Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 12.05.1999, Blaðsíða 6
6MIBVIKUD AGU R 12. MAÍ 19 9 9 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjórí: eyjólfur sveinsson Ritstjórí: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aöstoðarrítstjórí: birgir guðmundsson Framkvæmdastjórí: marteinn jónasson Skrífstofur: stranogötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang rítstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: soo 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Spor sem hræða í fyrsta lagi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla að gefa sér rúm- an tíma til að ræða hugsanlegt framhald á samstarfi um stjórn landsins. Ekki er stefnt að niðurstöðu í viðræðum þessara flokka fyrr en eftir 2-3 vikur. I þeim samtölum kemur í ljós hvort samstaða næst um stefnu í þeim mikilvægu málum sem takast þarf á við á nýju kjörtímabili. Það á til dæmis við um nauðsynlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, þar sem forysta Framsóknarflokksins vildi ganga lengra í kosningabar- áttunni en Sjálfstæðisflokkurinn, og frekari stórfelld áform um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, sem eru ofarlega á óskalista sjálfstæðismanna. 1 öðru lagi Þótt þessar viðræður séu hafnar með formlegum hætti segir það ekkert til um hvort niðurstaðan verður viðunandi fyrir Framsóknarflokkinn. Að vísu er augljóst að þingmenn flokks- ins eru langflestir komnir með ráðherraveiki. En þegar fram- sóknarmenn gera upp stöðu sína kalt og rólega átta þeir sig vafalaust á þeim möguleika að það kunni að vera feigðarflan fyrir framtíð flokksins að stökkva fyrirhafnarlítið inn í endur- nýjaða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem hefur það fyrir venju í kosningum að tæta fylgi af samstarfsflokki sínum. íþriðjalagi Ekki eru margir áratugir síðan Framsóknarflokkurinn slagaði hátt upp í Sjálfstæðisflokkinn í atkvæðamagni. Á viðreisnarár- unum svokölluðu fékk Framsókn þannig ítrekað yfir 28 pró- sent atkvæða - það er heilum 10 prósentustigum meira fylgi en í kosningunum núna. Fyrsta stórfellda fylgistapið varð árið 1978 - líka eftir stjórn með lhaldinu - en þá hrapaði Fram- sóknarfylgið niður í 16.9 prósent. Flokknum hefur tvívegis tekist að sækja verulegan hluta af þessu fylgi til baka. En það hefur aldrei tekist eftir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokksforystan hlýtur að spyija sig hvaða líkur séu á að það takist frekar eftir átta ára samstjórn með sjálfstæðismönnum. Hér á við að sporin hræða. Elías Snæland Jónsson Breytt þjóðfélag! Þá er búið að færa fréttatíma útvarps og sjónvarps fram um klukkutíma. Garri hlustaði á fréttastjórana Kára Jónasson og Boga Agústsson og útvarps- stjórann Markús Örn upplýsa hversu miklu betra þetta væri fyrir okkur hlustendur. Astæð- an fyrir flutningnum er nefni- lega sú að við erum öll komin heim úr vinnunni kl. 18:00, öfugt við það sem áður var, en þá vorum við ekki komin heim úr vinn- unni fyrr en kl. 19:00. Þetta segja RUV stjórarnir okk- ur að sé alger grund- vallarbreyting. Garri tók líka eftir því að Kári sagði að vissu- lega væru þetta mikl- ar breytingar og þær væru þess eðlis að þær gætu hugsan- lega hreytt þjóðfé- laginu. Snemma heim Garri fær ekki betur séð en RÚV sé að bjarga öllu því fólki sem er komið heim tiltölulega snemma á daginn frá því að deyja úr