Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 1
I Sumir vilja flokk í haust aðrir að ári Samíylkmgarfólk virðist sammála iliii að næsta skrefið sé að hefjast handa við und- irbúning flokksstofn- unar en greinir á hvort það á að verða í haust eða haustið 2000. Samfylkingarmenn eru sammála um að framhaldið hjá þeim, nú eftir þingkosningar, sé að hefjast handa við undirbúning að flokksstofnun. Jóhann Arsælsson alþingis- maður segir: „Það verður ekki snúið til baka eftir þessar kosn- ingar. Það er ekki fær leið aftur í gegnum gömlu flokkana, alla vega ekki í gegnum Alþýðu- bandalagið, því stofnun VG Iok- aði þeirri leið endanlega að mínu viti. Þess vegna tel ég að menn verði að ræða það í fullri al- vöru nú strax að loknum kosning- um, að stofna nýjan stjórn- málaflokk. Við hér á Vestur- landi erum búin að ákveða að halda samráðs- fund á laugar- daginn kemur til þess einmitt að ræða þetta mál.“ Brostnar vonir Ágúst Einarsson segir að þau markmið sem samfylkingarfólk ætlaði sér að ná í kosningunum hafi ekki náðst. „Það er engin ástæða til að reyna að bera höf- uðið hærra en tilefni er til en menn verða að vinna sig út úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að strax í haust verði stofnaður stjórnmálaflokkur," segir Ágúst. Flokksstofnim haustið 2000 „Næst á dag- skránni hlýtur að vera að skipu- leggja þingflokk- inn og kjósa honum stjórn. Síðan að heljast handa um að búa til formlega stjórnmálahreyf- ingu. Menn tala um að það eigi að gera strax í haust. Þvi er ég ekki sammála, ég tel það ekki ganga upp,“ seg- ir Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins og guðfaðir Samfylk- ingarinnar. „Þess vegna tel ég eðlilegt að menn stíli á að gera þetta haust- ið 2000. Þá er hægt að nota næsta vetur til að hafa það sam- ráð við fólk sem við þurfum og til alls annars undirbúnings," segir Sighvatur. Hefjast handa strax „Eg held að það sé samdóma álit þeirra sem komið hafa nærri starfi Samfylkingarinnar að nú þegar eigi að hefjast handa við að styrkja stoðir hreyfingarinnar og byggja okkur upp skipulags- lega, sem vantaði í þessari kosn- ingabaráttu. Það vantar að hreyf- ingin sé formlega skipulögð. Það er því verkefni sem bíður okkar að koma því skipulagi á og stefna að flokksstofnun. Eg vonast til að gengið verði í það hið allra fyrsta,“ segir Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður. „Grær aldrei nm heilt“ Ljóst er að sú uppbygging sem þingmennirnir ræða um mun ganga erfiðar en annars staðar á Norðurlandi eystra, en Sigbjörn Gunnarsson segir að það muni ekki gróa um heilt milli hans og þeirra afla sem stýrðu baráttu Samfylkingarinnar í kjördæm- inu. - S.DÓR Sjá nánar á bls. 5 og 8-9. Sighvatur Björgvinsson er ósammála þeim sem vilja stofna flokk strax. Hann segir eðlilegt að hugað verði að flokksstofnun haustið 2000. Tveir hættir Á ríkisráðsfundi í gær fengu tveir ráðherrar, Guðmundur Bjarna- son og Þorsteinn Pálsson, Iausn frá embætti og munu formenn flokkanna gegna embættunum þar til Ijóst verður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Halldór Ás- grímsson gegnir embættum landbúnaðar- og umhverfisráð- herra og Davíð Oddsson emb- ættum dómsmála-, kirkjumála- og sjávarútvegsráðherra. Þor- steinn Pálsson hefur verið þing- maður Suðurlandskjördæmis síðan 1983 og tekur innan skamms við embætti sendiherra Islands í London. Guðmundur Bjarnason hefur verið þingmað- ur Norðurlandskjördæmis eystra síðan 1979 og hefur þegar tekið við embætti forstjóra Ibúðalána- sjóðs. — HI Forseti fslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt ráðherrunum tveimur sem fengu í gær lausn frá embættum sínum, Guðmundi Bjarnasyni og Þorsteini Pálssyni. - mynd: hilmar Séra Kristján Björnsson. „Hinir einu sönnu hluthafar eru þeir sem búa í samfélagi við Drottin." Stólræða imi kvótann Gallar kvótakerfisins blasa við fólki í Eyjum sem farsi eða harm- leikur þar sem stjórnendur og „svokallaðir eigendur aflaheim- ilda“ eru menn í fjarlægð og óra- langt frá hjartslætti samfélagsins, sagði sr. Kristján Bjömsson, sókn- arprestur í Vestmannaeyjum, í stólræðu fyrir nokkrum dögum þar sem hann gerði slæma rekstr- arafkomu Vinnslustöðvarinnar að umtalsefni og þær viðsjár sem eru af þeim sökum í Eyjum. „Áhyggjur okkar byggjast aðal- lega á því að stjómendur fyrirtækj- anna hætti að heyra þennan hjart- slátt og hætti að skynja hrynjandi Iífsins. Fyrir því þurfum við að beijast. Við þurfum að beijast gegn þeirri firringu sem séreigna- stefnan hefur skapað í hugum okkar. Fyrir utan það hvað hún er Ieiðinleg," sagði sr. Kristján. Hluthafar uppi á landi Hann sagði enn fremur að þeim sem stýra fyrirtækjum bæri að láta þau ganga, hjólin snúast og þjóna tilgangi fyrir samfélagið. Það væri rangt sem heyrist æ oftar, að reka beri fyrirtækin eingöngu út frá hagnaðarsjónarmiði hluthafa. „Hinir einu sönnu hluthafar eru þeir sem búa í samfélaginu við Drottin, fólkið i þessu landi, land- inu sem hann lagði okkur til. Fá- ránlegasta myndin er sú sem dreg- in er upp af eignarhaldi á fiskin- um hér við Eyjar. Er einhver sem virkilega getur haldið því fram í fullri alvöru að sá fiskur, sem syndir hér um í hafinu í kring sé eign einhverra ákveðinna manna langt uppi á landi. Fyrsta skrefið í átt til Iausnar í áhyggjuefnum landverkafólks, er að tala af sannleika um stöðuna eins og hún er. Næsta skrefið er að virkja þá sem þannig verða frjálsir menn, til að grípa til allra þeirra ráða sem í mannlegu valdi stendur,“ sagði sr. Kristján Björns- son. - SBS Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 TV0FALDUR 1. VINNINGUR WORUJW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.