Dagur - 25.06.1999, Síða 6

Dagur - 25.06.1999, Síða 6
6 -FÖSTUDAGVR 25 . JÚNÍ 199 9 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar auglýs/ngadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is CREYKJAVIK)563-1615 Ámundi Ámundason CAKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 CREYKJAVÍK) Aftur til íbrtíðar? í fyrsta lagi Á einni viku hefur lögreglan í Reykjavík tvisvar sinnum hand- tekið mótmælendur og flutt þá á lögreglustöð til skýrslutöku og yfirheyrslu. Þetta hefur ekki gerst í allmörg ár. I fyrra skipt- ið, á 17. júní, var um fráleita aðgerð að ræða, en í seinna skiptið, í fyrrakvöld, var um eðlilega aðgerð að ræða. Friðsam- leg mótmælastaða með borða, þar sem mannfjöldi er saman kominn á Austurvelli er sjálfsagt mál. Að handtaka menn fyrir slíkt ber vott um dómgreindarleysi og ofríki. Þegar mótmæl- endur hins vegar eru farnir að sletta súrmjólk og eggjum á bíla og sendiráð er ekki nema eðlilegt að gripið sé í taumana. í öðru lagi Herstöðvarandstæðingar og vinstri - grænir hrósuðu sigri í gær eftir að hætt var við þann hluta heræfingarinnar Norður - Vík- ings, sem fram átti að fara í Hljómskálagarðinum og við bandaríska sendiráðið í fyrrakvöld. Hins vegar er óvíst hvort mótmælastaða og viðvera í Hljómskálagarðinum muni auka hróður þessara samtaka meðal þorra þjóðarinnar. Allra síst eft- ir súrmjólkur - og eggjakast anarkista við sendiráðið - en ljóst má vera að þessi anarkíska eggjarhæra mun með réttu eða röngu lengi loða við þá vinstri - grænu foringja, Steingrím J. og Ogmund Jónasson, í hugum fólks. í þriója lagi Sannleikurinn er sá að heiftin gegn hernúm og NATO er póli- tísk tímaskekkja enda hefði mátt ætla að myndirnar af mót- mælendum í Hljómskálagarðinum væru 30 ára gamlar - nán- ast sömu slagorð á spjöldunum og meira að segja gamla frið- armerkið komið á loft! Með forustu sinni í þessu máli eru vinstri - grænir því að draga sig út úr meginstraumi íslenskra stjórnmála. Þeir ætla sér greinilega ekki að höfða til hins stærri fjölda og etja kappi við t.d. Samfylkinguna um fylgi. Þeir kjósa að halda sig við þessa fáu eftirlegusósíalista og mótmæli eins og „í gamla daga“. En þó það sé ekki klók ákvörðun hjá þessum nýju stjórnmálasamtökum, þá er hitt alltaf jafn mikil- vægt - að þeir fái að ástunda friðsamleg mótmæli sín án af- skipta lögreglunnar. Birgix Guómundsson Langlííir drykkjumenn? Á unglingsárum átti Garri það til að detta í það eins og kallað er. Og síðar henti það á hátið- is- og tyllidögum að hann fékk sér örlítið í tána, bjór, rauðvín, ellegar áfengi af öðrum toga. En það er löngu liðin tíð og Garri hefur nú verið stækur bindindismaður um langan aldur, eða í allt að því þrjár vik- ur eða svo. Hann hefur sem sé verið á snúrunni ellegar „á vagninum" eins og þeir segja vestur í Ameríku um aftur- batapíkur í alkó- hólsmálum. Þetta langvarandi bindindisástand Garra stafar fyrst og fremst af því að greinargóðir menn á borð við þá Tyrf- ingssyni, Halldór á Drykkjubóli og Árna Helgason í Stykkis- hólmi, hafa um árabil talað af sannfæringarkrafti gegn áfengisbölinu. Lengi vel töl- uðu þeir fyrir daufum eyrum Garra, en dropinn holar stein- inn og eftir miklar pælingar tók Garri þá tímamótaákvörð- un að leggjast i langvarandi bindindi fyrir, eins og áður sagði, tæpum þremur vikum eða svo. Tvöföld kven drykkja En nú eru á hann runnar tvær, ef ekki fleiri grímur í þessum efnum. Um allnokkurt skeið hafa færustu vísindamenn og læknar rauðvínsframleiðenda