Dagur - 27.04.1999, Blaðsíða 13
$Rf'i)ji)b'Á'GbR'2'7'."ÁÞh'iL"í'$99 - %
Þeir Bergsveinn Bergsveinsson og Bjarki Sigurðsson höfðu ærna ástæðu til að fagna fyrsta íslandsmeistaratitli
Aftureldingar. Þeir voru án efa bestu leikmenn liðsins í úrslitakeppninni.
handboltavertíðarinnar.
Jafat í hálfleik
Það var ljóst í upphafi leiksins í
Kaplakrika að bæði liðin voru
komin til að sigra og skiptust þau
á forystunni allan hálfleikinn.
FH-ingar voru þó öllu ákveðnari í
byrjun leiks og náðu í tvfgang
tveggja marka forystu, 2-0 og 4-2.
Lengra komust þeir ekki og Mos-
fellingar jöfnuðu jafnóðum og
snéru dæminu við í 4-6 með fjór-
um mörkum í röð. Þá kom aftur
góður kafli FH-inga sem náðu að
jafna í 6-6 og komast svo yfir 9-8.
Eftir það var jafnræði með liðun-
um út hálfleikinn og staðan jöfn í
hálfleik 12-12.
Bergsveinn slökkti vonar-
neista FH-inga
FH-ingar mættu ákveðnir til leiks
í seinni hálfleik og virtust vera að
ná góðum tökum á leiknum. Stað-
an var 16-15 þeim í hag og stefndi
í hörkubaráttu. Þá gerðist það
sem gerði gæfumuninn fyrir Aft-
ureldingu. Vörnin small saman og
Bergsveinn fór að verja eins og
honum er einum lagið. Þeir náðu
þar með yfirhöndinni í leiknum
og gerðu út um hann á stuttum
leikkafla, þegar þeir náðu fimm
marka forskoti 19-24. FH-ingar
tóku þá aftur við sér og með mik-
illi baráttu tókst þeim að minnka
muninn í tvö mörk, 22-24, og áttu
góða möguleika á að jafna. Eins
og svo oft áður var það gamli FH-
ingurinn, Bergsveinn Bergsveins-
son, sem var ofjarl þeirra, en
hann sýndi frábæra markvörslu á
örlagastundu. Hann varði þá m.a.
vítakast Vals Arnarsonar á
AftiLrelding tryggði sér
uin helgina íslands
meistaratitilinn í
handknattleik karla,
þegar þeir sigruðu FH-
inga í fjórða leik lið-
anna í úrslitaeinvíginn
uin meistaratitilinn.
Það var mikil spenna í Hafnarfirði
fyrir fjórða Ieik Aftureldingar og
FH um Islandsmeistaratitilinn í
handknattleik karla, sem fram fór
í Kaplakrika á sunnudagskvöldið.
Staðan í einvíginu var 2-1 fyrir
Aftureldingu og því Islandsbikar-
inn aðeins í seilingarfjarlægð og
góðir möguleikar á að tryggja Is-
landsmeistaratitilinn og þar með
þriðja stóra titilinn af þremur
mögulegum í vetur.
Góður árangiir FH-inga
FH-ingar sem hafa komið mjög á
óvart í úrslitakeppninni, eftir að
hafa Ient í sjöunda sæti
Nissandeiidarinnar, eygðu mögu-
leika á að tryggja sér oddaleik í
Mosfellsbæ og þar með hreinan
úrslitaleik um meistaratitilinn.
Pressan var því mikil á Ieikmönn-
um liðsins, ekki síst vegna tap-
leiksins gegn Aftureldingu í úrslit-
um bikarkeppninnar fyrr f vetur
og nú nálægðin við sjálfan Is-
Iandsbikarinn, mestu sigurlaun
lokamínútunum og slökkti þar
með vonarneista FH-inga og Ioka-
tölumar urðu 23-25.
