Dagur - 25.06.1999, Síða 7

Dagur - 25.06.1999, Síða 7
 ÞJÓÐMÁL ev'u ;Vii'i .iVauaAoutVoV- FÖSTUDAGUR 25. JlíJVf 1999 - 7 Menningarráðgj afi landsbyggðarinnar VALGERÐUR SVKRRIS DOTTIR ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Nýlega tók stjórn Byggðastofn- unar þá ákvörðun að stofna til embættis menningarráðgjafa landsbyggðarinnar. Eg lýsi ánægju með þessa ákvörðun og tel hana skynsamlega. Fyrir 10 árum síðan flutti ég ásamt þingmönnunum Ola Þ. Guðbjartssyni, Jóhönnu Þor- steinsdóttur, Matthíasi Bjarna- syni, Jóni Sæmundi Sigurjóns- syni og Margréti Frímannsdóttur tillögu á Alþingi um menningar- ráðgjafa i landshlutum. Tillagan fól það í sér að kjósa skyldi nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að undirbúa og koma á fót starfi menningarráðgjafa. Flún hljóðaði svona: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd fulltrúa allra þingflokka til að undirbúa og koma á fót starfi menningarráð- gjafa í öllum landshlutum. Nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. september 1989.“ Tillagan náði ekki fram að ganga. Þar sem tillagan og greinar- gerð hennar á ríkt erindi enn þann dag í dag finnst mér ástæða til að rifja hana hér upp í heild sinni: Menning, félagslif, listir Menning, þetta lítt höndlaða fyr- irbæri sem fæstir voga sér að reyna að skilgreina en allir vita hvað er. Félagslíf, það sem allir hafa þörf fyrir en hafa oftlega ekki þor til að koma af stað. Fist- ir, það sem allir þrá að njóta eða vera með í að skapa, hver að sín- um smekk, en fæstir leggja til at- lögu við hvatningar- og leiðbein- ingarlaust. Samfélag án eigin menningar- og listalífs er dæmt til þess að líða undir lok. Flótt- inn af landsbyggðinni á sér að stórum hluta skýringu í því að þessa þætti skortir. Menningarstarf á landsbyggðinni mun styrkjast með tiikomu sérstakra menningarfuiitrúa, segir Valgerður Sverris- dótxir og rifjar upp gamla þingsályktunartillögu. Myndin er frá Samkomuhúsinu á Akureyri. Þjóð þolir illa ofurvald fárra yfir menningu, félagslífi og list- um. Fíf þegnanna verður fá- breytt og iðulega innantómt. Is- lensk menning þarfnast mótvæg- is við ofurþunga þeirra áhrifa sem stafa frá Reykjavíkursvæð- inu. Það mótvægi er unnt að skapa í hinum dreifðari byggðum með aðstoð menningarráðgjafa. Menntngarstarf Eftir að fjölmiðlar komu til sög- unnar og eftir því sem þeir hafa orðið öflugri hefur æ meira bor- ið á þeirri skoðun að það eitt sé menning sem flutt sé af þar til lærðu fólki á hverju sviði. Menntun er að sjálfsögðu að- ferðin til að þroska og efla hæfi- leikana og próf að Ioknu námi er lykill að starfi listamannsins, en hitt er engu að síður nauðsynlegt þjóðlegu og góðu mannlífi að all- ur almenningur taki þátt í menn- ingarstarfi. Flest bendir til þess að þegar í grunnskólanum mót- ist viðhorf til lífsins. Því er mik- ilvægt að börnin séu þá þegar þjálfuð í því að skapa eitthvað sjálf og að koma fram fyrir hóp og flytja mál sitt. Samkvæmt grunnskólalögum er ekki kveðið sérstaklega á um þess háttar uppfræðslu. Þó munu margir skólar hafa tekið upp þann sið að halda skemmt- un einu sinni á ári þar sem nem- endur semja eða velja efni til flutnings. I minni skólum er jafnvel hægt að koma því svo fyr- ir að allir nemendur skólans fái eitthvert hlutverk við þetta tæki- færi. Opnarhuga Sums staðar hafa verið fengnir listamenn til að vinna með börn- um í vikutíma og þeirri vinnu lýkur með sýningu í skólanum, sannkallaðri listahátíð. Enginn vafi er á að tilbreyting sem þessi opnar hug barnanna í menning- arlegu tilíiti auk þess sem það sannfærir mörg þeirra um að þau geti eitthvað. I öllum sveit- arfélögum á Islandi á sér stað menningarstarfsemi á einhverju sviði. Virkust er þátttaka al- mennings í kórum og leikfélög- um. A allra síðustu árum hefur þó þróunin verið í þá átt að æ fleiri gerast sinnulausir og við- horf til lista og menningar hefur verið að breytast með auknum áhuga á veraldlegum gæðum. Sveitarstjórnarmenn viðurkenna að þegar gengið er frá fjárhags- og framkvæmdaáætlunum Iendi menning og listir aftast á Iistan- um og sama hefur oft gilt um af- greiðslu fjárlaga á Alþingi. „Eftir höfðinu dansa limirnir," segir í gömlu og drjúgsönnu orð- taki. Forráðamenn byggðarlaga og forustumenn þjóðarinnar verða að gera sér grein fyrir mik- ilvægi félagslegra þátta í mann- lífi byggða sinna. Tómlæti