Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 5
rD^ir
MIOVIKUDAGUR 1 2.. >M A t >1 9 9 9 - 5
FRETTIR
Samíylkmgm
vill vinstri stjóm
Margrét Frímannsdóttir: Vinstri st/órn er betri kostur en áframhaldandi stjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfíokks enda buðum við fram sem skýr valkostur
við þá stjórn sem nú situr.
Þingflokkiir Samfylk-
ingariimar vill að
mynduð verði vinstri
stjóm og hefur veitt
talsmanni sinum um-
boð til viðræðna við
Framsóknarflokk og
Vinstri hreyfinguna -
grænt framboð.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
er reiðubúinn til þess að eiga að-
ild að stjórnarmyndunarviðræð-
um við Framsóknarflokkinn og
Vinstrihreyfinguna - grænt fram-
boð. Þingflokkurinn kom saman
í gær í fyrsta sinn eftir kosningar
og samþykkti að fela Margréti
Frímannsdóttir, talsmanni Sam-
fylkingarinnar, umboð til að fara
í slíkar viðræður ef á þær yrði
fallist. Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, hefur margsagt að
hreyfingin sé reiðubúin til við-
ræðna um myndun vinstri
stjórnar.
Sighvatur Björgvinsson, for-
maður Alþýðuflokksins, sagði á
fundi með fréttamönnum í gær
að það væri alveg skýrt að Sam-
fylkingin væri reiðubúin til að
axla ábyrgðina af stjórnarsetu.
Samfylkingarmenn leggja
áherslu á að þótt stjórnarflokk-
arnir hafi haldið meirihluta sín-
um á Alþingi hafi Framsóknar-
flokkurinn tapað talsverðu fylgi
og það sé einnig meirihluti fyrir
vinstri stjórn.
Betri kostur
Framsóknarmönnum og Vinstri
grænum verður kynnt samþykkt
þingflokksins en ekki er ætlunin
að fara formlega fram á viðræður
að svo stöddu. Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokkur eiga í form-
legum stjórnarmyndunarviðræð-
um og Margrét sagði óeðlilegt að
grípa inn í viðræður sem þegar
væru hafnar.
,/íltIunin er fyrst og fremst að
vekja athygli á því að það eru
aðrir kostir í stöðunni en að
stjórnarflokkarnir haldi áfram og
að við erum tilbúin til þess að
taka þátt í viðræðum við Fram-
sóknarflokkinn og Vinstri græna.
Við teljum það betri kost en
áframhaldandi stjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks
enda buðum við fram sem skýr
valkostur við þá stjórn sem nú
situr. Við teljum eðlilegt að
Framsóknarflokkurinn sem og
Iandsmenn geri sér grein fyrir því
að það eru fleiri kostir í stöð-
unni,“ segir Margrét
Það er einnig Ijóst að Samfylk-
ingin er reiðubúin til þess að
bjóða formanni Framsóknar-
flokksins forsætisráðherrastól-
inn í vinstri stjórn. „Það er
samningsatriði en þingflokkur-
inn er tilbúinn til þess að styðja
Halldór," segir Margrét.
Stjómarsamstaxfið ekki
hnökralaust
Formenn og varaformenn stjórn-
arflokkanna hófu stjórnarmynd-
unarviðræður í gær og hafa gefið
sér tíma fram til mánaðamóta til
þess að ná saman. Margrét segir
ekki hægt að draga nema eina
ályktun af því að þeir ætli sér svo
langan tíma í viðræður. „Það seg-
ir okkur það eitt að stjórnarsam-
starfið hefur ekki verið eins gott
og menn hafa viljað vera láta. Ef
það hefðu ekki verið neinar
hnökrar hefði það ekki tekið
nema sólarhring." - vj
Valdimar Jóhannesson: Vantaði nokk-
ur hundruð atkvæði til að verða þing-
maður.
DV hafði af
okkur hin&-
sæti
„Ég hef látið sérfræðing reikna
út hvað vantaði mörg atkvæði á
landsvísu til þess að ég kæmist á
þing. Niðurstaðan er aðeins 470
til 639 atkvæði og ég er eindreg-
ið þeirrar skoðunar að linnulaus
áróður DV á föstudag og fram á
laugardag um að Frjálslyndi
flokkurinn kæmi ekki manni að
á Alþingi hafi kostað flokkinn
eitt til tvö þingsæti," segir Valdi-
mar Jóhannesson, efsti maður
Fijálslynda flokksins á Reykja-
nesi. „Þetta er svívirðileg fram-
koma, því skilaboðin voru þau
að kjósendur ættu ekki að vera
að eyða atkvæði i okkur. Fyrir
vikið hafði blaðið af okkur einn
til tvo þingmenn,11 segir Valdi-
mar, en Óli Björn Kárason, rit-
stjóri DV lætur sér fátt um finn-
ast. „Þessi ummæli dæma sig
sjálf og ekki meira um þau að
segja," segir Óli Björn. - fþg
Hneisa og óþægmdi
Ragnhildur Vigfúsdóttir fyrrum jafnréttisfulltrúi Akureyrar.
Mál Ragnhildar
Vigfúsdðttur gegn
Akureyrarbæ tekið
fyrir í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í
gær.
Fyrirtaka í máli kærunefndar
jafnréttismála á hendur Akureyr-
arbæ fór fram í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í gær. Kæru-
nefndin rekur málið fyrir hönd
Ragnhildar Vigfúsdóttur, fyrrum
jafnréttisfulltrúa hjá Akureyrar-
bæ. Hún stefndi bænum fyrir að
njóta ekki sömu kjara og at-
vinnufulltrúi bæjarins eftir að
bærinn hafði hafnað óskum
hennar.
