Dagur - 28.04.1999, Qupperneq 6
6 - MÍÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999
Thgftr
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK
Símar: 460 6ioo OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: í.soo kr. á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar augiýsingadeiidar: (REYKjAVÍKj563-i6i5 Amundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
0G 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavIk)
Tíu dagar til stefnu
í fyrsta lagi
Tvær skoðanakannanir í röð hafa bent til þess að Samfylking-
unni sé að fatast flugið í kosningabaráttunni. Samkvæmt könn-
un sem DV birti fyrir viku hafði fylgi Samfylkingarinnar á
landsvísu fallið niður í 24,1%- Könnun sem Félagsvísinda-
stofnun gerði næstu daga þar á eftir og birt var í Morgunblað-
inu í gær gaf Samfylkingunni 26,4%. Hér er um stórfellt fylg-
ishrap að ræða á örskömmum tíma, því stutt er síðan kannan-
ir mældu Samfylkinguna með 35-36 prósenta fylgi.
í öðru lagi
Síðustu kannanir staðfesta að Framsóknarflokknum hefur tek-
ist sérlega vel að bæta sína stöðu. I kosningaslagnum hefur
megináhersla verið lögð á formann flokksins, Halldór Asgríms-
son, utanríkisráðherra. Hann hefur flutt þjóðinni í einföldu og
auðskildu máli nokkur helstu stefnumál Framsóknarflokksins
á komandi kjörtímabili. Ljóst er að Qölmargir kjósendur telja
nauðsynlegt að Halldór Ásgrímsson verði mikill áhrifamaður í
næstu ríkisstjórn. Fylgisaukning flokksins í skoðanakönnunum
er staðfesting þess.
í þriðja lagi
Ekki hefur tekist að koma stefnumálum Samfylkingarinnar til
kjósenda. Kosningabarátta hins nýja framboðs hefur að mestu
gengið út á að fagna því að samstaða hafi náðst um að koma
framboðinu á. Þá er lögð áhersla á það í sjónvarpsauglýsingum
að í framboði fyrir Samfylkinguna sé barngott fólk. En kjósend-
ur vilja meira. Þeir vilja fá að vita hvaða lausnir Samfylkingin
býður uppá. Að hvaða leyti verður Iíf þeirra betra á næsta kjör-
tímabili ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn? Það verður að gefa
kjósendum hreinar línur, eins og Vinstrihreyfingin hefur gert
fyrir sitt leyti - enda þegar búin að ná til sín rúmum helmingi
þess fylgis sem gamla Alþýðubandalagið hafði. Samfylkingin
hefur enn tíu daga til að rétta úr kútnum og tryggja sér 30-35
prósenta fylgi. Hvort það er nægur tími er alfarið í höndum for-
ystumanna Samfylkingarinnar sjálfrar. Þeir eiga leik.
Elias Snæland Jónsson
Herská verka-
lýöshreyfiiig
Garri hefur átt í basli undan-
farið við að átta sig á því um
hvað hatrammar deilurnar í
verkalýðshreyfingunni snúast í
raun. Og heldur vandaðist
málið þegar fréttir bárust af
þvf að flugfreyjur hyggðust
ganga í Rafiðnaðarsambandið
á sama tíma og tónlistarmenn
þverneituðu að vera í Verslun-
armannafélagi Reykjavíkur.
Garri hefur fylgst með gerð
margra kjarasamninga gegn-
um tíðina en að
vísu oftast úr
fjarlægð. Venj-
an hefur verið
sú að verkalýðs-
foringjar hvessi
sig aðeins og
heimti veruleg-
ar hækkanir, at-
vinnurekendur
reki upp mikið
ramakvein yfir
bágri stöðu fyr-
irtækjanna og
stuttu síðar hafa allir orðið
vinir í karphúsinu. Ekki hefur
verið annað að sjá en Grétar
og Björn Grétar og Magnús og
þeir allir strákarnir hafi átt
ágæt samskipti við Þórarin V.
og vini hans í VSI.
Það er einna helst að sjó-
mennirnir hafi verið með ein-
hver læti og stórkallalegar yfir-
lýsingar að sjómannasið um
vinnuveitendur sína. Þær yfir-
lýsingar eru hins vegar eins og
hvert annað sunnudagaskóla-
hjal í samanburði við svívirð-
ingarnar sem heyrast þegar
verkalýðsforkólfar deila inn-
byrðis. Þá hvín nú aldeilis í
tálknunum á þeim.
