Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 4
#- M'tfíVtebbHg&A i'2’/ m'A'í FRÉTTIR i>^Kr tílfar til Nýsköpimarsjóðs Stjórn Nýsköpunarsjóðs nefur ráðið Úlfar Steindórsson fram- kvæmdastjóra sjóðsins í stað Páls Kr. Pálssonar sem sagt hefur starfi sínu lausu. Úlfar hefur síðustu þrjú ár verið framkvæmdastjóri Union Islandia, dótturfyrirtækis SIF í Barcelona á Spáni. Tuttugu umsóknir bárust um starfið. Mennmgarsjóðiir Svarfdæla veitir stvrki Menningarsjóour Svarfdæla úthlutaði á aðal- fundi Sparisjóðs Svarfdæla í Hrísey 9 styrkjum að upphæð 1200 þúsund krónur. Frá því að Menn- ingarsjóður Svarfdæla var stofnaður árið 1984 á 100 ára afmæli sparisjóðsins hefur hann úthlut- að nær 20 milljónum króna í styrki á uppreikn- uðu verði. 250 þúsund í styrk hlutu Nýibær á Dalvík til endurbóta og gerð sjónvarpsmyndar um Jóhann Svarfdæling; 150 þúsund króna styrk hlutu kór Dalvíkurkirkju og barnakórinn Góðir hálsar (barnakórinn hlaut einnig 50 þúsund króna styrk úr sveitar- sjóði Dalvíkurbyggðar); 100 þúsund krónur til Útvarps Dalvíkur; 75 þúsund krónur til Friðriks Hjörleifssonar Dalvfk vegna tónlistarút- gáfu; Vignis Hallgrímssonar Dalvík vegna myndlistarnáms, Völvu Gísladóttur Svarfaðardal vegna myndlistarsýningar og Halldórs Gunnlaugssonar Svarfaðardal vegna myndlistarnáms. 20 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Sparisjóðs Svarfdæla, sem er heldur lakari útkoma en árið 1997. Formaður stjórnar er Sveinn Jónsson, athafnamaður í Kálfsskinni. Eignarhaldsfélag Austurlands mikilvægt fjórðungnum Stofnað hefur verið Eignarhaldsfelag Austurlands af Atvinnuþróun- arfélagi Austurlands, Fjárfestingafélagi Austurlands og Byggðastofn- un og er stofnfé 4 milljónir króna. Stefnt er að því að auka hlutafé í 100 milljónir króna á fyrsta starfsárinu og hefur Byggðastofnun þeg- ar samþykkt að auka framlag sitt í 40 milljónir króna. Með stofnun Eignarhaldsfélagsins er stigið eitt mikilvægasta skrefið í nýsköpun á Austurlandi. Þátttaka Eignarhaldsfélagsins í öðrum félögum verður í formi hlutafjárkaupa en fjárfestingar verða í samræmi við fyrirfram mótaða fjárfestingastefnu sem stjórn félagsins setur. Skilyrði er að félögin séu rekin á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi eða eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífsins. Leitað verður eftir samstarfi við banka og aðrar fjármálastofnanir, fjárfestingasjóði, sveitarfélög og fyrirtæki sem og aðra sem vinna að nýsköpun og atvinnuþróun. Þveitin Nýtt héraðsfréttablað hefur hafið göngu sína á Homafirði og heitir það því sérstaka nafni Þveitin eft- ir stöðuvatninu Þveitin í Nesjum. Þveit mun þýða lægð eða jarðfall en sögnin að þveita getur þýtt að kasta eða þeyta burt. Ekki er þetta eina blað Hornfirðinga því að í hartnær 18 ár hefur Eystrahorn kom- ið út með fréttir úr Austur-Skaftafellssýslu sem og öðrum hlutum Austurlandskjördæmis. Útgefandi er Eldsmiðurinn, en hluti starfs- manna fyrirtækisins hefur gengið til Iiðs við Þveitina en bæði blöðin eru prentuð í Prentsmiðju Hornafjarðar. Nokkrar breytingar voru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi Eldsmiðsins. Lífróður til hjargar Búlandstmdi Mikil