leiðindum og frétta- leysi. Það hefur ekki verið neinn smáræðis höfuðverkur að þreyja þorrann og góuna frá því að fólk kemur heim upp úr kl. 17:00 og fram til kl 19:00 þegar útvarpsfréttirnar byrja. Garri hefur meira að segja heyrt um fólk sem farið var að halda uppi samræðum innan fjölskyldunnar á þessum tíma, þrátt fyrir að Þjóðarsálin hafi að sjálfsögðu bjargað mörgum frá slíkum örlögum. Þetta mun nú breytast og sannast þar með orð Kára, að þessi fréttatímabreyting mun breyta þjóðfélaginu! Enn framar Mest um vert þykir Garra að það er af hlýhug og umhyggju fyrir hlustendum og áhorfend- um sem RÚV er að færa fréttatímana fram, og storkar þannig keppinautnum um hylli fólks. Með þessari ákvörðun verða RÚV frétta- stofurnar nefnilega á undan Stöð 2 með sínar fréttir. Hins vegar sér Garri fyrir sér að Stöð 2 fylgi fordæmi RÚV og reyni líka að breyta þjóðfélaginu. Stöðin gæti t.d. fært fréttatímann enn framar á daginn - t.d. til kl 17:00 eða jafnvel 16:30. Þar með er komið tilefni til að stytta vinnu- tímann frekar en orðið er til að allir geti verið heima að horfa á fréttirnar. Mótleikur RÚV við mótleik Stöðvar 2 yrði þá að fara jafnvel enn framar og þannig gæti þetta gengið koll af kolli þar til menn enda í há- degisfréttunum. Þar með yrðu tvær flugur slegnar í einu höggi. Bæði myndi stórfé spar- ast með því að kvöldfréttatím- ar stöðvanna legðust af og stjórnmálamenn yrðu að hor- fast í augu við það aðkallandi verkefni að stytta vinnudaginn á Islandi til að allir gætu verið komnir heim áður en hádegis- fréttirnar byrjuðu. Garri fagn- ar þess vegna því merka fram- lagi og frumkvæði sem RÚV hefur sýnt til styttingar vinnu- dagsins á Islandi. garri Kjaradómur varð fyrstur til að staðfesta kosningaloforð Davíðs Oddssonar um að góðærið mundi enn magnast ef hann næði góðri kosningu. Forsætis- ráðherra marglofaði áframhald- andi góðæri, sem til þessa hefur einkum náð til þeirra nku og há- launuðu og með því að hækka kaup allra hæstlaunuðu embætt- ismanna daginn eftir kosningar sýnir Kjaradómur að hann trúir og treystir glæstum kosninga áróðri um sívaxandi árgæsku undír íhaldsstjórn. Annað var það sem höfuð- áhersla var Iögð á í kosningahríð- inni, sem var að varðveita skyldi stöðugleikann. En sem ljóst er skiptir þjóðarsáttin og stöðug- leikinn láglaunaliðið mestu máli. Þess vegna er um að gera að halda lágu laununum lélegum, semja um lakari kjör til langs tíma og hreyfa ekki við þeim Velferð þeirra sem betur mega hvað sem hákarlar hálaunastig- anna og eigendur verðbréfa kunna að fá f sinn hlut. Þeir efnuðu og hálaunuðu sjá sem sagt um viðhald góðærisins, en þeir sem minna bera úr býtum bera ábyrgð á stöðugleikanum. Leikreglumar Þetta eru þær leikreglur sem gilda í lýðveldinu undir lok árþúsundsins. Forseti, ráðherrar, al- þingismenn og háemb- ættismenn taka náðu- samlegast við þeim ríf- legu uppbótum sem að þeim er rétt og kvarta síst yfir að þær séu of Iitlar. Aðspurðir segjast þeir hafa fréttir af fólki úti í bæ sem fái alveg eins mikið kaup, en beri samt ekki meiri ábyrgð en þeir sem úthlut- að er hvað ríkulegast úr lands- sjóðnum. Davið Oddsson. Flestir kjaradómsmenn eru vel haldnir lögfræðingar, sem kemur þjóðarsátt og stöðugleiki ekkert við og finnst ekki mikið f lagt þótt þeir séu að hækka kaup sinna umbjóðenda upp úr öllu valdi. Enda þekkja sumir þeirra mjög vel til hve mikið