Dagur - 01.06.1999, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 - 9
8 - ÞRIDJUDAGUR 1 . JÚNÍ 19 99
FRÉTTASKÝRING
„Það myndast einhver kaupæðisstemmning og fólk fer oftar en ekki afstað án þess að hafa raunveruiega efni á að fjárfesta í nýjum bílum. Neyslulán eru dýr lán þótt auðvelt sé að verða sér út um þau, “ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Forstöðmnaðirr ráð-
gjafarstofu imi fjár-
mál heimilaima gagn-
rýnir reglur um bíla-
lán. Margir skjólstæð-
ingar fara illa út úr
bj art sýniskaupum.
Eldri bílar hríðfalla í
verði. Fjórfaldur inn-
flutningur frá 1994.
„Bflaveislan" heldur áfram hjá
innflytjendum. Rúmlega 6.300
nýir bílar voru seldir frá áramót-
um til aprílloka, borið saman við
tæplega 4.600 í fyrra. Þetta er
næstum 40% fjölgun milli ára og
64% fjölgun miðað við janúar-
apríl f góðærinu 1997. Haldi
fjölgunin áfram á sama hraða það
sem eftir er ársins má búast við
að 23.000 nýir bílar bætist í flota
landsmanna á þessu síðasta ári
tuttugustu aldarinnar. Það gæti
þýtt allt að 35 milljarða til bíla-
kaupa á árinu, ef miðað væri við
1,5 milljóna meðalverð á bíl.
Fróðlegt er Iíka að líta aðeins
aftur fyrir góðærin, t.d. til ársins
1994. Innan við 6.300 bílar voru
þá seldir á árinu öllu - þ.e. held-
ur færrí heldur en nú á aðeins
íjórum mánuðum. I ár gætu nýju
bílarnir þannig orðið um fjórum
sinnum fleiri en í kreppunni fyrir
fimm árum.
Ahrif þessa verða óneitanlega
eignatap og afföll hjá eigendum
notaðra bíla. Sumir ganga svo
langt að segja að vonlítið sér orð-
ið að selja bíla sem eru 5-6 ára
eða eldri. Eina leiðin sé að láta
gamla bílinn upp í nýjan, en því
fylgja lántökur og hætta á að
neytendur reisi sér hurðarás um
öxl. Ofþensla getur fylgt í kjölfar-
ið.
Hjá Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna segir Elín Sigrún
Jónsdóttir forstöðumaður, að þar
á bæ hafi menn ekki farið var-
hluta af offjárfestingum í bílum
og of þungri greiðslubyrði.
„Vissulega er orðið mjög algengt
að há bílalán séu hluti fjárhags-
legra erfiðleika hjá því fólki sem
hingað kemur. Við sjáum glögg-
lega á síðari tímum að í langflest-
um tilvikum eru bílalán inni í
umsóknum fólks,“ segir Elín Sig-
rún.
Verður að skoða þennan
markað
Einhvern veginn verður að bregð-
ast við að hennar mati. Hún
bendir á að í fasteignaviðskiptum
sé greiðslumatið uppi á borðinu í
bankakerfinu en í bílaviðskiptum
séu aðilar á eftir. „Þeir eru ekkert
að horfa á raunverulegt greiðslu-
mat heldur bara veðið í bílnum,
en í mörgum tilfellum held ég að
sú trygging sé ekki nægileg. Bíl-
arnir fara á lægra verði og veð-
hæfnin verður ekki næg. Svo má
einnig benda á að foreldrar og
fjölskyldur ganga mjög oft í
ábyrgð fyrir ungt fólk sem kaupir
bíla í dag. Það er ljóst að þau
sjónarmið sem almennt gilda hjá
bönkunum í dag eru ekki ríkjandi
í þessum viðsldptum. Ábyrgðar-
mönnum hefur fækkað í banka-
kerfinu þannig að ég held að það
þurfi virkilega að skoða þennan
markað," segir forstöðumaður
Ráðgjafarstofu um fjármál heim-
ilanna.
Hið besta mál
Bílasalar segja á hinn bóginn að
mikil endurnýjun og ynging flot-
ans sé hið besta mál og Iöngu
tímabær. „Ég get ekki tekið undir
að það sé ekki hægt að selja not-
aða bíla lengur. Hitt er annað að
þessi gríðarlegi innflutningur
veldur því að bílar sem ekki eru
Iánshæfir, ‘94 bílar og eldri, eru
farnir að þyngjast verulega. Þessa
bíla höfum við kallað skólabíla en
þeir eru bara að detta út af mark-
aðnum og á leiðinni í endur-
vinnsluna. Þetta er hins vegar
bara eðlileg þróun og jákvæð,“
segir Jóhann Jóhannsson hjá bíla-
sölunni Evrópu.
Jóhann viðurkennir að hægt sé
að tala um nokkurt eignatap hjá
eigendum eldri bíla nú, miðað við
ástandið eins og það var fyrr á
tímum. Á móti komi verðlækkun
á bílum í heild og hann bendir á
að hægt sé að gera verulega góð
kaup núna í 2ja til 4ra ára bílum.
