Dagur - 28.04.1999, Qupperneq 7

Dagur - 28.04.1999, Qupperneq 7
 MIÐVIKUDAGU R 28. APRÍL 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Framsóknarflokkur og Reykj avík L\GVAR GISLASON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Með jafnaðarhugsjón að leiðarljósi Eg mun í eftirfarandi orðum leiða hugann að stöðu Fram- sóknarflokksins í flokkakerfinu, með sérstöku tilliti til stöðu hans í Reykjavík. Oft verður þess vart að pistla- höfundar ýmsir og viðmælendur fjölmiðla draga upp þá mynd af Framsóknarflokknum að hann sé „bara bændaflokkur", alltof valdamikill sem slíkur og hálfgert ofvaxtarfyrirbæri í „eðlilegu" flokkakerfi. Þessa mynd mætti e.t.v. kalla „fjölmiðlaímynd" Framsóknarflokksins. Hið sanna er þó að flokkurinn er ekki „bændaflokkur" og hefur aldrei verið það. Jónas Jónsson lét þau orð falla árið 1916, þegar unnið var að stofnun nýs flokks, sem kallaðist síðar Framsóknarflokk- ur, að flokkurinn ætti ekki að vera „agrar“-flokkur. Jónas kall- aði flokkinn á deiglustiginu ýmist „vinstrimannaflokkinn" eða „frjálslynda flokkinn". Hann var- aði við þröngsýnum viðhorfum stórbænda, sem hann sagði lenda sjálfkrafa í „fylkingarbrjósti hægrimennskunnar". Framsókn- arflokkurinn á að vinna að „al- hliða framför þjóðarinnar", sögðu frumherjarnir. Framsókn- armenn hafa ætíð starfað í þeim anda. Hitt er annað mál að Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið ötull málsvari bændastéttar og sveitabyggðar og landsbyggðar yfirleitt, enda urðu ekki aðrir til þess. Síst munu framsóknarmenn sverja af sér landsbyggðarstefnu sína. Hins vegar hefur flokkurinn víðfeðma stefnuskrá, sem snertir öll svið hins margbreytta nútímaþjóðfé- lags. Samkvæmt stefnuskrá, upp- Ólafur Örn Haraldsson er um margt sérstæður meðal alþingismanna. Hann er afreksmað- ur sem heimskautafari og iandkönnuður, gæddur skipulagsgáfu og þolgæði við lausn vandasamra viðfangsefna." runa og eðli er Framsóknarflokk- urinn félagshyggjuflokkur með jafnaðarhugsjón að leiðarljósi, andstæður óheftum stórkapital- isma. Flokkurinn hefur þróast með þjóðfélaginu, rétt eins og aðrir flokkar og félagsmálahreyf- ingar, og lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsþróunar í meira en 80 ár. Framsóknarflokkurinn starfar í öllum kjördæmum og sveitarfé- lögum landsins, í þéttbýli og dreifbýli, borg og bæjum. Fiskar ekki á miðiun kolkrabbans Svo vikið sé að kjósendahópi flokksins og látið nægja að horfa u.þ.b. 40 ár aftur í tímann, tók kjörfylgi hans í þéttbýli að vaxa svo um munaði í lok 6. áratugar, um 1960, þ. á m. í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu yfirleitt, Reykjaneskjördæmi sem þá var að myndast, Kópavogi, Keflavík, Grindavík o.s.frv. Framsóknar- flokkurinn átti þá þegar umtals- verðu kjörfylgi að fagna í þéttbýli í öðrum landshlutum. Á 7. ára- tugnum, milli 1960-70, náði Framsóknarflokkurinn þeim ár- angri, a.m.k. um sinn, að vera næst-stærsti „þéttbýlisflokkur" landsins og vissulega stærsti flokkur ýmissa kaupstaða úti um land. Á þessu tímabili festi Fram- sóknarflokkurinn að fullu rætur í Reykjavík, náði að koma að manni á þing til frambúðar, eign- aðist umtalsvert kjörfylgi þar, þótt eitthvað gangi það í bylgjum. Oft hefur flokkurinn átt tvo þing- menn í Reykjavík, lengst í 15 ár samfleytt á 7. og 8. áratugnum þegar Þórarinn .