set^, í stjórnum stórfyrirtækja getur gefið í aðra hönd. Sú röksemd, að ekki fáist hæft fólk til að sinna þingstörfum eða taka að sér ráðherra- embætti, vegna þess að það geti fengið svo miklu hærra kaup ann- ars staðar er fáránleg og hefur aldrei verið sýnt fram á að hún standist. Asóknin í þau störf sem eru undir verndar- væng Kjaradóms sýna og sanna, að nóg af hæfu fólki mun fást til að sinna þeim þótt launin og fríðindin væru eitthvað lægri. Hinir þjóðhollu Forystumenn launþegasamtaka bíta nú í skjaldarrendur og segj- ast vera aldeilis hlessa á venju- bundinni ósvífni Kjaradóms. Eft- ir henni á að muna þegar farið verður að semja á svokölluðum almennum vinnumarkaði eftir dúk og disk. En þá verða þeir minntir á að þeir beri ábyrgð á stöðugleikanum og verðbólgu- draugurinn látinn gjamma svolít- ið framan í þá og þá verður samið af mikilli ábyrgð og þjóðhollustu. Varla er hægt að hefja nýtt kjörtímabil með meiri glæsibrag en að stórhækka Iaun og fríðindi allra helstu ráðamanna þjóðar- innar. Þeirra er framtíðin og góð- ærið. Megi þeir vel njóta og stjór- na með það fyrir augum að við- halda ágæskunni og velferð allra þeirra sem betur mega. Hvemig lístþérá að færa fréttatíma Útvarps og Sjónvarps fram um eina klukhustund? Iléðiim Höskuldsson bótidi á Bólstað í Bárðardal. „Fréttatímar Út- varps og Sjón- varps eru eitt af því fáa sem í seinni tíð sam- einar þjóðina og því er mikið slys að breyta þeim. Þetta kemur illa við marga, bændur eru tæpast komnir frá útiverkum á þessum tíma og svo hafa matmálstímar mikið miðast við fréttatímana. Hvað varðar sjónvarpsdagskrána þá finnst mér hún vera alveg nógu Iöng og varla hefði þurft að Iengja hana, en nú er það boðað samhliða flutningi fréttatímans." Helga Guðrún Johnson fréttamaðurífríi. „Þetta hefur ver- ið gert áður og gafst ekki vel þá. Eg skil reyndar vel sjónarmið þeirra á Sjón- varpinu að vilja ekki vera síðastir með fréttirnar og við þekkjum það erlendis frá að allar helstu fréttastofur séu með sínar fréttir á sama tíma. Hinsvegar er það lít- ið framleitt af innlendu efni hér að það væri synd gagnvart áhrof- endum að það færi allt í lofið á sama tíma. Það verður fróðlegt að fylgjast með samkeppni sjón- varpsstöðvanna í sumar." HaUgrímur Thorsteinsson Jjölmiðlafireðingur. „Ég er ánægður með þessa breyt- ingu, þetta verð- ur til þess að maður getur truflanalaust hlustað á kvöld- fréttir Útvarps- ins. Það eina sem er að þessu er að klukkuslátturinn klukkan sjö, þessi áratugalanga hefð, verður ekki söm. Þessi breyting held ég að hristi skeiinmtilega upp í kvölddagskrá þjóðarinnar, tíma- setning fréttatímanna hefur mót- að mjög líf marga og þetta held ég að geti orðið til að breyta mjög steinrunnu fari fólks á þessum tíma dags.“ Helga Jóhannsdóttir hárgreiðshdwna áAkureyri. „Ég er ekkert sátt við þetta, fremur en marg- ir aðrir. Það er ekki nærri alltaf sem ég er komin heim frá vinnu um þetta leyti, þannig að sú tímasetning sem nú ríkir hentar mér betur. Kannski er þetta líka spurning um að venja sig að nýjum tímum, gjarn- an erum við húsmæður að mat- búa á þessum tíma en hinsvegar getur líka verið ágætt að hlusta á fréttir meðan hrært er í pottum. Vitaskuld á rétt á sér það sjónar- mið að þessi breyting á frétta- tímunum lengi kvöldið, þannig að vissulega eru ljósir punktar í þessu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.