki best borgið
inni í Evrópusambandinu eins
og staðan er í dag,“ segir Margrét
Frímannsdóttir.
Sanunála Lngibjðrgu
„Það er stefna Samfylkingarinn-
ar að sækja ekki um aðild að Evr-
ópusambandinu næstu fjögur
árin. Eg er hins vegar alveg sam-
mála Ingibjörgu Sólrúnu um að
við eigum að gefa því alvarlegan
gaum að sækja um aðild. Ég tel
að við eigum að freista þess að
ná hagstæðum samningum við
Evrópusambandið. Þetta eigum
við að gera í framtíðinni en ég
hef engar ákveðnar skoðanir á
því hvenær nákvæmlega það
verður gert,“ segir Össur Skarp-
héðinsson, en bendir á að hann
sé í minni hluta hvað þetta varð-
ar í Samfylkingunni.
Össur segir að þær fréttir sem
bárust frá Brussel með fulltrúum
verkalýðshreyfingarinnar, þess
eðlis að íslendingar væru ekld
seldir undir hina sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu ef þeir gengju
í Evrópusambandið, hafi að sín-
um dómi verið miklar fréttir, sem
komu honum minna á óvart en
þær virtust koma sjálfstæðis-
mönnum og framsóknarmönn-
um. - S.DÓR
Sú einkennilega
staða er komin
upp hjá flug-
freyjum á Is-
landi að þær úti-
Ioka ekki inn-
göngu í Rafiðn-
aðarsamband Is-
lands. „Flug-
freyjur hafa ver-
ið mjög ósáttar við stöðu mála
innan vébanda ASI og hæst
stendur ágreiningur við VR um
veru flugfreyja hjá Atlanta í VR.
Við höfum engin viðhlítandi
svör fengið við þessari óánægju
heldur hreinlega skítkast frá for-
manni VR,“ segir Anna Dóra
Guðmundsdóttir, formaður
Flugfreyjufélags Islands.
Hún segir að í ljósi atburða
hjá RSÍ hafi farið fram óform-
legur fundur milli flugfreyja og
RSI án þess að ákvörðun hafi
verið tekin. Er sú staða sem sagt
hugsanleg að flugfreyjur gangi í
samband rafiðnaðarmanna? „Já,
það má alveg hugsa sér það ef
hlutirnir breytast ekki allmikið
innan ASI,“ segir Anna Dóra.
Stjórnarfundur flugfreyjufé-
Iagsins verður 3. maí nk. og þá
verða væntanlega einhverjar
ákvarðanir teknar um framhald-
ið. Hún segir að ef flugfreyjur
hjá Atlanta verði áfram innan
VR sjái flugfreyjur sér ekki fært
að starfa áfram innan ASI. - BÞ
Verðstríö í
sjófLutnmguni
Atlantsskip hefur ákveðið að hella sér afkrafti í samkeppni við Eimskip og Sam-
skip í gámaflutningum.
Atlautsskip býöur
mim lægra verð á
gámaflutnmgiun en
Eimskip og Samskip.
Ótrygg viðskipti
vegna vörumeðferðar
og siglingaáætlunar,
segir framkvæmda-
stjóri flutningasviðs
Eimskips.
íslenska sjóflutningafyrirtækið
Atlantsskip hefur ákveðið að fara
út í verðstríð í gámaflutningum
milli íslands og Bandaríkjanna
og ætlar að bjóða allt að 67%
lægri verð á sjófragt frá Banda-
ríkjunum og heim. Þessi ákvörð-
un er tekin í kjölfar þess að Atl-
antsskip sendi kæru á Eimskip og
Samskip til bandaríska dóms-
málaráðuneytisins vegna meintra
ólögmætra viðskiptahátta í
tengslum við varnarliðsflutninga.
Atlantsskip býður flutning á 20
feta gámi á 1.600 dollara og á 40
feta gámi fyrir 1.900 dollara og
fullyrðir að þetta sé 40 til 67%
lægra verð en keppinautarnir
bjóða samkvæmt verðskrá. Að
sögn Stefáns Kærnested, fram-
kvæmdastjóra Atlantsskips, hefur
tilkoma fyrirtækisins gjörbreytt
markaðnum í sjóflutningum milli
Bandaríkjanna og Islands og
stefnir Atlantsskip að því að ná
45% hlutdeild á þessum markaði.
„Við ákváðum að fara í verð-
stríð til að auka markaðshlut-
deild okkar. Við erum með 1.400
gámaeiningar aukalega á ári sem
við ætlum með þessu að selja og
ef við náum helmingnum af því
er takmarki okkar náð,“ segir
Stefán.