.Áíföllin eru meiri og eðlilegri.
Við erum farin að nálgast það
ástand sem er í nágrannalöndun-
um.
Sjóræningjana burt!
Samkeppni bílasala hefur senni-
lega aldrei verið harðari og spá
manna er að þeim muni fækka
frá því sem nú er. Segja má að 6-
10 bílasölur hafi yfirburði á höf-
uðborgarsvæðinu en minni aðilar
eru Ijölmargir. Aukin áhersla hef-
ur verið lögð á auglýsingar í þessu
sambandi og einnig má nefna
söluþjónustu þar sem boðið er
upp á þrif og fleira. „Fólk lætur
ekki lengur bjóða sér drullu-
skítuga bíla úti á plani og ég spái
því að bílasölunum fækki en þær
verði stærri og bjóði enn aukna
þjónustu. Við bljótum að vona að
„sjóræningjabissnessinn" hverfi
úr faginu. Fólk verður að geta
treyst að þessir hlutir séu í lagi,“
segir Jóhann.
Bílakaup nútímans eru að lang-
mestu leyti fjármögnuð með lán-
um. Jóhann segir að um 75% við-
skipta hjá Evrópu séu í gegnum
fjármögnunarsjóði. Seljandinn
fær alltaf sína staðgreiðslu þótt
ekki komi hún endilega úr vasa
kaupandans heldur fjármála-
stofnunar.
Umhverfisvæn bylting
Bílasalar spá því að allt þetta ár
verði mjög gott og jafnvel fram á
næsta haust. Bílaflotinn hafi hins
vegar verið orðinn allt of gamall.
Þeir benda á að endurnýjunar-
skeið hafi komið á Islandi á 8-10
ára fresti en telja von til þess eft-
irleiðis að jöfnuður náist á mark-
aði. „Menn horfa voðalega nei-
kvæðum augum á allan þennan
bílainnflutning en mér finnst
miklu jákvæðara að eyða gjaldeyr-
inum í nýja bíla en varahluti eða
mengandi og eyðslufreka gamla
bíla. Þetta er ekkert óeðlilegt
ástand. Ef viðskiptaumhverfið er
skoðað má frekar segja að það sé
óeðlilegt ástand á fasteignamark-
aðinum á höfuðborgarsvæðinu en
í bílunum," segir Jóhann og vísar
þá til þeirrar miklu hækkunar
sem orðið hefur á íbúðarhúsnæði
að undanförnu.
Of miklax sveiflur
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, segir ástandið að und-
anförnu vera óheppilegt fyrir
Iandsmenn. „Svona miklar sveifl-
ur eru ekki jákvæðar. Við sáum
gífurlega lægð fyrir örfáum árum
og það hefur safnast upp þörf fyr-
ir endurnýjun flotans. Sveiflan er
hins vegar svo stór að við horfum
fram á sölutregðu og verðfall á
notaða markaðnum. Það virðist
sem einhver óútskýrður innri
hvati, einhver hulin hönd, leiði
menn til viðskipta í stað þess að
ígrunda stöðuna. Það eru mörg
gylliboð á markaðnum, auðvelt að
fá lánað fé til bifreiðakaupa og
sumir virðast fjárfesta meira af
vilja en mætti. Á hinn bóginn er
umhverfislega og öryggislega gott
að fá fleiri nýja bíla á markaðinn,"
segir Runólfur.
Tvístig hjá hinu opinbera
Runólfur telur mögulegt að draga
úr þessum sveiflum. „Það sem
hefur ruglað þennan markað er að
aðkoma hins opinbera að þessum
geira hefur verið með mjög mis-
munandi hætti. Það vantar heild-
arstefnu. Við verðum að reyna að
forðast þessar miklu niðursveiflur
og toppa. Það segir sig líka sjálft
að svona ástand hlýtur að vera
mjög erfitt fyrir þau fyrirtæki sem
standa í bílainnflutningi. 50%
sölumunur milli ára er ekkert
smáræði,11 segir Runólfur og
bendir því til staðfestingar á að
nokkur fyrirtæki hafi dottið út af
markaðnum í kjölfar uppsveifl-
unnar árið 1988.
Ekki alltaf fislétt
Verð nýrra bifreiða er í nokkrum
tilvikum lægra í dag en fyrir fimm
árum. Hins vegar leggja lands-
menn æ meira undir og margir
virðast lifa í þeirri trú að krafa nú-
tíma samfélags sé gljáfægður
glæsijeppi. Runólfur segist hafa
hitt mann nýverið sem var með
50.000 kr. fasta greiðslubyrði á
mánuði af jeppanum sínum nýja
og með öllum öðrum nauðsynleg-
um afborgunum hefði manninum
mátt vera ljóst að hann réði engan
veginn við verkefnið. Maðurinn
tók þátt í „fisléttri fjármögnun“.
Þarf að auka fræðslu
Runólfur tekur undir áhyggjur
forstöðumanns Ráðgjafarstofu
um Ijármál heimilanna og FIB vill
stóraukna fræðslu til almennings.
