Dagur - 28.04.1999, Side 1

Dagur - 28.04.1999, Side 1
Fjórði hver segist óttast misnotkim Tdlf prósent ætla að segja sig úr gagna- grunni á heilbrigðis- sviði og 25% telja hættu á misnotkun, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Dags. Ingi- hjörg og Kári ánægð, en Mannvemd ekki. Níundi hver landsmaður á kosn- ingaaldri eða 11,6% hefur sagt sig úr gagnagrunni á heilbrigðissviði eða hyggst gera það og fjórði hver eða 25,7% telur hættu á að upp- lýsingar úr gagnagrunninum verði misnotaðar. Þetta eru meginnið- urstöður skoðanakönnunar sem Markhús hefur gert fyrir Dag. Úrtakið í könnuninni var 600 manns á öllu landinu og var svar- hlutfallið 77%. Spurt var annars vegar: „Hefur þú í hyggju að segja þig úr gagnagrunni á heilbrigðis- sviði?" Af heildinni var hlutfall óá- kveðinna og þeirra sem neituðu að svara spurningunni 21,4%. Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 11,6% því til að þeir ætluðu að segja sig úr gagnagrunninum, en 88,4% svöruðu þessu neitandi. Enginn munur var á afstöðunni eftir kyni svarenda. Hins vegar var spurt: „Telur þú hættu á að upplýs- ingar f gagnagrunn- inum kunni að verða misnotaðar?“ Hlutfall óákveðinna og þeirra sem neit- uðu að svara spurn- ingunni var hér 19,3%. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 25,7% þessa hættu vera fyrir hendi, en 74,3% að svo væri ekki. Karlar óttast misnotkun í mark- tækt meira mæli en _____________ konur. Kári og ráðherra ánægð Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, segir að sér finnist þessar tölur Iíta vel út. „11,6% brottfall væri ekki hættu- legt fyrir virkni gagnagrunnsins, Kári Stefánsson: „Okkar hlut- verk er að vinna traust þess- ara 25,7% sem ganga um með í maganum svolítinn ótta um að þessar upplýsing- ar kynnu að verða mis- notaðar." en ég vonast hins vegar til þess að fá tækifæri til að vinna yfir tölu- verðan hluta af þessum 11,6% og vonast til að okkur auðnist að vinna yfir hina óákveðnu, þegar okkur gefst tækifæri til að kynna þetta á efnis- legum grundvelli. Þegar kemur að spurningunni um 25,7% sem óttast misnotkun, þá er það okkar hlutverk núna að kynna þær aðferðir sem við viljum nota til að vernda persónuupp- lýsingar og koma í veg fyrir misnotkun. Okkar hlutverk er að vinna traust þessara 25,7% sem ganga um með í maganum svolítinn ótta um að þessar upplýsingar kynnu að verða misnotaðar. Það er spenn- andi verkefni og ég hlakka til að fá að takast á við það,“ segir Kári. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra er einnig ánægð með niðurstöðuna. „Gagna- grunnslögin njóta samkvæmt nið- urstöðunni yfirgnæfandi stuðn- ings meðal þjóðarinnar og það er í rauninni ánægjulegt hversu margir hafa í hyggju að leggja sitt að mörkum í þessu sambandi. Það er skoðun mín að stuðningur- inn við Iögin eigi enn eftir að aukast, þegar fólk áttar sig á því hve tryggilegar öryggisráðstafan- irnar eru. Að mínum dómi er mis- notkun útilokuð, enda hef ég alla tíð sagt að persónuverndin yrði að vera tryggð og það er hún,“ segir Ingibjörg. Pétur Hauksson, varaformaður Mannverndar, segir að af þessum tölum megi ráða að fólk hafi ekki staðist þá mikla upplýsingaher- ferð sem í gangi hefur verið af hálfu talsmanna gagnagrunnsins og látið sannfærast, enda mikið í lagt. „Mér finnst þetta vera eins og búast mætti við undir þessum kringumstæðum. Þetta eru ekki tölur sem ég vildi sjá, en eru þó ekki lágar. Ef Ijórði hver maður reiknar með misnotkun þá er það há tala og 11-12% úrsagnir er ekkert til að vera óánægður með,“ segir Pétur. — FÞG Hætta við að hækka gjöldin Jakob Björnsson, oddviti fram- sóknarmanna á Akureyri, segir það varnarsigur að skólanefnd Akur- eyrarbæjar hafi ákveðið að falla ffá þeirri miklu hækkun sem boðuð hafði verið í sumarvistun barna í 1.-4. bekk grunnskóla. Skólanefnd hefur ákveðið að draga hluta hækkunarinnar til baka. I stað þess að foreldrar greiði 245 krón- ur fyrir klukkustundina greiði þeir 150 krónur, en eigi að síður er um töluverða hækkun að ræða frá í fyrra eða um 30%. Mikil óánægja greip um sig hjá foreldrum með fyrirhugaða hækk- un skólanefndar eins og Dagur hefur ítrekað greint ffá. Þá risu framsóknarmenn upp á sfðasta bæjarstjórnarfundi og mótmæltu harðlega hækkuninni. Síðast en ekki síst mótmælti fulltrúaráð for- eldra í grunnskólum Akureyrar hækkuninni harðlega og sagði í ályktun: „Fjöldi barna á aldrinum 7-10 ára kemur til með að ganga sjálfala í sumar." - BÞ Miðað við veðurblíðuna á Akureyri undanfarna daga leikur varla nokkur vafi á að sumarið er komið. Hitastig fer hækkandi og um leið og snjórinn og ísinn taka að víkja flykkist mannfólkið út í góða veðrið og beint I ísbúðirnar. Þessir þrír gæddu sér á Brynjuís í góðviðrinu í gær. - mynd: brink Lögreglan á Akureyri segir að hluti foreldra barna í Síðuskóla hafi ætl- að að kaupa áfengi handa börnum sínum í tilefni loka samræmdu prófanna. Loggan hafði afskipti af foreldrum Hluti foreldra barna í Síðuskóla á Akureyri hugðist kaupa áfengi fyrir krakkana sem þeir ætluðu að nota til að fagna próflokum samræmdu prófanna í gær. Þetta segir Olafur Asgeirsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á Akureyri. „Við vissum í gær að krakkarn- ir í Síðuskóla voru búnir að leigja sér sal og einhverjir foreldrar ætluðu nú að hjálpa þeim að út- vega áfengi. Við gengum í það strax að leysa þetta og gerðum fólki grein fyrir ábyrgð sinni. Þetta eru nú bara börn sem heyra sannarlega undir foreldra sína,“ segir Olafur Asgeirsson. Að öðru leyti segir Olafur að engin hefð sé fyrir ólátum á Ak- ureyri eftir lok samræmdu próf- anna. Hann lýsir ánægju með óvissuferðir og fleira en segir menn bjóða hættunni heim á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta hef- ur verið vandamál í Reykjavík og auglýst vel upp þannig að allir krakkar sem eitthvert fútt er í, fara niður á Hallærisplan. Það er búið að segja þeim að þar verði allt Ijörið," segir Ólafur. — BÞ Fleiri flóttameim Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun að taka á móti 50 flóttamönnum á næst- unni. Einnig verður tekið á móti nokkrum ættingjum þeirra flóttamanna sem þegar eru komnir hingað til Iands frá Kosovo. Flóttamennirnir fá húsaskjól í Alþýðuskólanum á Eiðum til að byrja með, auk þess sem Fjarðabyggð ætlar að taka á móti um 30 flóttamönnum til frambúðar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.