Frábært hjá Bergsveini
Það er óhætt að segja að Berg-
sveinn Bergsveinsson hafi verið
maður leiksins, þar sem hann
varði alls 21 skot. Hann var óneit-
anlega sá leikmaður Aftureldingar
sem öðrum fremur lagði grunn-
inn að sigrinum gegn FH-ingum
og einnig að góðum árangri í úr-
slitakeppninni. Hann varði frá-
bærlega alla keppnina, m.a. 21
vítakast og þar af 11 gegn FH-ing-
um, sem er einstakur árangur.
Auk Bjarka Sigurðssonar og Krist-
jáns Arasonar, sem átti frábæra
afturkomu í úrslitakeppninni, er
hann án efa besti Ieikmaður
keppninnar.
MosfeUingar hestir
Eins og áður sagði er lslands-
meistaratitillinn þriðji titillinn
sem Afturelding vinnur í vetur, en
áður unnu þeir FH-inga í úrslit-
um bikarkeppninnar og urðu
einnig deildarmeistarar Nissan-
deildarinnar. Þessi góði árangur
er vel við hæfi á 90 ára afmælisári
félagsins, sem aldrei hefur unnið
titilinn áður. Það er engum blöð-
um um það að fletta að Aftureld-
ing hefur á að skipa besta félags-
liði landsins, með úrvals leik-
menn í öllum stöðum, sem hafa
með frábærum árangri bætt við
nýjum kafla í íslenska handknatt-
Ieikssögu. Til hamingju.
IÞROTTIR
Fyrsti íslandsmeistara-
titill Aftureldingar í höfn
Vopnabúrið opnað upp á gátt
Kanu og Anelka skoruðu báðir tvö mörk fyrir Arsenal í sigurleiknum gegn
Middlesbrough á Riverside Stadium.
Middlesbrough vamar-
laust gegn stórskota-
hríð Arsenal. Big Ron
Atkinson kvaddi með
trega og tánun. Annar
sigur Liverpool í tíu
leikjum. Everton nán-
ast gulltryggt í úrvals-
deildinni.
Það var fátt um varnir á Riverside
Stadium, heimavelli Middles-
brough, þegar Arsenal gerði árás á
hjálparvana gestgjafa sína. Eftir
að Nicholas Anelka nældi í víta-
spyrnu, fyrir Marc Overmars, á
þriðju mínútu var vopnabúrið
opnað upp á gátt. Áður en yfir
Iauk höfðu meistararnir skorað
sex sinnum. Maður leiksins var
Nicholas Anelka sem nú vill ólm-
ur komast frá Highbury. Auk þess
að skora tvö mörk átti hann stór-
leik og stóran þátt í öllum mörk-
um Arsenal. Kanu skoraði tvö
mörk og Vieira eitt fyrir meistar-
ana. Með sigrinum settist Arsenal
í toppsætið og lagaði markahlut-
fall sitt verulega sem getur reynst
dýrmætt á lokasprettinum.
Heimamenn klóruðu í bakkann
með marki frá Armstrong þrem
mínútum fyrir leikslok.
Manchester United náði aðeins
1-1 jafntefli í hörkuleik, gegn
Leeds, á Elland Road. Jimy Floyd
Hazelbanck skoraði fyrir heima-
menn í fyrri hálfleik og Andy Cole
jafnaði fyrir United í seinni hálf-
leik. Sunnudagurinn var ekki dag-
ur Dwight Yorke. Honum mis-
tókst innbyrða sigurinn í dauða-
færi á sfðustu sekúndum leiksins.
Þar með fóru tvö dýrmæt stig í
vaskinn.
Chelsea kastaði endanlega frá
sér möguleikanum á meistaratitl-
inum með 0 - 0 jafnteflinu við
Sheffield Wednesday á sunnudag-
inn. Vialli verður því að láta sér
nægja að horfa á Wenger og
Ferguson Idjást um þessi eftirsótt-
ustu verðlaun í enskri knatt-
spyrnu.
