Dagur - 01.05.1999, Page 1

Dagur - 01.05.1999, Page 1
Brotabrot úr baráttusögu verkakveraia Eftir því sem samkeppnin innan auðvaldsþjóðfélagsins vex, verða árásir auðvaldsins á laun verkalýðsins ákafari en nokkru sinni fyrr. Og jaínframt eykst þátttaka kvenna og unglinga í framleiðslunni. Tækni og verkaskipting nútímans útheimtir minni þekkingu og krafta. Vélar nútímans heimta árvekni og snör handtök, sem hefur gert það að verkum, að kvenfólk og unglingar geta á mörgum sviðum afkastað sömu vinnu og karlar. Síðustu 10 árin hefur kvenfólki sem vinnur Iaunavinnu fjölgað gífurlega, þrátt lyrir aukið atvinnuleysi meðal karlmanna. Orsakirnar eru: Fyrst hin ríkjandi skoðun um undirgefni konunnar, annað að kvenfólk hefur miklu yngri og veilcari hagsmunasamtök en karlmenn. Atvinnurek- endur hafa hagnýtt sér hina veiku aðstöðu kvenna, til að lækka laun verkamanna og þegar það hefur ekki tekist, hafa verkamennirnir verið reknir frá vinnu og konur teknar í stað- inn fyrir oft helmingi lægri laun en karlmenn. Og það eins þótt þær afköstuðu jafn miklu og karlmenn. Það á að heita, að konur hafi hér sama rétt til lífsins og karlmenn. Með margra ára baráttu tókst íslenskum konum að vinna sér pólitísk réttindi til jafns við karla. Eftir að kon- ur fengu kosningarétt dofnaði mjög yfír baráttu kvenna. Leiðtogar kvenfrelsisbaráttunnar, sem flest voru yfirstéttar- konur, töldu réttindum kvenna fullborgið, að fengnum kosn- ingarétti kvenna, baráttan íyrir lífínu var þeim algjört auka- atriði. Það sýndi sig líka strax, að flestar konur sem kosnar voru til þings eða bæjarstjóma, komu þar fram sem fulltrú- ar auðvaldsins, og gerðust þar með fjendur allra vinnandi kvenna. Arangurinn af baráttu kvenna fyrir pólitískum rétt- indum, hefur því ekki orðið annar en sá, að styrkja auðvald- ið í baráttunni gegn verkalýðnum. Listamenn lögðu málgögnum verkalýðshreyfingarinnar oft lið á fyrri árum. Rithöfundar birtu smásögur í þeim, skáldin Ijóð sín og mynd- listasmenn skreyttu. Dúkristur listamanna eru sérstakur kapituli í sögu fjölmiðlunar og myndlistar. Myndamót voru dýr og framan af öldinni voru þau aðeins gerð í útlöndum. En íslenskir listamenn skáru þá myndir í línóleumdúk sem settar voru í pressu og prentaðar með öðru efni í btöðunum. Myndin á forsíðu Jólablaðs verkakvenna 1931 var skorin afJóni Engilberts. Pú ert svo fljót, að þér duga fjórar krónur Það mun ekki ofmælt að Jóhanna Egilsdóttir er einn farsælasti Ieiðtogi íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Þar var hún lengi í forystusveit og barðist ótrauð við að rétta hlut verkakvenna sem lengi voru öskubuskur á vinnu- markaði. Þótt kjör verkamanna á fyrstu áratugum aldarinnar væru bágborin tók fyrst steininn úr þegar kom að launagreiðslum til kvenna, sem oft unnu ekki síður erfið störf og iðulega hin sömu og karlar en voru aðeins hálf- drættingar á við karla í launatekj- um. Þótt við ramman reip væri að draga þegar verkamenn stofnuðu sín samtök til að freista þess að bæta kjörin og fá að semja um viðurkenndan launataxta, var róðurinn ennþá þyngri þegar kom til kasta kvenna að beijast fyrir bættum kjörum og sann- gjörnum launum. Hlutur Jó- hönnu Egilsdóttur í þeirri bar- áttu er veí kunnur og verður ekki rakinn hér, en tilgreind dæmi sem hún sagði um kjör verka- kvenna í bókinni Við sem byggð- um þessa borg eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson: „Eg þekkti unga stúlku sem kom hingað utan af landi. Þá var erfitt að fá vinnu. Hún réðist sem vinnukona til verkstjóra nokkurs. Hann réði hana síðan í aðra vinnu. Þar tók hún í hver vikulok á móti fjörutíu og tveimur krón- um og með þær fór hún til hús- bóndans. I hver mánaðarlok greiddi hann henni umsamið kaup fjörutíu og fimm krónur fyrir mánuðinn. Þessi stúlka fór í vinnu sína klukkan 6 á hverjum morgni. I hádeginu keypti hún til heimilisins, þvoði upp og þaut í fiskvinnuna, á kvöldin sótti hún vatn í bæinn, skúraði gólfið og tók til, því að frúin var fín.“ Um aðra konu sagði Jóhanna eftirfarandi: „Erfiðust var lífsbar- átta ekknanna með börn sín. Eg man eina konu með fjögur ung börn. Hún stundaði þvotta. Hún fór á fætur eldsnemma á hverjum morgni, stagaði og bætti, eldaði fisk og kartöflur, bjó út bita handa börnunum, skildi þau svo eftir og fór út að þvo. Hún fékk fjórar krónur og fimmtíu fyrir daginn. Auk þess tók hún að sér að ræsta stóra skrifstofu, og fyrir það fékk hún þijátíu og fimm krónur á mánuði. Þessi kona var oftast sjúk af þreytu, með verk í útlimum, vöðvabólgu, sina- skeiðabólgu í annarri hendinni og þar fram eftir götum. En hún barðist, hún barðist svo hetju- legri baráttu, að fátítt er, þó að margar ekkjur ættu Iíka sögu. Einu sinni hljóp hún í skarðið fyrir aðra konu og var fljótari með þvottinn en sú kona. Þess vegna sagði frúin í húsinu við hana um kvöldið: „Eg hef alltaf borgað henni Stínu gömlu fjórar krónur og fímmtíu, en þú ert svo fljót, að þér duga fjórar krónur." Einu sinni fékk þessi verka- kona hjálp frá bænum um skeið. Þá voru kosningar, og hún ætlaði að kjósa, en fékk ekki. Hún kom til mín og sagði mér frá þessu: Þá skildi ég hvað það var, sem ég hafði lesið í Islendingasögum, að hagl hefði hrotið af auga. Það var ekki tár sem hrökk af auga henn- ar, heldur var það hagl. Þetta var mikil skapkona, hún var bókstaf- lega miður sín af heift... Hún stundaði þvotta og skúringar þar til fyrir fáum árum, þá fékk hún slag og dó skömmu síðar. Börnin hennar komust öll vel áfram, en hún var einmana í ellinni...“ Sömu laun fyrir sömu viunu Snemma kom fram krafan um sömu Iaun fyrir sömu vinnu. Nú er launajafnrétti lögbundið en mörgum konum þykir langt í land að orð og efndir standist á. Og einhver ágreiningur er uppi um hvort launajafnrétti og póli- tísk áhrif kvenna séu nokkurn veginn eitt og hið sama. I Jólablaði verkakvenna, sem Kvennadeild Kommúnistaflokks Islands gaf út árið 1931, í byijun kreppunnar miklu, er grein eftir ónafngreinda verkakonu undir fyrirsögninni Sömu laun fyrir sömu \innu: Sjá framhald á bls. 2og 3

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.