Dagur - 27.04.1999, Page 9
8- ÞRIDJVDAGUR 27. APRÍL 1999
rO^ftr
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
L u
Slegist um uppljótarniíuiniim
Kosningabaráttan í
Austurlandskj ördæmi
er nokkuð frábrugðin
því sem er í öðrum
landsbyggðarkjör-
dæmum að því að leyti
að öll framboð, að
Vinstri hreyfingunni -
grænu framboði und-
anskildu, virðast vera
sammála um að reisa
eigi raforkuver í fjórð-
ungnum og í fram-
haldi af því álverk-
smiðju á Reyðarfirði.
Einna mest fólksfækkun á land-
inu hefur átt sér stað í Austur-
landskjördæmi á undanförnum
misserum, en þar búa í dag um
13 þúsund manns. Það er því
nauðsynlegra en í mörgum öðr-
um kjördæmum að snúa þeirri
óheillaþróun við og það gerist
ekki nema að sköpuð séu ný og
öflug atvinnutækifæri.
Kosningabaráttan í Austur-
landskjördæmi er nokkuð frá-
brugðin því sem er í öðrum lands-
byggðarkjördæmum að því að
Ieyti að öll framboð, að Vinstri
hreyfingunni - grænu framboði
undanskildu, virðast vera sam-
mála um að reisa eigi raforkuver í
Ijórðungnum og i framhaldi af því
álverksmiðju á Reyðarfirði. I
tengslum við það hafa svo sumir
frambjóðendur í alvöru bent á
nauðsyn þess að ríkið hafi frum-
kvæði að því að flytja opinber
störf út á land, og þar hafa höfuð-
stöðvar Rafmagnsveitna ríkisins
helst verið nefndar. Afstaða VG
til stóriðju kann að valda þeim
erfiðleikum í kjördæminu.
Samgöngumál ofarlega á
blaði
Vegna þessarar samstöðu um það
að álver skuli rísa hefur kosninga-
baráttan lítið snúist um stóriðj-
una, heldur hafa mál sem ágrein-
ingur er um haft forgang.
Byggðamál hafa því verið í um-
ræðunni eins og í öðrum lands-
byggðarkjördæmum og rætt hefur
verið um að styrkja Atvinnuþró-
unarfélag Austurlands og eins
hafa samgöngumál fengið tölu-
verðan tíma, enda er vegakerfið á
Austfjörðum óvíða í eins miklum
lamasessi og eins erfitt um sam-
göngur við aðra Iandshluta eins
og að austan. Helst að Vestfirð-
ingar geti „státað" af jafn lélegu
vegakerfi.
Nýir menn á þing
Tveir alþingismenn Austfirðinga
eru ekki í framboði nú. Hjörleifur
Guttormsson frá Neskaupstað,
sem setið hefur á þingi fyrir Al-
þýðubandalagið, en skipar nú 3.
sæti á lista Vinstri - hreyfingar-
innar, græns framboðs í Reykja-
vík, og Egill Jónsson á SeljavöII-
um, sem leitt hefur framboðslista
Sjálfstæðismanna. Ný andlit
munu því örugglega birtast í
haust í sölum Alþingis fyrir Aust-
firðinga. En verða aðrar breyting-
ar á þingmannahópnum?
Framsóknarflokkurinn er sem
fyrr sterkur fyrir austan og líkur á
að hann haldi sínum tveimur
þingmönnum, Halldóri Asgríms-
syni utanríkisráðherra og Jóni
Kristjánssyni. Ymsir halda því
fram að Halldór hafi Iítið sinnt
kjördæminu enda í annasömu
starfi og það kunni að bitna á
Framsókna núna. Það skyldi hins
vegar enginn vanmeta Halldór
Asgrímsson þó ekkert prófkjör
hafi farið fram um skipan fram-
boðslista Framsóknarflokksins,
en við þá skipan mála sættu
margir austfirskir framsóknar-
menn sig ekki , a.m.k. ekki fram-
an af. Halldór á gríðarlega mikið
persónulegt fylgi á Austurlandi og
á hann er hlustað, ekki síst í sjáv-
arútvegsmálum, þar sem hann er
talinn tala af mikilli þekkingu
enda af útgerðarmönnum kom-
inn.
