Dagur - 06.05.1999, Síða 1
Harðar deilur
um leikskólaliða
Hiti í leikskólakenn-
uruni. Skiptar skoð-
anir iuii tillögu
stjómar um menutun
leikskólaliða. Ávísun
á atvinnuleysi. Ríkið
sparar.
Töluverður hiti er meðal leik-
skólakennara vegna tillögu Fé-
lags íslenskra Ieikskólakennara
að félagið beiti sér fyrir því að
skipulagt verði hagnýtt háskóla-
nám fyrir ófaglærðra starfsmenn
leikskóla. Þetta yrði tveggja ára
nám með starfi og án stúdents-
prófs í stað hefðbundins þriggja
ára háskólanáms. Þessir starfs-
menn, eða leikskólaliðar, eiga að
fá réttindi til að starfa í Ieikskól-
um undir stjórn leikskólakenn-
ara og yrðu félagsmenn í félagi
þeirra. Markmiðið sé að minnka
þann gríðarlega skort sem er á
leikskólakennurum og álag á
þeim sem fyrir eru. A öllu land-
inu er talið að það vanti um
2000 leikskólakennara.
Ávísun á atvinnuleysi
Tillagan hefur valdið miklu róti
hjá leikskólakennurum. Innan
þeirra raða velta menn því m.a.
fyrir sér hvort tilkoma leikskóla-
liða muni Ieiða til atvinnuleysis
meðal leikskólakennara og þá
einkum á Ak-
ureyri. Þá sé
líka ástæða til
að spá í það
hvort það
kunni að hafa
einhverjar af-
leiðingar fyrir
framlög ríkis-
ins til mennt-
unar Ieik-
skólakennara
þegar menntun
leikskólaliða
kostar kannski 67% af því sem
kostar að mennta leikskólakenn-
ara. Með því að opna lögin um
leikskólakennara sé áleitið hvort
ekki sé verið að færa stjórnvöld-
um upp í hendurnar stjórntæki
til að dreifa leikskólakennurum á
milli staða.
Þröstur Brynjarsson, varafor-
maður Félags íslenskra leik-
Hart er nú deilt um nýja starfsstétt
leikskólalida.
skólakennara, segir að mjög
skiptar skoðanir séu um þessa
tillögu innan félagsins. Hann
telur líklegt að þetta verði hita-
mál á 11. fulltrúaráðsþingi fé-
lagsins í lok næstu viku. Hann
minnir á að fulltrúaráðsþingið sé
æðsta vald fé-
lagsins og engin
hætta á öðru en
að félagsmenn
muni hlíta lýð-
ræðislegum
meirihluta við
afgreiðslu til-
lögunnar án
nokkurs eftir-
mála.
Jóhanna Ein-
arsdóttir, skor-
arstjóri leik-
skólakennaraskorar í Kennara-
háskóla Islands, KHI, segir að
bæjarfélög hafi verið að velta því
fyrir sér hvort KHI og Háskólinn
á Akureyri gætu tekið starfsfólk
leikskóla í nám, sem sé búið að
vinna þar lengi. Hún áréttar
hinsvegar að KHI þurfi að fá
meira fé til Ieikskólaskorar. I því
sambandi bendir hún á að skól-
inn geti ekki tekið við nema
hluta af þeim sem sækja um Ieik-
skólakennaranám í KHI.