endurskipulagning, nánast lífróður, fer fram á rekstri Bú- landstinds á Djúpavogi sem miðar fyrst og fremst að því að stöðva taprekstur fyrirtækisins sem m.a. hefur stafað af offjárfestingu í framleiðslutækjum miðað við kvótastöðu þess. Fyrstu sex mánuði rekstrarársins sem hófst I. september sl. er tapið 362 milljónir króna og að óbreyttu stefnir í gjaldþrot fýrirtækisins. Meginmarkmiðið er að halda veiðiheimildum, selja hluta af öðrum eignum og samhæfa þær eignir sem eftir standa framleiðslunni. I fiskverkunarhúsi Bú- landstinds er aðallega verkaður saltfiskur en ákveðið hefur verið að stækka vinnsluhúsnæðið um 1.750 fermetra í sumar. Frystihús fé- Iagsins á Breiðdalsvík, Mánatindur SU og fiskimjölsverksmiðjan hafa verið seld ásamt frystitogaranum Sunnutindi SU. Stjóm KASK í uppnámi Stjórn Kaupfélags Austur-Skaftlellinga, KASK, er í uppnámi þar sem báðir fulltúar Hafnardeildar í stjórn félagsins, þeir Guðjón Pétur Jónsson og Páll Kristjánsson, sögðu sig úr stjórninni eftir að tillaga þeirra um að Guðjón Pétur tæki við stjórnarformennsku var felld en meirihlutinn stóð að baki endurkosningu Arnar Bergssonar, bónda að Hofi í Oræfum, sem stjórnarformanns. Annar tveggja varamanna sem komu í stjórn, Jón Kr. Jónsson, hefur gefið eftir atkvæðisrétt sinn til þriðja varamanns, Guðrúnar Jónsdóttur, til að auka vægi Hafnardeildar í stjórn KASK. Sem Iiður í sáttargerðinni hefur íngu Kristínu Sveinbjörnsdóttur, formanni Hafnardeildar, verið boðió að sitja stjórnarfundi KASK með tillögurétti og málfrelsi. Gífurlegt tap var á rekstri vASK á síðasta ári, eða 178 milljónir króna Nýverið tóku Örn Bergsson stjórnarformaður, og Páll Guðmundsson, kaup- félagsstjóri. fyrstu skólfustunguna að nýju verslunarhúsi KASK í miðbæ Flornafjarðar. Stefnt er að því að taka verslunarhúsnæðið í notkun í aprílmánuði árið 2000, á 80 ára afmæli kaupfélagsins. GG Þveitin, nýtt héraðsfréttabiað. Sveinn Jónsson í Kálfskinni. 1 Skoðanakönnuðir virtust ekki finna Guðjón A. Kristjánsson og félaga á Vestfjörðum, sem þó komust inn á þing með tveggja manna þingflokk. Kaimanir fundu ekki frjálslynda Félagsvísindastofnun Háskólans (FSH) reyndist kannana á milli með minnsta frávikið frá kosn- ingaúrslitinum; þó ekki síðasta könnun þeirra, heldur sú næst- síðasta. Þar var Sjálfstæðisflokk- urinn ofmetinn minnst og styrk- ur Vinstri-Grænna næstur Iagi. Hins vegar vanmat FSH fylgi Fijálslynda flokksins mest, en í öllum könnunum fyrir kosningar mældist fylgi hans ekki nema um helmingurinn af því sem í ljós kom. Sú könnun sem var órafjærst niðurstöðum kosninganna var könnun Pricewaterhouse Cooper (PC), sem birt var um mánaðamótin á Stöð 2 en fram- kvæmd dagana áður. Þar mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 49;2% en Fijálslyndir með 0,8%. I könnunum Gallups, DV og FSH frá síðustu vikunni í apríl til 7. maí mældist Fijálslyndi flokk- urinn með 2,2-2,9%, en 3,4% hæst hjá Gallup 5. maí, en flokk- urinn fékk 4,2% í kosningunum. I kjördæmakönnun Gallups á Vestfjörðum mældust Frjálslynd- ir með 9,8% dagana 22.