Margir virðist horfa framhjá
aukakostnaðinum við rekstur bif-
reiðar s.s. tryggingar og eldneytis-
kostnað. „Það myndast einhver
kaupæðisstemmning og fólk fer
oftar en ekki af stað án þess að
hafa raunverulega efni á að ijár-
festa í nýjum bílum. Neyslulán
eru dýr lán þótt auðvelt sé að
verða sér út um þau,“ segir fram-
kvæmdastjóri FIB.
ERLENDAR FRÉTTIR
Öcalan biðst afsökunar
TYRKLAND - I gær hófust í Tyrklandi
réttarhöldin yfir Abdullah Öcalan, leiðtoga
aðskilnaðarbaráttu Kúrda, sem kærður er
fyrir landráð og á yfir höfði sér dauðarefs-
ingu. Öcalan virtist óstyrkur við réttar-
höldin en sagðist ekki hafa mátt þola pynt-
ingar í fangelsinu og ekki hafa verið beitt-
ur þrýstingi, en rúmir þrír mánuðir eru frá
því hann var handtekinn. Hann bað fjöl-
skyldur þeirra, sem látið hafa lífið í stríð-
inu milli samtaka sinna, PKK, og tyrk-
neska hersins, afsökunar og sagðist deila
með þeim þjáningum þeirra. Þá bauð
hann tyrkneska ríkinu aðstoð sína við að
vinna að friði. Um 30.000 manns hafa lát-
ið lífið í baráttu PKK fyrir sjálfstæði Kúrda.
Indverjar og Pakistanar ræðast við
INDLAND - Indverska stjórnin féllst í gær á boð pakistanskra stjórn-
valda um ríðræður til að Ieita lausnar á Kasmírdeilunni. Um Ieið
höfnuðu Indverjar tilboði Sameinuðu þjóðanna um milligöngu í deil-
unni. Jafnframt héldu átökin í Kasmír áfram í gær, og skiptust pakist-
anski og indverski herinn á skotum auk þess sem Indverjar héldu
áfram loftárásum á múslimska skæruliða.
Tveir handteknir
SVÍÞJÓÐ - Sænska lögreglan skaut í hádeginu í gær 25 ára mann,
Jackie Arklöv, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í bankaráni á
föstudag þar sem tveir sænskir lögreglumenn voru skotnir til bana.
Maðurinn særðist á lunga og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann
liggur á gjörgæslu undir lögreglueftirliti. Annar maður var handtek-
inn skömmu eftir ránið og morðin, en þriðja mannsins var enn leit-
að í gær.
Göngin verða stækkuð
AUSTURRÍKI - Fjögurra manna var í gær enn saknað eftir eldsvoð-
ann í Tauerngöngunum í austurrísku ölpunum. Björgunarfólk gat
ekki farið inn í göngin til að leita vegna ótta við hrun. Leiðtogar allra
stjórnmálaflokka í Austurríki lýstu því yfir í gær að byggja þyrfti önn-
ur göng við hliðina á Tauerngöngunum, sem eru 6,4 km löng og
einnig Katschberggöngunum sem liggja litlu sunnar, en þau eru 5,4
km löng.
Rússneska ríkisstjómin fuilskipuð
RUSSLAND - Sergei Stepasjín, hinn nýi forsætisráðnerra Rúss-
lands, hefur nú lokið við að velja alla ráðherra í ríkisstjórn sína. Vikt-
or Tsjernenkó verður einn tveggja aðstoðarforsætisráðherra og And-
rei Sjapovaliants verður áfram efnahagsráðherra.
LANDSPITALINN
..í þágu mannúðar og vísinda...
Framleiðslustjóri
Óskað er eftir að ráða framleiðslustjóra yfir framleiðslusal
þvottahúss Ríkisspítala að Tunguhálsi 2.
I þvottahúsi Ríkisspítala er þvegið og endurnýjað allt lín fyrir
sjúkrahúsin í Reykjavík. Starfið felst í skipulagningu fram-
leiðslu, starfsmannahaldi og daglegum störfum í þvottahúsinu.
Mikil tækja- og tölvuvæðing stendur fyrir dyrum og uppbygg-
ing tengd því. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði
rekstar eða sambærilegt og reynslu af framleiðslustýringu,
gæðamálum og áætlanagerð. Umsóknum skal skilað til
Karólínu Guðmundsdóttur, tæknideild, Rauðarárstíg 31, sími
560-2315, fax 552-0285, e-mail karolina@rsp.is. Skilafrestur
er til 15. júni 1999.
Læknaritari
óskast til afleysinga í sumar á geðdeild Landspítalans, göngu-
deild 31-E. Um 100% starf er að ræða. Upplýsingar veita
Hallbera Leifsdóttir, skrifstofustjóri og Sigurlaug
Sigurðardóttir, læknafulltrúi, símar 560-1701/1710.
Umsóknum skal skilað fyrir 14. júni n.k. til skrifstofu geðdeild-
ar Landspítalans við Eiríksgötu.