Dagur - 11.05.1999, Page 4

Dagur - 11.05.1999, Page 4
4 - ÞRIÐJUDA G UR 11. MAÍ 1999 AKUREYRI - NORÐURLAND Sverrir Bi ömsson yfirge „Samningurinn við Aftureldingu var nánast kominn í tand, en si/o þegar ég fór að meta stöðuna almennilega þá komst ég að því að ég hefði eiginlega ekkert þar að gera, “ segir Sverrir Björnsson. Sverrir Björns- son er einn þeirra Ieik- manna sem handknatt- leikslið KA þarf að sjá á eftir til höfuðborgar- svæðisins fyrir komandi tíma- bil. Sverrir hefur verið lengi í eldlínunni hjá KA, en hann kom upp úr yngri flokkum félagsins. Nýverið var hann valinn í landslið Islands og Ijóst er að hann á framtíðina fyrir sér í hand- knattleik, þar sem hann er aðeins á tuttagasta og öðru aldursári. En fyrir þremur árum virtist ferli Sverris vera Iokið. „Eg Ienti undir lyftara og læknar tjáðu mér það fljótlega að ég ætti ekki að gera mér neinar miklar vonir um að spila aftur. En ef maður heldur vel á sinum málum og hefur trú á að maður komist aftur á völlinn er allt mögulegt," sagði Sverrir. Þrátt fyrir þetta erf- iða tímabil, þar sem ekki var Ijóst hvort að Sverrir myndi spila hand- knattleik aftur, er hann kominn í fremstu röð í íþrótt sinni og eins og áður sagði farinn að banka á dyr landsliðsins. Á leiðinni til HK Þegar ljóst var að Sverrir væri á leiðinni suður til náms, voru mörg lið sem sýndu honum áhuga, þar á meðal voru lið eins og FH, Fram og Afturelding. „Samningurinn við Aftureldingu var nánast kominn í land, en svo þegar ég fór að meta stöðuna al- mennilega þá komst ég að því að ég hefði eiginlega ekkert þar að gera. Þeir eru þarna með tvo mjög sterka leikmenn í minni stöðu og mér fannst það of mikið af hinu góða.“ Að lokum tók Sverrir ákvörðun um að Ieika með HK á næsta tímabili. „Ég tel það vera mjög fysilegan kost að spila með HK. Sigurður Sveinsson er ein ástæð- an fyrir þessari ákvörðun, þar sem það myndast alltaf skemmti- Iegur mórall í kringum hann. Auk þess er liðið mjög ungt með baráttuglaða einstaklinga innan- borðs, og góður andi ríkir hjá lið- inu. Einnig er á leiðinni örvhent- ur Tékki sem mun styrkja liðið til muna.“ Þrátt fyrir að spennandi tími sé framundan yfirgefur Sverrir Ak- ureyri með trega í huga. „Það er alltaf þroskandi að takast á við nýjar aðstæður og nýtt umhverfi en þrátt fyrir það er alls ekki auð- velt að fara frá Akureyri. Hér er maður búin að byggja upp mik- inn vinskap og stjórn deildarinn- ar er til dæmis búin að standa með mér eins og klettur í gegn- um allt. Maður stendur í þakkar- skuld við marga aðila hjá KA, sem ekki er hægt að telja upp hér, en þeir vita hverjir þeir eru.“ Þýskaland heillar Þegar Sverrir er spurður um framtíðina berst atvinnumennsk- an strax í tal. Samt sem áður gengur námið fyrir. „Stefnan núna er náttúrulega að klára skólann hérna heima. Það er hins vegar alltaf draumur að komast út í atvinnumennskuna og geta fengið tækifæri þar. Þýskaland heillar alltaf, en ann- ars er allt jafn spennandi í þessu sambandi. Ef maður nær að halda heilsunni í lagi er einnig stefnan að tryggja sig í landslið- inu, en það kostar mikla sam- keppni og vinnu. Það eru til dæmis margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp en maður verður bara að vera betri en þeir." Þjálfarar viitfri KA og Þór hafa ráðið þjálfara yngri flokka fyrir sumarið. Björn Björnsson þjálfar 6., 5. og 4. fl. stúlkna en þessir þjálfa drengina: 7. fl. Slobodan Milic og Dean Martin 6. fl. Hlynur Jóhannsson 5. fl Jóhann Steinarsson 