Fyrsta konan sem leiðir Sjálf-
stæðislista
Sjálfstæðisflokkur fær einn
mann, Arnbjörgu Sveinsdóttur
frá Seyðisfirði, sem er fyrsta kon-
an til að leiða framboðslista til al-
þingiskosninga hjá Sjálfstæðis-
flokknum og Samfylkingin fær
einn mann, Einar Má Sigurðar-
son forstöðumann Skólaþjónustu
Austurlands, sem lengi hefur
mátt bíða í skugganum af Hjör-
leifi Guttormssyni ogjafnvel neit-
að að sitja á framboðslista sem
Hjörleifur hefur leitt. Ekki er
talið líklegt að Húmanistaflokk-
urinn, Fijálslyndi flokkurinn eða
Vinstri hreyfíngin - grænt fram-
boð nái inn manni.
En hver hreppir uppbótarþing-
manninn? Sjálfstæðismenn eru
taldir í augnablikinu hafa meiri
möguleika á að hreppa hann en
Samfylkingin og þá mun Albert
Eymundsson, skólastjóri á
Hornafirði og einn mesti knatt-
spyrnuforkólfur þeirra Hornfirð-
inga, setjast á þing. Enginn skyldi
þó vanmeta möguleika Samfylk-
ingarinnar og að 2. maður á
þeirra lista, sr. Gunnlaugur Stef-
ánsson, prestur í Heydöium f
Breiðdal, hreppi sætið og gerist á
ný þingmaður, en hann sat á Al-
þingi á 8. áratugnum. Sr. Gunn-
laugur var nærri því að ná þing-
sæti við síðustu þingkosningar
fyrir Alþýðuflokkinn og fella Arn-
björgu Sveinsdóttur, sem þá skip-
aði 2. sæti á Iista sjálfstæðis-
manna. Ymsir velta því fyrir sér
hvert fylgi Hjörleifs Guttorms-
sonar muni fara nú þegar hann er
farinn og kominn í framboð í
Reykjavík. Ekki eru allir hans
fyrrum samstarfsmenn í Alþýðu-
bandalaginu íyrir austan hrifnir
af því hversu opinskátt hann talar
gegn stóriðju í kjördæminu, og
því kann það fylgi að fara að tölu-
verðu leyti yfir á Samfylkinguna
og tryggja kosningu Gunnlaugs
Stefánssonar. Aðrir benda á að
persónulegt fylgi Hjörleifs Gutt-
ormssonar hafí mjög farið þverr-
andi á síðustu misserum og því sé
um færri atkvæði að slást en
margur heldur. Það kann því að
velta á tiltölulega fáum atkvæð-
um hvort það verður skólastjór-
inn á Hornafirði fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn eða presturinn á Breið-
dal fyrir Samfylkinguna, sem
verði 5. þingmaður Austfirðinga.
Sjálfbær þróim í sjávarútvegi
Þuríður Backman er í efsta sæti á
lista Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs á Austurlandi.
Hún segir að Austfírðingar hljóti
að leggja megináherslu á al-
menna uppbyggingu á Iands-
byggðinni og snúa við þeirri þró-
un sem hefur verið í gangi, stöðva
fólksflóttann og hetja uppbygg-
ingu. Þar komi til almennar að-
gerðir til þess að gera stöðu
landsbyggðarinnar sem jafnasta
stöðu suðvesturhornsins „Leið-
rétta þarf þann Ijárhagslega mis-
mun sem er milli landsbyggðar-
innar og höfuðborgarsvæðisins
þannig að fólk eigi val út frá
grunni þar sem fjárhagurinn
skiptir ekki höfuðmáli. Við viljum
gjörbreyta sjávarútvegsstefnunni
og auka hlut smábáta í kerfinu og
tryggja þeim veiðar á grunnslóð
og færa sjávarútveginn að sjálf-
bærri þróun. Umhverfismál
brenna mjög á Austfirðingum og
þar á ég við þá ákvörðun sveitar-
stjórna á Austurlandi að óska eft-
ir stórri álbræðslu á Reyðarfirði
og leyfa Fljótsdalsvirkjun, sem er
mjög viðkvæm. Engínn vilji virð-
ist vera til þess að fara með þetta
í umhverfismat vegna þess að
þetta er ekki hagkvæmur kostur.