Kröfur Ragnhildar eru að sá
launamunur sem var á störfum
hennar og atvinnufulltrúa vérði
greiddur þann tíma sem hhn
gegndi stöðu jafnréttisfulltrúa.
Þá er krafist miskabóta vegna
„hneisu og óþæginda" eins og
það er orðað í stefnunni að upp-
hæð 500.000. kr. Jafnframt er
krafist greiðslu málskostnaðar,
en það er Lára V. Júlíusdóttir
sem rekur mál stefnanda.
Gögn málsins voru Iögð fram í
gær og var ákveðið að ósk Ragn-
hildar, sem býr í Svíþjóð, að að-
almálsmeðferð færi fram 6.
október nk. Málið er flókið og
viðamikið sem ráða má af því að
talið er að málsmeðferðin taki
allan daginn. Fjöldi vitna mun
Ieiddur fram. I þeirra hópi eru
fyrrverandi bæjarstjóri á Akur-
eyri, Jakob Björnsson, starfs-
mannastjóri stefnda, formaður
kjaranefndar og ýmsir fleiri. - BÞ
Norsk-Hydro á Reydarfírdi
Svæðisskipulag miðhálendis staðfest
Umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, staðfesti sl. mánudag
Svæðisskipulag miðhálendis íslands til ársins 2015 og þar með er
náð mikilvægum áfanga í skipulagsmálum miðhálendisins. Um 100
athugasemdir bárust frá einstaklingum, félagasamtökum, sveitarfé-
Iögum, stofnunum og ráðuneytum. Litið er á allar framkomnar at-
hugasemdir sem viðbætur við forsendur skipulagsins. Alþingi sam-
þykkti í marsmánuði sl. lög um breytingu á skipulags- og bygginga-
lögum, þar sem mælt er fyrir um stofnun sérstakrar Samvinnunefnd-
ar miðhálendis. Skal hún annast endurskoðun svæðisskipulags mið-
hálendis og gæta þess að samræmi sé innbyrðis með aðalskipulags-
tillögum einstakra sveitarfélaga á svæðinu og að samræmi sé á milli
þeirra og svæðisskipulags miðhálendisins.
íslensk rafbudda í dehetkortin
Fyrir dyrum stendur að setja örgjörva í öll greiðslukort jafnt hér á
landi sem erlendis. A vegum bankanna og greiðslukortafyrirtækjanna
hefur að undanförnu unnið hópur að því að velja kerfi fyrir myntkort
með það að markmiði að finna samræmda lausn fyrir Island líkt og
hefur verið í öðrum Iöndum, s.s. Svíþjóð, Þýskalandi og Luxembo-
urg. Akveðið var að velja þýsku lausnina „Geldkarte11 sem grunn að
útgáfu myntkorta hér á landi. Munu kortafyrirtækin VISA-ISLAND
og EUROPAY-ISLAND setja upp sameiginlegt bakgrunnskerfi fyrir
myntkort sem vistað verður á Reiknistofu bankanna. Þau munu
byggja á útgáfu greiðslukorta með örgjörva á hvort um sig með sjálf-
stæðum hætti. Fyrirhugað er að endurnýja öll debetkort landsmanna
í samvinnu við banka og sparisjóði og gefa þau út með örgjörva sem
inniheldur m.a. „rafbuddu" innan árs. Fyrstu kortin koma á markað-
inn í októbermánuði nk. og bera þjónustuheitið „KLINK" fyrir
mynteininguna.
Þriggja manna sendinefnd frá
Norsk-Hydro í Noregi undir for-
sæti Jon Harald Nielsen, for-
stjóra áldeildar fyrirtækisins,
kom til Fjarðabyggðar á mánu-
dag til að kynna sér aðstæður á
Reyðarfirði, þar sem álverk-
smiðja mun rísa, náist um það
samningar. Sendinefndin mun
ræða í dag við Finn Ingólfsson,
iðnaðarráðherra, um málið.
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, segir að
fulltrúar Norsk-Hydro séu að
kynna sér aðstæður, skoða verk-
smiðjustæði og samfélagið í
Fjarðabyggð. Bæjarstjóri segir
heimsóknina eitt skref í áttina að
því að álverksmiðja rísi á Reyðar-
firði, sem verði atvinnulífi Aust-
firðinga mikil lyftistöng. Seinni
hluta júnímánaðar verði svo
fundur með samninganefnd ís-
lendinga, þar sem búast má við
einhverri ákvarðanatöku í mál-
inu. Aðgengi fulltrúa Fjarða-
byggðar nú er hluti af verkefna-
vánnu í samstarfi við Ijárveitinga-
stofu Iðnaðarráðuneytis. Guð-
mundur segist sæmilega bjart-
sýnn á að málið sé nú aftur kom-
ið á það stig að það muni leiða til
orkuvirkjunar við norðanverðan
Vatnajökul og byggingar álverk-
smiðju við Reyðarfjörð. - GG
Dagur hjúkrtmar
Dagur hjúkrunar verður haldinn í dag, miðvákudaginn 12. maí, í
kennslustofu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 2. hæð. Þar verða
kynnt þróunarverkefni, sem hafa verið unnin undanfarin misseri og
sýning á veggspjöldum. Léttar veitingar verða á boðstólum. Dagskrá-
in værður flutt tviVegis, klukkan 10.00 og 14.00, til þess að gefa sem
flestum tækifæri til að koma. Meðal efnis verður kynning á viðhorf-
um hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum til post-op verkjaskráningar;
þróun sólarhringsblaðs og hjúkrunarferlis á gjörgæsludeild og hvern-
ig megi konia á gæðatryggingu í hjúkrun skurðsjúklinga. Eftir flutn-
ing erinda verða kynnt veggspjöld þeim tengd. - GG