Dagur - 27.04.1999, Side 4
- ÞRÍDJUbA G UR 27~ APRÍL'1999
FRÉTTIR
I^fíir
Pissað í
Austurstræti
Ekki var fjölmennt í miðbænum
aðfaranótt laugardags og ekki varð
að hafa afskipti af börnum vegna
aldurs þeirra ef undan er skilinn
einn piltur sem strokið hafði af
unglingaheimili að því er fram
kemur í dagbók lögreglunnar í Það er bannað að pissa á al-
Reykjavík. Til átaka kom milli mannfæri.
manna í Hafnarstræti síðla nætur
og þegar lögreglumenn voru að
handtaka brotamann var veist að þeim.
Tveir menn voru handteknir vegna ósæmilegrar hegðunar sem þeir
sýndu í Austurstræti að kvöldi laugardags. Höfðu þeir girt niður um
sig brækur sinar og kastað af sér vatni. Piltanir sem báðir eru 22 ára
voru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku.
Búsetuúrræðum fyrir fatlaða sem hið opinbera kostar að meira eða minna leyti hefur síðan 1991 fjölgað úr 565
upp í rúmlega 910. mynd: pjetur.
Beit lögregliunann
Fjölmennara var á miðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags eins og
gjarnan vill vera. Stúlka var handtekin eftir að hafa valdið skemmd-
um á bifreið. Hún reyndist óviðræðuhæf vegna ölvunar en tókst samt
að bíta Iögreglumann við handtökuna. Tveir menn voru handteknir
eftir að lögreglumenn sem voru að vinna á eftirlitsmyndavélum
veittu athygli slagsmálum í Austurstræti. Þar sást meðal annars að
einn málsaðila hafði brugðið upp hnífi. Ekki urðu alvarlegir áverkar
í átökunum en telja má Ijóst að í þessu tilviki hafi öryggismyndvél-
arnar komið að góðum notum og hugsanlega komið í veg fyrir alvar-
lega áverka.
Sprakk á strætó
Ökumaður sem grunaður er um
ölvun ók bifeið sinni á tvo kyrr-
stæða bíla á Flókagötu að morgni
föstudags.
Ökumaður var stöðvaður og síð-
an grunaður um ölvun við akstur
eftir að hafa yfirgefið árekstrarstað
á föstudagskvöld. Maðurinn hafði
reynt að Iaga ákomu á hifreið sinni
en ekki haft erindi sem erfiði.
Engir farþegar voru í Strætis-
vagni þegar eitt afturhjóla hans
virðist hafa sprungið þar sem vagninn var kyrrstæður við biðskýli á
laugardaginn. Nokkrar skemmdir urðu á vagninum.
Prjónaði yfir sig
Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann féll af bifhjóli sínu á Sæ-
braut við Holtaveg á laugardag. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi
tekið fuil hraustlega af stað með þeim afleiðingum að hjólið pijónaði
ýfir sig og ökumaðurinn féll af baki. Hann var fluttur á slysadeild til
aðhlynningar.
Ökumaður missti vald á ökutæki sínu Hringbrautinni á laugar-
dagskvöld með þeim afleiðingum að hann olli gróðurskemmdum á
hringtorginu. Talið er að hann hafl ekki haft í heiðri gildandi reglur
um hámarkshraða.
Ekið var á 4 ára barn á Grettisgötu að kvöldi sunnudags. Barnið
fékk áverka á fæti og var flutt á slysadeild af foreldrum. Ökumaður
ók brott af vettvangi.
Illa fengin greiðslukort
Maður var handtekinn í miðbænum á laugardagskvöld eftir að ætluð
fíkniefni höfðu fundist á honum. Hann var fluttur á lögreglustöð.
Tveir menn voru handteknir á föstudaginn eftir að hafa reynt að
aota illa fengin greiðslukort. I fyrstu sögðust mennirnir hafa fundið
kortin á götunni framan við verslunina sem þeir voru handteknir í en
m frásögn hefur síðan tekið nokkrum breytingum.
Brotist var inní íbúðarhús í Stekkjarhverfi í Breiðholti um helgina
og þaðan stolið skartgripum og öðrum verðmætum. Svo virðist sem
innbrotið hafi verið um miðjan dag á laugardag.
Fylgst með samræmdu prófunum
Lögreglan vill ítreka við foreldra þeirra barna sem eru að ljúka sam-
'æmdum prófum að hvetja ungmennin til að taka þátt í þeim dags-
erðum sem skólayfirvöld standa fyrir. Því miður hefur alltaf nokkuð
/erið um ölvun ungmenna á þessum tímamótun þrátt fyrir að mörg
ír séu þar til þau hafi náð tilskyldum aldri til neyslu áfengis. Þrátt
ýrir þá staðreynd eru því miður til uppalendur sem bregðast illa \ið
jiegar lögreglumenn neyðast.til að hafa afskipti af ungmennunum
v'egna áfengisneyslu þeirra. Lögreglan ásamt ýmsum öðrum félaga-
samtökum og borgaryfirvöldum munu lýlgjast með ástandinu og
bregðast við með tilheyrandi hætti.
Ólögleg fjársöfnim
Lögreglumenn stöðvuðu fjársöfnun sem stóð yfir á laugardaginn á
Laugaveginum. Málsaðilar höfðu ekki aflað tilskilinna leyfa fyrir
söfnuninni og þvf gert að hætta henni þegar í stað.
