Dagur - 28.04.1999, Qupperneq 12
12 - MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999
VEDUR
L
ÍÞRÓTTIR
L.
Veðrið í dag...
Vestlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað sunnantil
og dálitil súld með suðurströndinni, en skýjað með
köflum eða léttskýjað norðantil. Hiti 4 til 10 stig.
Blönduós Akureyri
p mm fC) mm
§ — - • / \ ErBS -10 5- -5 | 0- -0 -5- 1 - T"
't"-----1---- i i-----1-------------r° —mmn-----—™-r—---------—i-------------Ho
M Mlð Fim Fös Lau Mán Þ(1 Mlö Rm Fös Uu Mán
J . j •s«S)y/ J
Egilsstaðir Bolungarvík
fC) mm ,„rc) mm
Ji - - ~ - B -10 -5 5- 0- 1 ■■
Þri Mið Flm Fös Lau M n »1 Mið Fim Fðs Lau Má
Reykjavík Kirkjubæjarklaustur
fC) mm ,„CC) mm
Ji - a i ■ 8 b - -10 -5 5- 0- 1 1 -
Þri Mið Fim Fðs Uu Sun M án ri Mið Fim Fðs Uu sún Má
y-—/ j V / J ; Y"^ J%'-1'*‘"*.* \ j^/
Stykkishólmur Stórhöfði
rcj mn r15 -Ot -10 j 5-1 q mm
■ - - _ 1 „ -5 0- -0 1 -5- B 1 ■ —1 rm
Pn Miö Fim Fös Lau Bun Mán Þrl Mið Flm Fös Lau Sun Mái
j j j | *,/./ j
Y Sd!ofa Veðurspárit 27.04.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með
skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s. er
Dæmi: '» táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegiim
í gærkvöld var greiðfært um helstu þjóðvegi landsins.
Vegna aurbleytu er öxulþungi takmarkaður víða á vegum
og er þaó kynnt með merkjum við viðkomandi vegi.
SEXTÍU
OG
SEX
NORÐU!
Glerárgötu 32
Akureyri
Alex Ferguson er sigursælasti stjórinn í enska boltanum á síðasta áratug
aldarinnar.
Ætluðu að reka
Alex Ferguson
Minn „HM-bikar“
Frakkinn David Ginola segir það
mikinn heiður íyrir sig að hafa
verið kosinn Ieikmaður ársins í
Englandi, eftir að eigin landar
hafi horft fram hjá hæfileikum
hans síðustu árin. Þar á Ginola
við að hann hafi ekki komið til
greina í franska landsliðshópinn á
HM á sl. sumri. „Þetta er minn
HM-bikar,“ sagði Ginola í samtali
við frönsk blöð eftir að hafa tekið
við viðurkenningunni frá samtök-
um enskra atvinnuknattspyrnu-
manna.
Ginola hefur að undanförnu
ekki átt upp á pallborðið hjá
frönsku landsliðsþjálfurunum og
hefur lengi þurft að gjalda fyrir
mistökin sem hann gerði í leik
gegn Búlgaríu, sem urðu til að
Frakkland komst ekki í úrslita-
keppni HM 1994. Hann hlaut
ekki náð fyrir augum Aime
Jacquet, landsliðsþjálfara, eins og
reyndar Eric Cantona og missti
þar af leiðandi af mesta sigri
franska landsliðsins til þessa.
„Að komast ekki í franska
landsliðið fyrir HM, voru mestu
vonbrigði mín á ferlinum og ég á
ekki von á að þar verði nein breyt-
ing á. I staðinn verð ég að einbeita
mér að því að vinna titla með
Tottenham og þar mun ég leggja
mig allan ffam,“ sagði Ginola.
Van der Sar til United?
Þær fréttir bárust frá höfuðstöðv-
um Manchester United að þreif-
ingar væru í gangi um kaup á hol-
Ienska landsliðsmarkverðinum
Edwin Van der Sar frá Ajax.
Van der Sar staðfesti í samtali
við hollenska íjölmiðla að viðræð-
ur væru í gangi og að forráða-
menn United hefðu haft sam-
band við sig í síðustu viku. „Þeir
vildu vita hug minn og hvort ég
hefði áhuga á að ganga til liðs við
félagið. Og auðvitað þarf ég að
hafa áhuga,“ sagði Van der Sar.
Að sögn forráðamanna United
hafa enn engar ákvarðanir verið
teknar, en Van der Sar mun þessa
stundina vera efstur á óskalista
félagsins. Hann hefur ekki farið
leynt með áhuga sinn á að ganga
til liðs við United, en þar er fyrir
góður vinur hans og fyrrum félagi
hjá Ajax, Japp Stam.
Ronaldo htítar að fara frá Inter
Brasilíski knattspyrnusnillingur-
inn Ronaldo hefur hótað að yfir-
gefa ítalska knattspyrnuliðið Inter
eftir að æstir aðdáendur liðsins
gerðu aðsúg að bíl hans þegar
hann yfirgaf leikvang félagsins
um helgina.
Inter sem var spáð sigri í ítölsku
úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar,
hefur ekki átt góðu gengi að fagna
í vetur og vermir nú níunda sæti
deildarinnar.
Æstir áhangendur liðins kenna
um sífelldum meiðslum Ronaldos
og Iélegum móral innan liðsins.
Tapið gegn Udinese um síðustu
helgi fyllti síðan mælinn og Iétu
áhangendur liðsins þá reiði sína
bitna á bifreið Ronaldos.