Samstarfið samþykkt af yfir-
völdum
Atlantsskip sendi nýverið kæru til
bandaríska dómsmálaráðuneytis-
ins og saka þar Eimskip og Sam-
skip um ólöglega viðskiptahætti
og ólögmætt samráð, en þar er
vísað til samstarfssamnings fyrir-
tækjanna. Stefán segir að þessi
fyrirtæki geti átt yfir höfði sér
hundruð milljóna króna sektir
verði þau fundin sek um hringa-
myndun. Eimskipafélagið hefur
reynt að ná varnarliðsflutningun-
um til sín með kærum í Banda-
ríkjunum og féll dómur í undir-
rétti Eimskip í vil, en þeim dómi
hefur verið áfrýjað.
Þórður Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri flutningasHðs Eim-
skips, segir ekkert nýtt við svo-
kallað verðstríð Atlantsskips.
„Þeir hafa verið að bjóða svona
verð frá því þeir hófu flutninga á
síðasta hausti, en undirtektir við-
skiptavina hafa verið Iitlar, enda
þjónusta þeirra ótrygg þar sem
Atlantsskip hefur átt í erfiðleik-
um með vörumeðferð og siglinga-
áætlun sína,“ segir Þórður.
Um ásökun Atlantsskips til
bandaríska dómsmálaráðuneytis-
ins segir Þórður að þeir í Eimskip
hafi ekki séð skjölin, en segir að
dómsmálaráðuneytinu vestan-
hafs berist árlega þúsundir ásak-
ana af þessu tagi, sem ráðuneytið
meti síðan hvort tilefni er til frek-
ari skoðunar á einstökum málum.
„Sá samningur milli Eimskips og
Samskips, sem Atlantsskip er að
byggja þessa ásökun á, er á skrá
hjá bandarískum stjórnvöldum og
hefur verið samþykktur af Feder-
al Maritime Commission, sem
eru þau yfirvöld í Bandaríkjunum
sem fýlgjast með svona hlutum.
Samstarf á borð við samstarf okk-
ar Samskips í þessum flutningum
eru mjög algengt í skiparekstri og
gefa á engan hátt tilefni til ásak-
ana af þessu tagi,“ segir Þórður.
- FÞG
Góðæri við sjávarsíðima
Heildarverðmæti fiskaflans í janúar sl. var um 3.655 milljónir króna.
Það er umtalsverð aukning frá janúar í fyrra þegar heildarverðmætið
nam 2.240 milljónum króna, samkvæmt Hagstofu Islands.
Verðmæti botnfiskaflans á fyrsta mánuði ársins nam 2.878 milljón-
um króna á móti 1.774 milljónum í janúar 1998. Sem dæmi þá jókst
verðmæti þorskafla úr 1.065 milljónum í 1.820 milljónir. Þá jókst
verðmæti loðnuaflans úr 90 milljónum króna í janúar 1998 í 363
milljónir króna í sl. janúarmánuði. Sömuleiðis varð aukning í verð-
mæti síldarafla, eða úr 73 milljónum í janúar 1998 í 209 milljónir
króna í sama mánuði í ár. Hins vegar dróst verðmæti í skel- og
krabbaafla saman um þriðjung, sem skýrist aðallega af minnkandi
rækjuafla. - grh
Samræmdu prófiuium að ljuka
Þúsundir unglinga um allt land taka sitt
síðasta samræmda próf í dag og kveðja
síðan grunnskólann. Enskan er loka-
prófið en í gær var það stærðfræðin.
Margir skólar standa fyrir skemmtunum
af einhverju tagi í tilefni dagsins og
beina lögregla og æskulýðsforkólfar því
til foreldra að hvetja unglingana til þess
að taka þátt í þeim, en undanfarin ár
hefur borið nokkuð á ölvun 10. bekk-
inga í lok samræmdu prófanna.
Prófönnum 10. bekkinga lýkur í
dag.
Orðabókin á geisladiski
Mál og menning stefnir að endurskoðaðri útgáfu Islenskrar orðabók-
ar á geisladiski auk þess sem verkið kemur út á bók, en í framtíðinni
verða orðabækur almennt gefnar út í tvennu formi - á bók og með
rafrænum hætti. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Hagþenkir - félag
höfunda fræðirita og kennslugagna - efndi til í Þjóðarbókhlöðunni á
Degi bókarinnar og um fimmtíu höfundar, þýðendur og orðabókasér-
fræðingar sóttu.
Nýjar, auknar og endurbættar útgáfur íslensku samheitaorðabók-
arinnar og Islenskrar orðabókar handa skólum og almenningi Hrðast
efst á óskalista þeirra sem starfa á ritvellinum hér á landi þegar rætt
er um hjálpargögn. Á ráðstefnunni var mikill áhugi á því að tölvu-
tæknin yrði nýtt sem best til að svara þörfum fyrir góð gagna- og
orðasöfn. Hröð uppbygging orðasafna í rafrænu formi fer fram á veg-
um orðabanka Islenskrar málstöðvar og Orðabóþar Háskólans. Enn
fremur er hafin á vegum Námsflokka Reykjavíkur samning orðsafns
í rafrænu formi þannig að þar verður að finna þýðingu á íslenskum
orðum yfir á mörg tungumál.