Dagur - 25.06.1999, Qupperneq 5
f£€í í/ftf .?£ iVú'ó'/' A' YiVÍ'.í - f1
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 - S
Fimin
fengu reyk-
eitrun
s»5<rí'
FRÉTTIR
Raimsóknir efldar
á í slensku kj öti
Fréttir afbakteríum í norsku kjöti hafa vakiö upp kröfur um frekari rann-
sóknir á íslensku kjöti.
Halldór Runólfsson
yfirdýralæknir telur
að fuU ástæða sé til
að rannsaka nánar
hvort bakteríur í ís-
lensku kjöti hafi
myndað mótstöðu
gegn fúkalyfjum.
Sláandi fréttir frá Noregi um
mikið magn af bakteríum sem
myndað hafa mótstöðu gegn
fúkalyfjum í kjúklinga- og svína-
kjöti, valda því að Halldór Run-
ólfsson yfirdýralæknir telur
brýnt að efla rannsóknir á ís-
lensku kjöti. Hann segist ætla að
beita sér fyrir skoðun á þessu, en
fram til þessa hafi menn talið að
mjög vel sé staðið að þessum
málum hér.
„Við höfum það forskot að
hafa aldrei leyft notkun á fúka-
lyfjum í fóðri og þar af leiðandi
teljum við að vandamálið sé ekki
til staðar. Hins vegar hefur þetta
ekki verið rannsakað nóg í kjöti,“
segir Halldór. Fúkalyf hafa ekki
fundist í íslensku kjöti en litlar
rannsóknir farið fram á bakteríu-
greiningu með tilliti til ónæmis.
„Það er því full ástæða til að
skoða þetta hjá okkur líka. Ég
mun beita mér fyrir rannsókn á
þessu sviði,“ segir Halldór.
ESB-krísa
Islendingar hafa nokkra sérstöðu
hvað varðar bann við fúkalyljum
í fóðri ásamt Svíum. Svíar bönn-
uðu fúkalyf árið 1986 og hafa
haldið sig við það. Að sögn yfir-
dýralæknis hafa þeir þó átt í erf-
iðleikum með að viðhalda bann-
inu vegna ESB-aðildarinnar.
„Okkar innflutningur á fóðri hef-
ur að mestu leyti verið frá Sví-
þjóð en þessi niðurstaða frá Nor-
egi kemur á óvart þar sem þeir
leyfa ekki notkun fúkalyfja. Þeir
hafa reyndar ekki bannað það
heldur, en það á eftir að rann-
saka betur hvað veldur þessu,“
segir Halldór.
Niðurstöðurnar frá Noregi eru
vondar fréttir fyrir norskan land-
búnað og markaðslegur álits-
hnekkir. Norðmenn hafa auglýst
vörur sínar alþjóðlega sem „Gott
frá Noregi“ og vísað til hreinleika
og hámarksgæða. Fjögur ár eru
Iiðin frá því að Norðmenn bönn-
uðu fúkalyf í alifuglum en niður-
stöðurnar nú sýna að viðnáms-
færar bakteríur fundust einnig í
31% alls rannsakaðs svínakjöts
samkvæmt norsku rannsókninni.
- BÞ
Starfsmenn á Vélaverkstæði
Jósafats Hinrikssonar í Súðar-
vogi í Reykjavík lögðu sig í
hættu og unnu þrekvirki þegar
upp kom eldur í búningsher-
bergi starfsmanna og
vinnugallageymslu verkstæðis-
ins skömmu eftir hádegið í gær.
Tilkynning um eldinn barst til
slökkviliðsins ldukkan rúmlega
hálftvö og hafði slökkviliðið ráð-
ið niðurlögum eldsins fimmtán
mínútum síðar. Mikinn reyk
lagði út um glugga og dyr þegar
slökkviliðið kom á staðinn.