og að- stöðuleysi hefur kæft margan þann gróður sem með aðhlynn- ingu og við réttar aðstæður hefði getað sprottið og náð góðum þroska. Mikilvægt starf Það starf, sem hér er lagt til að hafið verði, gæti orðið mikilvæg- ur þáttur í að virkja einstaklinga á sviði menningar og lista, miðla efni á milli héraða, skipuleggja menningarstarfsemina í samráði við heimamenn á hverjum stað og vera skólastjórum til aðstoðar við listviðburði í skólum. Þá er einnig hugsanlegt að aðstoða við örnefnasöfnun og það starf safna að leita uppi fróðleik af menningarstarfi fyrri tíma og fleira mætti upp telja. Hver borgar? Það þarf því enginn að velkjast í vafa um að verkefnin eru ærin og starfssviðið breitt. En þá er komið að spurningunni sem alltaf þarf að svara áður en ákvörðun er tekin: Hver á að borga starfsmanninum kaup? I huga flutningsmanns er það rík- issjóður sem á að borga. I því sambandi má nefna að með breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er gert ráð fyrir að félagsheimilasjóður falli niður og þar með hiutdeild hans í skemmtanaskatti. Frumvarpið, eins og það liggur nú fyrir þing- inu, gerir ráð fyrir að menning- arsjóður félagsheimila fái 10% tekna af skemmtanaskatti og Sinfóníuhljómsveit Islands jafn- stóran hlut. Eftirstöðvum skal í samráði við fjármálaráðherra m.a. varið til menningarstarf- semi. Vel mætti hugsa sér að eyrnamerkja hluta skemmtana- skattsins til þeirrar starfsemi sem hér er fjallað um. Fjármála- hlið málsins yrði að sjálfsögðu til umfjöllunar hjá þeirri nefnd sem kosin yrði á Alþingi til þess að annast skipulagningu starfs þessa. Hlúð að félagslegiun þáttum Skóinn kreppir víða á lands- byggðinni, sérstaklega hvað snertir atvinnulífið. Fullyrða má að einmitt þegar þannig háttar til er áríðandi að hlúa að félags- legum þáttum og manneskjunni sem einstaklingi. Að öðrum kosti er hætta á reiðuleysi og uppgjöf. „Samt er þetta etnn heimiir“ Kafli úr yfirlitsrædu Karls Sigurbjömsson- ar, biskups, á Synodus 1999. I desember sl. sótti ég ásamt sr. Döllu Þórðardóttur þing al- kirkjuráðsins sem haldið var í Harare. Þetta var hálfrar aldar afmæli samtakanna, sem hafa gefið svo miklar vonir um sam- tal, samstarf og einingu kirkna heimsins. En eru nú í mikilli kreppu og óvissu um hlutverk sitt. Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri var áheyrnarfull- trúi á þinginu, á vegum hjálpar- starfs kirkjunnar, sem er sam- starfsaðili alkirkjuráðsins í hjálp- arstarfi, svonefndu ACT - Action by Churches together. Þátttakan í þessu þingi og fyrri vísitasía mín til Eþíópíu og Kenýa færði mér heim sanninn um þann gíf- urlega vanda sem hinn svo- nefndi þriðji heimur á við að etja. Samt hef ég hvergi séð eins milda von og gleði og meðal þessa fólks, hinna snauðu og smáðu. Aðstæðumar og útlitið virðast ekki gefa tilefni til bjartsýni, það er annað sem þar kemur til. I Zimbabwe, sem er eitt auðugasta land álfunnar, með hvað hæst menntunarstig og öflugasta innri uppbyggingu, er atvinnuleysi nær 40%, þriðja hvert barn er með Aids. Hnattvæðing markað- arins skilur Afríku eftir í öng- stræti fátæktarinnar. Okkur er sagt að hnattvæðingin færi þjóð- ir og lönd nær hvort öðru, en staðreyndin er sú að gjáin vex milli auðs og örbirgðar. Arðránið vex og ofbeídið gegn hinum fá- tæku. Þjóðir þriðja heimsins eru margar bundnar óbærilegri skuldabyrði. Meginhluti þjóðar- framleiðslunnar fer í afborganir og vexti. Alkirkjuráðið og lúth- erska heimssambandið og ýmis hjálparsamtök vinna ötullega að því að fá ríkisstjórnir og alþjóð- legar fjármálastofnanir til að gera átak í því að létta skulda- klafanum af fátækustu ríkjun- um. Atak það kallast „Jubilee 2000“ - náðarárið 2000, með skírskotun til Móselögmáls um afnám skulda hvert fimmtugasta ár. Við fögnum nú þeirri ákvörð- un leiðtoga helstu iðnríkja heims að hrinda í framkvæmd áætlun sem að þessu lýtur. Við köllum það þriðja heim- inn. Samt er þetta einn heimur, ein jörð, eitt mannkyn, Guðs sköpun sem við erum kölluð til að rækta og gæta og vernda, í samleið með Kristi. A þeirri sam- leið verðum við að temja oltkur ný viðhorf, viðhorf samstöðunn- ar, samlíðunar, góðvildar, misk- unnsemi og kærleika. Það mun bjarga heiminum. Biðjum fyrir Afríku, og biðjum fyrir öllu góðu fólki sem leggur sig fram í þágu góðvildar og kærleika...

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.