Þórarinsson og Einar Ágústsson gerðu garðinn frægan. Þeir kunnu vel að fara með umboð Reykvíkinga og báð- ir í fremstu röð forustumanna Framsóknarflokksins. I Reykjavík er Framsóknarflokkurinn reyk- vískur flokkur eins og hann er eyfirskur í Eyjafirði. Eins og aðrir alvörustjórnmála- flokkar er Framsóknarflokkurinn alhliða landsmálaflokkur. Hann leitar fylgis hjá fólki í öllum kjör- dæmum, í þéttbýli og dreifbýli. Eins og Hð á um alla flokka á Framsóknarflokkurinn von á fylgi við sig meðal tiltekinna markhópa öðrum fremur. Ekkert er eðlilegra. Framsóknarflokkur- inn telur sig eiga fylgisvon hjá sinnugu, öfgalausu fólki hvar í stétt og stöðu sem er án aldurs- og kyngreiningar, miðstéttar- og al- þýðufólki í sveit og bæ. Framsóknar- flokkurinn fiskar ekki á miðum kol- krabbans. Margir talsmenn flokksins kalla hann ítrekað miðflokk eða miðjuflokk og stefnu hans miðju- stefnu. Þetta er út af fyrir sig ekki nýtt. Samkvæmt gamla beinlfnulík- aninu af flokka- kerfinu, þar sem stjórnmálaflokk- um er raðað á blátt strik milli öfga- punktanna hægri og vinstri með miðjuna á sínum stað, finnst mönn- um Framsóknar- flokkurinn vera á miðjunni. En beinlínulíkanið er ekki sérlega trúverðug lýsing á staðreyndum, enda býsna svo einfölduð mynd. Hins vegar er engin ástæða til að amast við orðunum miðjuflokkur og miðjustefna, ef þau eru rétt skilin. Miðjuflokkur táknar ein- faldlega hófsemdarflokk. Miðju- stefnumenn hafna öfgastefnum. Orðin segja ekkert meira en það. Að öðru leyti er greining í hægri, vinstri og miðju úrelt tal, enda stórlega villandi. Davíð Oddsson sannar það með ummælum sín- um í viðtali við Kolbrúnu Berg- þórsdóttur í Degi 17. þ.m., að „miðjan" hafi „færst til hægri“! Skrýtin flatarmálsfræði það! Það breytir því auðvitað ekki að stjórnmálaflokkar eru mismun- andi um stefnur í þjóðmálum og margs konar mannleg viðhorf. Þvi ber að fagna. Þannig verður margbreytni skoðana og hags- muna best þjónað í lýðræðisþjóð- félagi. Lýðræðisþjóðfélag þarfn- ast margra flokka. Þingsæti í hættu Framsóknarflokkurinn verður ekki afskrifaður í Reykjavfk með þeim fyrirslætti að hann sé „bændaflokkur" með einhliða dreifbýlisstefnuskrá, andstæða hagsmunum Reykvíkinga. Fram- sóknarflokkurinn á réttmætt til- kall til stuðnings Reykvíkinga. Hann hefur fyllilega til þess unn- ið. Hlutdeild Framsóknarflokks- ins að Reykjavíkurlistanum réð úrslitum um sigur þess framboðs í tvennum borgarstjórnarkosn- ingum. Fulltrúar Framsóknar- flokksins í meirihluta borgar- stjórnar hafa staðið vel í stöðu sinni, svo að eftir er tekið. Framboðslisti Framsóknar- flokksins í alþingiskosningum nú er vel skipaður. Hann á fyllsta stuðning skilið. Síðastliðið kjör- tímabil átti flokkurinn tvo alþing- ismenn í Reykjavík, Finn Ingólfs- son og Ólaf Örn Haraldsson. Þeir skipa enn efstu sæti listans. Ekki er efi að flokkurinn á eitt sæti öruggt. Ekki er sama vissan um annað sætið. Ekki er það góðs viti, því að þá er hæfileika- ríkur alþingismaður, Ólafur Örn, í hættu að missa þingsæti sitt. Framsóknarflokkurinn má ekki við því að tapa þingsæti í Reykja- vík. Ólafur Örn Haraldsson er um margt sérstæður meðal alþingis- manna. Hann er afreksmaður sem heimskautafari og land- könnuður, gæddur skipulagsgáfu og þolgæði við lausn vandasamra viðfangsefna. Vinnur verk sín af öryggi og fagmennsku. Reynsla hans, ijölþætt menntun og dóm- greind nýtist vel í þingstörfum. Ólafur Örn er af þeirri gerð sem Reykvíkingum er sæmd að styðja til þingsetu. Á Alþingi er þörf manna með framtíðarsýn og skilning