Tittlingaskítur
og skætingiir
Osannindi, blekkingar, titt-
lingaskítur, skætingur og skít-
kast eru vopnin sem verkalýðs-
foringjar grípa til þegar vega
skal mann og annan í eigin liði,
ef marka má yfirlýsingar þeirra
sjálfra. Ekkert er til sparað og
því kannski við því að búast að
menn séu orðnir vígamóðir og
til Iítilla átaka þegar kemur að
samningum
við vinnuveit-
endur.
Penar flug-
freyjur láta
ekki sitt eftir
liggja og hóta
nú að ganga í
Rafiðnaðar-
sambandið
nema ASI skili
flugfreyjum
hjá Atlanta inn
í Flugfreyjufé-
Iagið í stað þess að halda þeim
nauðugum í VR eins og Garra
skilst að sé gert í dag.
Garri hefur velt því fyrir hvað
valdi því að slík heift grípi um
sig þegar deilt er um skipulag
og hver eigi að vera hvar innan
verkalýðshreyfingarinnar. Það
verður að viðurkennast að það
hefur hvarflað að honum að
verkalýðsforingjar óttist fátt
meira en að missa félagsgjöld
og þar með völdin og áhrifin
sem peningum fylgja. En þar
sem Garri er fallega innrættur
maður berst hann gegn þeirri
hugsun og reynir að finna ein-
hverjar aðrar skýringar. Það
hefur ekki tekist enn. GARRI
Markaðssókn íþróttaima
Fótboltadeild KR er endanlega
komin út úr skápnum og villir
ekki Iengur á sér heimildir. KR-
sport er heiðarlegasta íþróttafé-
lag landsins og er markaðssett
eins og hvert annað hlutafélag.
Atvinnumennirnir fá borgað
samkvæmt samningum og ekki
er verið að fela laun þeirra hjá
öðrum atvinnurekendum eða
plata peninga út úr borgarsjóði
og Seltjarnarneshreppi út á þá
höfuðlygi að boltakeppni hafi
einhver heillavænleg uppeldis-
gildi. Boltaleikir eru hér eins og
annars staðar í veröldinni at-
vinnuvegur og gróðafyrirtæki,
sem ganga kaupum og sölum.
Hið síðasta í markaðssókn KR-
sports hf. var að kaupa þijú veit-
ingahús í námunda við vallar-
svæði sitt, sem á sínum tíma var
gefið af sveitarfélaginu. Meðal
eigna hlutafélagsins er nú meðal
annars ein vinsælasta og best
sótta bjórkrá landsins. Þar hafa
KR-ingar lengi komið saman og
fylgst með leikjum í sjónvörpum,
léttir í lund yfir bjórkollum sín-
um. Þarna er líka glaðst yfir sigr-
um og hresst upp á daprar sálir
þegar illa gengur á boltavöllum.
Hlutafélagið hefur gert þarna
góð kaup og ekki er að
efa að stjórnin hefur
gert vandaða markaðs-
könnun og veit öðrum
betur hve mikið KR-
ingar og fylgismenn
þamba af öli og öðrum
veigum í kránni, sem
tengist íþróttum öðr-
um búllum betur.
Þjónandi ríkisstarfsmenn
Hlutafélagið KR-sport hefur
gengið takkbærilega og færir nú
út kvíarnar og á vonandi eftir að
gera enn betur og íjárfesta í arð-
bærum rekstri á fleiri sviðum.
Ekki þarf það samt að kaupa
Ríkisútvarpið því það þjónar
boltakeppni af slíkri undirgefni
og alúð að betur verður ekki gert.
Ofurútvarpsstjórinn Ingólfur
Hannesson veður yfir alla frétta-
og dagskrárstjóra hvenær sem
honum býður svo við að horfa,
sem er oft, og borgar peninga-
hákum keppnisíþrótta
vænar fúlgur fyrir að fá
að koma þeim á fram-
færi.
