Dagur - 27.04.1999, Síða 6
V
6 - ÞRÍÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Sfmar: 460 6ioo OG boo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 kr. á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Slmar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Amundi Ámundason
(AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson
0G 460-6192 Gréta Bjornsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík)
NATO á tímamótuin
í fyrsta lagi
Það fór lítið fyrir fagnaðarlátum á afmælisfundi leiðtoga
NATO-ríkjanna nítján í Washington. Harmleikurinn í Kosovo
og átökin við Slobodan Milosevic skyggðu á fimmtíu ára af-
mæli bandalagsins. Lögð var áhersla á að ná samstöðu um
næstu skref í stríðinu við serbnesk stjórnvöld og móta fram-
tíðarstefnu í málefnum Balkanskagans, meðal annars með við-
ræðum við forystumenn þeirra þjóða sem liggja að Serbíu um
hvað eigi að taka við eftir að stríðsátökum linnir. Ekki er ann-
að að sjá en að náðst hafí víðtækt samkomulag um að knýja
fram lausn sem tryggi að flóttafólkið frá Kosovo fái að snúa
heim undir vernd alþjóðlegra friðargæslusveita.
í öðru lagi
Öllum er ljóst að mikið er í húfi fyrir Atlantshafsbandalagið.
Það hefur í fyrsta sinn í fimmtíu ára sögu sinni lagt út í styrj-
öld til að tryggja Ijölmennu þjóðarbroti frelsi og mannréttindi
í heimabyggð sinni. Ef bandalaginu tekst ekki að ná fram
þessu grundvallarmarkmiði - og um leið að gera öllum ljóst að
harðstjórn, ofsóknir og ofbeldi af því tagi sem Milosevic hefur
stundað árum saman í löndum fyrrum Júgóslavíu verður ekki
þoluð í Evrópu framtíðarinnar - er vandséð að bandalagið eigi
framtíð fyrir sér. Trúverðugleiki þess er beint tengdur því að
yfirlýstum markmiðum verði náð í Kosovo.
í þriðjalagi
Niðurstaða átakanna á Balkanskaga mun því hafa mikil áhrif
á framtíðarþróun mála í Evrópu og reyndar víðar. Ef aðgerðir
bandalagsins bera þann árangur að Kosovo-Albanar geta flutt
aftur til heimkynna sinna, hefur bandalagið sannað mátt sinn
í verki og gefið harðstjórum rauða spjaldið. Slíkri niðurstöðu
yrðu vestræn ríki að fylgja eftir með stórfelldri aðstoð við efna-
hagslega uppbyggingu ekki aðeins í Kosovo heldur einnig í öll-
um þeim nágrannaríkjum sem orðið hafa fyrir miklum búsiQ-
um vegna stríðsins. Það er hins vegar enn mikilli óvissu háð
hvort slíkur árangur næst og þar með friður á Balkanskaga.
Elias Snæland Jónsson
Byggðavandinn
leystur
Garra sýnist að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri sé
á góðri Ieið með að leysa
byggðavanda landsmanna og
það sennilega án þess að vita
það sjálf. Það hefur komið
fram í viðtölum við hana að
það kosti höfuðborgina engan
smáskilding að taka við öllu
því fólki sem streymir frá
Iandsbyggðinni til Reykjavíkur
en Garri er samt á því að Ingi-
björg hafi dottið niðrá lausn-
ina af tilviljun.
En hver er þá Iausnin? Jú
kennarar í Reykjavík eru
óánægðir með kjör sín og hóta
að flytja unnvörpum
út á land. Borgar-
stjórinn hefur til
þess staðið fast í
ístaðið og neitað að
láta þá fá sömu
hækkun og kennarar
í hinum ýmsu
krummaskuðum
hafa fengið.
Það er löngu þekkt
staðreynd að illa hef-
ur gengið að fá kenn-
ara til starfa úti á
landi og hafa bæjarfélög þar
mörg hver gripið til þess ráðs
að lofa þeim gulli og grænum
skógum ef þeir láti svo lítið að
kenna landsbyggðarskrílnum
að draga til stafs. Sumstaðar
hefur verið frítt húsnæði í boði
eða staðaruppbót og nú síðast
hefur uppgötvast að kennarar
hér og þar hafa samviskusam-
lega unnið vinnu sem ekki
hafði verið greitt fyrir. Það
hefur verið leiðrétt en nú
heimta kennarar í höfuðborg-
inni samskonar leiðréttingu.
