Dagur - 28.04.1999, Page 4
4- ÞMIÐVIKUDAGUR 28. APRÍI. 1999
FRÉTTIR
Xyagjiur
INNLENT
Velta Samskipa tvöfaldaðist
Rekstur Samskipa skilaoi tæplega 154 milljóna króna hagnaði á síð-
asta ári og er það ein besta afkoma félagsins frá upphafi. Arið áður
nam hagnaðurinn um 120 milljónum króna.
Veita Samskipa var tvöfalt meiri árið 1998 en árið á undan, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu frá íyrirtækinu. Rekstrartekjur
samstæðunnar voru rúmir 12 milljarðar í fyrra en um 6,3 árið 1997.
Tekjurnar jukust því um rúmlega 88% og skýrist það fyrsta og fremst
af sameiningu Samskipa og þýska flutningafyrirtækisins Bischoff
Group. Tap var af rekstri þýska fyrirtækisins í fyrra og má rekja það
að mestu Ieyti til efnahagsþrenginga í Rússlandi.
Harpa framkvæmda-
stjóri Listahátíðar
Harpa Björnsdóttir hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Reykjavík.
Framkvæmdastjórn Listahátíðar auglýsti
starfið 1. apríl og bárust 20 umsóknir. Fyr-
ir helgi var ákveðið að ráða Hörpu en hún
hefur m.a. borið höfuðábyrgð á menning-
arnóttum Reykjavíkur undanfarin 2 ár.
Hlutverk framkvæmdastjóra Listahátíðar
er að sinna daglegum rekstri, bera ábyrgð á
íjáreiðum og bókhaldi, annast samninga-
gerð og fleira. Listræn stefnumörkun er
hinsvegar í höndum framkvæmdastjór-
arinnar.
Auglýst eftir tónlist
Kvikmyndafélag íslands auglýsir eftir tónlist
í kvikmyndina „Oskabörn þjóðarinnar'. Ahugasamir tónlistarmenn
eru beðnir að senda inn prufuspólur til Kára Þórs í Hljómalind fyr-
ir 15. maí næstkomandi.
I fréttatilkynningu frá Kvikmyndafélaginu segir að tekið sé við öll-
um stefnum og straumum í tónlist en fyrirhugað er að gefa tónlist-
ina úr kvikmyndinni út á geisladiski á þjóðahátíðardaginn í ár.
Harpa Björnsdóttir,
nýráðin framkvæmda-
stjóri Listahátíðar.
Úthlutað ur Sagnfræðisjóði
Nýlega var úthlutað úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar og
að þessu sinni hlutu tveir fræðimenn 150 þúsund krónur hvor. Það
voru Halldór Bjarnason cand. mag. til að vinna doktorsritgerð við há-
skólann í Glasgow um utanríkisverslun Islands og efnahagsþróun
1870-1913 og Ragheiður Kristjánsdóttir M. Phil til að vinna doktors-
ritgerð við Háskóla Islands um þjóðernisstefnu íslenskra kommún-
ista og sósíalista 1917-1958.
Björg fékk styrk úr söng-
menntasjóði Marinós
Nýlega var úthlutað úr söngmenntasjóði Marinós Péturssonar og að
þessu sinni var það Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona sem hlaut
styrkinn. Styrkurinn sem veittur er árlega er að fjárhæð 500 þúsund
og veittur til þess að styrkja efnilega söngvara til framhaldsnáms er-
lendis.
Björg Þórhallsdóttir stundaði söngmán við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri 1991-1996 og en áður hafði hún starfað sem hjúkrunarfræð-
ingur. Hún sneri sér alfarið að söngnum eftir námið á Akureyri og
lýkur námi við Konunglega tónlistarskólann í Manchester á Englandi
í sumar.
Selvogsgata og Krísuvík
Ferðafélag Islands hefur gefið út ritið Selvogsgötu og Krisuvíkurleið-
ir eftír Olaf Þorvaldsson. I frétt frá félaginu segir að útgáfan sé liður
aukinni áherslu þess á fornar þjóðleiðir en gönguferðir um slíkar
íeiðir eigi vaxandi vinsældum að fagna.
