Dagur - 03.06.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 03.06.1999, Blaðsíða 6
6 - FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og aoo 7oao Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: {REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason CAKUREYR1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdðttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 creykjavík) 'iyrkir í kastljósi í fyrsta lagi Áhrifamiklir einstaklingar, samtök og fjölmiðlar í Tyrklandi kreQast þess nú af miklum ákafa að Abdullah Ocalan, leiðtogi kúrdískra skæruliða, verði dæmdur til dauða og tekinn af Iífi. Öcalan var rænt í febrúar síðastliðnum í Kenýa og fluttur nauð- ugur til Tyrklands. Síðan hefur her og öryggislögregla Iandsins geymt skæruliðaforingjann í strangri einangrun á fangaeyju þar sem nú er réttað í máli hans fyrir herdómstóli. Margir óttast að niðurstaða dómstólsins sé fyrirfram ákveðin og réttarhöldin því meira og minna sýndarmennska. Ljóst er að Tyrkir verða undir sterku kastljósi umheimsins á meðan á réttarhöldunum stendur. í öðru lagi Hreyfingin sem Öcalan veitti forstöðu, PKK, hefur verið í opin- beru frelsisstríði við tyrkneska herinn og stjórnina í meira en tuttugu ár. Tölur eru nokkuð á reiki um hversu margir hafi lát- ið lífið í þeim átökum, en Qölmiðlar neífia gjarnan um 30 þús- und. Það á bæði við um hermenn og óbreytta borgara. Þótt margir hafí fallið fyrir skæruliðum PKK þá er augljóst að miklu fleiri hafa orðið fórnarlömb tyrkneska hersins, sem hefur lagt mörg héruð í Kúrdistan í eyði og hrakið íbúana á brott - ekld ósvipað og Slobodan Milosevic hefur lengi stundað í Kosovo. Það segir margt um réttlætið í Tyrklandi að það skuli vera þessi sami her sem fengið hefur það hlutverk að dæma í máli skæru- liðaforingjans. í þriöja lagi Kúrdar eru taldir vera um 25 milljónir og sagðir fjölmennasta þjóð veraldar sem ekki fær að búa í eigin landi. Um helmingur þeirra er í Tyrklandi, flestir hinna í Iran, Irak og Sýrlandi, en nokkrar milljónir hafa þó flúið til Þýskalands og fleiri Evrópu- landa. Framferði tyrkneskra stjórnvalda gegn Kúrdum hefur ver- ið svívirðilegt, enda kallaði það að lokum á vopnaða uppreisn skæruliða sem enn gera tyrkneskum stjórnvöldum lífíð leitt. Því miður hefur umheimurinn ekki séð ástæðu til að knýja Tyrki til að virða mannréttindi og þjóðerni Kúrda. Þeir eru fórnarlömb sem stórveldunum virðist alveg sama um. Elias Snæland Jónsson Nefndarleysi Nú er útlit fyrir að stjórnar- andstaðan fái engan formann í nefndir þingsins, öfugt við það sem var síðast. Einn og einn stjórnarandstæðingur hefur verið að æmta út af þessu og gagnrýna ríkisstjórnarflokkana fyrir yfirgang. Þannig sá Garri að Ömmi, sem er nýorðinn þingflokksformaður hjá VG, var eitthvað að pípa í Degi um að stjórnarflokkarnir vildu ekki halda áfram við að auka sjálfstæði þings- ins, veg þess og virðingu. Heyr á endemi! Spyrja má um þann milda heiður sem stjórnarflokkarn- ir sýna þinginu með því að sam- mælast um að gera Halldór Blöndal að for- seta Alþingis? Þurfa menn eitt- hvað meira en það - eða dettur Ógmundi í hug að Halldór muni ekki fara sín- ar eigin Ieiðir með þingið?! Halldór mun hiklaust færa þingið inn í nýjar víddir sjálf- stæðis. Tvær skýringar Hitt er svo annað mál að Garri hefur á reiðum höndum skýr- ingar á þvf hvers vegna stjórn- arandstaðan fær ekki for- mennsku í nefndum. Ástæð- unnar er annars vegar að leita hjá stjórnarandstöðunni sjálfri og hins vegar hjá stjórnar- flokkunum. Ljóst er að ein- ungis sex þingmenn Fram- sóknarflokks náðu því að verða ráðherrar að þessu sinni. Það er auðvitað heldur Iágt hlutfall í Ijósi þess að allir þingmenn- irnir, nema kannski Jón Krist- jánsson og Isólfur Gylfi, vj Ögmundur Jónasson. með dálitla ráðherraveiki. Það þýðir að fjórir þingmenn með ráðherraveiki fengu ekki ráð- herrastól. Það minnsta sem hægt er að gera fyrir þá er að útvega þeim formennsku í þingnefnd. Og þá var það auð- vitað ákveðið - enda á fram- sókn að fá fjórar nefndir en sjálfstæðismenn fá átta nefnd- ir - enda margir þar með ráð- herraveikina líka. Slæm reynsla Skýringin sem lýtur að stjórnar- andstöðunni er hins vegar flókn- ari og er eiginlega félagssálfræðileg. Reynslan af síð- asta kjörtímabili var sú að af þremur nefndum þar sem stjórnar- andstæðingar voru með for- mennsku urðu formennirnir í tveimur nokkurs konar pólitískir undanvilling- ar. Össur Skarphéðinsson, sem var formaður heilbrigðis- nefndar, er sá eini sem ekki ruglaðist í ríminu. Hin tvö, þau Kristinn H. Gunnarsson og Kristín Ástgeirsdóttir, gerð- ust svo ábyrg að þau gleymdu að vera í