Tuttugu starfsmenn voru við
vinnu á verkstæðinu og tókst
þeim að halda eldinum í skelj-
um og koma þannig í veg fyrir að
illa færi en munu hafa lagt sig í
óþarflega mikla hættu við
slökkvistarfið að mati slökkvi-
Iiðsins. Fimm starfsmenn voru
fluttir á slysadeild með reykeitr-
un og minni háttar brunasár.
Eldurinn mun hafa kviknað þeg-
ar neisti fór úr logsuðutæki í
olíuhreinsi sem notaður var til
gólfhreinsunar. Tjónið mun vera
óverulegt en á hæðinni fyrir
ofan er sjóminjasafns Jósafats
Hinrikssonar og slapp það við
skemmdir. Litlu mátti þó muna
að verr færi.
„Sigur herstöðv-
arandstæðinga“
Eftir mótmælin í Hljómskálagarðinn skunduðu menn
upp að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg og var
þar dreginn svartur fáni að húni á fiaggstöng sendi-
ráðsins og rauð dula yfir skjaldarmerkið.
Friðþór Eydal segir
þyrl uleu diiigim a hafa
dottið upp fyrir vegna
breyttrar atburðarás-
ar æfingarinnar og
tengjast á engan hátt
mótmælum herstöðv-
arandstæðinga.
Andstæðingar gegn heræfingum
hafa lýst yfir sigri fólksins þegar
kom í Ijós að ekkert yrði af lend-
ingu herþyrlu í Hljómskálagarð-
inum eins og til stóð á miðviku-
dagskvöldið. Þeir litu á áætlanir
um lendinguna sem gróflega
ögrun við Islendinga og hafa þeir
sent bréf til borgarstjóra Reykja-
víkur þar sem m.a. er hvatt til
friðlýsingar Reykjavíkurborgar.
Einar Olafsson, bókavörður og
herstöðvarandstæðingur, segir að
borgarstjórí hafi ekki enn svarað
bréfinu. Hvað varðar uppákom-
una í Hljómskálagarðinum sagði
Einar að ekkert hefði verið
ákveðið hvað mótmælendurnir
hefðu gert hefði þyrlan komið en
hins vegar hefðu menn væntan-
lega ekki verið mjög samvinnu-
þýðir ef til kastanna hefði komið.
Friðþór Eydal hjá upplýsinga-
skrifstofu Varnarliðsins segir að
þyrlulendingin f Hljómskálagarð-
inum hafi dottið úr áætluninni
vegna þess að atburðarásin á æf-
ingunni hafi ekki gefið tilefni til
hennar á þessum tíma.
Eggjakast nieinlausara
Friðþór segir að það sé af og frá
að lendingin hafi dottið upp fyrir
vegna mótmæl-
anna í garðinum
og kallar það
hreinan og bein-
an kjánaskáp að
lýsa yfir einhverj-
um sigri fólksins
af því tilefni. Að
sögn Friðþórs er
ólíklegt að verði
af þyrlulendingu í
Hljómskálagarð-
inum úr því sem
komið er.
Eftir mótmælin
í Hljómskálagarð-
inn skunduðu
menn upp að
bandaríska sendiráðinu við Lauf-
ásveg og var þar dreginn svartur
fáni að húni á flaggstöng sendi-
ráðsins og rauð dula )dir skjaldar-
merkið. Einnig var rauðlitaðri
súrmjólk hellt yfir bíla sendiráðs-
ins og eggjum kastað í bygging-
una. Þrír voru handteknir og
færðir til yfirheyrslu. Um lætin
fyrir utan bandaríska sendiráðið
sagði Einar að eggjakast væri al-
mennt mun meinlausara en það
sem Bandaríkjamenn eru vanir
að kasta á fólk. - ÁÁ
Banaslys 1 Eyjaflrði
Banaslys varð í Eyjafjarðarsveit
laust eftir miðnætti í fyrrinótt
þegar Subarufólksbíll fór út af
veginum skammt frá bænum
Torfufelli og valt. Sjö ungmenni
á aldrinum 17-19 ára voru í bif-
reiðinni og lést 19 ára dönsk
stúlka. Læknir úrskurðaði hana
látna við komu á slysstað, en
áður höfðu ungmennin reynt
lífgunartilraunir. Aðrir í bílnum
sluppu með skrámur og lost.