Við viljum virkja en ekki fara þær
leiðir sem búið er að binda sig í.
Það má ekki gleyma því að ut-
anríkismálin eru ekkert bundin
æðri stofnunum stjórmálaflokka,
heldur snerta þau alla lands-
menn, ekki síst þegar við erum
orðin þátttakendur í striði.
Eg er sannfærð um að Vinstri-
hreyfíngin er flokkur framtíðar-
innar og ég tel að ég eigi mögu-
leika á að ná kosningu. Eg tel að
það hafi ekki allir tjáð sig rétt í
skoðanakönnunum hvar þeir ætli
að setja krossinn 8. maí, eða
hreinlega þegi um það,“ segir
Þuríður Backman.
Byggðaþróim að fnunkvæði
heimamanna
Kosningabaráttan snýst um
byggðaþróunina en stefnunni
sem snýr að hinum dreifðu
byggðum verður að gjörbreyta.
Samfylkingin á Austurlandi legg-
ur megináherslu á þetta. Við segj-
um að við viljum skapa byggða-
stefnu sem á að tryggja jöfnuð og
réttlæti en fólksflóttinn héðan er
geigvænlegur, segir Einar Már
Sigurðarson, fyrsti maður á lista
Samfylkingarinnar. „Ríkisstjórnin
hefur sett Islandsmet hvað það
varðar. Það þarf að ná takti við
heimafólk og ná takti við frum-
kvæði þess. Jöfnun lífskjara felst
m.a. í því að jafna húshitunar-
kostnaðinn en hann er víða mjög
hár enda hér óvíða um hitaveitu
að ræða heldur um rafhitun að
ræða. Eg óttast að víða sé hrein-
lega stutt í vonleysi hjá fólki en
víða eru sóknarfærin og eitt af
þeim er stóriðja á Reyðarfirði.
Það vekur athygli hversu litla
áherslu framsóknarmenn leggja á
byggðamál, en það þarf ekki að
koma á óvart miðað við árangur
þeirra á því sviði. Við Austfirðing-
ar þurfum að nýta okkur hina
nýju tækni sem felst í fjarkennslu
og við höfum náð góðum árangri
með Fræðsluneti Austurlands.
Það er gott dæmi um skjótan ár-
angur þegar frumkvæði heima-
manna hefur ráðið ferðinni en
þingmennirnir hér ætluðust til að
skipuð yrði nefnd af hálfu
menntamálaráðherra. Ef sú leið
hefði verið farin hefði málinu
ekkert þokað.
Við fáum einn kjördæmakjör-
inn þingmann, sjálfstæðismenn
einn og Framsókn tvo. Eg tel að
við eigum mjög góða möguleika
að ná uppbótarþingmanninum en
til þess þurfum við að verða
stærri en Sjálfstæðisflokkurinn,11
segir Einar Már Sigurðarson.
Afiiáni fátæktar mál málaiiiia
Bíbí Ólafsdóttir, efsti maður á
lista Húmanistaflokksins, segir
að á Austurlandi, eins og annars
staðar á landinu, hugsi húmanist-
ar fyrst og fremst um afnám fá-
tæktar. Það eru ekki fréttir að á
Islandi búa 30 þúsund manns
undir fátæktarmörkum - 5. rík-
asta þjóð í heimi. „Við leggjum
fram raunhæfar tillögur til að
Ieysa þetta mál með því að hækka
skattleysismörk í 100 þúsund
krónur og hækka elli- og örorku-
bætur í 90 þúsund krónur. Lífeyr-
issjóðina þarf að gera að rennslis-
sjóði í þeim tilgangi. Tilvist
margra sjávarþorpa á Austurlandi
er í hættu vegna þess að fiskimið-
in eru komin á fárra manna
hendur og því geðþróttaákvörðun
hvar fiskinum er landað. Okkur
fínnst að virkjunar- og stóriðju-
mál hér sé hálfgerð snudda sem
verið sé að stinga upp í fólk. Það
kæmi sér betur fyrir þá sem bygg-
ja þessi sveitarfélög að Iækka raf-
orkuverð til húshitunar.
