Dagur - 11.05.1999, Qupperneq 3

Dagur - 11.05.1999, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 - 3 AKUREYRI NORÐURLAND Hér má sjá eigendur nýja gámafyrirtækisins þá Hreiöar Gíslason, Gunnar Malmquist, Kristján Berg Árnason og Kristján Júlíusson. Kenni á ^>OJS Tímar eftir samkomulagi Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 899 9800 Heimasími 462 5692 Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s: 462 6900 Samkeppni á sorp- gámamarkaómmi Samkeppni er orðin í losun og leigu sorpgáma á Eyjafjarðar- svæðinu, en nýlega tók til starfa fyrirtækið Gámaþjónustan á Ak- ureyri sem er í eigu Kristjáns Bergs Arnasonar, Gunnars Malmquist, Kristjáns Júlíussonar og Hreiðars Gíslasonar. Um nokkurra ára skeið hefur Gám- þjónusta Norðurlands nánast verið einráð á markaðnum. Auk gámaþjónustunnar býður Gámaþjónustan á Akureyri einnig margar stærðir af plast- körum á hjólum sem eru þægileg til notkunar innanhúss sem og sorptunnur. Samið hefur verið við Dalvíkurbyggð um sorplosun. Hreiðar Gíslason segir að nægur markaður sé fyrir tvö fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu og því horfi eigendur með bjartsýni til fram- tíðarinnar. - GG Veik von um Sumarháskóla Bæjarstjóri ræðir við Háskólann vegna lok- iiriar Sumarháskól- ans. Einhver mis- skilningur á ferðinni? Valgerður Hrólfsdóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks á Akureyri, spurðist á síðasta bæjarráðsfundi fyrir um starfsemi Sumarháskól- ans „vegna frétta í Degi" eins og segir í bókun bæjarráðs. Valgerð- ur las þar um hlé á störfum Sum- arháskólans í ár en hún er ekki sátt við þá ákvörðun og hefur veika von um að einhver starf- semi geti orðið á vegum skólans í sumar. Forstöðumaður skólans staðhæfði hins vegar í Degi að ljóst væri að engin starfsemi yrði næsta sumar, m.a. vegna skipu- lagsbreytinga og fjárvöntunar. „Eg er mjög ánægð með störf Sumarskólans og þess vegna Valgerður Hrólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks: Það voru fleiri en ég sem komu af fjöllum. vakti þessi frétt furðu mína. Ég vildi fá skýringu á því af hverju skólinn starfar ekki í sumar og það voru fleiri en ég sem komu af fjöllum eftir að hafa lesið þessa frétt. Atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar hefur styrkt sumarhá- skólann en starfsemin hefur ekki eingöngu verið á vegum Akureyr- arbæjar. Bæjarstjóra var falið að skoða þetta mál,“ segir Valgerð- ur. Valgerður segir það vekja furðu að þessar fregnir berist fyrst núna í maí. Menn hefðu betur áttað sig fyrr, þ.e.a.s. strax þegar fjárhagsáætlun var gerð. „Ef ákveðin forvinna hefur verið unnin, væri mjög æskilegt að einhver starfsemi yrði í sumar þótt hún yrði e.t.v. ekki jafnmikil og í fyrra. Ég vonast til þess að svo fari en ég geri mér fulla grein fyrir því að fólkið í háskólanum hristir þetta ekki fram úr erminni. Það er einhver mis- skilningur á ferðinni og ég vil fyrst og fremst vera vakandi yfir stöðunni. Vonandi verða viðræð- ur bæjarstjóra við Háskólann til þess að eitthvert starf verði unn- ið í sumar,“ segir Valgerður. - BÞ Hagnaður hjá Kaupfélagi V- Hún. Kaupfélag Húnvetn- inga og Sölufélag Anstur-Himvetninga rekin med tölnverði tapi. Ýtir undir áform inii sameiningu af- urðadeUda SAH, KÞ og KEA og jafnvel verslana félaganna. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga var rekið með 8 milljóna króna hagnaði á árinu 1998. Söluhagnaður eigna nam 17 milljónum króna svo tap varð af reglulegri starfsemi. Skuldir KVH lækkuðu um 17 milljónir króna milli áranna 1998 og 1997 en samdráttur var í sölu um 30%. Sláturhús og kjötvinnsla KVH var selt á árinu til Norðvestur- bandalagsins, sem er sameign nokkurra kaupfélaga, þ.ám. KVH, og þar er að finna að hluta til ástæðu samdráttar í sölu. Minnkun í sölu verslunardeilda stafar að mestu af minni áburð- arsölu og að gasolíusala tilheyrir umboðssölu. Heildarsala mjólk- ursamlagsins hækkaði hins vegar um nær 10%. ., Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi var rekið með 13 milljóna króna tapi en Sölufélag Austur-Húnvetninga með 26 milljóna króna tapi. Skýringa á tapi KH má að hluta til leita til mjög hárra afskrifta en rekstur sláturhúss SAH er mjög erfiður, eins og margra fleiri sláturhúsa víða um land. Þessi rekstrarnið- urstaða ýtir væntanlega undir áform um að sameina afurða- deildir SAH, Kaupfélags Þingey- inga og Kaupfélags Eyfirðinga. Einnig gæti það leitt til samein- ingar um verslunarrekstur, en rekstur verslana KEA og KÞ var .sameinaður 1. maí sl. - GG UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bárugata 4, Dalvík, þingl. eig. Guð- rún Snorradóttir og Halldór Reim- arsson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Sýslumaðurinn á Ak- ureyri, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00.______________________ Berghóll 2, 010101, íb á 1. hæð, Glæsibæjarhrepp, þingl. eig. Davíð Gíslason, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Frostagata 3B, B og C hl. 3 sper- rub., Akureyri ásamt vélum, tækj- um og iðnaðaráh., þingl. eig. Bila- réttingar og málun ehf, gerðarbeið- endur Akureyrarkaupstaður og Fjár- festingarbanki atvinnul hf, föstudag- inn 14. maí 1999 kl. 10:00. Geislagata 10, ib 010201, Akureyri, þingl. eig. Geislagata ehf, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn áAkureyri, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Helgamagrastræti 12, 02 íb á 2 hæð, Akureyri, þingl. eig. Halldóra Kristjánsdóttir og Flosi Jónsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Litla-Eyrarland, landspila undir sumarbústað, eignarhluti, Eyjafjarð- arsveit, þingl. eig. Gylfi Aðalsteins- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Lækjargata 18, Akureyri, þingl. eig. Jóhann Grétar Jóhannesson, gerð- arbeiðandi íbúðalánasjóður, föstu- daginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Munkaþverárstræti 11, Akureyri, þingl. eig. María Ingunn Tryggva- dóttir, gerðarbeiðandi Akureyrar- kaupstaður, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Skógarhólar 24, Dalvík, þingl. eig. Guðbjartur Ellert Jónsson, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, föstu- daginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eig. Vignir Þór Hallgrímsson, gerð- arbeiðendur Dalvíkurkaupstaður, íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður Norðurlands, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 10. maí 1999. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Með hverjum notuðu bíl á sumartilboði . fylgir geislaspilari,-* á notuðum bílum mcð alvöru afslætti A Þú kemur og serriur Opið virka daga kl. 9-18 og laugar&aga kl. BIL'AHUSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bilheima) Sævarhöföa 2 -112 Reykjavik Símar: 525 8096 * 525 8020 • Símbréf 587 7605 • Tölvupóstur gusi@ih.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.