Dagur - 04.05.1999, Page 4
20- ÞRIÐJUDAGUR i. MAÍ 1999
Dagwr
BRÉF TIL KOLLU
„Framundan var gras-
flötur. Þar fyrir neðan
vatnið - Winnipegvatn.
Sóiin speglaðist í
dimmum vatnsfletin-
um.“
Minningar frá
Manitoba
Elsku Kolla.
Sumar í Manitoba. Sólin
var brennandi heit. Ég sat í
skugga trjánna. Helga
frænka kom út úr húsinu
með kökur og ávaxtasafa. í
rósóttum sumarkjól. Há og
tíguleg. Drengirnir horfðu
á mig úr dyragættinni.
Ennþá ögn feimnir.
Ég var nýkomin. Föl og
rengluleg. Með ótrúlega langan háls og stór
augu. Unghngur í ókunnu landi. Óralangt
að heiman. Komin til að vera allt sumarið.
Framundan var grasflötur. Þar fyrir neð-
an vatnið - Winnipegvatn. Sólin speglaðist í
dimmum vatnsfletinum.
Mér leið strax vel í þessu nýja umhverfl.
Helga minnti á mömmu. Óttalaus í fram-
komu. Hrein og bein. Með há kinnbein og
móbrún augu. Þær voru bræðrabörn, hún
og mamma.
Við sátum oft í þessum garði. í skugga
trjánna. Þar var lagt á borð aUa daga. Þar
var lesið, spilað og hlegið. Þar var tekið á
móti gestum.
í þessum garði hitti ég Einar afabróður
minn og dætur hans í fyrsta sinn.
Einar var höfðinglegur maður. Háaldrað-
ur, þegar hér var komið sögu. Búinn að
vera í nýja landinu í hálfa öld. Mildilegur
með stórar hendur. Alveg eins og afi heima.
Sjómannshendur. Einar og kona hans, Sól-
veig, áttu lítið kot við norðarnvert vatnið.
Þau áttu hka bát. Seldu fisk í nágranna-
byggðum. Aldrei nóg þó til að geta heimsótt
gamla landið. Töluðu bæði aldamótaís-
lenzku. Með kanadísku ívafi. Sólveig hafði
aldrei lært ensku. Það fannst mér skrítið.
En hún fór sjaldan af bæ.
Til nýja landsins
Þeir bræðumir höfðu verið mjög samrýndir í
æsku. Fátækir bóndasynir úr Fljótshlíðinni.
Attu ekki margra kosta völ í lífinu. Bjuggu í
hjáleigu. Fóru á vertfð. Sinntu búskap þess á
milli. Báðir kvæntir menn um aldamótin.
Einar var yngri. Átti eina dóttur. Afi og amma
áttu ómegð. Misstu tvö börn í barnaveiki.
Árið 1907 brugðu þeir bræður búskap.
Afi ákvað að freista gæfunnar í höfuðborg-
inni. Setti hest undir heyvagninn og labbaði
af stað yfir heiðina með börn og buru. Einar
vildi út. Til vesturheims. Til nýja landsins.
Þar spriklaði fiskur í hverjum læk. Landið
var gjöfult. Þar biðu tækifærin. Auðvitað
freistaði þetta afa. En börnin voru mörg.
Farið kostaði mikla peninga. Hann varð eft-
ir. Einar sigldi. Þeir sáust aldrei aftur.
Verkamenn í vtngarði
Einar og Sólveig eignuðust þijár dætur. Siggu
- sem fæddist á Islandi - Helgu og síðan
Völu. Þær bjuggu allar í Manitoba, en langt
hver ffá annarri. Enda ólíkar sem dagur og
nótt. Sigga var saumakona. Afskaplega kven-
Ieg, með mjótt mitti og svart hár. Vann í stóru
magasíni í Winnipeg. Ég heimsótti hana-
þangað. Hún gaf mér fyrsta bijóstahaldarann.
Mikið feimnismál.