Fjarlægt markmið
I greinargerð með tillögunni
kemur fram að í árslok 1997 hafi
aðeins 35% starfsmanna leik-
skóla verið með leikskóla-
kennaramenntun. Þetta hlutfall
hefur síðan farið lækkandi síð-
ustu ár samfara mikilli uppbygg-
ingu leikskóla. Þá hefur einnig
reynst erfiðara að ráða ófaglært
fólk og margir stoppa stutt með
batnandi efnahag. Þetta hefur
skapað gífurlega mikið álag i
leikskólum og þær raddir verða
sífellt háværari að til einhverra
ráða verði að grípa. I því sam-
bandi hefur verið bent á að men-
nta aðstoðarfólk, sem hefur að
einhverjum ástæðum ekki að-
stöðu til að fara í þriggja ára
fræðilegt háskólanám. Ekki sé
lengur hægt að einblína á að all-
ir sem starfa í Ieikskólum hafi
menntun leikskólakennara. Það
sé of Ijarlægt markmið. Af þeim
sökum þurfi að bregðast við og
leita strax annarra leiða. - GRH
Sjálfstæðis-
mciin
styrkjast
Niðurstöður úr nýrri raðkönnun
Gallups voru kynntar í Ríkisút-
varpinu í gærkvöld en þær eru
helstar að Sjálfstæðisflokkurinn
styrkir stöðu sína en Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð dalar
frá fyrri könnun. Sjálfstæðis-
flokkurinn mældist í gær með
43,2%, Frjálsyndir mjakast upp
með 3,4%, Framsókn dalar og
fær 18%, Samfylkingin mælist
með 27,3% og VG-framboðið
fær 7,9%. Húmanistar fá 0,2%
en önnur framboð mældust ekki.
Einnig var spurt um áhuga
fólks á stjórnmálum. 40% sögð-
ust hafa lítinn áhuga en mark-
tækur munur var á kynjunum.
Karlar eru áhugasamari en kon-
ur og ber mest á pólitískum
áhuga meðal karla í VG-fram-
boðinu og Frjálslynda flokknum.
I úrtaki Gallups voru þúsund
manns. Hlutfall óákveðinna var
16,5%. - BÞ
%
Forseti
kvaddur
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, lætur sem kunnugt er af þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. í gær héldu
starfsmenn Alþingis honum kveðjuhóf og hér má sjá Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóra Alþingis, kveðja Óiaf.
Arna Ýrr Sigurðardóttir segir
óheppilegt að námið falli niður.
Enginn Snm-
arháskóli
Ekkert verður af starfrækslu
Sumarháskólans á Akureyri í ár
vegna tímabundinna skipulags-
breytinga og óvissu með Ijárveit-
ingu. Arna Yrr Sigurðardóttir
hefur stýrt Sumarháskólanum
undanfarið og segir hún óheppi-
legt að námið falli niður eitt ár.
Hins vegar sé stefnt að mark-
vissara starfi frá og með næsta
sumri sem vonandi verði til að
efla skólann og laða fleiri nem-
endur að.
„Framtíð Sumarháskólans
tengist stefnumótun Akureyrar-
bæjar í atvinnumálum og það
liggur enn ekkert fyrir um þá
vinnu þannig að við tókum þá
ákvörðun að gera hlé í ár, en
vinna enn betur að undirbún-
ingi fyrir næsta sumar. Skólinn
er ennþá við lýði sem slíkur, en
það verður engin formleg starf-
semi í sumar,“ segir Arna Yrr.
Aðspurð hvort óvissa með fjár-
veitingar sé þá ekki í raun meg-
inástæðan fyrir ákvörðuninni,
játar Arna Yrr að svo sé. Hins
vegar sé ekki beinlínis hægt að
segja að Akureyrarbær hafi ekki
viljað styrkja starfið í sumar
heldur hafi stefnumótunarvinn-
an einfaldlega dregist of lengi.
Skólinn muni því einbeita sér að
öðrum verkefnum í sumar og
uppbygging endurmenntunar-
starfsemi sé þar efst á baugi.
Óheppilegt
Arna Yrr segir að skólinn hafi
verið kominn vel inn í vitund al-
mennings og það sé óheppilegt
að starfið falíi niður. „Það er
ekki hægt að reka svona starf-
semi þegar biðin eftir Ijárveit-
ingum nær langt fram á vor. Við
hefðum getað gert það, en starf-
ið hefði ekki orðið nægilega
markvisst."
Sumarháskólinn tók til starfa
árið 1997 og hefur námsefnið
mikið til tengst listum, menn-
ingu og námi fyrir útlendinga.
Að hluta til hefur verið um sam-
starf að ræða við Listasumar á
Akureyri. Vel á annað hundrað
manns sóttu Sumarháskólann í
fyrra. - bþ
Helga Braga og Steinn Ármann
í Deiglunni í kvöld, ki 20:30.
Lífsgleói og létt stemmning!
fstrihreyfingin -
grænt rramboð
StóLpi
- unga fólkið í Samfylkingunni
Samfylkingin (Z'99