-27. apr- íl, en þar endaði flokkurinn með 17,7%. I ítarkönnunum Gallups 18. apríl og svo síðar í raðkönn- unum mældist Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík með um 51% fylgi, en stóð uppi með 45,7%. I síðustu raðkönnunum leitaðist Gallup við að meta fylgi flokka í Norðurlandskjördæmi eystra, eftir takmörkuðu úrtaki þó, og þar mældust Samfylkingin og VG á svipuðum slóðum með um 19% hvor flokkur, en þegar á hólminn var komið reyndist VG vera með 5 prósentustiga meira fylgi. Af raðkönnunum Gallups fyrir landið allt 3.-7. maí reyndist könnunin 4. maí nær raunveru- leikanum en þær sem á eftir komu og frávikið svipað og í bestu könnun FSH. Niðurstöður allra kannananna sýna annars vanmat á „litlu“ flokkunum og ofmat á þeim stærstu. - FÞG Uggur uni fr aiutí ð Viimslustödvariimar Bæjarráð Vestmanna- eyja hefur lýst yfir þimgiun áhyggjum vegna afkomu Vinnslustöðvarinnar og telur ljóst að grípa verði til víðtækra ráð- stafana til þess að fyr- irtækið verði áfram burðarás í atvinnulífi Vestmannaeyja. Mikil óvissa ríkir um framhald reksturs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum en fyrstu sex mánuði rekstrarársins nam tapið um 600 milljónum króna. Stjórnarformaðurinn; Geir Magnússon, forstjóri Olíufélags- ins, hefur sagt að hluthafarnir séu farnir að krefjast arðs af fjár- festingunni og því hlýtur sala á hluta eða öllu hlutafé í fyrirtæk- inu að vera til skoðunar. Jón Kjartansson, formaður Verka- Iýðsfélags Vestmannaeyja, segir það mjög alvarlegt ef landvinnsla Vinnslustöðvarinnar hætti en það merkilega við þetta allt sé að gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fari hækkandi sem bendi ein- dregið til þess að eitthvað sé í farvatninu, t.d. sala eða samein- ing við annað fiskvinnslufyrir- tæki. Skuldir Vinnslustöðvarinn- ar nema í dag um 2 milljörðum króna, en námu 5 milljörðum króna fyrir nokkrum árum. „Hjá Vinnslustöðinni hafa at- vinnu af bolfiskvinnslunni um 230 manns hér í Vestmannaeyj- um og um 80 manns í Þorláks- höfn. Sjómennirnir eru um 80 ialsins. Það yrði gríðarlegt áfall ef vinnslan legðist af. Það er ekki bara verið að tala um þessi störf heldur verða magfeldisáhrifin mjög mikil. Vestmannaeyingar eru því mjög uggandi um at- vinnuástandið,11 segir Jón Kjart- ansson. Formaður verkalýðsfé- lagsins fór til Reykjavíkur um helgina til þess að ná tali af Geir Magnússyni, en fór bónleiður til búðar. Stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar var farinn til Isaíjarðar, en sem kunnugt er á Olíufélagið stóran hlut í Bása- felli. Hvort eitthvert samhengi er þar á milli skal ósagt látið, í bili. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur Iýst yfir þungum áhyggjum vegna afkomu Vinnslustöðvarinnar og telur Ijóst að grípa verði til víð- tækra ráðstafana til þess að fyrir- tækið verði áfram burðarás í at- vinnulífi Vestmannaeyja. Bæjar- yfirvöld \dlji einskis láta ófreistað til þess að á málinu finnist við- unandi lausn. Atvinnuöryggi mörg hundruð starfsmanna og framtíð Vestmannaeyja sem öfl- ugs byggðalags sé í húfi. Bæjar- ráð samþykkti að fela bæjar- stjóra, Guðjóni Hjörleifssyni, að fylgjast áfram með málinu og ræða við forsvarsmenn félagsins í þeirri viðleitni að snúa vörn í sókn. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.