I útlöndum kaupa
útvarps- og sjónvarps-
risar hlutafélög bolta-
leikjanna og hlutafélög
boltaleikjanna kaupa
sjónvarpsstöðvar. Þess-
ar svikamyllur stjórna síðan öllu
því mikla peningastreymi sem
boltaleikir gefa af sér og til vara
eiga hlutafélagahringarnir enn
önnur fyrirtæki, sem tengjast
boltaleikjum á einn hátt og ann-
an. En hér geta boltahlutafélög
sparað sér að Qárfesta í fjölmiðl-
um, þar sem þau ráða þeim þeg-
ar gegnum öfluga leppa sína.
Keppni og svall
Vonandi fara fleiri íþróttafélög á
hlutabréfamarkað og létta því
oki af sveitarsjóðum að halda
þeim á floti. Veitingastarfsemi og
bjórkráarekstur getur sem best
orðið eins konar aukabúgrein,
eins og KR hf. er nú að sanna.
Boltaleikir og drykkjuskapur hef-
ur löngum farið saman og fer vel
á því að sama kompaní sjái bæði
um keppnina og svallið.
Steraát og önnur örvandi og
hættuleg lyfjaneysla er líka fylgi-
fiskur íþróttakappa og væri vel
athugandi að íþróttafélögin komi
sér upp innflutningsfyrirtækjum
og apótekum til að versla með
nauðsynjavörur atvinnuíþrótta.
Steraát keppniskappa verður
brátt löglegt, eins og bjórinn, og
þá er eðlilegt að verðbréfahring-
ar íþróttanna sleppi þeirri fjáröfl-
unarleið ekki úr höndum sér.
snnrtis
svairaö
Á að einskorða sölu á tó-
baki við apótek og stór-
hækka verð?
(Þorgrímur Þráinsson, fram-
kvæmdastjóri Tóbaksvarna-
nefndar, varpaði þessari hug-
mynd nýlega fram.)
Ingi Guðjónsson
framkvæmdastjóri Lyfíu.
„Við í Lyfju höf-
um lagt áherslu
á að vera með
breitt vöruúrval
og ruddum
brautina hvað
það snertir, en
ég get ekki séð
það fyrir mér að við förum að
selja tóbak. Samkvæmt reglu-
gerðum er heldur ekki leyfilegt
að selja tóbak í apótekum þannig
að þetta myndi kosta ýmsar
breytingar af hálfu yfirvalda. OIl
viðleitni til draga úr reykingum
er af hinu góða, hvort sem það
yrði hækkað verð eða eitthvað
annað. Þá nefni ég að hjá Lylju
erum við að selja ýmis nikótínlyf
sem aðstoða fólk við að hætta
reykingum."
Anna Geirsdóttír
borgarfulltmi og heilsugæslulæknir í
Grafarvogi.
„Það er ég
hrædd um að
gangi aldrei
upp, þetta
myndi ýta undir
smygl og ólög-
lega starfsemi.
Aðstæðurnar
yrði þær sömu og á bannárunum
hér á Iandi snemma á öldinni.
En ég er mikið á móti á reyking-
um og vildi helst að aldrei væri
reykt í minni návist og því síður
nærri börnum og unglingum, en
ég veit þetta eru bornar vonir.“
Hrafn Jökulsson
blaðamaður.
„Hugmynd Þor-
gríms Þráins-
sonar um að
færa tóbakssöl-
una í apótekin
sýnir glöggt að
hann ætti frem-
ur að halda
áfram að skrifa bestu bækur ald-
arinnar, en að bera svona rugl á
borð. Ofstækið gegn reykinga-
mönnum er löngu komið út í
öfgar. Fulltíða fólki á að vera í
sjálfsvald sett hvort það reykir
eða ekki, forræðishyggja og okur-
verð leysa engan vanda og reynd-
ar má deila um hvort það sé for-
svaranlegt að ríkið eyði stórfé í
tilgangslítið Tóbaksvarnaráð."
Einar Gunnar Sigurðsson
handboltamaðurmeðAftureldingu.
„Betra væri
sjálfsagt að tób-
ak væri selt á
færri stöðum, til
dæmis apótek-
um, þar sem
fylgnin eftir ald-
ursmörkunum
væri betri. Unglingar segja að-
spurðir hvort þeir myndu kaupa
tóbak væri það dýrara að þeir
myndu ekki gera það. Því væri
verðhækkun ágæt tilraun til að
koma í veg fyrir neyslu þeirra á
þessum skaðvaldi.“