haldið þvi fram að eitt glas af rauðvíni á dag fyrir konur og tvö fyrir karla komi heilsunni í lag, bægi frá hjartasjúkdómum og lengi langlífi. (Þarna var líka komin skýringin á því hvers vegna Garri hefur yfir- leitt drukkið tvöfalda á mann- fögnuðum en konan einfalda). Garri lagði reyndar aungvan trúnað á þennan hollustuáróð- ur rauðvínsmafíunnar og hafði raunar þveröfug áhrif, því Garri aflagði með öllu rauð- vínsdrykkju og hellti sér út í neyslu á bjór og brennivíni af tómri þvermóðsku. Vínvísiiidi En nú er fokið í þau skjólin líka. Því allra klárustu og óvilhöllustu vís- indamenn danskra bjórframleiðenda hafa nú komist að því að drykkja á bjór og snöfsum hefur sömu heilla- vænlegu áhrifin fyrir hjartað og rauðvínssullið og eykur á langlífi drykkju- manna. En hvað skal gjöra? Maður hefur um árabil lagt sig í líma við að fylgja fyrirmælum mat- vælafræðinga um neyslu á hollustufæðu hvurskonar, vit- andi það að þeir vita meira og meira um þessi mál en Garri, meira í dag en í gær. Og ef maður tekur mark á matvæla- vísindamönnum, hvers vegna ætti þá að efast um rannsókn- arniðurstöður og ráðgjöf vín- og tóbaksvísindamanna? Það sér hugsanlega fyrir endann á langvarandi bindindi Garra á öllum sviðum. Langlífi er jú allt sem þarf í baráttunni við tímans tönn, þó vissulega auki það ríkisútgjöldin og dragi úr hagvexti. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Um sumarsólstöður þegar búið var að loka öllum skólum vegna sumarleyfa var enn allt á háalofti í skólamálum. Skólastjórar rekn- ir eða heimtað að þeir væru reknir. Foreldrafélög farin á stúf- ana að kvarta sáran yfir litlu og lélegu húsnæði fyrir einsetnu skólana. Nýlega var annað for- eldrafélag að kvarta og kveina yfir því að ríkið borgaði ekki að fullu allan kostnað við menntun úrvalsbarnanna þeirra, sem eiga ekki leið með öðrum krökkum á glæsilegri menntabraut sinni. Nýlega voru miklar rokufréttir um hörmulegar einkunnir í sam- ræmdum prófum í heilu lands- hlutunum en umræðu um slíkt er ávallt haldið í skefjum og skólastjórar og aðrir forystusauð- ir menntamála kenna leiðbein- endum um, en það eru eins og allir vita kennarar sem ekki hafa full réttindi. Er auðvelt að nota það fólk sem blóraböggla þegar stórir hópar unglinga komast Allt í rasli og engiun að keirna ekki í langskólanám vegna þess að þeir eru ekki tækir í fram- haldsskóla vegna lélegrar undir- stöðumenntunar. Neikvæð umræða Kennarar eiga í sífelldum deilum við fjárveitingavaldið vegna kjaramála og hóp- uppsagnir og alls kyns uppákomur eru ekki síðra fréttaefni en keppni í boltaleikj- um, sem fólk er matað á í öllum fréttatímum árið út og árið inn. Fréttir af skólum og mennta- málum eru undarlega oft nei- kvæðs eðlis. Hér vantar allt til alls í skólakerfunum. Það vantar kennara, mikið skortir á að þeir búi við viðunandi launakjör og samanburðarfræðin blómstrar. Það vantar skólahús, þau eru of lítil fyrir einsetna skóla, sem lengi var helsta takmark í menntamálum. Það vantar tölv- ur og sérhæfða tölvukennara. Nemendur eru alltof margir í sumum skólum og bekkjadeild- um. Annars staðar vantar nem- endur í skólahúsin. Hið eina sem enginn skortur virðist á eru leið- beinendur. Þeir kvarta ekki um kaupið og una glaðir við sitt. Þeim skal útrýmt. En það er hæg- ara sagt en gert því ekki er hægt að taka við nema rúmum þriðjungi þeirra sem sækja um skólavist í Kennarahá- skólanum. Kvart og kveinstafir Fróðlegt væri að frétta hvort all- ur sá harmagrátur sem stöðugt