Dagur - 28.04.1999, Síða 13

Dagur - 28.04.1999, Síða 13
MIDVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Stj arnan vann meistaratitiliim Stjaman tryggdi sér í fyrrakvöld íslands- meistaratitilinn í handknattleik kvenna er þær unnu FH-inga með níu marka mun í þriðja leik úrslitaein- vígis liðanna. Það stefndi í hörkuspennandi Ieik milli Stjörnunnar og FH í Asgarði í fyrrakvöld, þegar liðin léku þriðja leikinn í úrslitaeinvíginu um Islandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Fyrir leik- inn var Stjarnan komin með aðra höndina á Islandsbikarinn, eftir mikinn baráttusigur í Hafnarfirði, þar sem FH-ingar Ieiddu með tólf marka mun í hálfleik 18-6. En það ótrúlega gerðist, Stjörnunni tókst að jafna leikinn og knýja fram framlengingu, sem reyndar urðu tvær, því eftir þá fyrri var enn jafnt. í þeirri seinni náði Stjarnan svo að sigla framúr og sigraði með aðeins eins marks mun 30-31. Þar með var staðan í einvíginu 2-0 íýrir Stjörnuna eftir eins marks sigur, 20-19, í fyrsta leiknum í Garðabæ og staðan því óneitanlega hagstæð fyrir þriðja leikinn í Garðabænum. Góð byrjun FH Með þessa skelfilegu útreið á bak- inu mætti hið unga og efnilega FH-Iið svo til leiks í Garðabænum og virtist til alls líklegt eftir góða byijun í Ieiknum. Þær náðu strax forystunni og héldu henni framan af, þar til Stjarnan náði undirtök- unum er líða tók á hálfleikinn og var staðan 14-12 í hálfleik fyrir heimamenn. íslandsmeistarar Stjörnunnar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og bættu strax við tveimur mörkum. Þær juku síðan stöðugt við muninn á meðan FH- liðinu tókst aðeins að skora þrjú mörk og var munurinn lengst af fimm mörk. Þegar um tólf mínút- ur voru eftir af leiknum var eins og allur kraftur væri úr FH-liðinu og Stjarnan gekk á lagið og skor- aði nú næstu sjö mörkin. Þær léku við hvern sinn fingur með Ingu Björgvinsdóttur í broddi fylkingar, sem skoraði alls níu mörk í leiknum með sínum frægu dúndurskotum. Þrátt fyrir mótlætið gáfust FH- stelpurnar aldrei upp og áttu ágæta innkomu í leikinn á lokamínútunum. En munurinn var of mikill og með ellefu mörk í forskot gat Stjarnan Ieyft sér að slaka á í lokin, enda sigurinn fyrir löngu í höfn og íokatölur 34-25. Sterk liðsheild Liðsheild Stjörnunnar var rnjög öflug og eftir að vörnin small saman í seinni hálfleik komu ungu stelpurnar í liðinu til skjal- anna á rneðan stórskyttan Ragn- heiður Stephensen var teldn úr umferð. Eins og áður sagði var það Inga Björgvinsdóttir sem þar fór fremst i flokki, en þar er á ferðinni mikil skytta sem á örugg- lega eftir að Iáta mildð að sér kveða í framtíðinni. Auk hennar áttu þær Inga Fríða Tryggvadóttir, sem skoraði sex mörk og Anna Blöndal, sem skoraði fjögur, mjög góðan leik. Ekki má gleyma Mar- gréti Theodórsdóttur, sem er kjöl- festan í vörninni ásamt Ingu Fríðu, en Margrét hefur vaxið með hveijum leik og segja þeir sem lengi hafa fylgst með boltan- um að hún hafi sjaldan verið betri, enda á besta aldri. Nína Björnsdóttir, sýndi líka skemmti- Iega takta, en hún skoraði þijú mörk með skemmtilegum tilþrif- um. Að haki sterkri vörn Stjörn- unnar stóð svo Lijana Sadzon, sem á köflum varði mjög vel, en hún lokaði hreinlega á FH-Iiðið um tíma í seinni hálfleiknum. Ungt og efnilegt Uð FH-inga Hjá liði FH-inga sem áttu mjög erfitt uppdráttar í þessum leik eft- ir dramatfkina í öðrum Ieiknum, bar mest á Dagnýju Skúladóttur, sem skoraði sex mörk í leiknum. Annars var liðið nokkuð jafnt og oft brá fyrir skemmtilegum leikköflum hjá liðinu. Þær sýndu að þær geta spilað mjög sterkan varnarleik og Jolanta Slapikiene í markinu er mjög