Dagur - 25.06.1999, Page 1

Dagur - 25.06.1999, Page 1
Þórariim á Mð í forstjórastól Þórariun V. Þórarins- son, stjómarformaður Landssímans, er sterklega nefndur sem nýr forstjóri fyrirtæk- isins í stað Guðmund- ar Bjömssonar, sem þegar hefur látið af störfum. Samkvæmt heimildum Dags verður það fljótlega tilkynnt að Þórarinn, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Islands, VSI, setjist í stól forstjóra Landssímans, Guð- mundar Björnssonar, sem látið hefur af störfum. Jafnvel hefur verið talað um að þetta gerist strax eftir helgi. Þórarinn hvorki játaði þessu né neitaði þegar Dagur hafði samband við hann í gær. „Það er verið að vinna að end- urskipulagningu á skipuriti Landssímans. Það verður lagt fyrir stjórnarfund á morgun (í dag). Verið er að breyta skipurit- inu til nútímahorfs, dreifa valdi og skipuleggja fyrirtækið þannig að það geti betur þjónað sínum viðskíptavinum. Því fylgja breyt- ingar og fyrir þeim verður gerð grein þegar ákvarðanir verða teknar," sagði Þórarinn. Hvað veit ég? Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki hafa hugmynd um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Það væri fráleitt að hann gæti neitað því að hann yrði næsti forstjóri. „Það getur vel verið að ég verði einhvern tímann for- stjóri Landssímans. Hvað veit ég um það? Eg gæti líka orðið ein- hvern tímann lögreglustjóri, eða þá forstjóri Samkeppnisstofnun- ar. Hvað veit ég um það?“ Kemur ekki á óvart Orðrómur hefur verið um þetta nokkuð Iengi, eða frá því að það lá fyrir að Þórar- inn V. hætti brátt sem fram- kvæmdastjóri VSI með sam- runa VSI og Vinnumálasam- bandsins í ný samtök atvinnu- lífsins í haust. Að mörgu Ieyti koma þessi tíð- indi heldur ekki á óvart þar sem Þórarinn hefur sem stjórnarfor- maður Lands- símans gengið fremstur Lands- símamanna í gagnrýni á álit samkeppnisráðs, samanber bréf hans til Finns Ingólfssonar á dögunum. Þórar- inn þykir einnig hafa á síðustu tveimur árum sett sig vel inn í mál Landssímans sem fyrsti stjórnarformaður fyrirtækisins eftir hlutafélagavæðingu. Frekari breytinga að vænta Heimildir Dags herma að frekari breytinga sé að vænta á yfirstjórn Landssímans samkvæmt þessu nýja skipuriti. Að margra áliti innan stjórnar Landssímans er Guðmundur ekki talinn heppi- legur áfram sem forstjóri þrátt fyrir góð störf hjá fyrirtækinu til fjölda ára. Þörf sé á ferskari og harðari stjórnanda nú þegar Landssíminn er að sigla inn í frekari samkeppni á nýrri öld. Mikil reynsla Þórarins af vinnu- markaðnum og kjarasamninga- gerð er einnig sögð koma honum vel sem forstjóri Landssímans. Ráðning nýs forstjóra þarf að fara fyrir stjórn Landssímans, sem kemur saman til fundar í dag. Auk þessa máls liggur einn- ig fyrir að fjalla um álit sam- keppnisráðs. — BJB Almerktur strætó Á leið 140 hjá Almenningsvögn- um milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ekur nú fyrsti stræt- isvagninn sem merktur er í bak og fyrir með nýrri tegund merk- inga. Notuð er sérstök glæra á hliðar, hliðarglugga og bakglugga og sjá farþegar í vagninum út en ekki sést inn um gluggana. Is- lenska auglýsingastofan hannaði útlit vagnsins en Merking sá um prentun og álímingu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagvögnum, undirverktaka Al- menningsvagna, hefur þessi strætisvagn vakið mikla athygli gangandi og akandi vegfaranda og stundum legið við árekstrum. Sumir farþeganna hafa veigrað sér við að stíga inn í vagninn af ótta við að sjá ekkert út úr hon- um á Ieiðinni. — bjb Vel merktur er vagninn sem ekur leið 140, Hafnarfjörður-Reykjavík. - mynd: jak ÞJÓÐKIRKJAN Merki þjóðkirkjunnar. Jafnréttis- brotí idrkjimni Samkvæmt niðurstöðum jafn- réttisnefndar þjóðkirkjunnar á vali prests í Grenjaðarstaðar- prestakalli í Þingeyjarsýslu bend- ir flest til þess að jafnréttislög og jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar hafi verið brotin. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvenkyns umsækjandi hefði verið hæfari bæði að reynslu og menntun en karlkyns umsækjandi sem fékk starfið. Arnfríður Guðmunds- dóttir formaður jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar segir að núna sé boltinn hjá kvenkyns umsækj- andanum og frumkvæðið að að- gerðum þurfí að koma frá hon- um. Tveix möguleikar „Nefndin hefur bent aðilanum á tvö möguleika, annars vegar senda málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hins vegar leita út fyrir kirkjuna og senda málið til kærunefndar jafnréttis- mála. I Grenjaðarstaðarmálinu eru einnig brotin þau ákvæði jafnréttisáætlunar kirkjunnar um að valnefndirnar skuli innihalda kynjahlutföllin einn á móti þrem- ur eða tveir á móti fimm en í val- nefndinni í Grenjaðarstaðarmál- inu voru aðeins ein kona og sex karlmenn," segir Arnfríður. Hún segir að víða sé pottur brotinn í jafnréttismálum þjóðkirkjunnar og staðan mætti vera betri. „Hins vegar er jafnréttisáætlun þjóð- kirkjunnar stórt skref upp á við,“ segir Arnfríður. Jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar var fyrst sam- þykkt á kirkjuþingi í október síð- astliðnum og tók hún gildi 1. jan- úar á þessu ári. Jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar er annars vegar ráðgefandi fyrir biskup og hins vegar ráðgefandi fyrir hvern þann sem telur á sér brotið varðandi jafnrétti kynjanna í þjóðkirkj- unni. Grenjaðarstaðarmálið er hið fyrsta sem vísað er til jafn- réttisnefndarinnar. - ÁÁ Nútíma innheimtui M * í t* 1 1 ^ ^ 1 jrl iðferðir! tfjhéf Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR V£/]) SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 A\ 1 I inlnun jwstítia s: 561- 6101 woRuiwax aner EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.