4. og 3. fl. Jón Pétur Róbertsson 2. fl Nói Björnsson Hjá Þór er talsvert annað fyr- irkomulag á þjálfun yngri flokk- anna, en þar var ráðinn hópur þjálfara fyrir alla flokka. Hver flokkur hefur hins vegar ábyrgð- armann og þeir eru þessir: 7. fl dr. Jónas Sigursteinsson og Páll Gíslason 6. fl.dr. Jóhannes Karl Sigursteinsson 5. fl dr. Páll Gíslason 4. og 3. fl. dr. Magnús Þór Jónsson 6. og 5. fl. kv. Jónas Sigur- steinsson 4. fl. kv. Jóhannes Karl Sigur- steinsson og Orri Hjaltalfn Þór hefur einnig ráðið aðstoð- arþjálfara fyrir alla flokka, en það er Sigurður Freyr Sigurðs- son. Ekki hefur enn verið ráð- inn þjálfari fyrir 3. fl. kv. -AÞM Búnaðar- bankamótið Norðurlandsmóti Búnaðarbank- ans var fram haldið í vikunni og eru línur talsvert farnar að skýr- ast. Sigurvegar riðlanna tveggja mætast svo í úrslitaleik, en ekki er víst hvenær eða hvar hann fer fram. Tveir leikdagar koma til greina, miðvikudagurinn 12. maí kl. 20 og fimmtudagurinn 13. maf kl. 14, en það ræðst af því hvaða lið komast í úrslita- leikinn, hvar og hvenær hann fer fram. Eftirfarandi eru úrslit vikunnar: A-riðilI: Dalvík - Þór 0-2 Tindastóll - Hvöt 6-1 Magni - Dalvík 0-2 Hvöt - Þór 0-3 Tindastóll - Magni B-riðiII: 1-1 KS - Nökkvi 2-1 Völsungur - Neisti 1-1 KA - Neisti 2-2 Nökkvi - Völsungur 0-2 Völsungur - KS 2-4 -AÞM Leiftur í uiidaii úrslit Knattspyrnulið Leifturs frá Ólafsfirði mætir Fylki í undan- úrslitum deildarbikarsins í kvöld á Fylkisvelli. Leiftursmenn hafa aldrei komist svo langt í keppn- inni en eins og frægt er orðið, unnu þeir frækinn sigur á liði KR í áttaliðúrslitum. Þorsteinn Þorvaldsson, for- maður knattspyrnudeildar Leift- ur, sagði leikinn leggjast vel í sína menn. „Leikurinn verður langt frá því að vera auðveldur þar sem við höfum alltaf átt í erfiðleikum með lið Fylkis, þótt að við séum í efstu deild en þeir í fyrstu. Þeir eru með öflugt lið, sem erfitt verður að leggja að velli Leikurinn leggst samt sem áður vel í okkur og eins og alltaf stefnum við á sigur.“-AÞM „Góð og miMl- væg reynsla“ Atli Sveiirn Þórarins- son í æfingaferð til Örgryte. Tímabilið hjá KA í sumar í fyr- irrúmi. Atli Sveinn Þórarinsson, knatt- spyrnumaðurinn ungi og efni- legi í KA, dvaldi nýverið hjá sænska liðinu Örgryte í Svíþjóð. Um var að ræða æfingaferð, svo KA-menn þurfa ekki að sjá eftir Atla, í það minnsta að sinni, en hann hefur verið mjög mikil- vægur hlekkur í Iiði KA undan- farið. „Ferðin var fyrst og fremst æf- ingaferð og var mjög góð sem slík. Ég æfði þarna sjö sinnum á átta dögum, bæði með aðallið- inu og unglingaliðinu," sagði Atli. „Þetta var fyrst og fremst mjög góð og mikilvæg reynsla og það var mjög gaman að sjá hvernig alvöru fótbolti var spil- aður í atvinnumannadeild. Harkan og hraðinn var allt ann- ar, til dæmis lögðu allir sig hundrað prósent fram á öllum æfingum, ólíkt því sem vill oft verða hér heima. Menn verða virkilega að berjast fyrir sæti sínu.“ Ekki er víst að Atli muni fara aftur út til Örgryte, en forráða- menn félagsins munu fylgjast grannt með leiktíðinni hér beima, þar sem KA stefnir á að endurheimta sæti sitt í efstu Ég æfði þarna sjö sinnum á átta dögum, bæði með aðalliðinu og unglingaliðinu, “ sagði Atli. deild. „Ég mun fyrst og fremst einbeita mér að deildinni hér heima í sumar, en í framtíðinni stefni ég, líkt og örugglega allir ungir knattspyrnumenn, á at- vinnumennsku," sagði Atli að lokum. AÞM Anðri Pór Magnússon skrifar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.