Selvogsgata er ein af þekktari þjóðleiðum á Suðvesturlandi en í dag
fyrst og fremst gengin til skemmtunar enda liggur hún um íjölbreytt
og fallegt landslag. í ritinu rifjar Olafur upp sögu þessara leiðar en
innig er þar að finna gott kort. Greinar Olafs birtust áður í árbók
Hins íslenska fomleifafélags en nú endurbirtar með leyfi afkomenda
hans.
Fi'æðimaimsíbúð í
KaupmannahöHi ráðstafað
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús
lóns Sigurðssonar í ICaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlut-
að íbúðinni frá 1. september til 31. águst á næsta ári.
Nefndinni bárust 18 umsóknir og fá-7 fræðimenn afnot af íbúð-
tnni. Það er Clarence E. Glad til að rannsaka gögn um klassíska
nenntun á Islandi frá miðri 19. öld, Inga Huld Hákonardóttir til að
tanna trú kvenna á íslandi á 19. öld; Iíristján Arnason til að rann-
saka verk Sörens Kirkegaards; Leó Kristjánsson til að rannsaka út-
: lutning íslenskra silfurbergskristaila og verslun með þá; Baldur Haf-
stað til að rannsaka hetjusögur og hetjuljóð; Bjarni Bragi Jónsson til
tið kanna sögu dansk-íslenskra peníngamyndunar og lánastarfsemi
og Jón Hjaltason til að kanna gögn um danska kaupmenn sem versl-
uðu áAkureyri.
Fyrirtækið sem byggði þetta stórhýsi í miðbæ Hafnafjarðar varð gjaldþrota, en bærinn þarf samkvæmt dómi
hæstaréttar að greiða þrotabúinu amk 3 milljónir króna.
Ólöglegri greiðslu
Hafnarfjarðar rift
HaÍTiafj arðarbær þarf
að greiða þrotabúi
Miðbæjar Hafnafjarð-
ar 3 milljóiiir auk
vaxta samkvæmt dómi
Hæstaréttar.
Hafnarfjarðarbær hefur verið
dæmdur til að greiða þrotabúi
Miðbæjar Hafnarljarðar ehf. um
þrjár milljónir króna auk vaxta,
með því að rift var greiðslu úr
fyrirtækinu til bæjarins áður en
það fór í þrot.
Miðbær Hafnarfjarðar ehf.,
sem stóð fýrir smíði stórhýsis,
gerði samning við bæinn um
kaup á hluta fasteignarinnar og
skyldi kaupverð greitt með yfir-
töku veðskulda og peninga-
greiðslu, sem greiða átti eftir
framvindu verksins. I samningn-
um áskildi bærinn sér rétt til að
Ijúka sjálft verkinu ef fyrirtækið
kæmist í greiðsluþrot eða gæti
ekki Iokið því á umsömdum tíma,
á síðari hluta ársins 1995. I febr-
úar 1996 gerði bærinn sam-
komulag við fyrirtækið um að
bærinn tæki að sér að ljúka fram-
kvæmdum og skyldi fyrirtækið
jafnframt greiða bænum 11
milljónir króna, þar af 2,8 millj-
ónir með fimm skuldabréfum
tryggðum með veðrétti í ákveðn-
um eignarhlutum fasteignarinn-
ar.
Nokkrum dögum síðar seldi
fyrirtækið Turninum ehf. um-
rædda eignarhluta og skyldi
Turninn greiða hluta kaupverðs
með yfirtöku greiðslu áhvílandi
veðskulda við bæinn, samtals að
Ijárhæð 2,9 milljónir. Síðar á
sama ári var bú Miðbæjar Hafn-
aríjarðar ehf. tekið til gjaldþrota-
skipta. Hæstiréttur taldi að við
afhendingu skuldabréfanna hafi
bænum engann veginn dulist að
fyrirtækið var ógjaldfært og léti
með þessum gerðum sínum af
hendi verðmæti sem væru með
þeim síðustu sem félagið réði
yfir. Var ráðstöfuninni því rift.
- FÞG.