Ég vona að fólk hafi kjark til
þess að takast á við breytingar í
landinu okkar og þar með hugs-
anahætti þjóðarsálarinnar. Þá
verða kosningaúrslitin óvænt,"
segir Bíbí Ólafsdóttir.
Næstu jarðgöng niilli
Fáskrúðsfjarðar og Reyðar-
fjarðar
Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður,
efsti maður á lista sjálfstæðis-
manna, telur að kosningabaráttan
snúist um fyrst og fremst um
byggðamál, hún sé bæði varnar-
og sóknarbarátta, og Sjálfstæðis-
menn leggi á það áherslu að þegar
hafi verið gripið til aðgerða í
tengslum við þingsályktun ríkis-
stjórnarinnar um byggðamál.
„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur hér eru hlynntir því að
virkjað verði norðan Vatnajökuls
og orkan verði nýtt til stóriðju á
Reyðarfirði. Mér virðist að Vinstri
grænir séu einir á móti því en sú
sérkennilega staða er uppi hjá
Samfylkingunni að þeir eru fylgj-
andi þessu en eru þar með í and-
stöðu við stefnu talsmanna hreyf-
ingarinnar. Menntamál brenna
nokkuð á fólki, en kostnaður við
að senda börn í framhaldsskóla
eru mjög mikill en við því hefur
verið brugðist m.a. með fjar-
kennslu. Ég tel víst að við sjálf-
stæðismenn náum einum kjör-
dæmakjörnum manni, fram-
sóknarmenn tveimur og Samfylk-
ingin fái einn. Slagurinn stendur
fyrst og fremst um það hver hrepp-
ir uppbótarþingsætið, og ég er
sæmilega bjartsýn um að við fáum
þann mann, því mörgum finnst að
Samfylkingin, sem einnig á mögu-
leika, sé ekki mjög trúverðug en
auðvitað ræðst þetta einnig af því
hvemig flokknum gengur á lands-
vísu,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir.
KvótakerHð höfuðóvinur
byggðanna í landinu
Guðmundur Wium Stefánsson,
efsti maður á lista Frjálslynda
flokksins, segir að kosningar snú-
ist að hans mati um tvennt sem sé
mjög sterklega samofið, annars
vegar kvótakerfið og fiskveiði-
stjórnunin og hins vegar byggða-
þróunin, og það verði ekki sundur-
slitið. „Höfuðóvinur byggðanna í
landinu er kvótakerfíð vegna þess
að það er búið að gelda undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar,
engin endurnýjun getur átt sér
stað og búið er að færa þessar at-
vinnugreinar á það stig að fínna
þarf fordæmi í verslunareinangr-
uninni sem aflögð var fyrir
nokkrum öldum. I landbúnaðin-
um er allt niðursúrrað og tekjur
bænda komnar niður úr öllu valdi
og þeim haldið í klafa kvóta. Þeir
sem eru bændur af guðs náð eiga
að fá að njóta þess.
Ég held að Sjálfstæðisflokkur-
inn tapi verulega á Austljörðum en
ég hef meiri áhyggjur af því að
Framsóknarflokkurinn haldi sínu,
því þar er getulaust lið. Samfylk-
ingin kann að ná manni en síðan
erum við í óvissu, en fylgi okkar
fer stöðugt vaxandi og kannski
verðum við það óvænta sem upp
úr kjörkössunum kemur,“ segir
Guðmundur Wium Stefánsson.