stjórnarandstöðu. Kristín gekk úr Kvennalistan- um og fór sína leið og var iðu- lega orðuð við framsókn. Kristinn hins vegar fullkomn- aði verkið og gekk alla leið til liðs við Framsóknarflokkinn. Sporin hræða og því hefur stjórnarandstaðan - með örfá- um undantekningum ekki gert athugasemd við að vera ýtt út í horn við þingstörfin. -GAIÍHI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar spuria svairad Ereðlilegt að stjómar- andstaðanfái ehki nefndaiformennsku á Alþingi? Hjálmar Ámason, > ingmaihtr Vra rnsókna rflakhsi ns. „Mér finnst hægt að rök- styðja hvort tveggja. Ann- ars vegar það sjónarmið að til þess að ná fram stefnu- miðum ríkis- stjórnar hverju sinni þurfi náið og gott samstarf og gagnkvæmt traust. Hins vegar kviknar Iíka spurn- ingin um aðhaldshlutverk stjórn- arandstöðu og aðskilnað lög- gjafavalds og framkvæmdavalds. Báðar leiðir hafa verið reyndar - með kostum og göllum." Guðmundur Ámi Stefansson, þingmaðurSamfylkingar. „Svarið er já og nei. Þessi ákvörðun eykur ekki sjálfstæði Al- þingis gagn- vart fram- kvæmda- valdinu. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórn þingmeirihluta að baki sér og ber því hina pól- itísku ábyrgð.“ Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaðurSjálfstæðisflokltsius. „Eg held að þetta þurfi að meta hverju sinni. Reynslan af síðasta kjör- tímabili held ég að hafi verið bæði góð og vond. Ég sat sjálfur í félagsmálanefnd undir forystu Kristínar Ástgeirsdóttur og mér líkaði það vel - og ég tel að hvorutveggja komi til greina; að þetta sé algjörlega undir forystu stjórnarliðsins eða þá einhverri þátttöku stjórnarandstöðunnar." Þessa dagana súpum við seyðið af því að hafa ekki hlustað á varnaðarorð sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar. Við kjósendur vorum sterklega varaðir við að kjósa Samfylking- una og leiða hana til áhrifa. Okk- ur var marg bent á að með því værum við að bjóða hættunni heim. Því ef Samfylkingin kæm- ist til valda myndi það ógna stöð- ugleikanum í efnahagslífi þjóð- arinnar og líkast til myndi góð- ærið flýja í skjól undan fárviðri fáránlegra aðgerða fávita í fjár- málum, en slíkir væru legíó inn- an Samfylkingar. Sú mynd sem sjálfstæðis- menn drógu upp af Islandi und- ir stjórn Samfylkingar var dökk. Verðhækkanir, launahækkanir til æðstu embættismanna, óða- verðbólga og óstjórn á öllum sviðum. Og við hlustuðum en heyrðum ekki, horfðum en sáum ekki. Hakkinen-verðbólga Já, við skelltum skollaeyrum við varnaðarorðum okkar bestu manna, kusum Samfylk- inguna og nú, þegar hún hefur setið í rík- isstjórn aðeins nokkra daga, hafa allar hrakspár sjálfstæð- ismanna ræst. Laun ráðamanna og æðstu emb- ættismanna hafa hækkað svo mjög að ljóst er að stríðsástand mun ríkja á vinnumarkaði þegar til kjarasamninga kemur. Þensl- an hefur vaxið gríðarlega, upp- sagnir aukist hjá fyrirtækjum á Iandsbyggðinni með tilheyrandi fólksflótta suður, svo íandið sporðreisist nú enn meira en áður og var þó nóg komið fyrir. Verð- bólgan er rok- in af stað með ógnarhraða, líkt og Hakkinen á leið fram úr Schumacher, vextir hækka °g ttyggingar upp úr öllu valdi, bensín- ið hækkar og svo mætti lengi telja. Allt er að fara andskotans til, nákvæmlega eins og sjálfstæðis- menn höfðu sagt okkur að myndi gerast, ef við kysum Samfylking- una og Ieiddum hana til öndveg- is í ríkisstjórn. Féleg fylMng En það þýðir víst lítið að kvarta og kveina og barma sér yfir ástandinu því þetta er auðvitað ekkert annað en sjálfskaparvíti. Við kusum þessa félegu fylkingu, komum henni í ríkisstjórn og eigum ekki betra skilið. Og þetta gerðum við þrátt fyrir varnaðar- orð okkar bestu stjórnmála- manna í Sjálfstæðisflokknum sem komið höfðu á svo stöðug- um stöðugleika og byggt upp svo gott góðæri frá grunni. Og nú sitjum við í samfylking- arsúpunni og horfum fram á heldur óbjarta framtíð næstu íjögur árin eða svo. Allt það illa sem sjálfstæðismenn sögðu okk- ur að myndi gerast ef Samfylk- ingin kæmist í ríkisstjórn er nú komið fram. Eða, er Samfylkingin annars ekki örugglega í ríkisstjórn? Ha? Þuríður Badunan, þingmaðurVinstrilireyfingarinnar græns framboðs. „Ekki miðað við þá stefnu sem mörkuð hafði verið á síðasta kjör- tfmabili, sem gekk út á að auka sjálf- stæði þings- ins sem stofnunar með því að stjórnar- andstaðan færi með formennsku í nokkrum þingnefndum. Þetta finnst mér vera afturför. Það er mín tilfinning að það að leita eft- ir samstarfi við stjórnarandstöð- una sé af hinu góða, bæti starfsandann í þinginu og stuðli jafnvel að farsælli lausn mála en ella væri þegar hinni pólitísku hörku er hleypt að.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.