Þeim var veitt áfallahjálp.
Malarvegur er þar sem bíllinn
fór út af, en ekki er ljóst hvað olli
óhappinu. Fimm Islendingar
voru í bílnum og tveir Danir.
Okumaður var 17 ára og hafði
nýlokið bílprófi. Hann var í belti,
en vafi leikur á annarri belta-
notkun. Látna stúlkan var far-
þegi í framsæti. Hún var frá
Randers og var stödd hérlendis
vegna vinabæjarsamskipta við
Akureyrarkaupstað. - BÞ
Greiða helming sektar
Tveggja ára málaferlum, svokölluðu Sigurðarmáli, hefur verið Iokið
með sátt. Otgerð og skipstjóri munu greiða helming af kröfum norska
ríkisins og er málinu þar með lokið. Málið snýst um að skipstjórinn á
Sigurði VE var sakaður um að hafa ekki tilkynnt sig inn í lögsögu Jan
Mayen þegar skipið hélt þangað til síldveiða og tók norska strand-
gæslan skipið þann 6. júní 1997 og færði til hafnar í Bodö. Málið hef-
ur verið fyrir norskum dómstólum í tvö ár. Mat útgerðarinnar var að
málaferlunum yrði best lokið sem fyrst og var það gert með greiðslu
tveggja milljóna króna í sekt en f því felst þó ekki að sögn útgerðar-
innar nein viðurkenning á sekt skipstjóra og útgerðar.
Fimm fá handritsstyrki
Kvikmyndasjóður Islands úthlutaði í gær fimm
framhaldsstyrkjum til handritsgerðar. Um er að
ræða annan áfanga í handritaþróun sjóðsins árið
1999, sem hófst með styrkjum til tíu kvikmynda-
handrita í janúar sl. Nú hefur þátttakendum verið
fækkað um helming og hljóta fimm þeirra fram-
haldsstyrki, hver að Ijárhæð 300 þúsund krónur.
Verkefninu lýkur svo með því að tveir hljóta loka-
styrki í haust. Styrkþegarnir eru Erlendur Sveins-
son fyrir Vorar skuldir, Halldór E. Laxness fyrir
Vefarann mikla frá Kasmír, Hallgrímur Helgason
fyrir Ég á eftir að kyssa 37 stelpur áður en ég finn þá einu réttu, 111-
ugi Jökulsson og Baldur Hrafnkell Jónsson fyrir Silfurkrossinn og
Ioks Einar Már Guðmundsson og Páll Steingrímsson fyrir Brimblóð.
Vinstri grænir á samráðsfundi
Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætlar að halda samráðsfund að
Hvanneyri í Borgarfirði um helgina. Helsta viðfangsefnið er undir-
búningur landsfundar í haust, skipulag flokksstarfs og umræður um
stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Fundurinn hefst síðdegis í dag og
stendur til hádegis á morgun, laugardag. Til hans eru boðaðir aðal-
og varamenn í stjórn flokksins, þingmenn og formenn kjördæmisfé-
laga.
HLutafjárauknmg í Baugi
Á hluthafafundi í Baugi hf. í gær var samþykkt að auka hlutafé félags-
ins um 82,5 milljónir kr. að nafnvirði. Samhliða féllu hluthafar frá
forkaupsrétti að þessum hlutabréfum.
I greinargerð kom fram að ástæður þess að óskað er eftir hluta-
Ijáraukningunni eru fyrst og fremst þær að Baugur keypti nýlega
Vöruveltuna hf. sem hefur rekið 10-11 verslanirnar. Kaupverð þeirra
var um 1.480 milljónir en í samningum er gert ráð fyrir að hluti þess
verði greiddur með hlutabréfum í Baugi
Hallgrímur Helga-
son er meðal
styrkþega.