Samkomulag um að næstu
jarðgöng verði á Austurlandi
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, leiðir lista Framsóknar-
flokksins á Austurlandi. Hann seg-
ir fólksfækkunina vera efsta í huga
fólks. Auka þurfi fjölbreytni í at-
vinnulífínu þannig að fólk eigi
fleiri valkosti og það sé úrslitaat-
riði hvað varðar það að snúa óhag-
stæðri íbúaþróun við. Horft sé
mjög sterkt til uppbyggingar stór-
iðju og atvinnu sem tengist henni
og einnig uppbygging margvíslegs
þekkingar- og upplýsingaiðnaðar
sem ekki síst tengist öflugum
menntastofnunum á landsbyggð-
inni. Einnig séu möguleikar á að
hluti af starfsemi Islenskrar erfða-
greiningar verði úti á landi. „Það
er sérkennilegt að hlusta á mál-
flutning Samfylkingarinnar því
frambjóðendur hennar tala með
allt öðrum hætti úti á landi en á
höfuðborgarsvæðinu. Þetta er allt
að snúast í höndunum á þeim og
koma í bakið á frambjóðendum úti
á landi. Samgöngumál brenna
mjög á fólki hér og hafa alltaf gert.
Vegir eru hér víða slæmir og þó
margt hafí verið lagfært er margt
eftir og umræðan um jarðgöng er
mjög ofarlega á baugi. Það þarf að
ná sátt um það hvort næsta verk-
efni er hér, fyrir norðan eða á
sunnanverðum Vestfjörðum. Það
lá fyrir samkomulag um að næst
yrði ráðist í jarðgangagerð á Aust-
urlandi, og ég tel að það sam-
komulag eigi að virða til þjónustu
við það fólk sem býr við sam-
gönguleysi.
Okkur vantaði um 100 atkvæði
síðast til að ná inn 3. manninum
og við eigum möguleika á því nú.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi þá
einn en óvfst er með uppbótar-
manninn. Þetta er nýtt land hér.
Við höfum til þessa verið helst að
kljást við Alþýðubandalagið en
helstu málsvarar þess eru horfnir
af vettvangi og fátt tekið við,“ seg-
ir Halldór Asgrímsson.
4
Hvemigfara þitig-
kosningamar í Aust-
urlandskjördæmi ?
Kristján Þórarinsson
Eiðtati:
,/Etli Fram-
sóknar-
flokkur og
Sjálfstæðis-
flokkur fái
ekki tvo
þingmenn
hver Iisti og
baráttan
um fimmta
manninn standi milli Samfylk-
ingar og Vinstri hreyfingar -
græns framboðs. En það verður
eflaust mjótt á mununum."
„Framsókn-
arflokkur-
inn er
sterkur og
því gæti ég
trúað að
hann fengi
þrjá þing-
menn. Hin-
ir tveir fara
til sjáifstæðismanna. Því fær
Samfylking, græna framboðið
og aðrir engan þingmenn að
þessu sinni.“
Karl Davíðsson
EgilsstSðian:
Sjöfn Aðalsteinsdóttir
Bakkafirðh
„Ég hef
ekkert vit á
pólitík og
hef ekki
hugmynd
um hvernig
þetta fer
allt saman.
En ég læt
mig ekki
vanta á kjörstað. Það verða ein-
hverjar breytingar í þessum
kosningum og það fer nýtt fólk á
þing fyrir Austfirðinga."
Heiðar Sigurðsson
Homafitði:
„Ég hef
ekkert pælt
í því enda
er pólitíska
umræðan
lítil í kring-
um mig. Eg
get því
ómögulega
spáð ein-
hverju um það. Ég held að þú
verðir að tala við einhveija spek-
inga um þetta.“
Ágústa Þorkelsdóttir
Refstað á VopmfitðU
„Ætli Fram-
sókn haldi
ekki nokk-
uð sínum
hlut og
Sjálfstæðis-
flokkur
mun einnig
halda sín-
um hlut.