öflugur mark- vörður. Stelpurnar eru flestar mjög ungar, en eiga svo sannar- Iega framtiðina fyrir sér. Sumir segja að þarna fari eitt efnilegasta félagslið sem lengi hefur sést í kvennaboltanum, sem eigi eftir að Iáta mikið að sér kveða á nýrri öld. Þær spila hraðan og skemmtileg- an bolta, öðruvísi en önnur lið og mikil barátta er í liðinu. Þær eru reynslunni ríkari og framtíðin er þeirra. Stjarnan erbest Stjarnan sýndi það óneitanlega í úrslitakeppninni að þar fer besta handknattleikslið landsins í Icvennaboltanum. Þær unnu alla sína leiki í keppninni og tr)'ggðu sér með glæsibrag Qórða Islands- meistaratitilinn, sem þær unnu fyrst árið 1991. Síðan urðu þær aftur meistarar árið 1995 og síð- ast í fyira, þegar þær unnu alla þrjá titlana. Auk fjögurra íslands- meistaratitla hefur liðið sjö sinn- um orðið deildarmeistari síðan 1992 og nú sjötta árið í röð. Liðið hefur einnig þrisvar sinnuin orðið bikarmeistari, fyrst árið 1989 og síðan 1996 og 1998. Það er því ekki hægt að segja annað en ár- angur liðsins hafi verið mjög glæsilegur og tíundi áratugurinn er sannarlega áratugur Stjörn- unnar. Arangur Stjörnuimar í vetur A nýliðnu keppnstímabili lék Stjarnan alls 26 leiki í deild, bikar og í úrslitakeppninni. Þar af unnu þær 21 leik, gerðu eitt jafntefli og töpuðu fjórum. Af 21 sigurleik unnu þær 14 í deildarkeppninni og síðan alla sjö leikina í úrslita- keppninni. 1 deildarkeppninni töpuðu þær fyrsta Ieiknum gegn Haukum og unnu síðan fimm næstu áður en þær gerðu jafntefli við FH í sjö- undu umferðinni. Síðan komu níu sigurleikir í röð, áður en liðið tapaði tveimur síðustu leikjunum gegn Víkingi og Fram. Stjarnan varð fyrir því áfalli að missa fyrir- liða sinn Herdísi Sigurbergsdótt- ur í meiðsl þegar fimm umferðir voru eftir af deildarkeppninni og lék hún eftir það ekkert meira með Iiðinu. Hennar var sárt sakn- að í næstu leikjum, en eftir síð- ustu leikina í deildarkeppninni lagaðist leikur Stjörnunnar aftur til muna, sem skilaði þeim tap- lausum í gegnum keppnina. I bikarkeppninni féll Stjarnan strax úr keppni í fyrstu umferð, er þær töpuðu gegn Haukum með níu marka mun 16-25. Deildarkeppnitt: Haukar - Stjarnan 22-20 Stjarnan - IR 37-20 KA - Stjarnan 17-24 Stjarnan - Valur 30-27 ÍBV - Stjarnan 27-28 Grótta/KR - Stjarnan 24-25 Stjarnan - FH 22-22 Víkingur - Stjarnan 24-34 Stjarnan - Fram 29-2) Stjarnan - Haukar 25-18 Stjarnan - KA 32-11 IR - Stjarnan 24-39 Valur - Stjarnan 24-28 Stjarnan - ÍBV 30-18 Stjarnan - Grótta/KR 24-22 FH - Stjarnan 21-33 Stjarnan - Víkingur 22-23 Fram - Stjarnan 32-29 Úrslitakeppnin 8-iiða úrslit: Stjarnan - Grótta/KR 24-22 Grótta/KR - Stjarnan 17-24 4-liða úrslit: Stjarnan - Valur 18-17 Valur - Stjarnan 20-24 Úrslitaeinvígið: Stjarnan - FH 20-19 FH - Stjarnan 30-31 Stjarnan - FH 33-25 lavita: É BELLAi n m bio * RÁÐHÚSTORGI liilip ■mbbbhhí □□|OOCBY| OIGITAL SALURA SÍMI 461 4666 Tkx SALURB í hjarta borgariimar er svln með stórt hjarta Sýnd kl. 17 Saga um ásl týnda og fundna. Sýnd kl. 17 og i9 Sýnd kl. <8.40 FOR- SÝNING POWER SYNING Sýnd kl. 21 Synd kl. 21 POWER SÝNING uda Sýnd kl. 11.30 Sýnd kl. 23 Simi 462 3500 ♦ Holabraut 12 * www.nett.ia/borgarbio ijjm m/mÆ 9 BJjJt 'Nt. LA VITA E BELLA - LIEE IS BEAUTIFUL: NU ER HUN K0MIN AFTUR EFTIR PASKAFRIIÐ, 3 0SKARS-VERÐLAUN! BESTA MYNDIN, BESTI LEIKARI i KARLHLUTVERKI, BESTA KVIKMYNDATÓNLISTIN (DRAMA) FRABÆR GRINMYND UM FJ0L- SKYLDU SEM DVELUR NEÐAN- JARÐAR í SPRENGJUSKYLI I 35 AR VEGNA ÞESS AÐ ÞAU HAÍDA AÐ KJARNORKUSPRENGJA HAFI SPRUNGIÐ A YFIRBORÐI JARÐAR Midvikud. kl. 23 Miðvikud. kl. 21. OOLBY DOLBY

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.