Dagur - 11.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 11.05.1999, Blaðsíða 1
Fraiiisúkiiarílokkur tapar forystu sinni í báðum kjördæmunum á Norðurlandi, síiiimi sterkustu vígjum til þessa. Þar nær Sjálf- stæðisfiokkur forystu og VG kemur maimi að. Þokkalegt gengi Samfylkiugar. Framsóknarmenn á Norðurlandi eru tæpast með hýrri há eftir kosningar sl. laugardag, en í báðum kjördæmunum nyrðra tapaði flokkurinn þeirri forystu í stjórnmálum sem hann hefur haft lengi. Bæði á Norðurlandi vestra og eystra náði Sjálfstæðis- flokkurinn forystu og fékk kjör- inn 1. þingmanrt kjördæmanna beggja, en Framsóknarflokkur- inn tapaði í þeim báðum manni yfir til Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Flokkurinn stendur fyrir stöðugleika A Norðurlandi eystra fékk Sjálf- stæðisflokkur 29,9% greiddra at- kvæða og tvo menn kjörna, Framsóknarflokkur 29,2% og einn mann, Vinstrirhreyfingin - grænt framboð 22,0% og tvo menn, Samfylkingin 16,8% og einn mann kjörinn, Fijálslyndi flokkurinn 1,9% og Húmanistar 0,3%. „Ég fann að staða Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu var traust. Flokkurinn stendur fyrir stöðugleika og Iífskjör í landinu hafa batnað mikið síð- ustu ár. Þá hefur flokkurinn einnig lagt áherslu á uppbygg- ingu samgangna í kjördæminu sem og mál Háskólans á Akur- eyri ,“ segir Halldór Blöndal, sem náði því að verða 1. þing- maður Norðurlands eystra, en til þessa hefur kjördæmið verið eitt sterkasta vígi Framsóknarflokks- ins. Um stjórnarsamstarf kvaðst Halldór hafa hug á áframhald- andi samvinnu við Framsókn enda hefði slíkt stjórnarsamstarf á nýafstöðunu kjörtímabili lukk- ast vel. „Ég svara aldrei svona spurningum," sagði Halldór, að- spurður um hvort hann herði til- kall til ráðherraembættis. Hann sveiflaði til sin fylgi „Skýringarnar á góðu fylgi okkar eru meðal annars frábær frammistaða Steingríms J. Sig- fússonar í sjónvarpsþáttum þar sem hann sveiflaði til sín fylgi. Með derhúfu og sigurmerki. Halldór Blöndal gat ekki veriö annað en ánægður þegar hann fagnaði kosningasigri Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra. Það var þó ekki fyrr en langt var liðið á nótt sem endanleg úrslit lágu fyrir og þá brostu Halldór og Kristrún Eymundsdóttir framan I myndavél Ijósmyndara Dags. mynd: -sbs. En einnig vil ég nefna markvissa vinnu okkar sem stóð frá því um áramót,“ sagði Árni Steinar Jó- hannsson, umhverfisstjóri Akur- eyrarbæjar, 2. maður á lista VG sem náði kjöri sem uppbótar- maður. Hann kvaðst þegar hann fór út í baráttuna tæpast hafa gert sér vonir um að ná sæti á Al- þingi, en þegar líða tók á barátt- una hefði hann gert sér grein fyrir því að allt gæti gerst. A Al- þingi kveðst Arni ætla að leggja sérstaka áherslu á landsbyggðar- og umhverfismál, auk ýmissa velferðarmála. „Skýringin á slöku gengí okkar er auðvitað sú að við vorum að kljást við sigurvegara kosning- anna, Steingrím J. Sigfússon," segir Valgerður Sverrisdóttir, leið- togi Framsóknarflokksins á Noð- urlandi eystra. Hún segir kosn- ingabaráttuna hafa verið harða, en minnir á að ekki hefði þurft nema um 50 atkvæði til viðbótar, þannig að Daníel Amason, 2. maður á lista, hefði náð inn sem uppbótarmaður. „Ég lít svo á að ekki verði hægt að mynda ríkis- stjórn í landinu nema með þát- ttöku Framsóknarflokks," segir Valgerður og telur eðlilegt að byija á því að ræða áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk og gangi það ekki upp sé næst á dag- skrá að ræða myndun vinstri stjórnar, þar sem Framsóknar- flokkurinn yrði forystuafl. „Eðli- lega geri ég kröfu um ráðherra- embætti,“ segir Valgerður, að- spurð um þá hlið mála. Félagar fagna. Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Árni Steinar Jóhannsson voru hæstánægðir með úrslit kosninganna, enda náðu þeir báðir sæti á Alþingi fyrir I/G á Norðurlandi eystra. „í lífsins táradal." Þeim Valgerði Sverrisdóttur og Elsu B. Friðfinnsdóttur var hreint ekki skemmt þegar þær fylgust með kosningatölum af Norðurlandi eystra, þar sem Framsóknarflokkurinn galt afhroð og tapaði einum manni. Foröast ekki ábyrgðina „Það góða fylgi sem við fengum þakka ég skynsemi kjósenda, sem tóku eftir okkar hógværa mál- flutningi í baráttunni," sagði Hjálmar Jónsson, oddviti Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi vestra. Hann sagði að hart hefði verið sótt að Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu og nefhdi þar fram- boð Fijálslynda flokksins þar sem varaþingmaður sjálfstæðismanna, Sigfús Jónsson, var í forystu. „Ég geri ekki kröfur um ráðherraemb- ætti, en forðast ekki ábyrgð sem slíku fylgir,“ sagði Hjálmar. A Norðurlandi vestra fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 31,9% greiddra atkvæða og tvo menn kjörna, Framsóknarflokkur 30,3% og einn mann, Fijálslyndi flokkurinn 3,3%, Húmanistar 0,2%, Sam- fylkingin 24,8% og einn mann og Vinstrihreyfingin - grænt framboð einn mann, Jón Bjamason, skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Gjöldtun fyrir stj ómarsamstarflð „Með þessum úrslitum erum við framsóknarmenn að gjalda fyrir stjórnarsamstarfið og ég lít á úr- slitin sem ákveðin skilaboð frá kjósendum í þá veru,“ segir Arni Gunnarsson, 2. maður á lista Framsóknarflokksins, sem vant- aði um 100 atkvæði til að ná sæti á þingi. „Ljósu punktarnir eru þó þeir að á Norðurlandi vestra er Framsóknarflokkurinn í prósentuvís áfram næst stærsti flokkurinn, kemur næst á eftir kjördæmi formanns okkar. Þá má segja að það fylgi sem við fengum hér en nýttist okkur ekki hafi orðið til að Hjálmar Arna- son hélt, með uppbótafylgi af Norðurlandi vestra, sæti sínu sem þingmaður Beyknesinga. Ég vænti þess að hann verði góður fulltrúi okkar á þingi." „Ég er hæfilega ánægður með úrslitin. Undir lok baráttunnar þóttist ég þó sjá að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem myndi þá tapa öðrum manni sínum. Þetta gekk allt eftir og VG kom manni að, þó sárgrætilega lítið vantaði uppá að 2. maður á lista Samfylkingarinnar hér, Anna Kristín Gunnarsdóttir, kæmist að sem uppbótarmaður," segir Krist- ján Möller, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra, sem kveðst á Alþingi eink- um ætla að beita sér að byggða- málum. „Það ræðst af því hvaða skilaboð Framsóknarflokkurinn les út úr niðurstöðum kosning- anna hvemig ríkisstjóm verður mynduð, ef flokkurinn les þá nokkuð," segir Kristján ennfrem- ur. -SBS. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.