Vala var hláturmildust. Hún söng alla
daga. Ljóshærð og bláeygð. Átti mann af
þýzkum ættum. Þau áttu falleg böm. Ráku
hótel af miklum rausnarskap í htlu þorpi
vestur af Winnipeg.
Helga mín var hjúkrunarkona. Enda með
bein í nefinu, skýrmælt og staðföst. Ken,
maður hennar var ljúflingur. Gerði að
gamni sínu. Alltaf brosandi. Bættu hvort
annað upp. Höfðu bæði gegnt herskyldu á
stríðsárunum. Ken og Helga áttu tvo íjör-
lega syni. Ég synti með þeim í vatninu.
Aht var mér þetta ógleymanlegt fólk.
Hefur lifað í minningunni öll þessi ár.
Seinna þetta sumar dvaldist ég nokkra
daga í kotinu hjá Einari og Sólveigu. Litla
stofan var rammíslenzk. Jafnvel klukkan á
veggnum hafði fylgt þeim aha þessa löngu
leið. Á hverjum morgni ýtti hann bátnum úr
vör. Fór aldrei langt. Ég vék ekki frá honum
þessa daga. Skynjaði heimþrána. Skynjaði
söknuðinn. Ef til vill beizkju. - Og þó. Hvað
hafði lífið í nýja landinu fært honum?
Winnipegvatn er grunnt. Þegar hvessir,
verða öldurnar himinháar. Á veturna botn-
frýs vatnið. Indíánarnir höfðu kennt honum
fyrstu handtökin. Landið hér norður frá var
harðbýlt. Erfitt til ræktunar. Lánið lék ekki
við hann í landi tækifæranna. En hann gat
ekki snúið heim aftur. Og hvað hafði ísland
að bjóða honum?
Afi komst á sjóinn um tíma. Löngum og
löngum var hann atvinnulaus. Eignaðist
aldrei neitt. Missti tvo syni í sjóinn. Hugsaði
oft til bróður síns. í rauninni var h'f þeirra
mjög svipað. Verkamenn í víngarði drottins.
Þrátt fyrir langan aðskilnað voru þessir
tveir menn ótrúlega lfldr. Æðruleysi var
þeirra aðalsmerki. Heilt haf skildi á milli.
En þeir voru saman í huganum. Hugsuðu
hvor til annars á degi hverjum. Báru um-
hyggju hvor fyrir öðrum. Elskuðust eins og
bræður.
Ég var sú taug, sem tengdi þessa tvo
menn saman. Færði þá nær hvor öðrum. Ég
kom heim um haustið. Dögum saman vék
ég ekki frá afa. Hann þyrsti í fréttir af Ein-
ari bróður. Ég sagði honum aftur og aftur
sögur af Einari. Lýsti húsinu hans, bátnum
hans, höndunum hans. Stundum fór afi að
gráta. Ég skynjaði söknuðinn, eftirsjána. Af
hverju skildust leiðir? Land tækifæranna!
Hvar var það?
Afi dó þetta sama haust, Kolla.
P.S.
í sumar sem leið kom ég aftur til Man-
itoba. Þá rifjaðist þetta allt upp. Þau eru öll
dáin nema Helga. Hún verður áttræð í
næsta mánuði. Ég gerði mér ferð til að
skoða húsið við vatnið. Það hafði stækkað í
minningunni. Ég þekkti það ekki aftur. Búið
að leggja járnbrautarteina yfír túnið. Eng-
inn skuggi af trjánum lengur. Engin stelpa
að hnoðast með tvo litla stráka í fanginu.
Þín Bryndís
■menningar I
LÍFIB
Lóa
Akfisardóttír
Rent hefst í næstu viku
Aðstandendur Rent eru að vísu
búnir að vera frekar duglegir við
að kynna þennan hugsanlega
væntanlegan sumarsmell en þar
sem þeir eru eflaust margir sem
hlakka til að sjá þennan fyrsta
söngleik sumarsins þá tilkynnist
það hér með að tæpri viku eftir
kosningar, eða föstudaginn 14.
maí, verður bandaríski söngleik-
urinn Rent frumsýndur í Loft-
kastalanum. Eins og eigi er óal-
gengt í heimi söngleikja þá bygg-
ir Rent að nokkru leyti á öðru og
eldra verki, eða óperunni La
Boheme.