Reglur ráðherra
voru ólögmætar
HæstiréttiLr segir að
reglur sem umhverfis-
ráðherra setti um tak-
mörkun á iiiiifliiiii
ingi vetnisklórflúor-
kolefna hafiverið
ólöglegar.
Auglýsingar um takmörkun á
innflutningi á vetnisklórflúor-
kolefni, sem Guðmundur
Bjarnason umhverfisráðherra
setti 1995-96, voru samkvæmt
dómi Hæstaréttar ólöglegar, að
því Ieyti að þær bundu leyfisveit-
ingar á slíkum efnum við fyrir-
tæki sem fluttu þau inn á árinu
1989. Ríkið hefur verið dæmt til
að greiða fyrirtækinu Vörukaup
300 þúsund lcróna bætur vegna
þessa, attk 600 þúsund króna
málskostnaðar.
Vörukaup hóf í byrjun árs
1995 innflutning á vetnisklórflú-
orkolefni til notkunar í kæli- og
Ríkið þarfað greiða fyrirtæki bæt-
ur vegna reglna sem Guðmundur
Bjarnason umhverfisráðherra setti
og hæstiréttur telur hafa verið
ólögmætar.
frystitækjum, en þá gilti um inn-
flutning efnisins reglugerð frá
1994 um varnir gegn mengun af
völdum ósoneyðandi efna. Sam-
kvæmt auglýsingum ráðherra
vegna áranna 1995 og 1996
skyldi við úthlutun innflutnings-
heimilda miðað við innflutning
viðkomandi fyrirtækis á árinu
1989, en á því ári hafði Vöru-
kaup ekki haft neinn innflutning
efnisins með höndum. Vörukaup
sótti um leyfi til innflutnings
efnisins vegna ársins 1995 og
enn á ný vegna áranna 1996 og
1997 en var synjað um þær inn-
flutningsheimildir, sem félagið
fór fram á.
Hæstiréttur íaldi að gildandi
lög fælu í sér nægilega heimild
fyrir ráðherra til að takmarka
innflutning á vetnisldórflúor-
kolefni með reglugerð. Þá var
ekki talið að ráðherra hefði fram-
selt Hollustuvernd ríkisins vald
umlram það, sem heimilt var,
þegar hann fól stofnuninni að
framkvæma innflutningstak-
markanirnar. Hins vegar hefði
HoIIustuvernd borið að gæta
réttra Iaga og þóttu lög eða al-
þjóðasamningar ekki hafa veitt
heimild til þess að gera greinar-
mun á einstökum innflytjendum
eftir því efnismagni, sem þeir
höfðu flutt inn á árinu 1989.
Akvarðanir HoIIustuverndar,
sem byggðu á auglýsingum um-
hverfisráðherra, voru því dæmd-
ar ólögmætar. -FÞG
Önothæf aðferðafræði
Aðalfundur Sldpstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar telur
að sú aðferðafræði sem notuð
hefur verið við verðlagningu á
ferskum físld sé ónothæf. Þess í
stað verður frjálst uppboðskerfí
að komast á við sölu á fisld.
Varaö viö kvótalbraski
I ályktun fundarins var m.a.
fagnað samþykkt þingsályktunar
um að hvalveiðar skuli hefjast
sem íýrst. Fundurinn harmar þó
að þetta skref hafi ekki verið stig-
ið til fulls með því að hetja hval-
veiðar strax. Lýst er yfir von-
brigðum með þríhliða Smugu-
samning vegna þess hvað rýr
hann sé, enda í engu samræmi
við „sanngjarnan" rétt lands-
manna til veiða í Barentshafi.
Varað er við braski á kvóta í fram-
haldi af samningnum. Fundur-
inn lýsir jafnframt yfir vanþókn-
un sinni á þeim réttindaskerðing-
um sem Alþingí samþylckti með
lögum um Lífeyrissjóð sjómanna.
Þess í stað skuldar Alþingi sjó-
mönnum ijármögnun á 60 ára
reglunni sem rekja má til sam-
þykktar þingsins frá 1981 og hef-
ur íþyngt Lífeyrissjóðnum síðan
þá. Þá mótmælir fundurinn
harðlega öllum áformum um
skerðingu eða niðurfellingu sjó-
mannaafsláttar. -GRH