Vítahringiir
Sveitarstjórnarmenn úti
landi hafa bent á að verði látið
undan kröfum reykvískra
kennara neyðist þeir til þess að
hækka laun sinna kennara enn
og aftur til þess að halda þeim
á staðnum. Þá sé viðbúið að
kennarar i Reykjavík heimti
sitt og svo koll af kolli. Garra
sýnist að þarna geti erfíður
vítahringur verið í uppsiglingu
nema borgarstjórinn standi
fast á sínu.
Haft var eftir kennurum í
DV í gær að margir kennara í
Reykjavík hugsi sér til hreyf-
ings og stefni út á land. Jafn-
framt kom fram að enn hefði
enginn sótt um lausar kenn-
arastöður á Hólma-
vík en það er auðvit-
að bara tímaspurs-
mál hvenær þær fyll-
ast. Sama gildir auð-
vitað um aðra staði
úti á Iandi þar sem
leiðbeinendur hafa
verið fjölmennir í
kennslu og það oft á
tíðum fólk sem er
litlu menntaðra en
krakkaskríllinn sem
það kennir, ef marka
má forystu kennara.
Nú blasir hins vegar við að
kennarar í Reykjavík sem eru
að sjálfsögðu rjómi stéttarinn-
ar muni flykkjast út á Iand þar
sem í boði eru himinhá laun.
Og á eftir koma foreldrar sem
ekki geta hugsað sér að hafa
börnin sín í einhverjum skíta-
skóla í Reykjavík með sárafáa
menntaða kennara. í þessu er
sem sagt lausnin á byggða-
vandanum fólgin og Garri von-
ar að borgarstjórinn í Reykja-
vík geri sér grein fyrir hvað
hann er með í höndum.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
Gullbarkinn Kristján Jóhanns-
son syngur um helgina á Akur-
eyri og Egilsstöðum með Karla-
kór Akureyrar-Geysi og er auð-
vitað stórviðburður í menningar-
lífinu. Það er alveg óhætt að spá
því að húsfyllir verður og komast
færri að en vilja, eins og ávallt
þegar Kristján stingur niður fæti
á heimaslóðum og hefur upp
raust sína. Ohemju vinsældir
Kristjáns byggjast reyndar ekki
alfarið á því að hann er frábær
söngvari og mikill listamaður,
fyrir utan náttúrlega að vera allra
manna skemmtilegastur. Þannig
er ljóst að erlendur söngvari með
sömu Iistrænu getu og Kristján
myndi ekki draga að sama áhorf-
endafjölda á tónleika á Islandi og
Kristján gerir. Nei, höfuðástæð-
an er sú að Kristján er Islending-
^ ur sem er á heimsmælikvarða í
sinni grein og það skiptir okkur
meginmáli.
Það má segja það sama um
t
l
Litlir rísar á heims-
mælikvarda
Kristján og sagt var um Napóle-
on heitinn: Hann er ekki hár en
hann er stór. íslendingar eru
ekki margir en við viljum vera
miklir. Kristján Jóhannsson er
því í raun táknmynd um drauma
og þrár íslensku þjóðar-
innar.
An höfðatölu
Islendingar hafa átt fólk
á heimsmælikvarða í
ýmsum greinum og ekki
alltaf metið að verðleik-
um, fyrr en staðfesting
kemur að utan á stöðu
þessa fólks. Leifur Ei-
ríksson, Snorri, Halldór
Laxness, Björk, Guð-
bergur, Ásgeir Sigur-
vinsson, Gunnar Huse-
by, svo dæmi séu tekin. Þetta
fólk og fleiri sem hafa skipað sér
í fremstu röð í heiminum á sín-
um sviðum, hafa haft gríðarleg
áhrif á sjálfsvitund þjóðarinnar
og jafnvel sjálfstæði hennar ef
grannt er skoðað. Fólk sem með
frammistöðu sinni staðfestir að
við eru menn á meðal manna og
jafningjar stórþjóðanna án tillits
til höfðatölu.
Og kannski liggur
þarna skýringin á vel-
þóknun okkar á Is-
lenskri erfðagreiningu
og stuðingur við mið-
lægan gagnagrunn. Við
höfum sem sé grun um
að Kári Stefánsson sé
hugsanlega maður á
heimsmælikvarða í
sinni grein og að hann
sé að gera eitthvað sem
skiptir veröldina miklu
máli, ekki aðeins okkur
Islendinga.