Viðfangs-
efnið er:
ástin og
lífsþorst-
inn. Og
hvers
meira er
hægt að
kreíjast á
yfirvofandi
sum-
arnáttum?
Albúmin
Bóka-
safns-
fræðingurinn Susan Tucker
heldur fyrirlestur á morgun kl.
17 í Odda (stofa 101) á vegum
Rannsóknastofu £ kvennafræð-
um og ætlar að fjalla þar um
Orð og myndir í úrklippubókum
amerískra kvenna, þ.e. um varð-
veislu minninga því eins og segir
í tilkynningu frá rannsóknastof-
unni þá eru það konur sem
„hafa í gegnum tíðina haldið til
haga og varðveitt persónulegar
heimildir og Ijölskyldualbúm."
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Hæðnislegur barnaharm-
leikur (!)
Það er ekki alveg komið að sum-
arffíum hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur því þar eru menn byijaðir að
æfa leikritið Vorið vaknar eftir
þýska leikskáldið Frank Wede-
kind, Ieikrit sem höfundur kallar
hæðnislegan barnaharmleik en
þetta fullorðinsleikrit mun svo
óvenjulega mannað að það fjall-
ar nær eingöngu um unglinga.
Það er Kristi'n Jóhannesdóttir
sem leikstýrir.
loa@IT.is
s_______________________________)
Brynhiidur Guðjóns-
dóttir /eikur eitt aðal-
hlutverkið í Rent.
Hræsnarinn Blair
íslenskir jafnaðarmenn hafa
ekki þreyst á því að bera lof á
vælukjóalegan forsætisráðherra
Breta, Tony Blair, sem þeir telja
sálufélaga sinn og mikinn leið-
toga. Síðustu vikur hefur Blair
verið óspar á að hampa sjáifum
sér sem miklum réttlætissinna
sem þoli ekki órétt og sé reiðu-
búinn að leggja ýmislegt í söl-
urnar til að hrinda einræðis-
herrum úr valdastóli.
Réttlætishjal Blairs er píp
eitt. Ríkisstjórn hans hefur
heimilað leyfi til vopnaútflutnings
MENNINGAR
VAKTIN
Koibrún
Bergþórsdóttír
skrifar
kreljast
legur er vopnaútflutning-
urinn orðinn að hann
slær út verk forvera
þeirra, íhaldsflokksins, í
þeim efnum. Það er ekk-
ert leyndarmál til hvers
vopnin eru brúkuð.
Indónesíski herinn notar
þau til að murka lífið úr
Austur-Tímorum, sem í
langan tíma hafa háð
hetjulega sjálfstæðisbar-
áttu. Breska ríkisstjórnin
neitar ekki aðeins að
þess að Indónesar hverfi
til indónesíska hersins, og svo ríf- með herdeildir sínar frá Austui
Tímor heldur færir hún Indónesum
vopn í hendur til að myrða sak-
lausa borgara. Á sama tíma þykist
hún sýna djörfung og dug í málefn-
um Kosovo.
Tony Blair kallar sig jafnaðar-
mann og þykist maður með mönn-
um meðal þeirra. Auðvitað er hann
ekkert annað en enn einn hræsnis-
fullur dugleysinginn í hópi þjóðar-
leiðtoga heims. Það er vont fyrir
jarðarbúa að eiga líf og limi undir
verkum valdamanna af þesari teg-
und, enda virðist þeim ganga bæri-
lega að murka lífið úr meðbræðum
sínum.
„Tony Blair kallar sig jafnaðarmann og þykist maður með
mönnum meðal þeirra. Auðvitað er hann ekkert annað
en enn einn hræsnisfullur dugleysinginn íhópi þjóðar-
leiðtoga heims."