Dagur - 11.05.1999, Page 2
2 — ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 19 9 9
D^ur
AKUREYRI NORÐURLAND
i.
Súpaí
brauði
Bærinn ræðir við áhuga-
hóp vegna listahátíóar
Eigendur telja að þeir
séu með heimilis-
vænna hakarí, m.a.
með því að vera með
uppskriftir frá full-
orðnum konum, jafn-
vel ðmmu gömlu.
Bakaríið við brúna, heitir nýtt
bakarí sem opnað hefur verið á
Akureyri, en það er staðsett á at-
hafnasvæði fyrrum Iðnaðardeild-
ar SIS, skammt frá einni af
brúnum yfir Glerá. Þetta er
handverksbakarí sem ekki selur
sína framleiðslu til matvöru-
verslana, heldur aðeins í sinni
eigin verslun. I versluninni er
einnig veitingastaður, Brúar-
kaffi, þar sem hægt er að fá
sérmalað kaffi ásamt meðlæti og
í hádeginu verður auk þess hægt
að fá súpu í brauði.
„Við erum að reyna að fara inn
á það að vera með heimilisvænna
bakarí, m.a. með því að vera með
uppskriftir frá fullorðnum kon-
um, jafnvel ömmu gömlu, og ég
vona að það muni falla vel í
Bakaríið við brúna er handverks-
bakarí sem ekki selur sína fram-
leiðslu til matvöruverslana, heidur
aðeins í sinni eigin verslun. í versl-
uninni er einnig veitingastaður,
Brúarkaffi, þar sem hægt er að fá
sérmalað kaffi ásamt meðlæti og í
hádeginu verður auk þess hægt
að fá súpu í brauði.
kramið hjá viðskiptavinum okk-
ar,“ segir Andrés Magnússon,
einn eigenda Bakarísins við
brúna, en hann starfaði áður hjá
Brauðgerð KEA, sem seld hefur
verið til Brauðgerðar Kr. Jóns-
sonar. Aðrir eigendur eru Sigurð-
ur Ingvi Hrafnsson, sem einnig
starfar við bakaríið, og Sigurður
Sigurðsson og Jörundur Trausta-
son.
Handverksbakarí er bakarí þar
sem það tekur allt að sólarhring
að laga sum brauðin í stað
tveggja til þriggja tíma þar sem
notuð eru ýmiss aukaefni, eins
og stundum gerist í þeim bakarí-
um þar sem um fjöldafram-
leiðslu er að ræða, þ.e. ferska
vöru án aukaefna. Aukaefnin
valda því hins vegar að þau
brauð mygla mun síðar. GG
Þvottahúsið Glæsir
Skógarhlíð 43, 601 Akureyri
fyrir ofan Byggingavörudeild KEA
Tökum alhliða þvott ____
allt fró útsaumuðum dúkum tv
og gardínum til vinnu- og 461-1735 og 461-1386
skíðagalla Opið frá 12-18 virka daga
Sœkjum - sendum
Trésmiðir, trésmiðir
Trésmiðir óskast til starfa á Keflavíkurflugvelli og nágrenni.
Mikil vinna, góðir tekjumöguleikar og frí gisting.
Upplýsingar veittar í símum: 420-4213,
899-6891,
420-4233,
893-5607.
íslenskir aðalverktakar hf.
Endurfundir Holtabúa
Þeir sem bjuggu og áttu heima í Stangarholti, Stórholti
Meðalholti, Einholti, Þverholti, Skipholti, Nóatúni og
á Háteigsvegi á árunuml940 - 1970
ætla að hittast og rifja upp gömlu góðu kynnin.
Staður og stund: Versalir (áður Gullhamrar),
Iðnaðarmannafélagshúsinu, Hallveigarstíg 1,
laugardaginn 15. maí nk. kl. 21-03.
Til skemmtunar:
Við sjálf og frjáls dagskrá í höndum Holíakrakkanna.
Landsfrægir söngvarar úr Holtunum stíga á stokk o. fl.
Snillingarnir leika fyrir dansi.
Veislustjóri: Pórður Sigurgeirsson.
Miðaverð: Sama og var fyrir tveim árum, kr. 1.500.
Miðasala hefst fimmtudaginn29. apríl í TVé-List, Engjateigi 17.
Opið á venjulegum verslunartíma.
Einnig verður miðasala við innganginn þann 15. maí.
Hittumst öll 15. maí og endurlifum æskubrekin og kvöldið fyrir tveimur árum.
Undirbúningsnefndin.
Margt óljóst varðandi
ósk Pálma Gunn og fé-
laga imi emkarétt á
Listahátíð á Akureyri
árið 2000. Skoðað
verður á uæstuuui
hvað felst í ósk félag-
auna.
Formaður menningarmálanefnd-
ar Akureyrarbæjar og fræðslu-
stjóri bæjarins hafa ákveðið að
ræða við áhugamenn um árlega
Listahátíð á Akureyri frá og með
árinu 2000. Pálmi Gunnarsson
tónlistarmaður er einn áhuga-
manna um öfluga listahátíð á Ak-
ureyri. Hann ásamt tveimur öðr-
um hafa bréflega falast eftir
„andlegum stuðningi" bæjarins
við hugmyndina. Þeir hyggjast
reka hátíðina sem sjálfstætt fyrir-
tæki og vilja einkaleyfi á heitinu
„Listahátíð á Akureyri".