Að kvöldi sunnudags höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur
mönnum sem voru að skjóta á skotmörk með loftriffli á svölum íbúð-
ar í Grafarvogi. Lagt var hald á skotvopnið.
Eitt afturhjól strætisvagns sprakk
þegar hann stóð kyrrstæður við
biðskýli á laugardaginn.
Vistrými fatladra
stórauidst frá 1991
Búseta fatlaðs fólks
hefur tekið gífuileg-
uiii breytingum á
þessum áratug og
rekstrarkostnaður
stofnana hækkað um
Vj að rauugildi.
Búsetuúrræðum fyrir fatlaða
sem hið opinbera kostar að meira
eða minna leyti hefur síðan 1991
fjölgað úr 565 upp í rúmlega 910
eða næstum % á síðustu átta
árum. Samkvæmt nýlegri skýrslu
um stöðu og aðbúnað öryrkja
hafa stjórnvöld fylgt fast eftir
þeirri stefnu sinni að fjölga rým-
um í sambýlum og félagslegum
íbúðum en draga úr stofnanavist-
un. Og kostnaðurinn við rekstur
stofnana fatlaðra hefur hækkað
að sama skapi - úr tæpum 1,8
milljörðum í rúma 2,9 milljarða,
í báðum tilvikum mælt á verðlagi
þessa árs, sem þýðir 64% raun-
hækkun á tímabilinu.
Nær þrefalt feiri í íbúðum
Félagslegar íbúðir fatlaðra eru
nú rúmlega sexfalt fleiri en fyrir
átta árum og hefur Ijölgað úr 45
en upp í 285 íbúðir nú. Fjöldi
rýma á sambýlum hefur næstum
tvöfaldast á sama tíma, úr 220
upp í 430. A hinn bóginn hefur
fötluðum á vistheimilum fækkað
úr kringum 300 niður í 200 á
tímabilinu. Fatlaðir sem búa á
sambýlum eða sjálfstætt í sér-
stökum íbúðum fyrir fatlaða eru
því 450 fleiri um þessar mundir
en í byrjun áratugarins en 100
færri dvelja á stofnunum.
Marjjir íbúðareigendur
Hversu margir örorkulífeyrisþeg-
ar eru á leigumarkaði gátu
skýrsluhöfundar ekki svarað sök-
um upplýsingaskorts. Aftur á
móti finna þeir í skattskýrslum
að rúmlega 40% einhleypra ör-
yrkja búa í eigin íbúðum borið
saman við 54% annarra ein-
hleypra á aldrinum 26-65 ára.
Og rúmlega 90% þeirra hjóna
þar sem aðeins annað er öryrki
búa í eigin íbúð sem er nánast
sama hlutfall og meðal annarra
hjóna á þessum aldri. Þetta er
m.a. athyglivert í ljósi þess að
um 30% tekjumunur var á þess-
um hjónahópum árið 1997. Af
hjónum sem bæði eru öryrkjar
eru á hinn bóginn bara 73% í
hópi íbúðareigenda, sem er þó
merkilega hátt hlutfall þegar til
þess er Iitið að þau hafa jafnaðar-
lega helmingi lægri tekjur en
heilbrigð hjón.
:Fatlaðir foreldrar eða ekki
Fasteignir öryrkja eru samt held-
ur (11-13%) verðminni en ann-
arra og þeir skulda líka minna.
Undantekningin eru einstæðir
foreldrar. Öryrkjar í þeirra hópf
eiga álíka dýrar íbúðir og skulda
álíka mikið og þeit sem heil-
brigðir eru. Enda virðast öryrkjar
í þessum hópi líka hafa sömu
meðaltekjur og aðrir einstæðir
foreldrar, öfugt við aðra öryrkja-
hópa, sem hafa miklu lægri tekj-
ur en þeir sem heilbrigðir eru.
HEl
Bylting á svlði
genarannsókna
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskra erfðagreiningar, fylgist með þegar Ingi-
björg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, setur nýja búnaðinn í gang.
mynd: teitur.
íslensk erfðagreining
hefur tekid í notkun
nýjan tækja- og hng-
bunað, sem sagður er
gerbreyta aðstöðu fyr-
irtækisins til krabba-
meinsrannsókna.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra, gangsetti á föstudag
nýjan tækja- hugbúnað á rann-
sóknarstofu Islenskrar erfða-
greiningar, sem kallaður er
GeneChip og þróaður var af
bandaríska fyrirtækinu Affy-
metrix. Fyrirtækin tvö hafa jafn-
framt hafið samstarf um að þróa
fullkomna tækni til meingegna-
leitar að því er segir í fréttatil-
kynningu frá lslenskri erfða-
greiningu.
GeneChip tæknin er sögð bylt-
ing á sviði rannsókna sem miða
að því að Iesa arfgerðir manna og
greina tjáningu gegna á hraðvirk-
an hátt, segir í tilkynningunni.
Tæknin byggist á því að tugþús-
undum erfðaefnisbúta er komið
fyrir á örsmárri kísilflögu. í einni
tilraun sem tekur 2 daga getur
búnaðurinn greint tjáningu 40
þúsund gegna í frumu- og veQa-
sýnum.
Genechip tækjabúnaðurinn
verður íslenskri erfðagreiningu
afar mikilvægur f rannsóknum á
krabbameinum og eins er hann
sagður ómetanlegur í rannsókn-
um á þroskunarferli fruma, sér-
hæfingu þeirra og svörun við
vaxtarþáttum, hormónum og
vefjasýnum.