Ronaldo sagði í viðtali við fjöl-
miðla að sér þætti þetta mjög Ieið-
inlegt. „Svo virðist sem stuðnings-
menn Iiðsins séu búnir að gleyma
að ég skoraði 34 mörk fyrir Inter
á síðustu leiktíð. Ég er ekki að
biðja um neitt þakldæti, en mér
finnst ég eigi skilið einhvern
skilning á þeim sálrænu vanda-
málum sem hafa háð mér síðustu
níu mánuðina,“ sagði Ronaldo.
Sú var tídin að stjóm
Mandiester United
hugleiddi í alvöru að
reka Alex Ferguson.
Nú hýður húu honum
hálfau milljarð í árs-
lauu haldi liaim áfram
með liðið, sem hann
hefur gert að besta liði
Englands á tíuuda ára-
tugnum.
Það hefur ekki alltaf gengið jafn
glatt hjá Alex Ferguson, eftir að
hann tók við knattspyrnustjórn-
inni á Old Trafford, eins og þessa
dagana. Ferguson er sigursælasti
stjórinn í enska boltanum á síð-
asta áratug aldarinnar og er að
komast á stall með landa sínum,
Bill Shankley og Bob Paisley sem
reistu Liverpool úr rústunum í
byrjun sjöunda áratugarins. Þess-
ir þrír knattspyrnustjórar eru
meðal þeirra sigursælustu í Evr-
ópu og takist Ferguson að vinna
þrennuna stóru og landa fyrsta
Evrópubikarnum á Old Trafford
eftir þijátíu ára bið má mikið vera
ef hann stendur ekki fremstur
meðal jafningjanna.
Það er því ótrúlegt að í byrjun
árs 1990 hafði stjórn Manchester
United tekið þá ákvörðun að reka
Alex Ferguson ef honum tækist
ekki leiða liðið til sigurs gegn
Nottingham Forest í þriðju um-
ferð ensku bikarkeppninnar,
þann 7. janúar. Það var Mark
Robins sem Ieysti snöruna af
hálsi Skotans með sigurmarkinu
á hundblautum og þungum City
Ground vellinum.
í fimmtánda sætinu
Reiði stjórnarmanna þessa fyrr-
um stórveldis var réttlætt með því
að liðið var aðeins í fimmtánda
sæti fyrstu deildarinnar, eins og
efsta deildin hét þá og hafði mátt
þola þá niðurlægingu að tapa 5-1
fyrir nágrönnum sínum í
Manchester City, sem nú Ieikur í
annarri deild. Liðið hafði einnig
tapað fyrir Tottenham í deildar-
bikarnum og þetta var staða sem
stjórnarmenn á Old Trafford gátu
ekki sætt sig við. Manchester
United hafði fallið í aðra deild
nokkrum árum áður en unnið sig
upp með stæl árið eftir. Allt var
gert til að liðið risi sem fyrst úr
öskustónni og toppknattspyrnu-
stjórar, Tommy Docherty og Ron
Atckinson, voru meðal þeirra sem
rcMidu að rétta Manchesterskút-
una við. Allt kom fyrir ekki því
meistaratitillinn lét ekki sjá sig í
bikarsafninu. Þeir voru báðir
reknir. Sömu örlög biðu Alex
Ferguson. Skotinn hógværi hafði
byggt skoska Iiðið Aberdeen, nán-
ast úr engu, og gert það að stór-
liði í Evrópu þegar hann var feng-
inn til Old Trafford. En enginn
lifir á fomri frægð í herbúðum
Manchester United og því heimt-
aði stjórnin að Ferguson léti verk-
in tala.
Fimm hundruð og fimmtiii
milljtíiiir
Nú er öldin önnur hjá Alex Fergu-
son. Engum dettur í hug að reka
hann heldur reynir stjórnin að
halda dauðahaldi í þennan mess-
ías, sem þeir fengu sendan frá
Skotlandi fyrir þrettán árum. Til
að tryggja sér áframhaldandi
starfskrafta hans hefur
Manchester United boðið Fergu-
son 550 milljónir í árslaun. Þar
með verður Alex Ferguson hæst-
Iaunaði knattspyrnustjóri Eng-
lands. Gangi allt upp hjá honum
skrifar hann merkilegasta kaflann
í sögu evrópskrar knattspyrnu til
þessa. Að vinna enska meist-
aratitlinn, enska bikarinn og kiára
dæmið í Barcelona í næsta mán-
uði með sigri á Bayern Munchen
í Meistaradeildinni er nokkuð
sem ekki hefur áður tekist og
óvíst að nokkur komist jafn ná-
Iægt þessu drauma takmarki og
Ferguson nú. Bob Paisley stóð í
þessum sporum með Liverpool
árið 1977 en náði „aðeins“ að
vinna enska meistaratitilinn og
Evrópukeppni meistaraliða eins
og meistaradeildin hét þá.
Manchester United kom í veg fyr-
ir að Paisley, fyrstur manna, kæmi
höndum á þrennuna eftirsóttu
með 2-1 sigri í frábærum úrslita-
Ieik á Wembley. Það er kaldhæðni
örlaganna að Liverpool hefur
tækifæri til að hcr i,*n'
frá 1977, nái liðið að eyðileggja
meistaravonir Manchester
United þegar liðið heimsækir An-
field Road þann 5. maí næstkom-
andi. - GÞÖ
Árangur Fergusons ineð
United
1990 Bikarmeistarar.
1991 Evrópumeistarar bikarhafa.
Sigurvegarar „Super Cup“,
gegn Rauðu Stjörnunni,
Evrópumeisturum meist-
araliða.
1992 Deildarbikarmeistarar.
1993 Englandsmeistarar.
1994 Englandsmeistarar.
1996 Englandsmeistarar.
Bikarmeistarar.
1997 Englandsmeistarar.