Þröstur Ásmundsson, formað-
ur menningarmálanefndar, segir
Þröstur Ásmundsson, formaður
menningarmálanefndar Akureyrar-
bæjar, spyr hvort bærinn geti dreift
mórölskum stuðningi sínum við
listalífið.
að vert sé að kynna sér nánar
hugmyndir áhugahópsins en
margt sé ennþá óljóst. „Ut af fyr-
ir sig finnst mér framtakssemin
fínt mál, en þarna er talað um
einkaleyfi og við þurfum að
skoða hvað það þýðir. Ef þessir
menn ætla sjálfir að standa fyrir
einhverjum uppákomum á eigin
reikning, er ekkert nema gott um
það að segja,“ segir Þröstur.
Þröstur telur allt eins grund-
völl fyrir því að fá fremsta lista-
fólk heimsins til Akureyrar eins
og til Reykjavíkur en það verði þó
að gerast á réttum árstíma. Hann
bendir einnig á að skoða verði
þessa hugmynd í samhengi við
Listasumar á Akureyri og hug-
myndir um Listahátíð Islands,
sem rætt hefur verið um að hefj-
ist árið 2001. „Ef þeir hafa metn-
aðarfyllri hugmyndir en komið
hafa fram á Listasumri hér, þarf
að kíkja betur á það. Það þarf
einnig að skoða beiðni þeirra um
móralskan stuðning. Er hægt að
dreifa slíkum stuðningi eða er
hægt að veita öllum hann? Þess-
um spurningum munum við leit-
ast við að svara á næstunni," seg-
ir Þröstur. - BÞ
Nýr náttúrufræði-
salur á Akureyri
Mun stórefla ferða-
þjónustu á Akureyri
að mati forstöðu-
mairns. Bæriim biiiim
að veita íjárveitiiigar-
samþykki en ákvörð-
unar ríkisins er beðið.
Jón Gunnar Ottósson, forstöðu-
maður Náttúrugripasafns Is-
lands, átti í gær fund með bæjar-
stjóranum á Akureyri vegna
stofnunar og rekstrar nýs sýning-
arsalar á Akureyri. Núverandi
salarkynni í Hafnarstræti 81 hafa
hvergi verið fullnægjandi fyrir
sýningaraðstöðu, en óljóst er ná-
kvæmlega hvenær nýr salur verð-
ur tekinn í notkun. Hann verður
staðsettur í verslunar- og skrif-
stofuhúsnæðinu Krónunni í
hjarta bæjarins.
„Þetta mál er búið að vera
lengi á teikniborðinu og það má
segja að nú hilli undir málalok.
Samningaviðræður hafa farið
fram milli bæjarins og ríkisins
Jón Gunnar Ottósson, forstöðu-
maður Náttúrugripasafns íslands,
segir brýnt að fá nýjan sýningarsal
á Akureyri.
um uppbyggingu salarins og
rekstur. Bæjarráð er búið að
samþykkja ákveðna tilhögun en
boltinn er hjá Guðmundi Bjarna-
syni ráðherra. Hann er ekki bú-
inn að taka ákvörðun fyrir hönd
ríkisins," segir Jón Gunnar.
Jón Gunnar segir brýnt að fá
nýjan sýningarsal á Akureyri.
Þegar samningar hafi verið gerð-
ir á sínum tíma um yfirtöku
Náttúrufræðistofnunar Islands á
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands og flutningi veiðistjóra
norður, hafi verið áskilið að Nátt-
úrugripasafnið yrði fært, stækk-
að og eflt. „Það hefur í raun
aldrei verið Iokið við þennan
hluta pakkans."
Eflir ferðaþjónustu
Ef allt gengur að óskum verður
opnun salarins að veruleika
næsta ár. Salurinn er 335 fer-
metrar og Jón Gunnar segir um-
skiptin gríðarleg frá því sem nú
er. „Við erum að tala um nútíma-
legt safn sem myndi ekki aðeins
höfða til ferðamanna heldur
skólanna og fleiri aðila einnig.
Hugmyndin er að byggja upp
sýningu á náttúrufari norður-
slóðar og hún tengist flutningi á
alþjóðlegum skrifstofum til Akur-
eyrar. Eg er ekki í vafa að þessi
skref myndu verulega efla ferða-
þjónustuna í bænum,“ segir Jón
Gunnar. - BÞ
SKOÐANIR BRYNJÓLFS
Fyrstur með uppgötvun
Á leið minni um verslun Hag-
kaups hitti ég fyrir mann sem
tjáði mér að hann hefði gert upp-
götvun fyrstur manna og virtist
hann einmitt mjög ánægður með
að hafa verið fyrstur í því. Mað-
urinn heitir Jón Guðlaugsson,
Ianghlaupari á áttræðis aldri og
vanur að reyna að vera fyrstur.
Uppgötvun hans var sú „að mað-
urinn væri fullþroska api“. Margt
í fréttum af hegðun mannsins
styður þessa kenningu Jóns þó
ýmislegt jákvætt í hegðun hans
hreki hana líka. Jón kvaðst hafa
hlaupið úr Lækjargiii á Akureyri
að Bægisá á Þelamörk og til
baka. Vegalengdin er fjörutíu
kílómetrar. Hundur sem var í
Iausagöngu í Gilinu hændist að
Jóni og elti hann alla þessa leið.
Hann sagðist hafa haldið um
tíma að hundurinn ætlaði eldd
að hafa það en hann skilaði sér
heim eins og Jón. Ekki geta verið
mildar æðastíflur í þeim félög-
um.