Frímanns eöa Thatcher?
Við höfum átt fólk í fremstu röð
í heiminum á sviði menningar,
lista, vísinda og fþrótta. Og þeg-
ar íslendingur hefur einu sinni
skarað fram úr í einhveri grein,
þá vitum við að það er hægt að
gera aftur. Eina sviðið sem við
erum í vafa um að við eigum
jafnoka fremstu manna annarra
þjóða, er pólitíkin. Þar skortir
okkur raunhæfan samanburð.
Við höfum ekki hugmynd um
hvort við eigum bestu eða Iéleg-
ustu stjórnmálamenn í heimi og
þessvegna kjósum við að sprok-
setja þá og úthúða þeim við hvert
tækifæri, eins og við gerðum við
Björk og Sykurmolana á sínum
tíma.
Við þurfum því að leita leiða til
að fá erlendan gæðastimpil á ís-
Ienska pólitíkusa þannig að við
förum að meta þá að verðleikum.
En þarf kannski ekki til. Eða
hvort kysum við Davíð eða
Jeltsín? Halldór Ásgríms eða
Clinton? Steingrím J. eða
Milosevic? Margréti Frímanns
eða Margréti Thatcher? Ha?
Kristján er íslend-
ingur á heims-
mælikvarða.
rO^ur
snurtoi
svauraið
Snúast alþingiskosning-
arað þessu sinni um
mennfrekaren málefni?
Krisíín Ástgeirsdóttir
þingmaðurutan flokka og á útleið.
„Enn er ekki
hægt að segja að
verið sé að kjósa
um ákveðin
mál, engin
ákveðin málefni
skera sig úr.
Sama gildir um
einstaklinga, ekki er verið að
kjósa milli Davíðs, Halldórs,
Steingríms eða Margrétar svo
nöfn séu nefnd. Mér fínnst að
stjórnmálaflokkunum hafi hverj-
um um sig ekki tekist að kynna
sig sem valkost sem greini sig
skýrt frá öðrum. Þar af leiðandi
snúast þessar kosningar fyrst og
fremst um það hvort núverandi
ríkisstjórn heldur velli.“
Benedikt Davíðsson
form. Landssamkands eldri borgara.
„Eg vona að
minnsta kosti að
þær snúist um
málefni. Það er
auðvitað mikið
mannval hvar-
vetna þannig að
ef framboðin
hafa myndað sér góða stefnu
geta þau auðvitað öll fengið góða
menn til framkvæma hana. Vita-
skuld er alltaf misjafnt hvernig
menn setja sín mál fram, sumir
setja þau þannig fram að vel nær
til fólks en heilt yfir held ég áð
ekki sé hægt að draga þá ályktun
að flokkarnir setji ekki verkefni
og málefni í forgrunninn."
Amar Páll Hauksson
forstöðum. Ríkisútvarpsins áAk.
„Við getum sagt
að þessi stóru
kosningamál
séu ekki endi-
lega til staðar að
þessu sinni, en
vissulega snúast
þessar kosning-
ar um málefni einsog alltaf.
Vissulega skiptir þó máli hverjir
eru í framboði og upp að vissu
marki snúast kosningar líka um
menn. Þeir kosningafundir sem
haldnir hafa verið eru ekki ris-
miklir sem kemur til af því að
ágreiningur milli framboða er
ekki ýkja mikill almennt talað.“
Jón Sigurðsson
Jtamkvstj. Vinnumálasambandsins.
„Ef ég reyni að
gera mér í hug-
arlund hvernig
hinn „almenni
kjósandi" metur
þetta þá held ég
að það sé sín
ögnin af hverju.
Menn taka afstöðu að einhverju
Ieyti miðað við einhver málefni,
persónulega valin, og að ein-
hverju leyti fara þeir eftir þeim
einstaldingum sem eru í fram-
boði á hverjum stað. Ég efast
ekki um að vani úr fyrri kosning-
um og áhrif fjölskyldu og kunn-
ingja hafa líka mikil áhrif. Mjög
margir kjósa neikvætt; þeir velja
þann sem finnst illskástur af
vondum, það er að segja velja
einn til að forðast hina og draga
úr áhrifum þeirra."