Rekuniun kastað á skógar-
meimtna
Það kom í hlut Aston Villa að
moka endanlega yfir gröf Notting-
ham Forest. Með 2-0 sigri sínum
hvarf endanlega Ijóstýran, sem
logað hefur yfir Forest alla þessa
leiktíð. Draper og Barry skoruðu
mörk Villa. „Big“ Ron Atkinson
tókst ekki að blása Iífi í líkið. Það
var með trega og tárum sem hann
kvaddi úrvalsdeildina og enska
fótboltann sem knattspyrnustjóri.
Southampton missti af tveimur
dýTmætum stigum með 0-0 jafn-
teflinu við Derby á Pride Park.
Dýrlingarnir eru nú með aðra
löppina í fyrstu deildinni og mega
ekki við að tapa fleiri stigum.
Dómarinn, Peter Jones, var
besti maður vallarins þegar
Wimbledon og Newcastle gerðu
1-1 jafntefli í Lundúnum. Alan
Shearer skoraði fyrir gestina og
John Hartson fyrir heimamenn.
Leicester heldur sínu striki og
nú var það Coventry sem mátti
þola tap fyrir Arnari Gunnlaugs-
syni, sem átti ágætan leik, og fé-
lögum hans. Ian Marshall skoraði
sigurmarkið og hefur fært liði
sínu sex stig f vikunni.
Loks sigur hjá Liverpool
Liverpool hafði aðeins unnið einn
af sfðustu níu leikjum sfnum þeg-
ar liðið heimsótti nágrannana í
Blackburn. Þar bættu þeir 3-1
sigri í fátæklegt safn sitt frá leik-
tíðinni. Steve McManaman átti
sinn skásta leik í vetur og skoraði
fyrsta markið. Jamie Redknapp og
Ovind Leonhardsen bættu við
mörkum með 50 sekúndna milli-
bili. Sigurinn var þó alls ekki eins
öruggur og tölurnar gefa til
kynna. Einbeitingarleysi heima-
manna kostaði þá sigurinn og fall-
draugurinn er að verða heimilis-
fastur á Eawood Park. Takist Bri-
an Kidd ekki að leiða sína menn
til sigurs, gegn Charlton, f næsta
leik er hann kominn í vond mál.
Ibúar Bítlaborgarinnar höfðu
ærna ástæðu til að kætast á laug-
ardaginn. Everton nánasf gull-
tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni
með stórsigri, 4-1, á Charlton
sem nú sleikir sár sín eftir ágæta
rispu. Kevin Campell hefur reynst
Everton sannkallaður bjargvætt-
ur. Hann skoraði tvö marka
heimamanna og hefur því skorað
sex mörk í leikjunum þremur sem
hann hefur leikið fyrir Everton.
Don Hutchinson og Francis
Jeffers skoruðu einnig fyrir Ev-
erton en Graham Stewart skoraði
mark gestanna úr Mtaspyrnu.
- GÞÖ
Staðan
L U i T Mörk S
Arsenal 34 19 12 3 54:15 69
Man. Utd. 33 19 11 3 73:33 68
Chelsea 34 17 14 3 49:26 65
Leeds 34 16 12 6 54:30 60
Aston Villa 35 15 10 10 47:39 55
West Ham 35 15 9 11 41:42 54
Middlesbr. 35 12 14 9 47:48 50
Derby 34 12 12 10 37:41 48
Liverpool 34 13 8 13 60:44 47
Tottenham 34 11 13 10 41:40 46
Leicester 34 11 13 10 36:41 46
Newcastle 35 11 11 13 46:50 44
Wimbledon 35 <0 12 13 39:56 42
Sheff. Wed. 35 il 7 17 39:40 40
Everton 3s = 0 10 15 35:42 40
Coventry .35 10 7 18 35:48 37
Charlton 35 7 H 17 37:52 32
Blackburn 34 7 11 16 36:49 32
Southampt. 35 8 8 19 31:63 32
Nott. For. 35 4 9 22 30:68 21