Síðan mundi ég halda það að
Samfylkingin mundi ná fímmta
manninum. En þessi kosninga-
barátta er öll fremur bragðdauf
og skrýtið að það skuli ekkert
breytast við alla þá vinnu sem
lögð hefur verið í að kljúfa og
sameina flokka.“
Framsóknarflokkur
1. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra Höfn
2. Jón Kristjánsson, alþingismaður Egilsstöðum
3. Jónas Hallgrimsson, framkvæmdastjóri Seyðisfirði
4. Sigrún Júlía Geirsdóttir, bankamaður Norðfirði
5. Vigdís Sveinbjörnsdóttir, kennari Egilsstöðum
Frjálslyndi flokkurmn
1. Guðmundur W. Stefánsson, bóndi Vopnafírði
2. Egill Guðlaugsson, útvegsbóndi Fellabæ
3. Stella Steinþórsdóttir, verkakona Neskaupstað
4. Högni Skaftason, skipstjóri
5. Sigurlaug Stefánsdóttir, bóndi
Húmanistaflokkuriim
1. Bíbí Ólafsdóttir, skrifstofumaður Reyðarfirði
2. Methúsalem Þórisson, ráðgjafi
3. Ámi Ingólfsson, myndlistarmaður
3. Sigurður Þór Sveinsson, nemi
5. Bjarni Hákonarson, tölvunarfræðingur
Samíylkiug
1. Einar Már Sigurðarson, forstöðumaður Neskaupstað
2. Gunnlaugur Stefánsson, prestur Heydölum
3. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, form. verkalýðsfél. Jökuls Höfn
4. Siguijón Bjarnason, bókari Egilsstöðum
5. Guðný Björg Hauksdóttir, stjórnmálafræðingur Reyðarfirði.
Sjálfstæðisflokkur
1. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður Seyðisfirði
2. Albert Ejmundsson, skólastjóri Höfn
3. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitastjóri Djúpavogi
4. Aðalsteinn Jónsson, bóndi Egilsstöðum
5. Jens Garðar Helgason, nemi Eskifírði
Vinstri hreyftngm - grænt framboð
1. Þurfður Backman, hjúkrunarfræðingur Egilsstöðum
2. Gunnar Ólafsson, jarðfræðingur Neskaupstað
3. Gunnar Pálsson, bóndi Vopnafirði
4. Karólína Einarsdóttir, nemi Neskaupstað
5. Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur Fellabæ
Úrslit 1995
Alþýðuflokkur 7,4% Alþýðubandalagið 16,1%
Framsóknarflokkur 46,9% 1 mann
2 menn Þjóðvaki 4,7%
Sjálfstæðisflokkur 2 menn 22,5% Kvennalisti 2,4%
Auglýsing um framlagningu kjör-
skrár og kjörstaði í Reykjavík vegna
alþingiskosninga 8. maí nk.
Kjörstaðir við alþingiskosningar í Reykjavík verða þessir:
Árbæjarskóli
Breiðagerðisskóli
Hagaskóli
íþróttamiðstöðin Austurbergi
(þróttamiðstöðin Grafarvogi
Kjarvalsstaðir
Laugardagshöll
Ölduselsskóli
Félagsheimilið Fólkvangur
Kjörfundur hefst laugardaginn 8. maí 1999 kl. 9:00 og lýkur
kl. 22:00. Nánari skipting kjörstaða í kjördeildir verður auglýst í
dagblöðum á kjördag og/eða daginn fyrir kjördag.
Kjörskrá vegna alþingiskosninga mun liggja frammi í Ráðhúsi
Reykjavíkur frá og með 28. apríl 1999. Athygli er vakin á því að
Reykvíkingar, sem lögheimili eiga á Kjalarnesi, eiga kosningarétt í
Reykjaneskjördæmi og mun kjörskrá vegna Kjalarness einnig liggja
frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur frá sama tima.
Á kjörskrá eru þeir sem skráðir voru með lögheimili í Reykjavík sam-
kvæmt íbúaskrá þjóðskrár þann 17. apríl 1999 auk íslenskra ríkis-
borgara, sem búsettir eru erlendis, og uppfylla skilyrði 2. mgr. 1.
gr., sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis,
sbr. einnig lög nr. 85/1946.
Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort nöfn þeirra
séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til
Borgarráðs Reykjavíkur.
Reykjavík, 23. apríl 1999
Borgarstjórinn í Reykjavík