á íslenskum menningar- arfi sem dýrmætri þjóðareign sem ávaxta ber, manna sem þekk- ja Iand sitt, sögu þess og náttúru, hafa vakandi auga fyrir vernd náttúrunnar til lands og sjávar gegn hvers konar ágangi og ofnýtingu. Ólafur Örn Haralds- son er maður sem treyst er til að halda vel á þessum málum og öðru sem varðar almannaheill í nútið og framtíð. Fer vel á því að Reykvíkingar tryggi honum áframhaldandi þingsetu. SamfyUdngm og námsmeim INGIRÚNAR EDVARDSSON DÓSEm VIÐ HÁSKÓLANN A AKUREYRI, REKSTRARDEILD, SKRIFAR Samfylkingin hefur nýlega kynnt öfluga verkefnaskrá sem lögð verður til grundvallar í kosninga- baráttunni og í ríkisstjómarstarfi nái hún góðri kosningu 8. maí n.k. Einn þeirra mörgu mála- flokka sem þar eru kynntir eru mennta- og menningamálin sem á brýnt erindi við námsmenn á öllum aldri. Elluni Lánasjóðinn Ekki þarf að fjölyrða mikið um þá miklu þraut sem íslenskir náms- menn hafa mátt þola í tíð núver- andi ríkisstjórnar þar sem náms- lán hafa ekki fylgt launaþróun í landinu. Örþrifaráð ríkisstjórnar- flokkanna korteri fyrir kosningar er ekki til að auka tiltrú náms- fólks á góðan vilja þeirra til að efla menntun og bæta kjör náms- manna. Stefna Samfylkingarinn- ar er skýr. Hún setur það á odd- inn að stórauka fé til Lánasjóðs íslenskra námsmanna til þess að taka upp samtímagreiðslur, hækka framfærslumörk og lækka endurgreiðsluhlutverk námslána. Mikilvægt er að hafa í huga að Lánasjóðurinn er eitt mikilvæg- asta tækið sem til er í landinu til að tryggja öllum aðgang að menntun. Margir einstaklingar frá efnalitlum heimilum hafa brotist til mennta fyrir tilstilli sjóðsins. Því þarf að efla hann sem frekast er kostur. Þess ber einnig að geta að framlag til Lánasjóðsins er eina framlag ís- lendinga til framhaldsnáms. Önnur Iönd veija milljörðum í rannsóknarnám til doktorsprófs og veita auk þess umtalsverðum Ijárhæðum í styrki til einstak- linga. Sem dæmi má nefna að greinarhöfundur fékk fjögurra ára styrk í doktorsnámi í Svíþjóð er nam um 170.000 krónum ís- Ienskum á mánuði. Vilji íslend- ingar telja sig til menningarþjóða verða þeir að stórauka framlög til mennta- og rannsókna. Fleiri stúdentagarðar Mikil húsnæðisekkla hamlar víða aðsókn nemenda að framahalds- og háskólum á íslandi. Þannig má nefna að verði ekkert að gert eru stórar líkur fyrir því að skort- ur á ódýru nemendahúsnæði muni hamla mjög frekari vexti Háskólans á Akureyri á næstu misserum. Hvers vegna er þá ekki byggt meira? Jú það hefur ekki fengist lánsfé til bygginga- framkvæmda frá árinu 1993! í upphafi ársins var Ibúðalána- sjóður svo örlátur að heimila lán til byggingu tíu nýrra íbúða. Það er þakkarvert en ekki nærri því nóg. Það er þó ekki mesta váin heldur hin að núverandi stjórnar- flokkar undir forystu Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra hafa afnumið félagslega húsnæð- iskerfið þannig að að ári liðnu verða ekki í boði félagsleg lán á lágum vöxtum sem nær allar stúdentabyggingar hafa verið Ijármagnaðar með fram að þessu. Hvað þýðir það? Jú, að eftir nokkur misseri muni leigan f nýju húsnæði sem verður í boði hækka umtalsvert. Samfylkingin hefur á stefnu- skrá sinni að endurreisa félags- legt húsnæðiskerfi sem tryggi að félagsleg úrræði falli sem best að þörfum fólks á hveijum tíma. Þá stefnir Samfylkingin að því að húsaleigubætur verði skattfijáls- ar í samræmi við vaxtarbætur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.