berst frá skólafólki og foreldrafé- lögum á sér eðlilegar orsakir eða hvort fréttir af skólastarfi eru ýktar og rangtúlkaðar. Þeir sem veljast til forystu kennarasam- taka sýnast undantekningalítið telja það hlutverk sitt að kvarta og kveina og gera kröfur til fjár- veitingarvaldanna, hafa í hótun- um og jafnvel standa við þær. Fjölmiðlarnir eru meira en galopnir fyrir þeirri tegund um- ræðna og standa þeir ríkisreknu sig best þar sem á fleiri sviðum. Eftir þessu fréttaflóði eru menntakerfin dæmd. Hvaða áhrif þetta hefur á nemendur skal ekki dæmt um í fljótfærni en telja má víst að þeir fylgist með sífelldri gagnrýni á þær stofnanir sem þeir eiga svo mik- ið undir. Ef þeim er sagt að Ieið- beinendur séu óhæfir kennarar, er varla von að þeir læri mikið af þeim. Og innbyrðis krytur innan skólakerfanna eru lítið mennt- andi, enda falla heilu landshlut- arnir á samræmdum prófum og enginn þorir að spyrja hvað veld- ur. -Oo^ur spuria svarao Kemur til greinafyrir íslendinga að ganga íAl- þjóðahvalveiðiráðið? Árni Finnsson náttúruvemdarsinni „Já. Sé það vilji íslenskra stjórn- valda að hafnar verði hvalveiðar að nýju þá ber Is- lendingum að taka þátt í al- þjóðasamstarfi eins og kveður á um í Hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Islendingar hafa skuldbundið sig til að vinna að verndun og stjórn- un hvalastofna í samstarfi við að- ildarþjóðir Hafréttarsáttmálans innan vébanda viðeigandi al- þjóðastofnunar sem í þessu til- viki er Alþjóðahvalveiðiráðið.11 Guðjón Araar Kristinsson formaðurFarmantm- ogfiskimanna- sambands íslands „Þarna er spurt að stóru. En eins og málið hefur litið út frá hags- munum Far- manna- og fiski- mannasam- bandsins þá vor- um við sammála því á sínum tíma að ganga úr Alþjóðahval- veiðiráðinu. Við höfum ekki enn séð að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi breytt neinu í sínum vinnu- brögðum sem upp voru tekin eft- ir að alhliða friðunarstefna hvala var látin ráða öllu þar á bæ. Okk- ur finnst að það hafi ekki verið litið á líffræðilegar tillögur um að stofnar þyldu veiðar og finnst mér að einhver stefnubreyting þyrfti vera hjá ráðinu ef við ætl- uðum að ganga í það á nýja leik.“ Guðjón Guðmundsson alþingismaður „Já, ég tel það koma til greina með ákveðnum skilyrðum að við færum inn með þeim fyrirvörum að við ætlum að hefja veiðarnar. Við eigum því alveg að skoða vandlega þá möguleika að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið. Ef við teljum að innganga í ráðið verði þeirri stefnu Alþingis að hefja hvalveiðar í framtíðinni til fram- dráttar þá eigum við auðvitað ekki að útiloka fyrirfram þann möguleika að ganga í ráðið. Að- alatriðið er að Islendingar hefji hvalveiðar sem fyrst.“ Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. „Já, það kemur alveg til greina en það fer algjörlega eftir því hvernig það er gert. Það hefur engan til- gang að ganga í Alþjóðahvalveiði- ráðið ef ekkert breytist hjá ráð- inu því þá værum við komin í ná- kvæmlega sömu stöðu og við vor- um í þegar við sögðum okkur úr því á sínum tíma. Það verður að vera gerður lyrirvari á samþykkt- inni sem hefur verið kölluð hval- veiðibannið annars höfum ekk- ert þangað að gera.“ 011 ö" uac,i ...Eoliahs&á go Teblrróög -óöþcJÍB go limojlaablh ii\ 6i> r/cj -ritúl go óiÓBTuþlTblIA .ilz'j/ go uu í.i.au.-,.. .uj.j,. hgoli'iajdö TBnbuud TBgTem “*!.* «** 'jj****) '"“'l * íÓtsb’I eýna/1 go uiqökjH li) nirn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.